Vísir - 16.07.1964, Side 5
5
VISIR . Fimmtudagur 16. júlí 1964.
utlönd í
í. norgun
SICRADI
Kveðsf aldrel hafa beðið ósigur fyrir
demokrafa og ekki gera það nú
Barry Goldwater.
val Goldwaters auki mjög styrj
aldarhættuna. I sovézkum blöð
um er litið á val hans sem for-
leik að því, að æsa til styrjald-
ar gegn Sovétríkjunum.
HEILSUFAR
JOHNSONS
Heilsufar Johnsons veldur á-
hyggjum margra í Bandaríkjun
um, enda þótt hann sé við góða
heilsu nú, en hann hefir áður
kennt hjartábilunar. Hann legg
mMMb
ur mjög að sér, og það sem
menn óttast er, að hann reyni
of mikið á sig og veikist á ný.
I einu Bandaríkjablaðinu ér
því lýst sem óheilladegi, ef sá
dagur rynni upp, að Johnson
yrði að víkja úr Hvíta húsinu
fyrir Barry Goldwater.
Margir demokratar hrósa
happi, því að þeir vona, að millj.
óánægðra kjósenda í flokki repu
blikana kjósi Lyndon B. John-
son.,.
■ ftiló;
Morðingi fyrir
rétti í Stokkhólmi
Þær fréttir bárust undir morg
un frá flokksþingi republikana
í San Francisco, að Barry
Grddwater hefði orðið fyrir val-
inu sem forsetaefni þegar í
fyrstu atkvæðagreiðslu. Hlaut
hann 888 atkvæði og eru engin
dæmi þess, að nokkur maður
hafi fengið svo mörg atkvæði
á flokksþingum republikana
fyrr og síðar í fyrstu atkvæða-
greiðslu. — Scranton ríkis-
stjóri í Pennsylvaniu hlaut 214
atkvæði. — Goldwater hefir
ekki enn látið neitt uppi um
hvern hann velur sér við hlið
sem varaforsetaefni.
Það varð ljósara með hverri
klukkustundinni sem leið und-
angenginn sólarhring og jafnvel
fyrr, að Barry myndi sigra.
ÍHann sagði á fundi með frétta
mönnum, eftir að hann hafði
Iverið valinn, að utanríkismálin
yrðu aðalkosningamálið í for-
setakosningunum. Hann kvaðst
mundu velja menn til höfuð-
starfa í flokknum þegar í dag,
þá menn, sem fá „lykilaðstöðu"
við hans forustu, og ekki fyrr
en því væri lokið yrði tekin á-
kvörðun um varaforsetaefni, en
eins og kunnugt er ræður for-
setaefni því vali samkvæmt
hefðbundnum venjum, en að
sjálfsögðu ráðgast forsetaefni
við trúnaðarmenn í flokknum.
Goldwater minnti á, er frétta
menn nefndu Johnson forseta,
að þeir hefðu þekkzt lengi, og í
kosningabaráttunni myndi verða
rætt um vandamálin en ekki
ráðizt á menn persónulega, en
einmitt þetta hafði Barry gert
fáum klukkustundum áður, því
að sagt var í fréttaútvarpi
brezka útvarpsins, að hann
hefði ráðizt á hann með gífur-
yrðum og meðal annars kallað
hann mesta svikahrapp (faker)
Bandaríkjanna.
Goldwater sagði, að Nelson
Rockefeller hefði verið fyrstur
manna til þess að óska sér til
hamingiu. Hann kvað republik-
ana mundu sýna, að innan-
flokksátök í flokki þeirra væru
ekki eins alvarlegt og talið væri.
„Ég hefi aldrei beðið ósigur .
fyrir demokrata, og geri það
heldur ekki nú,“ sagði hann. ,
EISENHOWER RÝFUR
ÞÖGNINA
Mikið var rætt um það, svo
sem fyrr hefir verið getið, að
Eisenhower fyrrverandi forseti
skyldi ekki hafa tekið af skar-
ið fyrir löngu og lýst ýfir fylgi
við annan hvorn þeirra, Gold
water eða Scranton, en hann
kaus að rjúfa ekki þögnina fyrr
en flokksþingið hafði látið í ljós
vilja sinn. — Þá leyfði hann
að haft væri eftir sér í útvarpi
að hann hefði óskað Goldwater
til hamingju með sigurinn, og
einnig að hann hefði látið í ljós
hve mikilvæg væri yfirlýsing
Scrantons, en í henni hvatti
hann til flokkseiningar og
kvað Eisenhower hvatninguna
mundu auka vonir republikana
um sigur í kosningunum.
