Vísir - 14.07.1964, Síða 9

Vísir - 14.07.1964, Síða 9
> s isia OjUCÍ'5f?'3V að vera spírítisti □□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□^□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□d SAMTAL VIÐ FRÚ SYLVIU OG MAURICE BARBANELL □□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□£; Fáar manneskjur hafa unnið jafnötullega að út- breiðslu spíritismans og brezku hjónin Sylvia og Maurice Barbanell. í hon um hafa þau fundið svör við mörgum áleitnum spurningum og slíka gleði og lífsfyllingu, að þau eiga þá ósk heitasta að gefa meðbræðrum sín um hlutdeild í þeim and- legu auðæfum, sem þau telja hann geta veitt ein- lægum sannleiksleitend- um. „Hvað er kjarni allra trúar- bragða á jörðinni, ef ekki trú- in á líf eftir dauðann?" segir Barbie, svo að maður nefni hann því nafni, sem allir kunn- ingjar hans og vinir nota. „Og hvers vegna ætti að vera rétt og gott að trúa á framhaldslíf, en alrangt að leita sannana fyr- ir því? Efnishyggjan getur al- drei orðið fullnægjandi þeim- speki að mínum dómi, enda eru vísindamenn nútímans komnir langt á leið með að koll- varpa öllum fyrri hugmyndum raunvísindanna um hina efnis- legu hlið tilverunnar.“ Hann er ritstjóri tveggja spír- itískra blaða, „Psychic News“ og „Two WorIds“, einn af þekktustu fyrirlesurum brezkra spíritista og höfundur þvlnær 20 bóka um spíritisma og sálar- rannsóknir. Stærsta verk hans „This is Spiritualism," hefur orðið metsölubók í mörgum löndum og er álitið vera í tölu merkustu heimildarrita um sögu og kenningar spíritismans. Ein af bókum hans „Undralæknirinn Parish,“ hefur komið út á ís- lenzku, en rit hans hafa verið þýdd á fjöldamörg tungumál og náð gífurlegri útbreiðslu. Dulrænn kraftur í loftinu. „Það er feiknalega gaman að vera loksins kominn hingað," segir hann. „Okkur hefur dreymt um það árum saman að kynnast íslandi og íbúum þess' og komast í snertingu við þann dulræna kraft, sem sagt er, að fslenzka náttúran búi vf- ir.“ „Mér finnst ég strax vera fa>-- in að skynja eitthvað í loftinu,“ bætir Sylviá við. „Það er svo ótrúlega tært og hreint og hressandi, hlýtur að örva dul- rænar gáfur. Við höfum heyrt, að hér sé skyggni tiltölulegá al- geng og mikið um góða lækn- ingamiðla." Hún er sjálf ljóðskáld og mik- ilvirkur rithöfundur, og bækur hennar um framhaldslíf barna og dýra, „When a Child Dies,“ og „When Your Animal Dies,“ hafa komið út í mörgum útgáf- um. Nú er hún að skrifa aðra bók um líf dýranna bæði hér á jörðu og í hinum svonefnda geð heirrii, „Animals in Two Worlds", og leggur ríka á- herzlu á, að dýrin hafi sálir, sem lifi áfram eftir dauðann, og að það sé heilög skylda mann- anna að koma vel fram við þessi yngri systkini sín í þróun- inni. „Það er hræðilegt til þess að hugsa, hvernig farið er með saklaus dýr, sem geta enga björg sér veitt," segir hún áköf. „Þau eru veidd í gildrur og mis- þyrmt til að fullnægja dráDS- löngun mannanna, og það á að heita íþrótt. Ég er viss um, að konur myndu ekki kæra sig jjn að ganga í loðfeldum, ef þær gerðu sér grein fyrir þeim þján- ingum, er þessar flíkur hafa kostað litlud málleysingjana, sem leggja til skjnnið*" fiBgœl Árangursríkt kvöldboð. Sylvia er einstakur dýravin- ur, og hún lætur ekki sitja við orðin tóm. Fyrir sex