Vísir - 05.06.1964, Blaðsíða 8

Vísir - 05.06.1964, Blaðsíða 8
V1SIR . Föstudagur 5. júnf 1964. q Utgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 krónur á mánuði. 1 lausasölu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur) Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Sigur öfgamanns IJrslitin í prófkosningum Repúblikanaflokksins í Kali- fomíu eru sigur fyrir öfga og innilokunarstefnuna á bandarískum stjórnmálavettvangi. Úrslitin tryggðu Barry Goldwater alla kjörmenn ríkisins, 86 að tölu, og skortir hann nú aðeins 30 kjörmenn af þeim 655 em hann þarf til þess að vera kjörinn frambjóðandi lepublikanaflokksins til forsetakjörs á flokksþinginu 13. júlí. í augum Evrópumanna — og frjálslyndari Bandaríkjamanna, er Goldwater hættulegur maður, ofstækisfullur öfgamaður sem trúir því að sigur vinn- ist í kalda stríðinu fremur með ósveigjanlegri hörku en sáttfýsi og samningum. Skoðanir hans á alþjóðamálum eru svo öfgakenndar, að furðu gegnir að slíkur maður ;kuli ná stjórnmálaframa hjá jafn upplýstri þjóð og Bandaríkjamenn eru. Hann er ekki í miklum vafa um hvernig eigi að vinna sigur á kommúnistunum í Suður Viet-Nam. Auðvitað á að nota til þess litlár atomsprengjur — og láta síðan kylfu ráða kasti. Kúbu á að svínbeygja, helzt með innrás og Sameinuðu þjóð- rnar á að gefa upp á bátinn. Að slíkum manni væri ðeins brosað góðlátlega ef ekki væri möguleiki á ð hann yrði næsti forseti Bandaríkjanna. Ef til þess æmi skipta ákvarðanir hans ekki einungis máli fyrir landaríkin heldur ráða þær örlögum okkar íslendinga, :kki síður en allra annarra þjóða heims. Þess vegna væri það heimsóhapp ef slíkur ofstækismaður gengi nokkru sinni inn fyrir þröskuld Hvíta hússins. Samstarf á sviði lögfræði 4 \ síðarí árum hefir samvinna íslands og annarra Norðurlanda farið mjög vaxandi á sviði lögfræði. Hef- ir löggjöf landanna verið á ýmsan hátt samræmd, sem veldur því að réttarframkvæmdin er um margt auð veldari innan þessa þjóðahóps. Þessi sjálfsagða þróun er eitt af þeim efnum. sem rædd munu verða á hinu 14. norræna laganemamóti sem hófst í Háskóla íslands t gær. Prófessor Ármann Snævarr hefir lengi haft for- ystu í þessu starfi og mun hann ræða um samvinnu Norðurlandaþjóðanna á sviði erfðaréttar. íslenzkir lög- fræðingar og laganemar fagna kollegum sínum frá hin- um Norðurlöndunum sem nú gista Reykjavík. Góð eru gagnkvæm kynni á þessu sviði sem öðrum. íslenzkum lögfræðingum og laganemum er það mikilsvirði að kynnast þeim rannsóknum í lögfræði og þeim náms og kennsluháttum sem gilda við háskóla Norðurland- inna. Þeir hættir veita mikilvæga hliðsjón við íslenzkt 'aganám og auka skilning laganema og eldri lög- 'ræðinga á því að þótt lögfræðin sé greina þjóðlegust, þá hvílir hún engu að síður á algildum grunni réttar- ríkisins. SEXTUGUR: Þórarinn Þórarinsson skólastjóri á Eiðum Þórarinn Þórarinsson skóla- stjóri er sextugur í dag. Hann er fæddur á Valþjófsstað í Fljóts dal 5. jóní 1904. Sonur séra Þór arins Þórarinssonar, prests þar, og frú Ragnheiðar Jónsdóttur konu hans. Kunningsskapur okkar Þórar- ins skólastjóra hófst heima 1 föð urgarði vorið 1918. Ég kom þarna aðvífandi fyrir tilstuðlan örlaganna sem kennari á íþrótta námskeiði, er Ungmennafélag Fljótsdæla gekkst fyrir. Þátt- taka 1 námskeiði þessu var á- gæt, margt ungra, áhugasamra og frískra pilta, er héldu til ým- ist á prestssetrinu eða náiæg- um bæjum. (Ég hélt til á Skriðu klaustri og minnist dvalarinnar með mikilli ánægju). Veðurfar á Héraði þetta vor, eftir hinn mikla frostavetur var hið bezta og hamlaði lftið útivist og at- höfnum okkar námskeiðs- manna. Dvölin þarna í hinu fagra héraði við íþróttir og leiki, á hinu eggslétta rastar langa valllendistúni prestsseturs ins, var svo ánægjuleg, að end urminningamar frá þessum björtu dögum og vorkvöldum eru einhverjar þær allra skemmtilegustu, sem ég hef eign azt, — hafa ýmsir þeirra, sem þarna voru, haft orð á því sama að fyrra bragði. Var margt, sem stuðlaði að þessu, auk þess sem þegar