Vísir - 16.07.1964, Side 2
2
V í SIR . Fimmtudagur 16, júlí 1964.
Fjöldi beið utan
Keflavík skoraði
— BCR ssseri „föpu&u" fufli ispp i vinnins í síðari húlfleik — Verður murk
Sveins iónssonnr nf 30 mefru færi sigurmnrk í íslundsmótinu?
STAÐAN
í 1. deild
Staðan í I. deild er nú þessi:
• KR-KEFLAVlK 3:2 (1:2).
Akranes 8 5 0 3 22:17 10 1
KR 6 4 0 2 12:8 8
Keflavík 6 3 2 1 14:9 8
Valur 8 3 1 4 18:19 7
Fram 7 2 1 4 15:18 5
Þróttur 7 1 2 4 9:19 4
Gunnar Felixson lék laglega á markvörð Keflavíkur áður en hann skoraði annað mark KR. Sést hér á
myndinni hvemig Kjartan markvörður hendir sér í aðra áttina, en Gunnar stefnir í hina.
„Eruð þið ekki úr Vestur
bænum, drengir?“ kaliaði
aldurhniginn sjóari í stúk-
unni í Laugardal í gær-
kveldi, þegar KR gekk sem
verst í leiknum gegn Kefl-
víkingum, og það var ásök
un í rödd gamla mannsins.
KR hafði fengið tvö mörk
á sig á tíu mínútum og lið
ið frá „bítlaborginni“ með
tvo bítla í liðinu, hafði
hvað eftir annað leikið liðs
menn Vesturbæjarliðsins
grátt. Kannski hafa liðs-
menn KR heyrt þessa að-
dróttun gamla mannsins, a.
m.k. tóku KR-ingar völdin
að miklu leyti í sínar hend-
ur í seinni hálfleik og gerðu
það, sem aðeins KR getur,
— snúið tapstöðu upp í
vinning, þegar mikið liggur
við.
Sveinn Jónsson má vera á-
nægður eftir leikinn í gær. Sveinn,
sem er nú einn traustasti maður
liðsins, lagði allt sitt í aukaspyrnu
af 30 metra færi, er aðeins 9 mín-
útur voru til leiksloka. Knötturinn
þaut gegnum loftið, yfir vörnina
og greinilegt var að Kjartan mark-
vörður vissi hvað klukkan sló.
Hann reyndi að verja en tókst að-
eins að tefja fyrir knettinum í
netið. Heldur lélegt hjá Kjartani,
en skotið engu að síður mjög gott
hjá Sveini, sigurmark, sem má
verða til þess að KR hijóti enn ís-
landstitilinn, hver veit?
Það var mikil stemning á Laug-
ardalsvellinum í gærkvöldi. Talið
er að um 5000 manns hafi horft
á bardaga KR og Keflavíkur, og
að hátt á 2. þús. manns hafi kom-
ið af Suðurnesjum til að horfa á
kappleikinn. Keflvíkingarnir léku
geysihratt í byrjun og að mínum
dómi yfirkeyrðu þeir sig, enda
voru KR-ingar undir iok hálfleiks-
ins orðnir fyrri til á boltann og
farnir að ráða meiru. Eftir aðeins
12 mín. voru mörk Keflavíkur
orðin tvö, og fyrir utan vallar-
hliðin stóðu þá enn nokkur hundr-
uð manns, sem sáu því Keflvíking-
ana ekki skora mark í þessum leik.
• 1:0 kom eftir aðeins 3
mín. Boltinn kom frá KR-ing
inn á galopna miðjuna, þar sem
„bitillinn" Rú'nar Júliusson tók
viö boltanum og skoraði með
öruggri .og hreinni spyrnu, með
jörðunni af vitateig, eða rétt
fyrir innan hann. Rúnar sann-
aði f leiknum að hann var vel
þess virði að vera sóttur til
Raufarhafnar til leiksins, en
þar var hann með félögum sin-
um HLJÓMUM við skemmtana-
hald. Ferð hans til Reykjavíkur
var samt heldur söguleg. Hann
komst ekki með flugvélinni frá
Akureyri, var rekinn til baka,
því hann var á biðlista, en
komst um síðir með flugvél,
sem fór fyrst til ísafjarðar og
síðan til Reykjavíkur. „Það var
ótrúlega erfitt að ná honum
hingað. Sennilega verra heidur
en þó hann hefði verið í Neiv
York“, sagði einn Keflviking-
urinn.
0 Keflvíkingar sóttu ákaft
og KR-ingar björguðu á línu
og voru þar sannarlega heppnir.
Keflvíkingar voru einnig heppn-
ir, þegar boltinn rann tvivegis
framhjá marki án þess að fram-
línumenn KR hittu boltann. Jón
Ólafur Jónsson, sem Keflvíking
ar fengu frá ísafirði, skoraði
2:0 afar fallega. Hann fékk bolt
ann við vítateigshomið h.
megin, dró boltann inn að
miðjunni og lék laglega á varn-
armann, skaut síðan með jörð-
unni í bláhornið án þess að
Heimi tækist að koma hönd á
boltann, KR vörnin án Bjarna
Felixsonar var vægast sagt í
molum hér og raunar sorglega
oft f þessum leik.
# Þegar leið að leikhléi sóttu
KR-ingar meira, Haukur Óskars
son, ágætur dómari f þessum
erfiða leik, dæmdi nokkuð fljótt
í jeitt skipti, þegar Ellert átti
kost á að bruna í gegn. Sveinn
Jónsson skoraði 2:1 á 37. mín.
Keflavíkurvörnin verður skrifuð
ábyrg fyrir þessu marki, því
þeir Ólafur Martelnsson
Högni og Kjartan markvörður
„renndu færum þarna í kross",
en Sveinn beið átekta og
spymti laglega undir Kjartan,
Framh. á bls. 6
Leiknum lokið. KR-ingar fagna en „bítlamlr", í Keflavíkurliðinu, Karl og Rúnar ganga niðurlútii
af leikvellL
Fyrsta mark Keflvíkinga. Rúnar Júlíusson komst í gegn (sést ekki)
og skorar óverjandi fyrir Heimi í KR-markinu.