Vísir - 16.07.1964, Síða 8
8
VÍSIR . Fimmtudagur 16. júlí 1964.
VISIR
Útgefandi: Blaðaútgáfan VfSIR
Ritstjóri: Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjórar: Þorsteinn Ó. Thorarensen
Björgvin Guðmundsson
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3
Áskriftargjald er 80 kr. á mánuði.
1 lausasölu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 Iinur)
Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f.
Pólitískt náttröll
YERÖLDIN horfir með furðu á þann viðburð að
Barry Goldwater öldungadeildarmaður hefir verið kjör
'nn forsetaefni Republikanaflokksins í Bandaríkjunum.
Ilann er sá maður sem sýnist einna hæfileikasnauðast-
ur allra bandarískra stjórnmálamanna til þess að gegna
æðsta embætti valdamesta ríkis veraldar. Hann er
rammur og ófyrirleitinn afturhaldsmaður. Hann er lýð-
æsingamaður af verstu tegund. Hann er skammsýnn
einangrunarsinni, sem snýr ásjónu sinni til ímyndaðrar
fortíðar og landnemadyggða. Hann er stjórnmálamað-
ur sem virðist halda að atomsprengjur séu leikföng, en
ekki risavaxin tortímingartæki. Það er von að virt-
asta blað Bandaríkjanna New York Times, nefni hann
pólitískt nátttröll. Allt þetta skipti okkur ís-
lendinga engu máli, né aðrar þjóðir, ef ekki væri meir
en lítill möguleiki á að þessi maður yrði næsti forseti
Bandaríkjanna. Þá yrði hann valdamesti maður Atlants
hafsbandalagsins, maður sem tekur ákvarðanir um
hvort kalda stríðið hættir að vera kalt og verður heitt.
Að ví$u segja menn oft annað og meira í kosninga-
baráttu, en þéír standa við áð henhi lokinhi. Én j>áð
breytir ekki þeirri staðreynd að það væri heimsóhapp
ef Goldwater yrði kjörinn forseti. Sjálfur ætlar hann
sér að ná kjöri á andstöðu sinni við mannréttinda-
lögin og í skjóli hins rótgróna svertingjahaturs. Það
þarf því engan að furða þótt fylgzt sé um heim allan
með bandarískum stjórnmálum þessa dagana með ugg
og kvíða, sömu tilfinningunum og þegar barizt var um
eftirmann Stalins í Sovétríkjunum — og eftirmann
Krúsévs þegar þar að kemur. Örlög heimsins eru nú
ráðin í Washington og Moskvu. Það er staðreynd
þeirra tíma sem við lifum á.
Stöðvunarstefnan
framkvæmd
HÉR í blaðinu var frá því greint í fyrradag að verð-
hækkanir á fasteignum, íbúðum og húsum, hafa að
mestu stöðvazt síðustu vikurnar, eftir því sem fast-
eignasalar skýra frá. Kunnara er en frá þurfi að segja
að verðhækkanir hafa verið gífurlegar á þessu sviði síð-
ustu misserin. Hafa þær valdið því að margt efnaminna
fólk hefir lent í hinum mestu vandræðum við húsakaup
og fjármálaspilling vaxið úr hófi fram í þessari við-
skiptagrein. Hin gífurlega eftirspurn stafar af því að
fólk vildi umfram allt koma fjármunum sínum í fast
sökum ótta við verðrýrnun. Hækkunarstöðvunin sýn-
ir að efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa þegar
borið árangur. Stöðvunarstefnan er þegar tekin að
virka. Mun þar ekki sízt eiga þátt vaxtalækkunin, í
4%, á íbúðalánum, sem ríkisstjórnin tilkynnti fyrir
skömmu. Hér hefir því greinilega verið stigið spor í
rétta átt, sem er mjög í hag allra þeirra sem skortir
húsnæði.
„Uppreisnin"gegn Erhard
— er hann var í Danmerkurheimsókninni
þegar Ludwig Erhard forsætis-
ráðherra var í heimsókn
sinni til Danmerkur á. dögunum
reyndu andstæðingar hans í
flokknum, sem aðhyllast stefnu
Adenauers í Evrópu-einingarmál
inu, að nota tækifærið og ota
sínum tota I þessu máli, en þess
ir menn og þeirra fremstur Kon-
rad Adenauer, fyrrverandi kansl
ari, vilja að stjórnmálaleg ein-
ing Evrópu hvíli á tveimur meg-
instoðum, fransk-þýzku sam-
starfi — en Erhard telur, að
stoðirnar verði að vera fleiri.
