Vísir - 16.07.1964, Síða 15
V í S IR . Fimmtudagur 16. júlí 1964.
15
FRAMHALDSSAGAN:
TUITUGU ÁRA
LEYNDARMÁL
Green hringdi nú í Scotland
Yard og skýrði yfirmanni sín-
um, Smith-Cooper, frá því, sem
hann hafði komizt að. Var nú
ákveðið að halda áfram leitinni
að Peter Barlow, og með mikilli
lejmd að Thomas lækni.
Skömmu síðar gerðist örlaga-
rík tilviljun. í fjarlægri borg —
Liverpool — er vasaþjófur hand-
tekinn, er hann í kjörverzlun
nokkurri reyndi að stela úttroð-
inni skjalatösku manns, sem
hafði lagt hana frá sér andartak,
en eigandi hennar vildi ekki með
neinu móti fara í næstu lög-
reglustöð sem vitni, og vakti það
grunsemd varðstjórans, sem á
verði var. Lögregluþjónninn,
sem handtók þjófinn, lýsti eig-
anda skjalatöskunnar vel, kvaðst
hafa litið á vegabréf hans og
væri nafn hans dr. Talbrog. -
Hann kvað háralit hans hafa
verið grunsamlegan.
Nú hafði lögreglan í Liver-
pool fengið bendingu um, að
Thomas læknis í Chesham væri
naknað og hafði við hendina lýs-
ingu á honum. Við samanburð
á henni og lýsingu lögregluþjóns
íns styrktist grunur hennar, að
þessi dr. Talbrog — ef til vill
með hárkollu eða litað hár —
væri enginn annar en Thomas
læknir Náðist hann og var hand
tekinn og reyndist svo vera. —
Þannig var Thomas læknir hand-
tekinn fyrir tilviljun — og ár-
vekni lögreglumanna í Liver-
pool, mætti við bæta.
Hann var fluttur til London.
I Scotland Yard var hann nú
leiddur fyrir Green. sem hafði
haft málið til meðferðar. Marga
klukkustunda yfirheyrsla leiddi
að lokum til þess, að hann ját-
aði allt. Og eftir Thomasi lækni
var bókað í lögreglubækurnar:
Ég, Michael (Mike) Thomas
læknir er fæddur í London 1902.
Foreldrar mínir létust 1927. Ég
gekk menntaveginn og varð
læknir_ Áð loknu prófi fór ég
til New Quai, þar sem var laus
staða aðstoðarlæknis í einka-
sjúkrahúsi. Yfirmaður minn, Ra-
on prófessor, var óhamingju-
samur í hjónabandi sínu, en
kona hans var 25 árum yngri
en hann, einkum vegna vín-
hneigðar hennar. Fáum árum
síðar dó hann og ætlaði þá ekkj-
an að selja stofnunina, en bróð-
ir hennar réð henni frá því, og
hvatti hana þess í stað til þess
að reka hana áfram og gera mig
að forstöðumanni. Hún hætti nú
að drekka. I samstarfi okkar
komumst við að raun um, að
við áttum mörg sameiginleg á-
hugamál. Og eftir nokkum tíma
vorum við gefin saman.
Sjúkrahælið var á afskekkt-
um stað í hæðunum fyrir utan
New Quai og þangað um klukku
stundar gangur frá bænum. -
Skammt þar frá eru þverhnípt
björg, um 200 metra há,..úti við
írlandshaf. Nærri á bjargbrún-
inni var göngustígur, og var
þama stytzta gönguleið milli
New Quai og hælisins.
