Vísir - 08.06.1964, Page 5
V í S IR . Mánudagur 8. júní 1964.
5
Snæfell
Framh. af bls. 16
1100 mál í þriðju 1040 og nú
síðast um 1100 og lagði aflann
upp í Krossanesi. í síðustu veiði
ferð var Snæfellið að veiðum
um 70 mílur NA af Raufar-
höfn.
„Ég gizka á að nú séu um
40-50 skip komin á miðin,“
sagði Trausfi. „Þarna virðist
vera mikið af síld, en hún er
dreifð um töluvert stórt svæði.
Það er erfitt að veiða síldina,
því hún stendur yfirleitt djúpt
og er stygg, en þetta er ein-
göngu stór síld.“
Enn hefur ekki verið samið
um verð á síldarmálinu, en ef
vcvðið verður á milli 170-180 kr.
má gizka á að hásetahluturinn
á Snæfellinu sé orðinn um 25
þús. kr. á sl. fimm dögum, eða
frá því að það fór á síldveið-
Sildin
Framh. uf bls 1
og I nðtt: Halldór Jónsson með
1110 mál, Ólafur Bekkur 1124,
Helga Guðmundsdóttir 1194, Guð-
mundur Péturs 1336, Bjarmi frá
Dalvík 544, Hanr.es Hafstein 740,
Grótta 862, Bára 672, Árni Magnús
son 1060, Jón Kjartansson 1012 og
Ólafur Magnússon, sem var með
1208 mál.
í morgun biðu eftirtalin skip á
Raufarhöfn, eða voru að byrja að
landa: Gylfi annar með 450 mál,
Heimir með 1000, Guðrún Jónsdótt
ir með 1200 og Bjarmi annar með
1400 mál.
SIGLUFJÖRÐUR:
Hér er allt „klárt“ til að taka
á móti síld, við bíðum aðeins og
vonum, sagði Ragnar Jónasson,
fréttaritari Vísis á Siglufirði í
morgun. Héí verða 20 eða 21 sölt-
unarstöð í sumar, en voru 22 í
fyrra. Mannskapurinn var víða not
aður s. 1. haust til að hafa allt til-
búið á söltunarstöðvunum fyrir
næstu vertíð, sem nú er að hefjast.
Síldarverksmiðjurnar hér eru einn-
ig tilbúnar að taka á móti síld, og
fáein skip hafa þegar komið inn
með síld til frystingar og í
bræðslu, en bræðsla er ekki hafin.
Aðkomufólk er sárafátt ennþá,
sagði Ragnar Jónasson að lokum.
IíÚSAVÍK:
Til Húsavíkur hefir aðeins borizt
einn síldarfarmur í sumar, það er
fyrsta síldin, sem barst á land fyr-
ir norðan, af Helga Flóventssyni,
sagði Ingvar Þórarinsson, fréttarit-
ari Vísis á Húsavík i morgun. Ing-
var sagði eins og Ragnar, að allt
væri tilbúið til síldarmóttöku, bæði
verksmiðjan og söltunarstöðvarnar,
sem verða þrjár í sumar eins og í
fyrra.
Scranton —
Framh. af bls. 16
Roosevelts og Dwights Eisenhow-
ers, en þeir líta og svo á, að Barry
Goldwater muni ekki fylgja for-
dæmi áðurgreindra þjóðarleiðtoga.
Og nú safnast höfuðleiðtogarnir
saman í Ohio-ríki til þess að reyna
að leysa vandann. Fundinn sitja j
m. a. Eisenhower fyrrv. forseti og i
Nixon fyrrv. varaforseti.
Barry Goldvvater situr einn'" r!
síefnuna, sem haldin er vegna
vanda, sem flokkurinn er k •
í, eftir sigur Barry Goldwnf'
Kalifomiu.
Flotholtin sem Hótel Víkingur á að standa á, voru í gærmorgun dregin úr Reykjavíkurhöfn og upp í Langárósa. Þaðan verður þelm
svo ekið þá ca. 35 kílómetra, sem eftir eru á ákvörðunarstað. Ámyndinni sést vélbáturinn Jón Bjarnason með flotholtin í togi.
(Ljósm.: Albert Jónsson).
I kvöld kl 8.30 flytur danski^
læknaprófessorinn dr. Ole Bent-
zen erindi í Hátíðasal Háskól-
ans sem nefnist Det Handikapp-
ede Barn og Samfundet. Dr.
