Vísir - 14.07.1964, Side 6
6
V1 SIR . Þriðjudagur 14. júlí 1964.
ðronus ifom með sférslus-
uðuu mann í morgun
Togarinn Úranus kom í morgun
með stórslasaðan mann ti! Reykja ;
víkur.
Vísir átti i morgun tal við skip-
stjórann á Úranusi, Sverri Erlends
son, en hann kvaðst hafa verið á
veiðum á svokölluðum Jökultung-
um út af Snæfellsnesi í gærkvöldi i
þegar slysið skeði um kl. 21.30. ;
Sverrir sagði að maðurinn sem
slasaðist hefði verið að laga ventil
niðri í vélarúmi. Hann muni hafa
verið búinn að losa um skrúfur en
þrýstingurinn verið svo mikill að
ventilkúlan losnaði og lenti fram-
an í manninum af heljarafli.
Trollið var dregið inn og skipið
hélt strax og það var ferðbúið með i
hinn slasaða mann og kom hingað !
kl. 7 í morgun. Var maðurinn þeg
ar í stað fluttur í Landspítalann.
J ----------------------
Sigurður l|érasi@u
söng í -19 ófser-
um í vefw
Sigurður Björnsson óperusöngv-
ari er nú að koma heim til íslands
í stutta heimsókn. Hefur hann und-
anfarið sungið við Wurtemberg rík
isleikhúsið í Stuttgart og er öðru
starfstímabili hans þar lokið. En
Sigurður hefur samning til eins
tímabils í viðbót. Á nýloknu tima
bili söng Sigurður í 19 óperum.
M.a. söng hann Cassoi í Othello, j
Fenton í Kátu konunum frá Wind ]
sor og Heinrich í Tannhauser. Þá ;
söng Sigurður sem gestur í Mad- i
rid í Mattheusar passíunni. Var |
beirri sýningu sjónvarpað á Spáni. :
Þá.. söng hann í Jólaoratoríunni í j
\r.ósi)m og ennfrpmur söng"hannj
inn á píötur íslenzk lög fyrir
danska útvarpið.
Á næsta starfstimabili mun Sig- j
urður m.a. syngja hlutverk Fentons ,
' Falstaff undir stjórn Ferdinands |
Leetners, en leikstjóri verður þá j
Gunther Renert. Óperan í Dussel- ;
dbrf hefur boðið Sigurði að taka
bátt í 30 — 40 sýningum á leikári
og í Lubeck hefur honum boðizt i
að syngja hlutverk Almaviva í Rak j
aranum frá Sevilla. Sigurður kem-
ur heim með Gullfossi á fimmtu- j
dag.
Sverrir skipstjóri taldi manninn
mjög mikið siasaðan, en hann
kvaðst ekki hafa náð sambandi við
lækna sjúkrahússins og því ekki
vita um álit þeirra á meiðslunum.
Hins vegar sagði hann að hinn
slasaði hefði verið mjög illa farinn,
einkum í andliti, m.a. kjálkabrot-
inn, særður á auga, illa farinn á
höku og marinn á líkamanum.
Maðurinn komst til meðvitundar
á leiðinni til Reykjavíkur og var
mjög þjáður. Taldi Sverrir það ekki
ná nokkurri átt í miklum siysatil-
fellum eins og þessu að mega ekki
gefa deyfilyf/, en samkvæmt löggjöf
er það stranglega bannað.
I,a>xve&ði —
Framh at bls. 1
sýslu. f sl. viku veiddi hinn
kunni veiðimaður, Hallgrímur
Fr. Hallgrímsson, forstjóri Skelj
ungs, ásamt félaga sínum, alls
92 laxa í ánni.
Albert sagði að stærsti laxinn
sem hann vissi um að veiðzt
hafi í sumar, hefði verið 27
pund, veiddur á flugu.
Benda allar líkur til þess að
veiðin í sumar verði ekki lakari
en í fyrrasumar.