Síðdegi nokkurt var ég orðinn
leiður á að bíða eftir konu
minni, sem hafði farið í bæinn
til þess að heimsækja vini, og
loks tók ég í mig að fara á
móti henni. Ég var sannast að
segja hræddur um að hún hefði
farið stiginn þama uppi á kletta-
beltisbrúninni og að eitthvað
hefði komið fyrir hana. — Ég
mætti henni í nánd við gilskom-
ing. Hún var undir áhrifum á-
fengis og ég fann að því við
hana, en hún var hin ósvífnasta,
og jókst þetta orð af orði, og
svo neitaði hún að koma með
mér heim og kvaðst liggja úti í
skóginum. Ég reiddist og rak
henni löðrung í reiði, alls ekki
harkalega, en ég hafði ekki gætt
þess hve tæpt hún stóð, og hún
hrökk fram af.
Ég stóð þama í fyrstu eins og
lamaður, en svo hraðaði ég mér
niður, en ég varð að taka á mig
alllangan krók til þess að kom-
ast niður og svo til hennar, en
hún hafði greinilega beðið bana
þegar f fallinu. í fyrstu var mér
efst í hug að fara eftir hjálp,
en svo greip mig ótti... Ég fór
heim án þess að gera að.vart um
það, sem gerzt hafði.
Daginn eftir fannst líkið. Eng-
inn grunaði mig þegar í stað -
ekki fyrr en erfðaskrá hennar
leiddi í Ijós, að í henni var ég
skrásettur sem einkaerfingi
hennar. Þá fóru menn að masa
um, að ekki mundi allt vera með
felldu. Og þegar fótspor mín
fundust þar sem þetta hafði
gerzt, bæði uppi og fyrir neðan
klettana, var ég handtekinn og
ákærður fyrir morð.
Skömmu áður en ég var hand-
tekinn hafði skipstjóri nokkur
heimsótt mig. Hann átti heima
1 New Quai. Hann kvaðst hafa
verið á leið frá New Quai á
flutningaskútu sinní með múr-
steinafarm frá New Quai þarna
fram hjá og verið vitni að því
sem gerðist. Hann hafði séð ein-
hverja grunsamlega hreyfingu
uppi á klettabrúninni og gripið
til sjónauka síns. Hann hafði ör-
lög mín í hendi sér og krafðist,
að ég sendi sér 20 pund mánað-
arlega, og undirritaði yfirlýsingu
svo hljóðandi:
Ég, Thomas læknir í New
Quai, lýsi yfir, að það var mín
sök, að dauða konu minnar bar
að höndum með þeim hætti, að
hún féll fram af klettabrún og
beið bana.
Þannig vildi hann tryggja sér,
að ég svikist ekki um að inna
mánaðargreiðslumar af hendi
meðan við lifðum báðir. Hann
hét því í móti gegn drengskapar-
orði, að ég þyrfti ekkert að ótt-
ast, ef ég stæði skil á greiðsl-
unum. Ef hann hefði vitnað gegn
mér í réttinum er ljóst, hvemig
farið hefði, en peningagræðgi
hans var öllu yfirsterkari, og
hann gerði það ekki. Ég var
sýknaður. En mér var ekki vært
þarna lengur og kom öllu, sem
ég átti í peninga, og fór til Lund-
úna. Seinna frétti ég, að læknir
í Chesham vildi hætta störfum
fyrir aldurs sakir, og selja lækn-
isaðstöðu sína þar, og ég keypti
hana.
Ég keypti búgarðinn fyrir ut-
an bæinn. Ég losnaði aldrei við
óttann, að einhver fengi vitn-
eskju um fortíð mína. Fyrir ein-
um mánuði barst mér svo pen-
ingasending. Féð, sem ég hafði
sent skipstjóranum um mörg ár.
Hann var dauður og ekkja hans
og sonur að flytja til Kanada.
Þau vildu ekki eiga það fé, sem
þannig var til komið. Nú gat ég
ekki um annað hugsað en hvort
þetta myndi leiða til þess, að
allt kæmist upp, ég ákærður og
leiddur fyrir rétt á ný.
Svo gerist það, að Green
leynilögreglumaður kemur á
minn fund vegna játningar kon-
unnar, sem kvaðst hafa banað
manni sínum með því að gefa
honum inn morfíntöflur. Áður
en ég vissi erindið hélt ég, að
hann væri kominn vegna gamla
málsins, og varð þvl mikið um.
