Vísir - 13.08.1964, Blaðsíða 4

Vísir - 13.08.1964, Blaðsíða 4
V í S IR . Fimmtudagur 13. ágúst 1964. >f QKKUR hérna heima á íslandi þykir það jafnan nokkrum tíðindum sæta, þegar einhver íslendinga sagan er gefin út í þýð- ingu erlendis. Þessi fomu rit em okkur svo mikið hjartans mál, að ekkert finnst okkur bet- ur geta túlkað það fyrir heiminum, hver menn- ingarþjóð hefur lifað á íslandi og lifir hér enn. En saman við blandast stund- um efi um það, hvort menn af öðrum þjóðernum, lifandi í ys og þys nútímatækni geti notið þessara sagna frá fornum ís- lenzkum bændabýlum. Og við spyrjum okkur, hvort það hafi nokkra þýðingu að vera að reyna að stuðla að útbreiðslu þessara gullaldarbókmennta. Getur nokkur þjóð í rauninni notið þeirra nema við? tímaensku. Og eitt það merk- asta við þessa þýðingu var að stærsta alþýðubókaútgáfa Bret- stóð fyrir þýðingunni og Iands, Penguinútgáfan ætlaði að gefa hana út í þús- unda upplagi. Með þessu mátti segja, að Njála, þetta stórbrotna listaverk gullaldarbókmennta okkar væri komið á framfæri í enska heiminum, aðgengileg fyrir hvern þann, sem hefði á- huga á að kynnast íslendinga- sögunum og fornri menningu okkar. En hvað er það þó hjá þvi stórkostlega og furðulega fram- taki eins sænsks bókaútgefenda Bjarne Steinsvik, að láta þýða og gefa út í sænskri almennings útgáfu allar Islendingasögurnar. Þar er engri þeirra sleppt, tekin með hver söguþáttur. Og allt er þetta gert með slíkum myndar- brag, að einstætt verður að telj- ast. þó verkið eigi ekki að koma út í Svíþjóð fyrr en í sept ember, gaf sænski útgefandinn Landsbókasafni Islands eintak af því á þjóðhátíðinni og þar hefur fréttamanni Vísis gefizt tækifæri til að skoða það. Og það er sannarlega ævintýri lík- ast að skoða þessar bækur og handleika þær. Sannleikurinn er sá, að það er ekki nóg með, að ingasagna, sem stenzt saman- burð við þessa að ötlum ytra frágangi a.m.k. meðan Fornrita- útgáfunni er ekki lokið. Hér fer allt saman, sérstök listræn og fögur prentun á hinn dýrasta pappír, uppdrættir fylgja af sögusvæðum og auk þess eru sögurnar myndskreyttar, að vísu líklega ekki sem bezt eftir okkar smekk, þar sem gera má ráð fyrir að íslenzkur lesandi vildi láta landslagsmyndir af sögustöðunum fylgja. o hver er ástæðan fyrir því, að hinn sænski stór-bóka- útgefandi Bjarne Steinsvik hefur lagt út í þetta mikla verk af svo miklum áhuga og alúð. Hann skýrði það sjálfur fyrir fréttamanni Vísis, sem hitti hann meðan hann dvaldist hér. — Ástæðan er líklega fyrst og fremst sú, að ég er Norð- maður, þó ég hafi flutzt á yngri árum til Svíþjóðar, kvænzt sænskri konu og leitað mér fjár og frama við sænska Löginn. Allt frá því að ég var ungur menntaskólapiltur í Osló, sem þá hét Kristiania hafa íslend- ingasögurnar verið eins og á- striða fyrir mig. Ég kynntist þeim þegar ég var í skóla, þær Nornimar vefa vef sinn úr görnum manna og hafa höfuð fyrir kljásteina meðan þeir kveða Darraðarljóð. Teikning { sænsku l»< lendingasagnaú tgáf unni. Glæsileg heildarútgáf a Islendinga sagna a li'yrir nokkrum árum var þeirri fregn hampað tals- vert að Njála væri nú að koma út í enskri þýðingu, sem Magn- úr Magnússon í Edinborg, son- ur Sigursteins ræðismanns þar, nefðl gert á mjög góðri nú- Svíar hafi orðið fyrstir erlendra þjóða til að gefa út í þýðingu heildarsafn Islendingasagnanna heldur hafa þeir með þessari út- gáfu farið fram úr Islendingum sjálfum. Við heima á íslandi eig- um enga heildarútgáfu Islend- Grettir ber uxann á bakinu. voru hluti úr móðurmáls og sögukennslunni. Við fengum lestrarbók með þýðingum úr fslendingasögunum og áttum að