Síldveiðin —
framh. at bls. 16
Gullfaxi 500, Kristján Valgeir 600,
Jón Kjartansson 600, Grótta 500,
Heimaskagi 600, Hólmanes 600,
Stefán Ben 500, Jörundur II. 700,
Arnkell SH 800, Mánatindur 600,
Otur SFI 700, Guðbjörg GK 750,
Arnfirðingur 700., Þórður Jónasson
1500. ........
fiiUJæ iðiój'í i3
Framhald at bls 16
vikur, hafa vart verið hæfar fil
manneldis.
Nýju kartöflurnar eru nol-
lenzk uppskera. Fyrstu sending
arnar komu með Vatnajökli 200
tonn og Gullfossi 60 tonn í
byrjun sl. viku. Það magn næg
ir þó aðeins til einnar viku,
enda er önnur sending, 100
tonn, væntanlega þessa daga.
myndir
Elskendurnir
kvik myndir H kvik. æg$ryndir ísSí 'kvik myndir kvik myiuIirWf^uJ,Vv)
i kvik
amyudirl
kvik I
xnyudirl
Frönsk, sýnd í Hafnarfjarðarbíói.
Meistaraverk í einu orði sagt.
Það er verið að tala um nýja bylgju
í kvikmyndagerð — en þessi
franska kvikmynd sýnir heim nú-
tímans eins og bylgju, sem rís og
fellur. Tvö rótlaus þöng —
ameríska stúdína við Sorbonne og
skálkurinn franski með siðferðið í
rassvasanum, velkjast til og frá í
bylgjunni. Þetta bagklaða (öllu held
ur hálfbæklaða) sálarlíf, sem spegl-
j ast í persónunum, er tjáð sannfær-
j andi og án kúnstbragða, svo vel, að
[ áhorfandi horfir á tilveruna með
þeirra augum á meðan þessi dapur-
leiki fer fram. Kvikmyndunin sjálf
teiknar skarpt umhverfi þessa unga
fólks, og það er athugunarefni út
af fyrir sig. Þrátt fyrir nakinn sann
Ieika. er skáldskapur i myndinni,
! svalur eins og vorhre'tið í lífinu.
stgr.
Feisteignasala —
Framh. af bls. 1.
fasteignum undanfarna mánuði
og ár. Hvað sem því veldur, þá
er hitt víst, að hér hafa samn-
ingar ríkisstjórnar og verka-
lýðsfélaganna haft veruleg áhrif.
Eftirspurnin eftir minni íbúð-
um hefur lítið minnkað, en hið
breytta ástand kemur bezt fram
í því, að fólk er ekki lengur jafn
ákaft í að kaupa á hvaða verði
sem er, og áður. Ákafinn í að
festa lausafé sitt er ekki lengur
fyrir hendi og sýnir það meiri
trú almennings á áframhaldandi
jafnvægi í peningamálum.
Af þessum sökum og öðrum,
hefur sala að einhverju leyti
dottið niður að undanförnu. Er
það þó misjafnt, sums staðar er
fasteignasala dræm, annars
staðar er hún sæmileg. Hvergi
mikil. ,
Fasteignasalarnir spá þó auk-
inni hreyfingu á þessum vett-
vangi, þegar síldarfólkið kemur
suður í haust.
Sókn Scrantons
öll á brattaim
'!
Barry sagður viss um sigur — bregist
enginn á siðustu stundu
hans og hans marina væri öll á
brattann.
Barry Goldwater var í gær tal
inn eiga vís atkvæði 781 kjör-
manna af 1308 (ef enginn bregst
á seinustu stundu) og eiga sigur
vísan í fyrstu atkvæðagreiðslu,
Scranton 166, Nelson Rockefell-
er 107, Henry Cabot Lodge 45,
Margaret Chaase Smith 20,
„Favorite Sons“ 105 óskuld-
bundnir 84. — Fréttamaður
brezka útvarpsins á flokksþing-
inu símaði í gærkvöldi, að það
væri „hér um bil vist, að Barry
Goldwater yrði fyrir valinu“.