Og mikill var léttir minn, er svo
reyndist ekki — léttir að því í
svip. Svo komu hugsanirnar um
það, hvort eftirgrennslanir hans
myndu ekki koma honum á spor-
ið. Ég þorði ekki að hætta á
neitt og fór í kyrrþey að undir-
búa flótta minn. Ég ætlaði mér
að komast til útlanda og byrja
nýtt líf. En til þess yrði ég að
þurrka út fortíðina. Það gat ég
ekki nema með einu móti. Það
yrði að teljast sannað mál, að
ég væri dauður.
DÚN- OG
FIÐURHREINSUN
vatnsstíg 3. Sími 18740
SÆNGUR
REST BEZl -koddar.
:■ Endumýjum gömiu
í sængumar, eigum
íj dún- og fiðurheld vei.
I; Seljum æðardúns- og
;> gæsadúnssængus —
;! og kodda af ýmsum
% stærðum.
.VAY.V.V.V.V.V.V.V.V.V1
AÐ RAFKERFINU
V1Ð SELJUM:
Opel Cadett station ’64
skipti á ódýrari bíl.
Opel Cadett ’63
Volkswagen 1500 '63
Volkswagen ’63
N.S.U. Prinz ’63-‘62
Opel Caravan ’60 ’59
Simca s.l. ’63 ’62
Simca 1000 ’63
Zodiac ’60
Taunus station ’59
Volvo station ’62 ’59
Ford station ’55
Buick special ’55
Willys ’55
RAUÐARÁ Tfflf
SKÚLAGATA 55 — SÍMI15812
Fasteignir i smiðum í Kópavogi.
2ja og 3ja herb. íbúðir fokheldar
eða tilbúnar undir tréverk.
5 og 6 herb. íbúðir á byggingar-
stigi.
Einbýlishús stórt og fallegt með
bílskúr við Holtagerði. Fokhelt.
Tvíbýiishús við Kópavogsbraut.
Hvor hæð algjörlega sér. Fokhelt.
5 herb. íbúð með bílskúr við Vatl-
arbrekku. Fokhelt.
Samkomuhús í Vogum. Mætti
breyta í 2 íbúðir.
Iðnaðarhús við Ármúla á fyrstu
og annarri hæð.
Búðarhæð við Njálsgötu.
Búðarinnrétting til sölu.
Höfum til sölu búðarinnréttingu,
2 borð og Hansahillur. Góð kjör.
JÓN INGIMARSSON,
lögmaður,
Hafnarstræti 4. Sími 20555.
Sölumaður: Sigurgeir Magnússon.
Kvöldsimi 34940.
TVfnhm p
prcntsmiðja & gúmmlstimplagerð
Efnhöltl 2 - Siml 20960 ,
B Seljum dún og fiðurheld ver.
Endurnýjum
-%Wv* iWte? 1 gömlu
sængurnar.
nYja fiðurhreinsunin
Hverfisgötu 57A. Sími 16738.
FRÍMEJRKI
ÍSLENZK ERLEND
FRIMERKJAVÖRUR
Heyrið, Batusimenn, ég Wawa,
hinn mikli höfðingi ykkar hefi
drepið son minn, Mambo, með
þessu spjóti, sem hann eitt sinn
varpaði að mér. Hver ykkar þorir
að heyja einn spjóta einvlgi við
mig.
Wawa, hvað hefur veitt bér
aftur þetta mikla afl.
Ég svara ekki spurningum þ?n-
um . Hverjir ykkar neita að hlýða
mér, löglegum foringja ykkar?
Ég heyri aðeins þögn frá ykkur.
Hlustið vel á skipun mfna.
Leggið spjót ykkar á jörðina.
FRÍMERKJASALAN
LÆKJARGÖTU 6a
Herrcssokkar
crepe-nylon kr. 29.00
Miklatorgi