Vísir - 16.07.1964, Side 6
6
Ví!
h iaSKáSSt
ÍÞRÓTTIR —
Framh. aí bls. 2'
þegar þrenningunni hafði iostið
saman, en boltinn skoppaði frá
þeím.
Á fyrstu min. seinni hálfleiks
?kall hurð nærri hælum tvívegis
við KR-markið. Keflvíkingar voru
heppnir á 12. min. Gunnar Felix-
son átti glæsilegt skot, sem þaut
rétt framhjá markhorninu. 1 fyrsta
laígi heppni að boltinn skyldi ekki
lenda inní, og þá ekki síður að
varnarmaður, sem reyndi að verja
með hendi, náði ekki til boltans.
Á 15. mín hrökk skot frá Þórði
Jónssyni í bakvörð Keflavíkur og
Kjartan bjargar naumlega í horn.
Á 26. mín. er hörkuskot Theodórs
varið í hom.
• Á 35. mín. kemur svipað
mark og 2. mark Keflavíkur.
Gunnar Felixson fær boltann
óvænt upp miðjuna og fer einn
upp, leikur á markvörðinn iag-
Iega, virðiSt ætia að missa jafn-
vægið, en nær því á síðustu
stundu og rennir boltanum í
netið 2:2.
• ... og ekki líður nema
minúta þar til gamla Vesturbæ-
ingunum okkar í stúkunni líður
sómasamiega. Það var skot
Sveins, sem varð til þess. Kjart-
an markvörður krafsaði i þetta
góða skot en missti inn. Tals-
verö harka var 1 leiknum eftir
þetta, en greinilegt var að
Keflavikurliðið var löngu búið
með allt sitt úthald. Einna helzt
var það Rúnar Júlíusson, sem
kom við sögu. Stórkostleg ógn-
un var það, þegar hann tók á
rás nær frá miðju og einlék I
inn fyrir vítateig. Þar var það
Heimir Guðjónsson, sem stóð J
í veginum og bjargaði stigi fyr-
ir KR.
Leikurinn í gærkvöldi var ekk- j
rt sérlega rismikill. Oft hefur
•pilið verið betra, — en sjaldan
hefur spenningurinn verið slíkur.
Tafntefli h’efði verið bezta lausnin
fti.i, i þessum Igjjf. Keflvíkingar voru
mestan hluta fyrri hálfleiks líkast-
ir því sem KR hefði „fengið rang-
an pakka“, Iíkast því sem hér væri
liðið frá hinni „bftilborginni",
Liverpool, en þeir koma ekki fyrr
en I haust til að keppa við KR.
Seinni hálfleikurinn var að mestu
eign KR, en bæði liðin áttu fjöl-
mörg góð tækifæri.
Beztu menn liðanna voru þeir
Rúnar Júlíusson, Jón Ólafur Jóns-
son, Hólmbert Friðjónsson, Ólafur
Marteinsson og Magnús Torfason.
Til stóð að .Tón Jóhannsson yrði
með í þessum leik, en hætt var
við það á síðustu stundu. Hann
var ekki talinn nógu góður eftir
meiðsli frá því fyrr f sumar.
Hins vegar reyndu KR-ingar
Sigurþór Jakobsson, en hann varð
snemma að yfirgefa völlinn, greini
lega ekki nógu heill til að leika
knttspymu ennþá, enda stutt sfðan
hann yfirgaf sjúkrahús eftir skurð-
aðgerð. Beztir hjá KR f gærkvöldi
voru þeir Sveinn Jónsson, Ellert
Schram, Þórður Jónsson, Hreiðar
Ársælsson og Heimir Guðjónsson
markvörður.
— jbp -
Hallgrímsson og Þorbjörn Jóhann-
esson. Höskuldur Ólafsson banka-
stjóri hafði gengið úr stjórn mið-
sumars en Sigurður Magnússon
komið í hans stað.
Forstjóri Innkaupastofnunar
Reykjavíkurborgar er Valgarð
Briem lögfræðingur.
Innkaupastofnun -
Framhald af bis. 16
ræða með höndum áður fyrir
Reykjavlkurborg.
Helztu verksamningar voru um j
smfði slökkvistöðvar fyrir 19.5 millj
ónir króna, Fossvogsræsis fyrir 37
milljónir, hitaveitu í Heimahverfi j
fyrir 15 milljónir og hitaveitu í
Hagahverfi fyrir 10.7 milljónir.
í stjórn Innkaupastofnunar
Reykjavfkurborgar eru Gunnlaugur
Pétursson borgarritari, formaður.
Sigurður Magnússon, ritari. Guð-
mundur J. Guðmundsson, Óskar
Skálholt —
Framh. aí bls. 16
mikill hátíðisdagur í Skálholti.
Ekki kvað biskup þetta gert
í því skyni að hefja aftur Þor-
láksdýrkun, en þessi dagur var
áður á tíðum almennur hátfðis-
dagur um allt Suðurland — og
Skálholtshátfð kvað biskup við-
leitni íslenzku kirkjunnar til að
tengja líf okkar við erfðir sög-
unnar, að svo miklu leyti, sem
það er eðlilegt og jákvætt fyrir
Iíf okkar í dag.
