Vísir - 05.06.1964, Blaðsíða 15

Vísir - 05.06.1964, Blaðsíða 15
V1SIR . Föstudagur 5. júní 1964. Það var sem allur ótti hyrfi úr huga Angelo Paroli læknis, er Luigi sagði honum frá dauða Donato. Hann varð aftur hnakka ; kerrtur og óttalaus að sjá. I nokkrar kiukkustundir hafði hann verið gersamlega lamaður og vonlaus. Nú var hann fullur áhuga á ný og reiðubúinn til þess að „greiða síðasta höggið“. Þetta kvöld fór Óskar ekki heim fyrr en um miðnæturbil. ’ Hann lá andvaka mikinn hluta : nætur og hugleiddi hvað gera I skyldi daginn eftir. Fyrst yrði hann að fara til sjúkrahússins 1 og vera kominn þar kl. 10 til ' fundar við Baunástöngina, en þrátt fyrir það, að ánægjulegt gæti verið að vera með þessum gamla kunningja, mátti hann ekki vanrækja hlutverk sitt. Og enn fór hann að hugsa um mann inn, sem hann hafði séð í krá Pastofrollas og við hlið sjúkra- hússins. Og nú datt honum dá- lítið í hug, sem hann fór að hugsa um fram og aftur. Loks sofnaði hann og vaknaði ekki fyrr en klukkan átta, og fór þegar að klæða sig, en það tók dálítinn tíma, þar sem hann hafði ekki not nema annarrar handarinnar, en nokkrum mín- útum fyrir klukkan níu var hann kominn í sjúkrahúsið, en það var ákvörðun um það, sem hann hafði tekið um nóttina, rétt áður én hann sofnaði. Hann gekk þegar á fund dyra varðarins. — Hvers óskið þér? — Þér munið kannske ekki eftir mér? - Jú, sagði dyravörðurinn eft ir nokkra umhugsun, það voruð þér, sem komuð hér í gær með dómaranum og lögreglunni, og þér fóruð nokkru síðar. - Þér eruð vel greindur mað- ur og athugull, það er ekki um að villast. - Tilgangurinn með heim- sókninni var að leita upplýs- inga hjá ítalanum Donato, en hann var til allrar ólukku ný- látinn, er þið komuð. -- Já, og það er einmitt vegna upplýsinga um þennan Donato, sem ég er kominn til yðar. — Ekki býst ég við, að þér getið grætt neitt á að tala við mig um hann. — Ég ætla aðeins að bera upp nokkrar spumingar, sem ég bið yður um að svara. í fyrsta lagi: Er lik Donato enn hér í sjúkrahúsinu? — Nei, það hefir verið sótt til greftrunar. - Bað nokkur um að fá líkið afhent? — Nei, og það finnst mér sannast að segja einkennilegt. - Hvers vegna? — Vegna þess, að hann á bróður hér í París. — Svo? sagði Óskar efabland inni röddu. Á hann bróður í París? - Já, það er að segja, það kom maður hér í gær og sagð- ist vera bróðir hans. Þetta var löngu fyrir heimsóknartíma og hann bað mig að færa honum áríðandi bréf. Ég tók við því, en er ég kom upp, var mér sagt, að Donato hefði dáið um nótt- ina, og þá fór ég aftur með bréfið. - Það er alveg rétt athugað hjá yður, sagði Óskar hugsi, að maðurinn — sé hann bróðir hans — hafi ekki beðið um að fá líkið afhent. - Það var í fyrstu sem hann væri steini lostinn - þó frek- ar undrandi en hryggur, þótt hann styndi þungan. Hann flýtti sér að taka við bréfinu og fór sína