árum var hún í kvöldboði með tveimur vinkonum sfnum, Lady Dow- ding, eiginkonu hins fræga flug- marskálks og rithöfundar, Lord Dowding, og Elspeth Douglas- Reid, þekktri leikkonu, og þá barst talið að hinni grimmúð- legu meðferð, sem saklausar skepnur verða að þola, til þess að konur geti klæðzt feldum þeirra eða fegrað sig með snyrtivörum, sem búnar eru til úr dýrafitu. Það varð úr, að þær ákváðu að stofna félags- skap, er hefði á stefnuskrá sinni að berjast gegn notkun slíkra tízkuvara og fyrir notkun fatnaðar og fegrunarlyfja, sem þyrfti ekki að valda eigendun- um neinu samvizkubiti. „BEAUTY WITHOUT CRUEL- TY“ skírðu þær félagið, og óð- ar en þetta var ákveðið, hófust þær handa. Þær heimsóttu loð- feldasala og fyrirtæki, sem fram leiddu loðkápur úr gerviefnum, athuguðu hvað var á boðstól- um af tízkufatnaði og snyrti- vörum, sem ekki höfðu kostað vini þeirra, dýrin, neinar þján- ingar, og þær hófu mikla her- ferð í ræðu og riti til að gera kynsystrum sínum grein fyrir, hvernig þessum málum væri háttað. Hreyfingip efldist stöð- ugt og vakti æ meiri athygli. þúsundir kvenna — og karl- manna — gengu í félagið, og Sylvia og vinkonur hennar tvær sáu sér til gleði, að ráðagerðir þeirra kvöldið góða höfðu eng- an veginn verið út í bláinn eða reynzt óframkvæmanlegar á raunhæfum grundvelli. Hjálpað „hinum megin frá“. „Ég er sannfærð um, að okk- ur hefur verið hjálpað ,hinum megin frá‘ “, segir Sylvia, og brosið ljómar á andliti henn- ar. „Við mættum mikilli mót- stöðu í upphafi, eins og við var að búast, því að framleiðendur, sem hafa hagnað af vöru sinni, vilja ógjarnan láta óhagstæðar upplýsingar draga úr sölu henn- ar, en það hefur farið svo, að allir þeir andstæðingar, sem hafa kynnt sér starfsemi fé- lagsins, hafa endað sem ákafir stuðningsmenn þess! Fleiri en eitt af stærstu loðfeldafyrir- tækjum Bretlands eru hætt að framleiða og selja skinnkápur. en leggja þeim mun meiri áherzlu á að gera gervipelsana sem þægilegasta og fallegasta og auka fjölbreytni i litum og -SW^giffflifðfiÍíflnur getj. sk&r,t- má bess að þúrfa að hafa sam- 'izkubrt út af því, hvernig þeir eru tilkomnir". Grimmdin er aldrei réttlætanleg. „Hvað gerið þið til að vekja athygli almennings á málinu?" „Til dæmis gefum við út tímarit, sem kallað er ,Compas- sion‘ og flytur greinar og frá- sagnir af nýjum tegundum snyrtivara og tízkufatnaðar úr alls konar gerviefnum. Við birt- um sannar lýsingar á þeim hryllilegu aðferðum, sem not- aðar eru við veiðar og óþörf dráp saklausra dýra, og við sýn- um kvikmyndir af þeim á fund- um okkar. Þær eru að vfsu óhugnanlegar, en fólk þarf að horfast í augu við veruleikann, ekki að flýja óþægilegar stað- reyndir. Kona, sem veit, að slöngur og krókódílar eru þrá- sinnis flegin lifandi, áður en skinn þeirra er notað í töskur og skó, kaupir ekki slíkar vör- ur, hversu fagrar og nýtízkuleg- ar sem þær kunna að. vera. Kona, sem veit, að pardusdýr eru myrt ólöglega með eitruð- um örvum eða spjótum og verða oft að kveljast til dauða á hinn hræðilegasta hátt, ef þau komast undan særð, þráir ekki að eignast kápu úr feldi þeirra, jafnvel þótt frægar kvik myndastjörnur og aðalsfrúr gangi í þeim til hátíðabrigða Ekkert getur réttlætt slíka meðferð á saklausum skepnuni og við