Síðan þetta gerðist hefur Paul
Henri Spaak, utanríkisráðherra
Belgíu verið hjá Erhard í Bonn
og mun þetta mál hafa verið að-
alviðræðuefni þeirra. I erlendri
yfirlitsgrein segir um ágreining-
inn:
Ludwig Erhard varð, er hann
kom heim frá Danmörku, að
horfast f augu við það, að stuðn
ingsmenn de Gaulle í flokknum
höfðu gert tilraun til þess að
hrinda af stað eins konar bylt-
ingartilraun. Meðan Erhard var
fjarverandi skundaði fyrrverandi
landvarnaráðherra, Franz Josef
Strauss til Bonn til viðræðna við
BAYERSKI FLOKKURINN
Strauss hefur bayerska flokk-
inn að baki sér, þegar hann
krefst þess, að þessi sterki flokk
ur, sem’ áð vísú er hluti — öfl-
ugur hluti — hinriár Iýðræðis-
legu fylkingar í landinu, sé sjálf-
stæður flokkur og skuli viður-
kenndur sem slíkur. Eftir fund-
inn hjá Adenauer var gefin út
tilkynning undirrituð af honum
og Strauss, og sýnir það hve
mikið tillit hann tekur til
Strauss og bayerska flokksins.
Það, sem Strauss vill, er, að gert
verði rígneglt samkomulag um
bandalag við Frakkland á grund-
velli fransk-þýzka sáttmálans.
Og þetta bandalag á að hafa
forustuna í Sammarkaðinum og
ráða ýfir Evrópu.
STEFNA GAULLISTA
Það, sem vakir fyrir hinum
,,vestur-þýzku gaullistum", hef-
ur komið fram í greinum skrif-
uðum af von Guthenberg frí-
herra, utanríkismálaráðherra
Bayerska flokksins.
1. Að Vestur-þýzkaland og
önnur Evrópulönd verði óháð-
ari Bandaríkjunum. „Evrópa get-
ur ekki á komandi tímum treyst
á ábyrgð Bandaríkjanna".
2. Evrópa verði þriðja heims-
veldið, er styðjist við sín eig-
in kjarnorkuvopn, þ. e. frönsk-
vestur-þýzk kjarnorkuvopn.
3. Dregið verði úr öllum stór-
pólitískum tilraunum til þess að
draga úr þenslu, en þær gagna
aðeins kommúnistaríkjunum, og
Jraga úr árvekni vestrænna
'ijóða.
Bayerski flokkurinn ræður nú
/fir 50 atkvæðum f sambands-
þinginu eða 1/5 alls fylgis kristi
legra lýðræðissinna á þingi og
þetta mikla þingfylgi styrkir
mjög aðstöðu Strauss og vestur-
þýzkra gaullista.
Framh. á bls. 13
ADENAUER, Joseph Hermann
Dufhues frkvstj. Bayerska
flokksins og Heinrich Krone,
ráðherra ,,sérlegra viðfangs-
efna-, sem er mjög handgeng-
inn'Adenauer.
„ADENAUER-
FUNDURINN“
Ekki er vitað, hvort á fundi
þessum var rætt um að gera upp
reist í allra augsýn gegn Erhard,
vegna „kuldalegrar afstöðu"
hans, er de Gaulle kom til Bonn
fyrir skömmu, eða Iátið var
nægja að koma fyrir tíma-
sprengju í flokknum, stilltri
nokkuð fram í tímann — en
vfst er, að andstæðingar Erhards
samræmdu þarna áform sín um
aðgerðir.
Það mun koma I ljós á flokks-
fundi, hversu langt þessir menn
vilja fara (þeir urðu að draga
inn, hvað sem síðar verður).
Vera má, að ekki hafi verið
ætlunin að tendra neitt ófriðar-
bál nú, heldur skara í glæð-
urnar. Adenauer kann að hafa
hvatt Strauss til að bíða í bili
og sjá hverju fram vindur.
TILGANGUR STRAUSS
StrausS hefuí léngi unriið að
skipulagningu „uppreistar" —
og ekki aðeins vegna skoðana,
sem eru andstæðar skoðunum
og stefnu Erhards, heldur og af
persónulegum ástæðum. Strauss
er að undirbúa, að hann komist
í valda-aðstöðu á ný. Hann
dreymir enn um að verða kansl-
ari, en stefnir þó að því fyrst
að verða utanríkisráðherra, og
þótt hann beini árásum sínum
að Erhard, er Schröder utanrík-
ismaður sá, sem hann vill hæfa
nú.
Gera má ráð fyrir, að eftir
næstu kosningar í Vestur-Þýzka-
landi verði aðstaða Strauss sú,
að hann eigi ráðherrastöðu visa
— svo fremi að Kristilegi lýð-
ræðisflokkurinn vinni kosning-
arnar, en hann reyni að vinna
að því i tæka tíð, að hann fái
þá ráðherrastöðu, sem hann
helzt kýs sér.
„Stjórnmálaleg eining Evrópu“ er erfitt stíl-verkefni.