STAÐUR KYRRÐAR
OG HELGI.
Biskup gat annarra fram-
kvæmda í Skálholti. Nú væri
verið að reisa sumarbúðir,
dvalarstað fyrir börn á aldrin-
um 7-13 ára, og við það ynni
flokkur stúdenta, aðallega* guð-
fræðistúdenta. „Við erum að
láta okkur dreyma um, að þær
taki til starfa á vori komanda."
Hlutverk sumarbúðanna er and-
leg aðhlynning og að fullnægja
félagslegri þörf. Kirkjunni ber
skylda til hvors tveggja. Þá er
skólastofan í undirbúningi. Þar
á sem kunnugt er að starfrækja
lýðháskóla, og ennfremur hef-
ur komið til tals, að þar verði
þjálfunarstöð fyrir unga guð-
fræðinga og líka fyrir starfandi
presta til að liðka sig í sínum
fræðum og sínu starfi. „En fyrst
og fremst vonum við, að Skál-
holt geti.orðið hæli fyrir alla,
sem þurfa á kyrrðy og ró að
halda í okkar gerilsömu sam-
m msmœ
um í nútímanum, þar sem
menn geta horfið frá kröfum
daglegs lífs, kippt sér frá þess
um fossandi straumi daglegra
viðfangsefna, og jafnframt tek-
ið þátt.í einhverju til uppbygg-
ingar, gengið I kirkju, þar sem
eitthvað fer fram, bænahald, tón
list eða kannski það, sem cr
dýrmætara en völ er á: þögnin.“
Að lokum lagði biskup sér-
staka áherzlu á eftirfarandi:
„Ef maður getur ekki komizt í
sarhband við það bezta í ís-
lenzkum erfðum þar á þessum
stað, getum við það hvergi."
Minkurinn —
Framh. af bls. 16
firði, en þar hefur lítið eða
ekki orðið minks vart fram til
þessa.
Á Norðurlandi eru Húna-
vatnssýslurnar hvað mestu
minkabælin, ekki sízt vegna
fjölmargra veiðáa og lækja og
silungsvatna suður til heiða. 1
Skagafirðinum virðist minkur-
inn vera að hverfa nema á
Skagaheiðinni. Þar hafa um 60
minkar verið unnir í vor, reynd
ar margt af því hvolpar I
grenjum.
Sérstök rækt hefur verið lögð
á að verja Mývatn eftir föngum
fyrir mink, bæði végna fjöl-
skrúðugs fuglalífs og varps og
svo vegna hins mikla silungs
í vatninu. Sveinn sagði, að þetta
hefði tekizt svo vel að minkur
hafi ekki valdið þar teljandi
tjóni upp á síðkastið. Bændur
í sveitinni séu óvenju samhentir
um að verja vatnið og láta
strax vita ef þeir fá minnsta
grun um mink og minkaslóðir
þar i grennd. Þeir hafa og frá-
bæra skyttu og veiðimann, sem
alltaf er reiðubúinn að fara á
stúfana þegar þörf krefur, en
sá heitir Finnbogi Stefánsson.
Mesta minkabæli íslands er
hér sunnanlands, nánar tiltekið
í Ámessýslu. Skilyrði eru þar
hin ákjósanlegustu fyrir mink,
silungsvötn, ár og lækir, svo
á hinn bóginn hraun þar sem
minkurinn á auðvelt með að
skýla sér. Einn hreppur er miklu
verstur í Árnessýslu ,en það
eru Biskupstungurnar. Hann er
víðáttumikill og lönd hans
liggja langt inn í óbyggðir.
Tveir lögreglumenn úr Reykja-
vík hafa gert sér tíðförult
þangað í frístundum sínum og
í vor hafa þeir veitt þar 50-60
minka samtals.
Togarar —
Framh. af bls. 1.
Ægisgarð undanfarið er nú kom
inn í slipp til viðgerðar. En sá
togari er nú í klössun.
Á árunum 1948-1950 komu
hingað til lands 10 togarar sem
keyptir voru nýir erlendis frá.
Hafa þessir togarar verið að
fara í 16 ára klössun undanfar
ið og eru sumir í henni nú.
Afli togaranna er enn frem
ur rýr. Hallgrímur Guðmunds
son hjá Togaraafgreiðslunni
tjáði Vlsi í morgun, að í sl. viku
hefðu nokkur skip verið með i
kringum 300 tonn sem má telj
ast sæmilegt en önnur hefðu
verið með í kringum 160 tonn
sem er lélegt. Kvað hann tog-
araaflann lítið hafa glæðzt.
Forsetaskipti
í Sovétrikjunum
Forsetaskipti hafa orðið í Sovét-
ríkjunum, Leonid Brezhnev lætur
af störfum sem forseti, en við tek-
ur Anastas Mikojan fyrsti vara-
forsætisráðherra, „maðurinn, sem
alltaf heldur velli“.
Haft er eftir áreiðanlegum heim
ildum í Moskvu, að Alexei Adzhu-
bej, tengdasonur Krúsévs, muni
verða skipaður utanríkisráðherra.