GREMJA OG UGGUR.
1 fylkingum hinrja gætnari
republikana, ríkir uggur og
gremja, og var svo að orði
kveðið í einni frétt, að tár
rynnu af vöngum hinna gætnari
republikana austur þar í öl-
glös þeirra.
Blaðið New York Times
segir m.a., að hversu aðlað-
andi maður sem Goldwater sé,
þá sé hann gersamlega óhæt'ur
til að vera forseti Bandaríkj-
anna skoðana sinna vegna og
New York Harald Tribune ræð
ir um þau öfl ofstækis og hat-
urs, sam standi að baki Barry
Goldwater, — það verði enginn
leikur fyrir hann, að halda þeim
öflum í skefjum, — en mikil
nauðsyn að hann geri það.
„FRELSIÐ ER DÁIГ.
Stuðningsmenn mannréttinda
málsins gengu í fylkingutilCow
Palace, er kunnugt var orðið
um valið á Barry Goldwater og
var fremst borin líkkista, sem
á var letrað: „Frelsið er dáið.“
Sumir komust inn í höllina,
en var kastað á dyr. í „lík-
fylgdinnj báru sumir spjöld er á
var letrað:
Flokkur republikana
Fæddur 1860. — Dáinn 1964
KISTULAGNING
Viðbrögð hins kunna brez.Ka
blaðamanns, Cassandra eru ekki
ósvipuð. Hann skrifar fyrir
Daily Mirror, sem hvað um það
má annars segja, er áhrifamlk-
ið blað, sem nær til 5 mil'.j.
kaupenda.Cassandra hefir ver-
ið á ráðstefnunni sem frétta-
maður, og segir, að með kosn-
ingu Goldwaters hafi verið
„kistulagt" margt af því, sem
var heiðarlegast, bezt og sann
ast í Bandaríkjunum.
ÁHRIFIN Á KOSNING-
ARNAR í BRETLANDI.
Brezku blöðin ræða eihnig, að
val Goldwaters kunni áð hafa á-
hrif á kosningarnar á Bretlandi
í haust, og er m.a. að þvi vikið
hvort Bretland geti látið úr-
slitavaldið um notkun kjarn-
orkuvopna þess vera í höndum
manns eins og Barry Goidwat-
ers.
Brezk blöð hafa yfirleitt verið
fjandsamleg Barry Goldwater.
VESTRÆNT SAMSTARF
I Bandaríkjunum, Bretlandi
og víðar er talið, að vestrænt
samstarf kunni að vera í mei:i
hættu nú en nokkurn tíma áður.
Og mjög almennt óttast menn
að stefnuskrá republikana og
Miklum óhug sló á menn um .
gervalla Svíþjóð, er upp komst j
fyrir nokkru um hryllilegan glæp,
framinn af trúnaðarmanni virðu-
legrar stofnunar, lögfræðingi |
banka, Wilhelm Rodius að nafni.
Hinn myrti hafði falið honum
umsjá fjár síns, og sölsaði Rodius
það undir sig með svikum, og er
hann varð þess var, að viðskipta-
vinurinn var farinn að gruna hann
um græsku, myrti hann hann, bút-
aði lík hans sundur og brenndi í
ofni, enda nú kallaður „Kakkel-
ovns-morderen“ Þetta var fyrir
tveimur árum.
Fyrir skömmu var Rodius hand-
tekinn. Þá voru sannanir fengnar
fyrir svikum hans og svívirðilegum
glæp. Og á mánudag í þessari viku
var hann leiddur fyrir rétt, fölur.
niðurbrotinn maður, sem horfði
skelkaður á þá, sem sátu á áhorf-
endabekkjum.
Innan fárra mínútna var lýst
yfir, að Rodius væri ákærður fyr-
ir morð og svik, sem hann hafði
játað á sig, og verjandi hans fór
fram á, að geðrannsókn á fangan-
I um væri látin fram fara.
I Rodius var snyrtilega klæddur, j
!er hann var leiddur fyrir réttinn.
*f rétti’u.im var álíka öflugur lög-
ghivörður og þegar Wenner-
röm-málið var tekið fyrir.
Morð af því tagi sem þetta mega
heita óþekkt á Norðurlöndum.
Myndin er af „Cow Palace“ í San Francisco, þar sem f okksþing republikana er háð. Myndin sýnir
er safnazt höfðu saman fyrir utan höllina þúsundir manna, blakkra og hvítra, til að mó'ni: Ja ve!
Barry GoId;ater sem forsetaefnis.
li