álítum það mikið þarfs verk að kynna almenningi sann leikann um þessi efni, því að heilbrigt fólk lætur ekki aðra eins grimmd viðgangast, þegar það getur tekið í taumana. Og Frú Sylvia og Maurice Barbanell (Mynd: BG) bezta ráðið til þess er, að sem flestir hætti að kaupa vörur, sem þannig eru fengnar". Nýjar dyf -: opnast stöðugt. neyðumst við til að lifa á þeim, ef við viljum ekki flytjast strax yfir í næsta heim“. Alltaf verið ; 3 > o spíritisti. „Og þið getið bent á jafn- góðar vörur úr gerviefnum?" „Já, margar tegundir eru þeg- ar orðnar jafngóðar og sumar betri, og alltaf er unnið að þvi að bæta þær enn meira. Það er ekki nóg að tala aðeins um það sem aflaga fer, maður verður einnig að finna úrræði til bóta, og við gerum allt sem okkur er unnt til að kynna nýjar vörur úr gerviefnum, höldum tfzku- sýningar, þar sem sjá má fal- legan fatnað við allra hæfi og mikið úrval af fyrsta flokks snyrtivörum, skrifum greinar og höldum fyrirlestra. Mörgum tízkusýningunum okkar hefur verið sjónvarpað, og það hefur haft mikil áhrif. Félagsskapur- inn er nú starfandi í ýmsum löndum, m. a. Bandaríkjunum. Kanada, Ástralíu, Nýja Sjálandi og Japan, og í haust er áætlað að fara til Noregs með tizku- sýningar. Við höfum opnað verzlanir í London og fleiri borgum, þar sem margs konar tízkuvörur og fegrunarlyf eru á boðstólum, og bráðlega hefjum við framleiðslu á okkar eigin snyrtivörum. Þetta er allt gert í sjálfboðavinnu og sem góð- gerðastarfsemi, við eigum sam starf við fjölmörg önnur mani: úðarfélög, og það er eins og nýjar dyr opnist stöðugt, þegar þörfin er fyrir hendi". „Þið eruð auðvitað grænmet- isneytendur?" „Já, vissulega. Ég vildi óska þess, að hægt væri að finna einhverja aðferð til að vinna næringu t. d. úr Ioftinu eða sól- arorkunni, svo að við þyrftum ekki heldur að leggja okkur blessaðar jurtirnar til munns. en þangað til það verður gert, „Hvenær gerðist þú spírit- isti?“ „Ég hef alltaf verið það — meira að segja áður en ég vissi, að spíritisminn væri til. Ég held, að ég sé fædd með þessa fullvissu, að sálin sé ódauðleg, og ég hef trúað á endurholdg- un, frá þvf að ég man eftir mér. Og mér hefur lengi fund- izt trúin lítilsverð, ef ekki er reynt að sýna hana á einhvern hátt í verki; þess vegna ákvað ég að gera það sem ég gæti til hjálpar dýrunum, sem eru yngri systkini okkar í þróun- inni og þarfnast blíðu og um- önnunar mannanna" Hallaðist að efahyggju „Ert þú líka fæddur spíritisti, Barbie?" „Nei, síður en svo. Móðir min var strangtrúaður Gyðingur og faðir minn alger trúleysingi, svo að ég ólst upp við eilífar deilur um trúmál og hallaðist sjálfur að efahyggju. Það var árið 1920, sem ég komst fyrst í kynni við spíritismann, og atvikaðist þannig, að ég var ritari bók- menntafélags eins í East End og hafði m. a. það hlutverk með höndum að hefja rökræður eftir fyrirlestra, sem þekktir rithöf- undar héldu á vikulegum sam- komum okkar. Eitt sinn var flutt erindi um spíritisma, og þegar því var lokið, litu allir á mig og biðu eftir, að ég byrjaði að andmæla eins og venjulega til að hleypa fjöri í kappræð- urnar. En ég stóð upp og sagði, að því miður gæti ég ekki rækt skyldu mína í þetta sinn, því Framh. á bls. 2.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.