Atkvæðagreiðslur á flokks-
þingi republikana byrja á morg
un. Flokksþing republikana kol-
felldi í gær tillögur stuðnings-
manna Scrantons um breytt
þingsköp, en með tillögunum
var miðað að því að rýmka að-
göngu blökkumanna að flokks-
þingum republikana.
Þrátt fyrir þennan ósigur bar
Scranton sig vel „og ljómaði af
trausti á sigur“. — „Vér mun-
um sigra vegna þess að málstað
ur vor er góður“, sagði hann
en hann viðurkenndi að sókn
S
s
Danir unisu —
Framh. af bls. 2\
móti hinni kornungu Ágústu
Ágústsdóttur úr Hafnarfirði. Hún
fékk 1.11,2 en Ásta 1.25,3. Stað-
a.n: ísland 14 — Danmörk 15.
100 metra skriðsundi karla
synti Guðmundur Gíslason mjög
glæsilega gegn Lars Kraus Jensen
og fékk 57,0 sek, sem er jafnt og
gamla metið, sem hann sló nýlega.
Jensen fékk 58,3, sem er hans
bezti tími. Guðmundup fór mjög
geyst í fyrri hluta sundsins og fékk
26.4 í fyrri hlutanum. Staðan: ís-
land 19 — Danmörk 18.
200 metra baksund karla vann
Lars Kraus Jensen örugglega ejps
ög værita mátti. Hann synti þó of-
urrólega og fékk,2:28,9- Dayíð Vajr,
garðsson synti á 2:37,6, sem er
hans langbezti tími og annar bezti
tími I’slendings í greininni. Staðan
eftir baksundið var: Danmörk 23
— ísland 22.
Kirsten Strange vann sigur í 100
‘metra skriðsundi í harðri viðureign
við Hrafnhildi. Sigur Hrafnhildar
í þessari grein hefði fært íslandi
sigur í landskeppninni við Dani og
gert dönsku íþróttapressuna enn
einu sinni að viðundri á stuttum
tíma. Strange vann á mun betri
lokaspretti eftir jafna keppni og
setti danskt met 1:03,0, sem er
mjög gott afrek, en Hrafnhildur
fékk 1:04,5, sem er hennar annar
bezti tími. Staðan eftir þessa grein
var: Danmörk 28 — ísland 25.
Guðmundur Gíslason færði fs-
landi öruggan sigur í 200 metra
flugsundi. Og enda þótt John M.
Pedersen gæti ekki veitt honum
neina keppni setti Guðmundur
glæsilegt met í greininni á 2:20,8,
en fyrra metið var 2:23,5. Peder-
sen fékk tímann 2:43,8. Fyrstu
100 metrarnir voru syntir á 1:05,1
hjá Guðmundi, e.t.v. of hratt til
að vinna sundið, því Norðmaður-
inn Per Arne Petersen var með
sem gestur og sigraði á 2:19.0 sem
er norskt met í greininni. Peter-
sen þakkaði Guðmundi bæði vel og
Iengi fyrir að hafa leitt sig í sund
inu til ‘að ná þessum glæsilega
tíma. Staðan: Danmörk 31 — fs-
| land 30.
Það leið nú að lokum þessarar
annarrar landskeppni fslands í
sundi. Búizt var við sigrum Dana
í boðsundunum og þá var sigurinn
| tryggður gestgiöfunum. Danir unnu
líka örugglega f 4x100 metra fjór-
sundi kvenna á 4:58,2, en íslenzka
j sveitin fékk 5:20,6, sem er íslenzkt
í met. í sveitinni voru Auður Guð-
iónsdóttir í baksundi á 1.26,2, Matt ^
i 'iil-'nr Guðmundsdóttir í bringu- [
sundi á 1:25,4, Hrafnhildur Guð-
mundsdóttir í flugsundi á 1:14,7 og
Ingunn Guðmundsdóttir á 1:14,3.
