Vísir


Vísir - 05.06.1964, Qupperneq 9

Vísir - 05.06.1964, Qupperneq 9
VÍSIR . Föstudagur 5. júní 1964. -D >f Undirritaður hefur af ýmsum ástæðum, og sumum illviðráðan legum, orðið að fresta skrifum um marga hljómleika sem haldn ir voru hér í bæ síðustu vikur. Nokkra þeirra hafði hann reynd ar ekki tækifæri til að sækja, og mun þar af leiðandi ekki geta beirra frekar, en þykir nú ináí að minnast fáeinna sem eru minnissvæðir eða á einn eða ann an hátt umtals verðir. -K Hljómleikar Tónlistarskólans fóru fram fyrir miðjan síðasta mánuð. Voru þeir þrennir, hijóm leikar Nemendahljómsveitarinn- ar undir stjórn Björns Ólafsson- ar, sem fóru fram í Háskólabíói og síðan tvennir, f Austurbæj- arbíói og skólanum sjálfum, þar sem nemendur komu fram stef eftir Beethoven. Ekki er með góðri samvizku hægt að gera sér upp hrifningu yfir því, í það minnsta ekki að neinu ráði, en óneitanlega hefur þetta verk verið merkur áfangi í þró- un „æðri“ tónlistar á Islandi á sínum tíma. Þó höfundur væri kornungur, er hann setti það saman, koma þar fram ýmis þau séreinkenni, sem ekki hafa við hann skilið síðan og teljast æði merkileg. Undirrit. var svo ó- heppinn að koma nokkrum mín- útum of seint á þessa hljóm- leika, svo hann missti af byrjun tilbrigðanna, en hins vegar er honum verkið allkunnugt af „partítúr" og útgáfu þess fyrir strengjakvartett, og þykist geta fullyrt að það sé troðfullt af unglingslegum mistökum, en um leið hlaðið meira talenti en finnst í verkum nokkurs annars tónskálds fæddu um og fyrir aldamót. Þetta segir kannski ekki mikið um Jón Leifs, en úr því má lesa nokkurn vitnisburð um afrek sumra jafnaldra hans, sem oftlega er meira hampað á almannafæri og af ókunnum Sinfóníuhljómsveitin og Fílharmoníukórinn. an eftir Tjækovskí, sem var lokaverkið, er ekki með öllu óaðlaðandi, þó vissulega sé hún lökust hinna þriggja sfðustu symfónía hans (Manfr. frátalin). Undir stjórn Buketoffs var nún hins vegar litlaus og losaraleg. Náði sá túlkunarmáti hámarki í Valsinum^ sem minnti fremur á lötur gigtveikra þaulsetu- manna en þá leikhúsglæsi- mennsku, sem þar er til ætlazt, og var af nokkur skaði. I píanó- töns og blæbrigða, og hljómur allur harður og fráhrindandi. Konsert Schumans er þrátt fyrir allt, eins og allir vita, Ijúft og lýrískt tónverk, sem ekki þýðir að beita hörku, hvað þá bola- brögðum. Nú, risið var sumsé heldur lágt á þessum lokahljóm- leikum Sinfóníunnar, en slepp- um því og snúum að öðru. * Síðbúnir dómar sem einleikarar. Var þar að vanda margt ánægjulegt á ferðinni, og á stór hluti þeirra nemenda, sem fram komu, ef- laust eftir að taka drjúgan þátt í músíklífi landsins,( sem góðir áheyrendur og máttarstólpar, ef ekki sem sístarfandi listamenn og merkisberar. en væntanlega einhverjum á- stæðum. Stjórnandi á þessum hljómleikum var eins og oft áð- ur 1 Bandaríkjamaðurinn Igor Buketoff. Kom nú skýrt fram það, sem leikið hafði á grunur áður, að hann er ekki maður stórræðanna. Fimmta symfóní- konsert Schumans lék ungur Ameríkumaður J. Mathis, cin- Ieikshlutverkið, og er hann mik- ill tekníker og á margan hátt athyglisverður listamaður. Ekki féll undirrituðum þó flutningur hans á þessu verki. Hraðinn var yfirleitt of mikill, á kostnað Tveggja konserta til viðbótar er skylt að minnast: píanótví- leiks Salkind hjónanna á vegum Musica Nova og Lýríska tríós- ins, sem lék á vegum Tónlistar- félagsins. Salkindhjónin léku'f samkomusal Tónlistarskólans og voru hljómleikar þeirra hörmu- Iega illa sóttir, því hér voru bráðsnjallir listamenn á ferð- inni. Var flutningur þeirra á nokkrum samtfmaverkum og f moll fantasíu Schuberts þrótt- mikill, og þó um leið búinn' viðkvæmri og einlægri tilfinn- ingu. Á hljómleikum Lýríska tríósins fluttu Robert Mann fiðluleikari og Peonid Hambro pfanóleikari sónötur eftir Moz- art og Beethoven af miklum skörungsskap. Tríóið sjálft, skip að þessum tveim heiðursmönn- um og Ieikkonunni Lucy Rowan, sem segir fram texta, flutti þá . nokkur tónverk eftir Mann, við ævintýri Andersens og Kiplings og voru það á margan hátt á- nægjulegar tiltektir, þó ekki væri tónlistin alls kostar