Vísir - 13.08.1964, Blaðsíða 9

Vísir - 13.08.1964, Blaðsíða 9
y í S IR . Fimmtudagur 13. ágúst 1964. 9 ☆ JJjartasjúkdómar eru nú orðnir ein algengasta dánarorsökin hér á ís- landi, sem í öllum öðr- um menningarlöndum. Þetta er ástæðan til að nú hefur verið stofnaður fjöldi félaga til varnar hjarta- og æðasjúkdóm- um um land allt. Hafa þau sem kunnugt er á stefnuskrá sinni að fræða menn um sjúk- dóma þessa, og koma í veg fyrir alvarleg veik- indi með víðtækum kerf isbundnum rannsókn- um. Gervihjarta. Hjartasjúkdómum er æ mein gaumur gefinn á sviði lækna- vísindanna bæði í Bandaríkjun- um, og í Evrópu. Óhemju fé c: varið til þessara rannsókna og ekki sízt til þess að finna nýja tækni og tæki til aðgerða ng iæknínga á þessu sviði. 1 dag -•jiHHHijHili . í I i. 1 r: ’1 , ■ BiflÍÍH masBSm . ;\j !|í Sf 1 Við rannsókn á hjartanu er notuð hjartaþræðing: skurðlæknirinn stingur nál f æð á læri sjúklingsins, sem sfðan er leidd upp f hjartað. Myndin sýnir sifka aðgerð. er það ekki lengur vandamál að varðveita lífið með því að framkalla hjartslátt með sér- stökum tækjum, setja gerviæðar í líkamann, og gervihluta í hjartað. Og nú má segja, að menn eygi þann möguleika að unnt verði að setja gervihjarta í manninn. Margs konar hjarta- sjúkdómar eru í dag lang algeng asta dánarorsökin. Þróun lækna- vis'indanna á þessu sviði hefur verið svo ör að með ólíkindtxm hefði þótt fyrir nokkrum árum. Dr. C. Walton Lillehei, frá háskólanum í Minnesota f USA. sagði nýlega: — Möguleikinn á því að setja gervihjarta í mann- inn er raunhæf staðreynd. Vonir standa einnig til, að unnt verði að veita enn meiri lækr- ishjálp við mörgum meðfædd- um hjartagöllum, m.a. göllum á veggjum hjartahólfanna Prófessor Michael de Bakev sem starfar við háskólann Houston í USA, er einn af kun.i ustu hjartaskurðlæknum veralo- arinnar. Heimsathygli vakti sá atburður, er honum tókst að halda lífi í 42 ára gömluxn manni í 4 daga með þvi að nota hjartavél, sem tók að sér starf semi vinstra hjartahólfsins. Það gerði hann þannig, að f stað vinstra hjartahólfsins, sem ekk lengur vann. setti hann plast- •ör með litlum kúlulokum í báö um endum. Lítil dæla var tengd við rörið, sem framkallaði hjartaslög utan líkamans í sara ræmi við hina eðlilegu starf- semi hjartans. Rafstraumur í hjartað. í dag fara fram tilraunir með átta gerðir af gervihjörtum. Þær hafa verið reyndar 21 sinni á dýrum. Sú gerð, sem mest hef ur verið notiS, samanstendur af tveimur aðskildum dælum. Dælurnar taka að sér starfsemi hjartans, og sendir önnur dæi- an blóðið til lungnanna, þar sem það tekur f sig súrefni, en hin sendir það með súrefnió út í Iíkamann. I nokkur ár hefur verið : notkun tæki, sem á ensku er nefnt „Pacemaker" Það er tæk sem notað er til þess að örva sjúkt eða þreytt hjarta með bv; að senda rafmagnsstraum gegnum hjartavöðvana, sem or sakar samdrátt þeirra Þetta tæki fær rafmagn frá rafhlöð- um sem komið er fyíir f lfk- amanum með skurðaðgerð. Gall inn við það er, að skipta þarf öðru hverju um rafhlöður, o? því voru teknar í notkun raf hlöður utan líkamans með leiðsl um í hjartað. Á því voru vitan- lega augljósir gallar, og þvf hafa