Bentzen er yfirlækn’r og stjórn-
andi Heyrnarlækningastöðvar
danska ríkisins í Árósum og
einn fremsti sérfræðingur Dana
í háls-, nef- og eyrnasjúkdóm-
um. I störfum sínum hefir hann
haft mikil afskipti af vanheil-
um börnum og mun segja frá
'skoðunum sínum á þvi hvern'g
uppeldi og umönnun þeirra
verður bezt hagað og hvernig
þau aðlagast bezt daglegu lífi
í þjóðfélaginu. Er óhætt að fuJl
yrða að hér er um mjög merka
heimsókn að ræða, og ættu all
ir sem á þessu sviði starfa að
hlýða á mál hins danska yfir-
læknis.
Framh. af bls. 16
Ávörp af svölum Alþingis-
hússins fluttu Emil Jónsson
sjávarútvegsmála.ráðherra, Valdi
mar Indriðason frá Akranesi,
fulltrúi útgerðarmanna, Örn
Steinsson vélstjóri, fulltrúi sjó-
manna, og loks Pétur Sigurðs-
son, alþm., form. sjómar.nadags-
ráðs, sem afhenti heiðursmerki
sjómannadagsins. Að pessu
sinni voru hins vegar ekki af-
hent nein björgunarverðlaun,
þar sem ekki varð fundin nein
meiriháttar björgunaraðgerð,
sem uppfyllti þau skilyrði, sem
sett eru fyrir verðlaunaveitingu.
Við athöfnina á Austurvelli
lék Lúðrasveit Reykjavíkur og
Erlingur Vigfússon tenórsöngv-
ari söng.
Nú stefndi mannfjöldinn nið-.j
ur að höfn til þess að horfa á
kappróður, sem fór fram yzt á
höfninni fyrir innan innsigling-
una. Kepptu þar átta sveitir, þar
af- 4 skipshafnir, 2 kvennasveit-
ir og 2 unglingasveitir. Sigur-
vegarar í skipshafnakeppninni
urðu sjómenn af Guðmundi
Þórðarsyni, en skipstjóri þeirra, ‘
Haraldur Ágústsscn, sat við
stjórnvölinn. Er þetta í fimmta
sinn í röð, sem áhöfn af þessu
skipi verður hlutskörppst. Önn-
ur varð skipshöfnin á björgun-
arskipinu Gísla J. Johnscn, en
hún er skipuð meðlimum slysa-
varnardeildarinnar Ingólfs.
Um kvöldið voru fagnaðir og
danssamkomur si.'manna á ýms-
um skemmtistöðum í bænum.
Þar var mest sjömannadagshóf-
ið að Hótel Sögu.
Framh at bls I
skáld frá Fagraskógi, látizt.
Heiðruðu allir viðstaddir minn-
ingu þessara og annarra Iátinna
listamanna með því að rísa úr
sætum.
Ræða menníamála-
ráðherra
i Þá flutti Gylfi Þ. Gíslason,
menritamálaráðherra, ávarp og
talaði um nauðsyn þess. að e.fla
listirnar. Hann sagði m. a.;-áð
vísindi og listir væru työ stór-
veldi og-væri öllum hollast að
valdajafnvægi ríkti milli þeirra
stórvelda, án hvorugs mættu
menn vera. Ráðherrann nefndi
fjöldamenninguna og sagði, að
hún yrði að byggja á einstakl-
ingsbundinni list, ef hún ætti að
vera sönn menning, og að því
bæri að stefna.
Geir Hallgrímsson, borgar-
stjóri í Reykjavík, flutti einnig
ávarp. Hann kvað listina og
borgina hvor annarri háoa, list-
in væri borgarbúum lífsnauð-
syn. Borgarstjóri þakkaði lista-
mönnum fyrir þeirra mikla fram
lag til menningarlífs borgarinn-
ar.
Orð Nóbels-
skáldsins.
Halldór Laxness flutti aðal-
ræðu dagsins, sem fjallaði að
miklu leyti um smáþjóðir, svo
sem Gyðinga, Forn-Grikki og ís-
lendinga, sem hefðu skapað hin
mestu menningarverðmæti. Eggj
aði hann þjóðina að vera menn-
ingu sinni trú og láta ekki stór-
þjóðirnar útrýma okkar sér-
stöku menningu.