merki- leg. Látum síðan staðar numið að sinni. Leifur Þórarinsson. * -X Þá var hér á ferðinni hljóm- sveit stúdenta frá Noregi. Þótti ýmsum þetta áhugamannafélag slaga hátt upp f okkar kæru Sinfóníuhljómsveit, hvað varð- ar listrænan flutning og vand- virkni, en ekki er það álit byggt á staðreyndum svo séð verði Hins vegar ber að þakka heim- sókn þessa geðuga æskufólks á öllum aldri, og mætti um leið stinga þvf að, að háskólinn okk ar hefur aldrei hugsað hærra en í karlakórum og þykir samt standa sig vel. * Sinfónfuhljómsveitin lauk starfsári sínu með hljómleikum á sama stað og venjulega, og voru það venjulegir sinfóníu- hljómleikar. Með venjulegum sinfóníuhljómleikum á undirrit. við að þar sé leikinn slatti af tónverkum, sem öllum er sama um hvort þeir heyra einu sinni oftar eða ekki, plús einhver rú- sfna í öðrum hvorum enda. Rús ínan að þessu sinni var gamalt verk eftir Jón Leifs: Tilbrigði yfir SKAPGERÐARUPPELDIÍSKÓLUM T Tppeldis- og fræðslumálaum- ræður íslendinga eru að ýmsu leyti frábrugðnar um- ræðum annarra Norðurlanda- þjóða um svipuð málefni. Frændþjóðir okkar eyða miklum tíma í að athuga og ræða mark- mið skólanna í samræmi við þarfir nemenda og hvort skap- gerðarmótun skólanna sé í sam ræmi við manngildishugsjónir þjóðanna. Þegar íslendingar koma sam- an til að ræða uppeldis- og fræðslumál er oftast rætt um skólahúsnæði, hvar skóli skuli staðsettur, hvað hann eigi að vera stór, hvenær bygging hans skuli hafin og hvað hann muni kosta. Með öðrum orðum: Áhugi íslendinga virðist eink- um beinast að hinu ytra skóla- haldi, síður hinu innra. Þetta er að öllum líkindum ástæðan til þess að íslenzki skólinn stefnir ekki að neinu ákveðnu manngildistakmarki. Engar samræmdar hegðunar- reglur gilda í íslenzkum skólum og hegðunareinkunnir eru óvíða gefnar, þó eru þess dæmi og hefur sú aðferð gefizt vel, eins og vænta mátti. í stuttu máli sagt. Manngildisuppeldi er ekki þáttur í íslenzka fræðslumála- kerfinu sem heild, en því er rækilega sinnt af nokkrum á- gætum skólastjórum að eigin frumkvæði og á eigin ábyrgð. Ef skóli á að gegna eðlilegu uppeldishlutverki f þjóðfélaginu verður hann jöfnum höndum að láta sér annt um skapgerðar- uppeldi og þekkingarmiðlun. Þetta tvennt er eins og klyfjar á hesti. Allir vita, að ef verulegur munur er á þunga klyfja hallast fljótlega á, fyrr en varir fer of- an og klyfjarnar liggja í eða við götuna. Þekkingarbaggar þeir sem ís- Ienzki skólinn hefur á liðnum árum bundið æsku landsins munu nú liggja við flestar brautir, sem æskan treður, enda bundnir án tillits til hvort hún muni vera fær um að bera þá eða ekki. Siðgæðis- og mann- gildisuppeldi hefur orðið útund- an í blindu kapphlaupi við námsgreinafjölda og próf. Óvel- komin og óraunhæf þekking gleymist fyrr en varir, og er þá nestið, sem skólinn sendir æsk- una með út f raðir fullorðinna manna næsta lítið. Væri ekki þetta mál ærið tilefni einnar helgarráðstefnu fræðsluyfir- valda og starfandi kennara. Kennarar hvarvetna að af land- inu koma saman til þings um þessa helgi. Mundi ekki vera tilvalið tækifæri að taka þetta mikla mál til umræðu þar. Vikublaðið Fálkinn og dagblöð- in í Reykjavík mundu geta lagt þinginu til myndir frá síðasta æskulýðsmótinu á Hreðavatni ef einhver skyldi efast um að eitthvað hafi brugðizt í uppeldi þeirrar kynslóðir sem nú ber hita og þunga uppeldisstarfsins. „Lífið er formlaus óskapnað- ur án aga“, sagði Ólafur Hauk- ur Árnason skólastjóri f snjöllu erindi, sem hann flutti f Menn- ingarsamtökum háskólamanna sl. vetur. Myndi ekki skólakerfi landsins vera allformlaust án þess að hegðunarreglur verði settar. Árið 1946 starfaði nefnd á vegum kennarasamtaka að því að semja slfkar reglur. Fram- gangur málsins strandaði á því að yfirstjórn fræðslumála vildi ekki leggja málinu lið. Hvað sú afstaða hefur kostað þjóðina verður aldrei í tölum ta’ið. Hitt er víst, að frekara ráðleysi í þessum málum leiðir til æ meiri ófarnaðar eftir því sem þjóðinni fjölgar og tækifærin til að mis- stíga sig á siðferðisbrautinni verða fleiri. Ólafur Gunnarsson.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.