Eftir þessa næst síðustu grein var
staðan: Danmörk 36 — ísland 33.
Það var því útilokað að ísland
ynni sigur í þessari landskeppni
við Dani. Mestar líkur voru á
dönskum sigri 41:36. fslenzka sveit
in í 4x100 m fjórsundi karla stóð
sig hins vegar afar vel og færði
íslandi sigur ,sem gerði dönsku spá
dómana hlægilega. Búizt var við
hörkukeppni og báðir aðilar bjugg-
ust við sínum sveitum á tímanum
4 mín. 26 sek. eða þar um bil. fs-
lenzka sveitin fór fram úr vonum
manna o gsynti á 4:24,2, sem er fs-
lenzkt met, en Danir fengu 4:32,4.
Guðmundur Gíslason byrjaði með
baksundið og hélt jöfnu við Lars
Kraus Jensen, þá tók 'Árni Þ. Krist
jánssoii við og tapaði aðeins rúm-
um metra gegn bringusundsmanni
Dana. Flugsund Davíðs Valgarðs-
sonar reið Dönum að fullu og hann
náði 7 metra forskoti og synti á
1:02,9, sem er undir gildandi fs-
landsmeti Guðmundar Gíslasonar
og þetta nægði og Guðmundur
Harðarson var ekki í neinum erfið
leikum f skriðsundinu að skila
þessu forskoti heim.
A fimmtudaginn munu margir
þátttakendanna taka þátt í Norð-
urlandamóti unglinga í Bellahöjbad
et og í Gladsaxebadet. fslendingarn
ir láta vel af sér og biðja fyrir
kveðjur heim. Sólon Sigurðsson,
einn af fararstjórum flokksins
sagði að margt fslendinga hefði
komið til að horfa á keppnina og
hefðu þeir hvatt sína menn mjög
og verið góður styrkur.
Hernaðargildi —
Framh. af bls. 16
geta sagt að þær hefðu verið
hreinskilnar og gagnlegar. Auk
þess sem fyrr greinir hefði ver-
ið rætt um samvinnu Norður
Amerfkuríkja og Evrópurfkja,
núverandi stöðu Atlanzhafs-
bandalagsins og hugsanteg ný
aðildarríki bandalagsins.
Um síðastnefftda atriðið sagði
dr. Kliesing, að rætt hefði verið
um írland og einnig hefði
Spán borið á góma en um að-
ild þess ríkis værijnú oft rætt í
heimspressunni. Taldi hann að-
ild Spánar tæpast hugsanfega í
bili, þar sem einróma samþykki
þyrfti fyrir inngöngu nýrra ríkja
og um Spán væru skiptar skoð-
anir.
Þá var dr. Kliesing spurðui
að því hvort Atlanzhafsbanda-
lagið ætti að beita sér fremur
en áður fyrir afvopnun. Hann
taldi hana þyðingarmikla, en
benti á að^ vígbúnaður væri af-
leiðing hinnar pólitísku spennu,
sem ríkt hefði. En NATO væri
ekki eingöngu hernaðarbanda-
Iag, heldur ynni það einnig að
vaxandi pólitísku sarnstarfi
ríkja í milli.
Nefndarmenn halda frá ís-
landi á föstudag.
LOKAÐ
skrifstofa Sumargjafar verður lokuð frá 16.
júlí til 15. ágúst.
Stjómin.
SÍLDARSTÚLKUR
Nokkrar vanar síldarstúlkur vantar á söltun-
arstöðina Sókn á Seyðisfirði. Uppl. á skrif-
stofu Baldurs Guðmundssonar Vesíurgötu
5 Sími 16021.
HERBERGI LÍTIL ÍBÚÐ
Herbergi eða lítil íbúð óskast í austurbænum fyrir einhleypan manr
í fastri atvinnu. Sími 21566