leið. Ég er næstum hissa á, að þér skylduð ekki sjá hann, því að hann var að fara þegar þér stiguð út úr vagninum. - Hefði ég bara vitað þetta, sagði Óskar. Það var eitthvað grunsamlegt við þennan náunga. Hann er svipljótur, og ég efa ekiki, að honum má trúa til alls. Ég get sagt yður, að þessi mað- ur er ekki frekar bróðir Donato en ég. — Hver er hann þá? - Einn í sama bófaflokki og Donato var. — Hafði þá Donato framið glæp? - Hann hefir að minnsta kosti verið hjálplegur. - Ég gæti svo sem vel trúað því, en er það nú alveg áreiðan- legt? — Já. Og sönnunin fyrir þvi er hér. Hefði hann verið bróðir hans, hefði hann beðið um að fá líkið afhent. — Það er satt, en samt sem áður ... — Mér datt í hug, að hann hefði ekki verið að spígspora hér að gamni sínu. Þorparinn sat nálægt mér, er ég ræddi við tvo menn úr glerskurðarmanna- stétt í fyrrakvöld. Hann vissi því, að ég mundi koma hingað með lögreglunni, og hann kom til þess að biðja sinn meðseka félaga um að þegja um visst mál. — Drottinn minn dýri og ég hérna með tvo lögregluþjóna — við hefðum getað handtekið hann, og allt væri búið. Hvílík óheppni. En ég hefi mynd af honum — héma. Og Óskar lamdi á enni sér. 1 þessum svifum var sjúkra- húsbjöllu hringt. , — Nú er hringt til útgöngu. Afsakið, en ég verð að fylgjast með hverjir fara. - Ég sömuleiðis, - ég bíð eftir félaga. Þakka yður fyrir hve hjálplegur og vinsamlegur þér voruð. Svo kvöddust þeir og Óskar gekk út að hliðinu. Veður var kalt, en bjart var í lofti, og það var eins og sólargeislar stigi dans á tumunum á Notre Dame. Nú kom hópur sjúklinga, sem höfðu fengið leyfi til þess að fara heim og í miðjum hópnum var Baunastöngin og gnæfði yfir alla hina. Hann virtist vera enn horaðri en áður og var fölur og veiklulegur og átti sýnilega erf itt með gang. Óskar gekk á móti honum. — Þú sérð að ég stend við orð mín, sagði hann og heilsaði honum með handabandi. - Það er bezt að ég leiði, og, sagði Óskar, ég sé að þú riðar næstum og það er hrollur í þér. — Það er þetta hreina, kalda loft, þegar maður kemur svona allt í einu út úr hitasvækjunni, en ég hressist þegar ég hefi fengið ölið, sem ég trúi þú ætlir að bjóða upp á. V.V.V.VAV.V.W.V.V.V DÚN- OG •: FIÐURHREINSUN »; vatnsstíg 3. Sími 1874« £ 5 IMgur 1 REST BEZT-koddar. Endumýjum gömlu sængumar, eigum dún- og fiðurheld ver. Seljum æðardúns- og gæsadúnssængur — og kodda af ýmsum stærðum. s '.■.■.'.■.■.■.■.V.'.V.V.V.V.V.'.1., í Hópferða- S bílar Vð Höfum nýlega 10-17 farþega Merzedes Bens-bfla f styttri og lengri ferðir. HÓPFERÐABlLAR S/F * Símar 17229, 12662, 15637 I 16250 VINNINGAR! Fjórði hver miði vinnur.að meðaltali! Haestu vinningar 1/2 milljón krónur. Lægstu 1000 krónur. Dregið 5. hvers .mánaðar. TAItZAW’ TLAN- FOR BR.INS1NG S0W60 CHIEF WAJASI AN? BATUSI CHIEF WAWA FACE-TO FACE By AIR- IS ACCEPTE7 By THE BONSO COUKICILOF ELPERS. yES,TTI5A RISK,CAPTAIH WIL7CAT-BUT WEMUST , TRy IT. WE COULF’N'T EKITER BATUSI COUHTRY OVERLANP WIT.H CHIEF WAMBI, WITHOUT r——' HOOPLUÍA BATUSIS ATTACK.IKIS US... J „ .