lesa aðeins fáeina kafla úr þeim, en ég las miklu meira og þar með varð ég forfallinn í ís- lendingasögunum. rJ'eljið þér að sænskur almenn- ingur muni kunni að meta íslendingasögurnar? — Þetta er atriði, sem ég hef orðið að hugleiða og gera upp við mig. Þessi útgáfa er millj- ónafyrirtæki og ég varð að sjálf sögðu að hugleiða það og gera það upp við mig, hvort mín eig in aðdáun væri að leiða mig út á villigötur. En ég tel að könn- un mín hafi sannfært mig um að það er virkilega markaður fyrir íslendingasögurnar í Sví- þjóð, aðeins ef fólki er gert kleift að kynnast því, hvað þær innihalda. Almenningur í Sví- þjóð gerir sér ákaflega litlar og einkennilegar hugmyndir um Is- lendingasögurnar. Þær eru kannski fáanlegar einhverjar þeirra í þýðingum í einhvers konar fræðimannaútgáfum. Og fólkið veit, að þetta eru bók- menntir sem tilheyra bók- menntasögu heimsins, en fátt fleira, svo ímyndar það sér, að þetta séu einhverjar þrautleiðin- legar ættarsögur, skrifaðar í annála eða kronikkustíl, eða sög ur af sífelldum vígaferlum. En það, sem ég ætla að gera, er að kenna fólkinu að Islendingasög- urnar eru dásamlegar, hrífandi bókmenntir. — En hvað haldið þér um sögusviðið, þær gerast mikið uppi í fátæklegri bændabyggð norður á eyðihjara heims. Getur verið að erlendir lesendur geri sig ánægða með það? — Það er fásinnai að ímynda sér það. íslendingasbgurnar eru að mínu áliti þær stórkostleg- ustu og fegurstu bókmenntir, sem nokkurn tíma hafa verið samdar í heiminum. Hugsið yð- ur ástarsögurnar í þeim, Gunn- laugs sögu ormstungu, sögu . Kjartans, sögu Þormóðs Kolbrún arskálds. Allt á þetta f dýrð sinni og fegurð og yndisleika erindi til okkar nútímamanna. Það hafa aldrei verið samin og verða líklega aldrei samin stór- brotnari ástardrama en í fslend ingasögunum, ekki einu sinni á frönsku. Þegar vel er gáð að, er saga Hallgerðar langbrókar stórkostleg ástarsaga. En maður þarf að komast undir skelina til að skilja það, þá er eins og því sé öllu Iokið upp fyrir manni. það er óframkvæmanlegt fyrir íslenzkan mann að dæma um það, hvemig þýðing Islend ingasagnanna hefur verið fram- kvæmd af dr. Áke Ohlmarks, en það var fróðlegt að ræða við hann um þetta. Hann lýsir yfir fyrirlitningu sinni á þeim þýð- endum, sem hafa fært kvæðin í búning órímaðra setninga. Með því er hinni dramatfsku spennu sem kvæðin og vísurnar gefa sögunum svipt í burtu. Það er ekki aðalatriðið, að lesandinn skilji hin dýrt kveðnu kvæði orð fyrir orð. Það gera íslenzkir lesendur ekki, en þó skilja þeir anda vísnanna af rammanum og njóta þeirrar tónlistar sem þær gefa sögunni. Þessu sama verð- ur þýðandinn að Ieitast vfð að ná, þó það sé erfitt, þegar á að gera þetta á öðrum tungumáli. Og það nær t. d. ekki nokkurri átt að ætla sér í þýðingu á forn-íslenzkum kvæðum aS skera burt eða þurrka út kerni ingarnar. Þannig verður amfa hins forna skáldskapar aldrei náð og blæbrigðum hans verður ekki haldið nema að fylgja stuðlasetningu. gkulum við svo -gefa nokkur sýnishom upp á kvæðaþýð- ingu dr. Áke Ohlmarks. Fyrst kemur vísa Egils á Borg, Það mælti mín móðir: Det malte min moder att mig skulle köpas skepp och skinande áror skynda ástad með vikingar, stánda styv i staven, styra dyra knarren, hálla in til hamnar hugga en och annan. Þá kemur næsta sýnishom úr Höfuðlausn. Tökum t. d. fjórðu vísuna sem er svona á íslenzku: Óx hjörva glöm við hlífar þröm guðr 6x of gram gramr sðtti fram þar heyrðisk þá þaut mækis á malmhríðar spá sú var mest of lá I sænsku þýðingunni verður þetta svona: Framhald á Ws. 7. fc K

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.