er talið: Mörg og mann- vænleg böm prestshjónanna, með „æskunnar léttu lund“ og hin elskulega gestrisni húsbænd anna, sem tóku oft innilega þátt í leiknum með börnum sfnum og gestum — þó meira væri í orð- um en ahöfnum, vegna aldurs. Jón( élzti sonur þrestshjónanna, var meðal skráðra þátttakenda, en þótt Þórarinn yngri væri tal- inn of ungur til þátttöku, fylgd- ist hann samt með af lífi og sál, Þetta vor fermdist Þórarinn, og ég naut þeirrar ánægju, á- samt að ég held, öllum nám- skeiðsmönnum, að sitja höfðing lega fermingarveizlu hans heima í foreldrahúsum. I" annað sinn bar fundum okk- yar saman í sambandi við íþrótt- ir, er hann fór, f hópi íþrótta- kennara, á Ólympíuleikana í Berlín 1936. Var hann þá söng- stjóri kennaraflokksins. Ég var f hinum flokknum. Æ síðan Þórarinn fyrst kynnt ist íþróttahreyfingunni á nám skeiðinu á Valþjófsstað, hefur hann verið traustur stuðnings- maður og samherji á þeim vett- vangi og hlúð að viðgangi i- þrótta við skóla sinn og annaes staðar er tækifæri hafa gefizt. Á þessu merkisafmæli munú frændur, vinir og nemendur senda honum hlýjar kveðjur og árnaðaróskir og ég vil nota tæki færið til að þakka honum liðnar samverustundir fyrr og sfðar og árna honum og fjölskyldu hans heilla og blessunar. Ó. Sv. Minning: Nathanael Mósesson kaupmaður á Þingeyri Nathanael Mósesson, kaup- maður f Öldunni á Þingeyri andaðist 23. marz s.l. Hann var fæddur á Ketilseyri í Þingeyrar- hreppi 14. apríl 1878. Foreldrar hans voru Mðses Mósesson og Valgerður Nathanaelsdóttir er bjuggu á Ketilseyri og ólst Nathanael upp hjá þeim til 12 ára aldurs en þá mlssti hann móður sfna, og fór þá til séra Þórðar ólafssonar á Gerðhömr- um og var hjá honum f tvö ár og naut tilsagnar hans og menn ingar þess ágæta heimilis. Á þessum árum starfrækti hinn mikli norski athafnamaður kafteinn Berg hvalveiðistöð á Framnesi í Dýrafirði. Hinir norsku hvalfangarar fluttu ferskan blæ inn f fjörðinn og höfðu margháttuð menningar- áhrif á fbúa hans, glæddu at- hafna og ævintyraþrá unga fólksins. Einn af ninum ungu mönnum, er opnaðist leið út í heiminn með hinum norsku hvalföngurum var Nathanael Mósesson. Kafteinn Berg tók hann með sér til Noregs, og reyndist honum hinn bezti vin- ur. 1 Noregi gekk Nathanael á skóla en sneri svo aftur heim til fslands og nam skósmíði 1895 hjá Rafni Sigurðssyni f Reykjavfk. Að námi loknu flyzt hann vestur til Dýrafjarðar og á Þingeyri rak hann skósmfða- vinnustofu um 14 ára skeið og hjá honum lærðu fjöldamargir þá iðngrein. Árið 1914 stofnaði Nathanael Útgerðarfélag Þingeyrar ásamt þeim Ólafi Guðbjarti Jónssyni f Haukadal og Stefáni Guðmunds syni bónda og skipstjóra í Hól- um. Útgerðarfélag Þingeyrar var mikil lyftistöng staðarins á skútuöldinni, en Nathanael var framkvæmdastjóri þess til árs- ,ins 1930 að félagið hætti störf- um f þeirra eign. Árið 1914 stofnaði Nathanael einnig eigin verzlun, verzlunina ölduna, og veitti henni forstöðu fram á s.l. ár, eða nálægt því hálfa öld. Nathanael Mósessyni voru falin mörg trúnaðarstörf f sveitarfélagi sínu: Átti fjölda- mörg ár sæti f skólanefnd. Gjaldkeri og formaður sóknar- nefndar f rúm 40 ár. Ábyrgðar- maður Sparisjóðs Þingeyrar- hrepps um langt árabil og sím- stöðvarstjóri. Einn af stofnend- um stúkunnar Fortúnu nr. 75 og einlægur bindindismaður alla ævi. Gæzlumaður barna- stúkunnar Eyrarlilju um áratuga skeið. Nathanael kvongaðist árið 1901 Kristfnu Ágústu Jóns- dóttur Hansen, frá Nýjabæ á Seltjarnarnesi, en hún lézt eftir aðeins 6 ára sambúð. Þeim hjónum varð þriggja sona auð- ið. Tveir þeirra létust á æsku- skeiði, en Viggó fyrrum íþrótta- kennari er nú starfsmaður við Morgunblaðið í Reykjavík. Vorið 1913 opii.bera þau trú- lofun sína Nathanael og Ólafía Veróníka Kristjánsdóttir frá Meiragarði f Dýrafirði. Um sumarið flyzt hún til unnusta síns á Þingeyri, en tekur sjúk- dóm sem leiðir hana til dauða á skammri stundu og er hún Framh. á bls. 5. ****-*-*•• • -- f —. — v

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.