* t THESE TWO 017 6REAT CHIEFS HAVE . NO PERSOMAL ANSER FOR EACH OTHER MAN-TO-MAN THEY MAY PREVENT A , , BONGO-BATUSt WAR...WITH OUR HELPlT "-------- v—ir Eujott JeMri CsiAkpO rWHEN A 'COPTER ANSWERS’ yOUR QX SIGNAL', WE'LL PROPOUTOFTHE SKY ON OLP WAWA-T'LL FIKSTTALK . WITH HIM, FEEL 0UT THE CHANCES, WHILE VOU STAY WITH WAMBIIN THE 'COPTER. SATUSI SPEARJHEN WON'T PARE ATTACIC A 'COPTER- T A R Z A N Eftir miklar hættur og mann- raunir komast þeir Tarzan og Joe Wildcat loks til þorps Bongó- anna, sem taka þeim vel. Wambi höfðingi Bongoanna vill gjaman halda frið við Batusana, og Tarz- an getur fengið hann til þess að gangast inn á að koma með sér tii þorps Batusanna, og tala við Wawa höfðingja þeirra. Þá byrja þeir félagarnir að reyna að ná sambandi við þyrilvængju. Þetta er nokkur áhætta, segir Tarzan, en við verðum að taka hana. Það yrði ekki nokkur leið fyrir okkur að komast með Bongóahöfðingj- ann óhultan gegnum línur Bat- usanna því að það myndu áreiðan lega einhverjir þeirra — sem væru sama sinnis og Gano — ráðast á okkur. En ef við getum flogið með hann til þorps Batus anna, þá er möguleiki á að allt fari vel, því að gömlu höfðingj- unum er í rauninni alls ekki illa við hvorn annan, og báðir viija halda frið. Ég get farið á undan úr þyrlunni, og talað við Wawa, til þess að athuga hvernig sicap hans er. Ég býst ekki við að Batusarnir munj ráðast á flug- vélina. Þetta er gott ráð Tarzan segir Joe, ég vona bara að það heppnist. 15 VIÐ SELJUM: Zodiac ’60 Renault station R-4 ’63 Consul Capri ’63 NZU-Prins ’62, Record ’60 Volvo station 445 ’59 Mosckwits ’59 Chevrolet Impala ’59 Chevrolet st. ’56 Chevrolet ’55, Commer ’63 með 12 manna húsi Chevro let ’55 B-3100 sendiferða- bfll. SKÚLAGATA 53 — SÍMI JÆffii TIL SÖLU Til sölu I smíðum 2ja og 3ja herb. fbúðir fokheldar og tilbúnar undir tréverk. Tvíbýlishús f Kópavogl. Hvor hæð algerlega sér. Glæsilegar íbúðir. Bflskúrsréttur með báðum. Seljast fokheldar. Einbýlishús f smíðum við Holta- gerði í Kópavogi, um 190 ferm. Stór bflskúr. Selst fokheld. Einbýlishús við Fögrubrekku 1 Kópavogi á tveim hæðum. Innbyggður bflskúr. Fokhelt. Iðnaðarhús við Auðbrekku, þrjár hæðir, 140 ferm. hver hæð. Selst fokhelt. Höfum kaupendur að litlum fbúð- um 2ja og 3ja herb. Einnig 5 og 6 herb. íbúðum, einbýlishúsum og bújörðum. JÓN INGIMARSSON, lögmaður, Hafnarstræti 4 . Sfml 20555. Sölum. SIGURGEIR MAGNÚSSON Kvöldsími 34940. i3 Seljum dún og fiðurheld jp> ver. Endumýjum gömlu sængurnar. NÝJA FIÐURHREINSUNIN. Hverfisgötu 57A. Sími 16738. TONÞÖKUR BjÖRN R. EÍNARSSON ___SÍMÍ 2.085 6 Herrasokkar crepe-nylon ,ci 29.00 Mfldatorgl

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.