1 brezkum blöðum er mikið um
forsetaskiptin rætt og þau talin
boða áframhald á stefnu Krúsévs,
jafnvel þótt hans missti við, eða
hann sleppti stjórnartaumunum úr
hendi sér. Það er jafnvel tæpt á
því I blöðunum, að vindur sé
þeirrar áttar, að stefni til banda-
lags með Rússum og vestrænum
þjóðum á komandi tíma.
Anastas Mikojan
Árekstrnr —
Framh. at bls 1
rétt vestan við Þingvallaafleggj-
arqpn. Veghefill v^r að hefla Vest-
urlandsveg, hann vfir Vá .rleið ytiW
.PS^'ýikpr og. þélt '|ig- hæjgfa’ ’
‘megin á véginúm.
Stór vörubifreið af Benz-gerð
var lfka á leið til Reykjavikur og
þegar hún kom þar sem veghef-
illinn var að verki, bjóst ökumaður
við að beygja til vinstri og taka
fram úr heflinum. En bílstjórinn
segir að það hafi verið eins og
kippt hafi verið í stýrið til hægri
og afleiðingin var sú, að bíllinn
skall á 50—60 km. hraða aftan á
veghefilinn.
Áreksturinn var geysiharður.
Hægra frambretti bílsins fór í
tætlur, fjaðrahengsli, fjaðrir og
hjólfesting brotnuðu I spón og
bíllinn gjörsamlega óökuhæfur á
eftir. Hjólaútbúnaður veghefilsins
brotnaði einnig og hann var óvirk-
ur á eftir.
Lögreglan telur orsökina til á-
rekstursins vera þá að stýrisút-
búnaður bifreiðarinnar hafi bilað
og hún ekki látið að stjórn þegar
bílstjórinn ætlaði að taka fram úr
vegheflinum.
Utvarpsráo vítir
ræðumann
Á fundi sínum í gær gerði út-
varpsráð einróma eftirfarandi
samþykkt:
„Otvarpsráð harmar að regl-
j ur Ríkisútvarpsins um óhlut-
. drægpi yoru brotnar í erindinp
> „Um daginn’ og ‘végipn“ 6.
» þessa -mánaðar. Jafnframt' vlil
útvarpsráð ítreka að þeim sem
tala „Um daginn og veginn" er
treyst til að fylgja vandlega
reglum útvarpsins, enda eru
handrit þeirra ekki lesin fyrir-
frarn".
Yfirlýsing þessi var lesin I
kvöldútvarpi í gærkvöldi. Hún
er til komin vegna erindis
Vignis Guðmundssonar blaða-
manns. í erindinu sveigði hann
m. a. mjög ómaklega að for-
mánni {{aupmannasamtaka Is-
lands1 Sigurði Mágnússyni í
sambandi við kvöldsölumálin og
bar fram órökstuddar dylgjur.
Var erindið þannig úr garði
gert að útvarpsráð sá sig til-
neytt til þess að víta ræðu-
mann.
Lóðum útklutaS
Athupnsemd
I tveimur dagblöðum borgarinn-
ar er I gdr minnst á höggmynd
Einars Jónssonar, sem nýlega var
komið fyrir við Suðurgötu, sunn-
an kirkjugarðsins. í báðum blöð-
unum er hún kölluð „Útlagar“.
Ég vil vegna þessa Ieyfa mér að
minna á, að fyrir nokkru skrifaði
ég grein I Vísi, þar sem bent var
á, að hið rétta heiti höggmyndar-
innar væri „Otilegumaðurinn“, en
hitt rangt, og m.a. tekið fram, að
iistamaðurinn sjálfur hefði aldrei
kallað hana annað.
Þetta stendur ómótmælt og ó-
hrakið. og er þetta útrætt mál af
minni bálfu. — A. Th.
Borgarráð úthlutaði á
fundi sínum í fyrradag all-
mörgum lóðum undir ein-
býlis-, tvíbýlis- og f jórbýl-
ishús, raðhús og parhús.
Lóðimar eru við Klepps-
veg, Norðurbrún, Sæviðar-
sund og Kambsveg.
Úthlutað var lóðum und-
ir 41 raðhús, 13 tvíbýlis-
og fjórbýlishús, 1S einbýl-
ishús og 20 parhús.
Mikill fjöldi umsókna
barst um lóðir þessar.
Iðfa samdi
í gærdag
í gær náðu samninganefndir
Iðju, félags verksmiðjufólks í
Reykjavik og Félags ísl. iðnrek-
enda samkomulagi um nýja kaup-
og kjarasamninga. Eru samning-
arnir í samræmi við' rammasam-
komulag ríkisstjórnarinnar og
verkalýðshreyfingarinnar. Sam-
komulagið verður lagt fyrir fundi
aðila til st'hðfestingar.
Hjartkær eiginmaður minn
JÓN GUÐMUNDSSON, kaupmaður frá FeTi,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 17. þ.m. kl. |
10.30 árdegis. Athöfninnj verður útvarpað.
Fyrir mína hönd og fósturbarna okkar.
Þrúður Býrnadóttir. |