Þá nefndi Halldór Laxness
ýmisleg verkefni, sem honum
virtust aðkallandi á sviði bók-
mennta, og of lengi hefði dreg-
izt að vinna að, svo sem vís-
indalega útgáfu á Sæmundar-
Eddu, ú|gáfu Miðaldakvæða og
útgáfu heilagra manna sagna. 1
„Sá sem er listamaður af
innri köllun sannfreringu og
samvizku fyrir honum er sá
staður beztur þar sem forsjónin
hefur sett hann. Hann er ó-
háður auglýsingu og gæti ekki
orðið meiri meistari þó hann
væri af öðru þjóðerni. Sagan
sýnir að listamenn unnu bezt
þegar þeir voru óþekktir af
he'minum og vanmetnir af ná-
grenni sínu. Nöfn hinna á-
gætustu meistara hófust ekki
til stjarnanna fyrr en löngu eft-
• ir áð bein þeirra voru orðin að
Vladimir Ashkenazy.
,. .ft .. Ashkenazy heldeir
. dæmdu þá: úri l£ik. Sú !(e|ms-f'. f^$n8dKa " f
frægð sem auglýsingin skapár í
dag er oft gleymd á morgun,
af því að tíminn er vitrari list-
dómari en auglýsingakerfi'ð.
Listaverki liggur ekkert á.“
Að lokinni ræðu Halldórs
Laxness lásu þeir Guðmundur
Gíslason Hagalín, Guðmundur
Böðvarsson og Þórbergur Þórð-
arson upp úr verkum sínum, og
þessari setningarhátíð í Háskóla
bíói Iauk með hljómleikum. Flutt
voru tvö verk: Minni íslands,
forleikur fyrir hljómsveit og kór
eftir Jón Leifs, við texta eftir
Einar Ben. og Jónas Hallgríms-
son, og Lofsöngur fyrir hljóm-
sveit og kór, eftir Pál ísólfsson,
við texta eftir Davíð Stefánsson.
Stjórnandi var Igor Buketoff, en
flytjendur: Sinfóníuhljómsveit ís
lands, söngsveitin Fílharmónía
og blandaður kór Fóstbræðra.
Öllum Iistamönnum, sem fram
komu, var þakkað með dynjandi
lófataki.
*f.. ( s
Rússneski píanóleikarinn Vladi-
mir Askenazy heldur píanótönleika
í Háskólabíói n. k. miðvikudags-
ltvöld kl. 9 e. h. Verða það einu
einleikstónleikarnir, er hinn frægi
rússneski píanóleikari heldur í
Reykjavík.
Akureyri
Gerið skil í hnatt-
ferðarhappdrættinu
Dregið verður í happdrætti SJálfstæðisflokks-
ins 10. júní, eða á miðvikudaginn kemur. Vinn-
ingar eru hnattferð fyrir ívo að verðmæti 250
þúsund krónur og þrjár bifreiðir, SAAB, DAF
og Willys, samtals að verðmæti 450 þúsund
krónur.
Sjálfstæðismenn, sem fengið hafa happdrættis
miða, eru beðnir að gera skil í dag.
Happdrættið er til. eflingar Sjálfstæðisflokkn-
um 0g fjölbreyttu starfi Iians.
i ■ a ■ o ■ i
Framh. af bls. 16.
gærmorgun voru skip og bátar
í höfninni á Akureyri skreytt
með flöggum. Sex bátar frá Ak-
ureyri eru farnir á síldveiðar
og voru því færri bátar inni en
vant er á sjómannadaginn. Guðs
þjónusta var í gærmorgun í Ak-
ureyrarkirkju og predikaði Pét-
ur Sigurgeirsson. KI. 1.30 hóf-
ust útihátíðahöld við Sund
laugina. Séra Pétur Sigurgeirs-
son hélt ræðu. Keppt var i
boðsundi, björgunar- og stakki-
sundi. Sigurvegari I björgunar-
sundi var Björn Arason, þjónn,
en I stakkasundi Bergur Aðal-
steinsson. Piltar úr sundfélaginu
Óðni kepptu í boðsundinu og
synt var í skyrtum. Tveir gaml-
ir sjómenn, Þorsteinn Stefáns-
son og Kristján Sigurjónsson
voru he'ðraðir.
Eitt aðalatriði hátíðahald-
anna á Akureyri var björgunar-
sýning, sem fram fór á Akur-
eyrarpolli. Nokkrir hermenn úr
björgunarsveit varnarliðsins á
Keflavíkurflugvelli sýndu björg-
un úr sjó með þyrlu. Varðsitip-
ið Óðinn lá úti á pollinum og
. lenti þyrlan nokkrum sinnum á
þilfari varðskipsins. Mikil þátt-
taka var í hátíðahöldunum, Sjó
mannadagsráðið sá um al)a
framkvæmd hátíðahaldanna, en
formaður þess er Ottó Snæ-
björnsson. Framkvæmdastjóri
ráðsins er Stefán Snæbjörns-
son.
wsemmtœmuammiiaBia^wqB&mamr™''