Vísir - 13.08.1964, Blaðsíða 16

Vísir - 13.08.1964, Blaðsíða 16
Fimmtudagur 13. ágúst 1964. -------------------------^ Jón Sen (t.h.) ásamt einum nema sinum, Ásgeiri Halldórs- syni, að vinna við eitt SEN- tækið. Fimm mamts slas- ast í bílveltu Fimm manns slösuðust í Giljareitum í bílveltu seint í gærkveldi og voru allir lagðir inn í sjúkrahús á Akureyri. Þrir Hggja Þar enn, en tveimur var leyft að fara. Bíllinn er talinn gerónýtur. Það var um ellefuleytið fyrir miðnætti að hringt” var frá Bakkaseli til Akureyrar og beð- ið um sjúkrabila og lækni. Maður, sem komið hafði á slys- staðinn ók allt hvað af tók niður í Bakkasel og hringdi þaðan eftir aðstoð. Eftir því sem Vísir fregnaði í morgun mun bifreiðin hafa oltið út af veginum hjá svoköl'- uðu Reiðgili, vestan í Klííi á Öxnadalsheiði, iem er tais- vert fyrir vestan Bakkasel, ná- lægt því sem Giljareitir byrja. Steypt brú er þarna i gilinu og mun bifreiðin hafa oltið við hana. Svarta þoka var á 02 skyggni mjög vont. Bifreiðin sem valt var af Fordgerð. Hún mun hafa verið að sunnan og var á vesturleið þegar slysið skeði. í henni voru 5 manns, allt fullorðnir menn. Þrír Reykvíkingar og tveir Eng- [endingar, sem Reykvíkingarmr höfðu tekið upp á leið sinni. Sérstaklega íslendingarnir slös- uðust allmikið þó ekki lífshættu lega, og munu verða að liggja í sjúkrahúsinu næstu daga. Eng- lendingarnir slösuðust minna og var þeim leyft að fara að aðgerð lokinni. Verðmætum stolið eðu eyði- lögð ffyrir tugi þúsundu Nokkur innbrot voru framin í nótt og fyrrinótt, og var ýmist stolið verulegum verðmætum, eða valdið tilfinnanlegu eignatjóni. í fyrrinótt var brotizt inn f stórt verzlunarhús við Laugaveg- inn með harkalegum aðgerðum. Teklh hafði verið úr rúða og síð- an ráðizt á járnrimla innan v:ð rúðuna og þeim ýmist svipt burt eða beygðir unz hægt var að koni- ast inn í húsið. Að því loknu var leit að verðmætum hafin og höfð- ust 13 þús. kr. í peningum upp úr kráfsinu, auk allmikils varnings sem þjófurinn hafði á brott með sér. í nótt var borðstimpilkassi brot inn og gereyðilagður í innbrotstil- Framh. á bls 6. l, f j$m i. f f í /r ''' ir Sjónvarpstæki með íslenzku vörumerki eru komin á markað- inn. Merkið er SEN og eru framleidd i lítilli verksmiðju að Miklubraut 40 hjá Jóni Sen. Hjá Jóni eru settar saman fjórar tegundir af tækjum með SEN-nafninu, en að auki eru þar sett saman PHILCO og OLYMPIC tæki og að auki samstæður útvarps og sjónvarps tækja. Við stjórnhnappa tækjanna hjá Jóni Sen hefur verið prent- að á íslenzku HLJÓÐ og MYND mjög smekklega. Við sjónvarpstækjaframleiðsl- una starfa 3 menn auk Jóns, en nokkrir menn vinna í aukastarfi að samsetningunni, en segja má að tækin séu að öllu leyti framleidd hér og mjög smekk- legir kassar utan um tækin eru íslenzk framleiðsla. Aðalumferðarbrautir ákveðnar í Reykjavík Hringvegur með sjónum og kringum ullu Reykjuvík Á fundi sínum í fyrra dag staðfesti borgarráð Reykjavíkur tillögur sem umferðarnefnd og Skipulagsnefnd höfðu áður samþykkt um aðal- i/ Ungfru Reykju-; vík/# er ein