Vísir - 08.06.1964, Side 3

Vísir - 08.06.1964, Side 3
VlSIR • Mánudagur 8. júní 1964. 3 i í gær var mikið um dýrðir í Listasafni Islands. í salarkynn um þess var opnuð merk Iist- sýning, og í Bogasalnum bóka- sýning. Ragnar Jónsson forstjóri Helgafells, framkvæmdastjóri listahátíðarinnar, opnaði báðar sýningarnar kl. 4 með ræðu að viðstöddum forsetahjórium, list- málurum og fjölda gesta. Ragnari mæltist ágætlega að vanda, enda má hann manna gerst um listir og bókmenntir ræða á þessu Iandi. Fer megin- hluti ræðu hans hér á eftir: J skólabókum næstu kynslóða mun það verða flokkað með undrum veraldar, er þeir Ás- grímur Jónsson, Jóhannes Kjarval og Ásmundur Sveins- son, þrír allslausir bændasynir úr afskekktum kotsveitum við yztu höf, tóku saman föggur sínar, varla í elnn vaðsekk, en brynjaðir krafti íslendingasagna Við setningu Listaliátiðarinnar í gær lásu þrfr rithöfundar upp úr verkum sinum, þeir Guð- mundur G. Hagalín, Guðmund- ur Böðvarsson og Þórbergur Þórðarson. Fremur mætti þó segja, að Þórbergur hafi farið með gamansögur en lesið upp. Hann sagði nokkrar óborganleg- ar sögur af séra Árna Þórarins- syni, og lék prest um Ieið á sinn alkunna kimnihátt. Var þætti Þórbergs tekið með kost- um og kynjum af áheyrendum sem og upplestri hinna annarra rithöfundanna. Ragnar Jónsson, framkvæmdastjóri Listahátiðarinriar, opnar listsýninguna og bókasýninguna í Listasafni ríkisins 1 gær kl. 4 í viður- vist forseta Islands og forsetafrúar. Á myndinni sjást auk þess m. a. Ásmundur Guðmundsson biskup, Björn Th. Björnsson, Jón Þórar- insson, formaður Bandalags íslenzkra listamanna ásamt konu sinni, Björn Jónsson framkvstj. Tónlistarfélagsins og Thor Vilhjálmsson rithöfundur. FRÁ LISTAHÁTÍÐINNI í GÆR og óbilandi trú á Guð og trausti á land sitt og þjóð, sigldu til fjarlægra landa að nema list. Hver skyldi hafa trúað þvi fyr ir 60 árum, að i dag vissi öll þjóð þeirra, að þeir hefðu átt þátt f að tryggja henni sæti með al menningarfólks veraldar, sak- ir áræðni og trúarvissu. Á 20 ára afmæli fullveldis okkar hljótum við að minnast þessara og annarra brautryðj- enda þess og listar oklcar, með djúpri lotningu og þökk. Nú höfum við eignazt nýja kynslóð Iistamanna, og hennar verk eru auðvitað umfram allt viðfangsefni okkar á þessari stundu. Þó kjör hinna yngri manna séu að ýmsu leyti ólik, eru höfuðvandamál listamanns- ins alltaf óbreytt og hin sömu. Brennandi þörf að hefjast yfir hversdagsleikann og hismið, og hún er og verður um alia tíð ofurmannlegt átak. Það væru ömurleg örlög okk- ar kæra lands, ef sagan um tóm- læti gagnvart vísindum og Iist- um, sem þjóð þess hefur tíðum sýnt, mest sökum fátæktar og menntunarskorts, ætti, á öld hinna miklu framfara og fjöl- miðlunartækni, eftir' að endur- taka sig. Ef hús á íslandi þess- arar aldar, klædd verksmiðju- teppum út á hlað, mjúkum sem æðarhreiður, fyllt ölium hugs- anlegum munaði og þægindum, frá fsskáps til vfnbars, ættu ekkert að gleðja hið innra auga íbúanna, ekkert málverk, enga höggmynd, jafnvel ekki hand- gerðan dúk eða púða, en allir veggir klæddir þilplötum og steinhellum, sem panta má með símskeyti eins og rúsinukassa. Ekkert sem gerir lífið þess virði að lifa þvl. Þetta má aldrei ske, og við sárbænum ykkur öll að taka höndum saman að forða æsku framtiðarinnar frá svo óper- sónulegu lifi. Þeir sem hér sýna verk sin, og sem ekkl eru framleldd í verksmlðjurn, heldur ér hvért eitt tjáning persónulegrar reynslu, bjóða okkur aðstoð sina af hellum hug. Eins og sagt hefir verið frá i blöðum, eru á sýnlngu þeirri sem við ætlum að fara að skoða, aðeins vérk siðustu fimm ára. Ég hef átt þess kost að renna augum eftir veggjum og gólfum og get með ánægju ósk- að listamönnunum til hamingju. Hér í Bogasalnum er önnur sýning, bókasýning, þar sem sýndar eru bækur fslenzkra höfunda og annarra listamanna, frá síðustu tveimur áratugum, eða frá stofnun Iýðveldisins og til þessa dags. »11 frgg: : •jnjpjgJ.: ijjiPjSyf ‘ • jJralJI Í&H J I l| ""íjwfí -'é - ...' 'a. . Jjjfigj;..."!! f :: ',’3 : ' - fiflE & w. £ ’t. ji'gjLWj Mt, " J Við setningu Listahátíðarinnar í Háskólabíói í gær. Sinfóníuhljómsveitin flytur lofsöng eftir dr. Pál ísólfsson við Ijóð eftir Davíð Stefánsson. Igor Buketoff stjórnar. Söngsveitin Filharmonfa og blandaður kór Fóstbræðra syngja.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.