nú farið fram tilraunir með að stjórna þessu tæki f lfkamanum með sérstakri sendistöð. Hefur það gefiö góða raun. Sökum þess að svo margir látast í fyrsta sinn sem þeir fá hjartabilun — það eru 40 af hundraði — er það mjög mik ilvægt að snemma sé hægt að greina hjartasjúkdóma. Þe.;s vegna hefur verið fundið upp tæki, sem getur fylgzt stöðugt með ástandi hjarta sjúklingsins, án þess að hann þurfi að vera á sjúkrahúsi. Á öxlinni ber hann lít'ið tæki, og ganga frá því Jpiðslur, sem komið er fyn. á hörundinu yfir hjartanu. Tæk ið ritar slög hjartans á bana. Af þvf er sfðan lesið á hæti- legum fresti, og geta læknar þannig fylgzt stöðugt með starf sem'i hjartans. Þess konar tæki hefur einnig verið notað til þess að mæla starfsemi hjarta geimfaranna í ferðum þeirra út í himinhvolfið. Áhrif Colesterol efnisins. í sambandi við hina mörgu hjartasjúkdóma hefur mikið verið rætt um það, ritað og rannsakað, hvaða áhrif efnið Colesterol hafi á starfsem'i hjart ans, og hvort það geti framkail að hjartasjúkdóma. Hjá þeim sjúklingum, sem þjást af æða- sjúkdómum og blóðtöppum, finnst oft tiltölulega mik;ð magn af colesterol í blóðinu. Menn eru ekki á einu mál'i um hver orsökin sé, en margir eru þeirrar skoðunar, að hér ráði mataræði úrslitum. Til þess að komast til botns f þessu máli hafa 1500 Bandaríkjamenn búið f allmörg ár við sérstakt mat- aræði. Er sú fæða, sem þeir neyta, með mjög lftilli fitu úr dýraríkinu. Ef til vill kemur brátt að þeim degi að unnt verður að segja með fullr'i viss-j að menn geti komizt hjá hjarta sjúkdómum með því að neyta ekki ákveðinnar fæðu Hjartabanki. Alllangt er síðan unnt var að setja gerviæðar f menn, og einnig gervihjartablöðkur. Á þetta við jafnvel um hinar stóru slagæðar við hjartað og æðar f he'ilanum. Og f dag er fjöldi flókinna hjartaaðgerða fram- kvæmdur, sem fyrir aðeins 20 árum hefði verið óhugsandi. Við Stanford háskólann f Californfu starfa allmargir læknar við til- raunir, sem byggjast á því að flytja hjarta úr mönnum, sem nýlega eru Iátnir, f lifendur. Ef þær tilraunir gefa góða raun, verður ugglaust komið á stofn hjartabönkum, svipuðum þeim augnabönkum, blóðbönk- um, húðbönkum og taugabönk- um, sem nú þegar eru til. Aðalvandkvæðin við flutn'ing líffæra milli manna eru þau, að líkami sjúklingsins myndar and svar við hinu ígrædda líffæri. Þess vegna hefur það aðeins endrum og e'ins tekizt að flytja nýru, lifur og lungu milli manna Líkaminn myndar mótefnx, sem kemur í veg fyrir eðlilega starfsemi hins aðflutta líffæris. Víðs vegar um he'im er unnið að þvf að vinna bug á þessum vanda. Þar er Ieitað ráða á ýmsum sviðum. Notaðir eru rönt gengeislar, margs konar lyf, og einnig er líffærið sveipað ör- þunnr'i gervihimnu, en ekkert af þessu hefur gefið góða raun. Þennan vanda verður að leysa áður en unnt verður að búa manninum gervihjarta. En fram farirnar á sviði hjartaaðgerða eru óðfluga. Þeir sigrar, sera þar hafa unnizt, gefa til kynna, að á sviði hjartaaðgerða er ekk ert ómögulegt. (Endursagt eftir B. T.). á sviði hjartaaðgerða eru stórstígar K ircJ> ‘■rafinpip uxaiijui ij^pin li

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.