uf 15; í urslitum í MISS; INTERNATIONAL \ Elísabet Ottósdóttir, „ungl'rú J Reykjavik 1964“ stendur sig* af mikilli prýði í keppninni J Miss INTERNATIONAL á t Langasandi, sem nú stendur J yfir. t Um hádegisbilið barst Einali J Jónssyni, umboðsmanni legurð- * arkeppninnar skeyti sem tjáði \ honum að Elísabet hefði verið J valin i undanúrslit 15 kvenna, t sem eru valdar úr mjög stórum * hópi, en síðan verða 5 valdar t til úrslita, sem munu fara fram * i kvöld eða annað kvöld. t Guðrún Bjarnadóttir úr J Njarðvikum varð sigurvegari ■ t fyrra í Miss Intemationai- J keppninni. , umferðarbrautir í borg- inni. Þar með er stór- áfangi í aðalskipulagi borgarinnar endanlega ákveðinn. Borgarverkfræðingur, Gústaf Pálsson, tjáði Vísi í morgun, að meginstefnan í umferðarmálun- um væri sú að friða íbúðarhúsa götur fyrir almennri bílaum- ferð. Hann kvað ekki hægt í stuttu máli að lýsa fyrirhug uðu kerfi aðalumferðarbrauta, sem nú liefði verið ákveðið, því yrði bezt lýst með upp drætti og heildaruppdráttur lægi ekki fyrir ennþá. En nú kvað borgarverkfræðingur vera unnið áfram að því skipu- leggja umferðina í smærri al- riðum á þeim reitum sem mark ast af aðalumferðarbrautunum og það væri gert í þeim anda að létta sem mestri umferð af í- búðarhúsahverf um. Geta má þess, þótt ekki liggi heildaruppdráttur fyrir ennþá, að Keflavfkurvegurinn nýi keni ur ofan við Kópavog í Fossvogs botn og heldur áfram sem að- alumferðarbraut niður með Skeiðvellinum vestanvert og út með Elliðaárvogi og síðan vest ur með sjónum um Kleppsholt og Laugarnes, eftir brú framhjá höfninni og síðan vestur með sjó á Hringbrautina þar sem hún kemur acf sjó í Vesturbæn um. og myndast þar með raun- verulegur hringakstur eftir aðal umferðarbraut. Hringbrautin sjálf verður að sjálfsögðu ár fram aðalumferðaræð og Suðurf landsbrautin sem verður breikk uð og gerð a.m.k. jafnbi ei<j og Miklabrautin er nú. Kringlu mýrarbrautin verður aðaluni; ferðarbraut, framlengd i báö.ir áttir, undir Suðurlandsbrauti ía norðýestur að sjó, nálægf Klúbbnum í Laúgarnesi, og einr) ig til suðurs beint yfir Fossi voginn á Reykjanesbraut i Kópavogi. Nánar verður hægt að segja frá aðalumferðaræð- um framtíðarinnar þegar upp- drátturinn liggur fyrir. Alvarlegt fjórmálaóstand á Siglufirði VANTAR MILLJÓN UPP Á AÐ ÚTSVÖR FULLNÆGIGJALDAÞÖRF Útsvarsskrá Siglu- fiarðarkaunstíiöar var lögð fram 10. ágúst s.I. Jafnað var niður útsvör um að upphæð 8.372.000 á 746 gjaldendur. - Aðstöðugjöld námu 1.975.500 á 164 gjaldend ur. Lagt var á eftir hin- um nýja útsvarsstiga en á þann hátt náðist ekki sú upphæð, sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætl- un. Vantar á þá upp- hæð rúma milljón króna.. Bæjarstjórn Siglufjarðar sá sér ekki fært að hækka stigann. Ekki var lagt á neins konar bæt ur frá almannatryggingum. Tekjuútsvör á öllum fyrirtækj um bæjarins námu samtals að- eins 323.800 kr. Hæstu útsvarsgjaldendur: Einar Ingimundarsop, bæjar- fógeti, 58.800. Sigurður Jóns- Framh. á bls. 6

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.