Vísir - 13.08.1964, Blaðsíða 15
V1SIR . Fimmtudagur 13. ágúst 1964.
15
ROBERT STANDISH:
HEFNDIN
Framhaldssaga
Antoine Duvivier, en svo hét
hann eftir persónuskírteininu að
dsema, horfði hugsi út yfir blátt Mið
jarðarhafið frá hinni frægu götu
Promenade des Anglais í Nizza. 1
þetta skipti var hann þó ekki mót-
tækilegur fyrir fegurðaráhrif. Hann
hafði um annað að hugsa.
Hann var hár og fremur renglu-
legur maður, með leiftrandi, blá
augu. Hann var skeggjaður, en
skeggliturinn ólíkur háralitnum eins
og ekki er ótítt. Ekki var auðvelt
að geta sér til um aldur hans. Hann
var klæddur bláum, fremur slitnum
nankinbuxum og peysu, og fljótt á
litið hefði maður getað ætlað, að
hann væri vinnumaður eða smá-
bóndi ofan úr fjöllunum, en svipur-
inn og fíngerðar, ólúnar hendumar
bentu ekki til þess, að hann stund-
aði erfiðisvinnu. Sérstaka athygli
manns vakti hve fingurnir voru
langir og grannir.
Hann leit til dyra, er hjúkrunar-
konan kom inn.
— Læknirinn vill gjaman tala við
yður, sagði hún og benti honum
að koma inn til hans.
Castellane, frægasti augniæknir
á Miðjarðarhafsströndinni í Frakk-
landi, leit upp, þegar hann kom inn.
— Það er hægt að bjarga sjón
sonar yðar, sagði hann formála-
laust, en ég get það ekki. Það eru
ekki nema tveir menn í öllum heim-
inum, sem það geta, að mínu áliti,
annar austan tjalds, og kemur því
ekki til greina, en hinn I New York.
Allt veltur því á peningum. Hafið
þér efni á að senda drenginn yðar
til New York?
— Nei, svaraði Duvivier, en ég
sendi hann þangað samt. Hve mik-
inn tíma hefi ég til þess að útvega
það fé, sem þarf?
— Uppskurðinn verður að fram-
kvæma innan árs. Látið mig vita,
ef þér getið komið þessu í kring.
Ég skal sjá um þetta. Ég þekki
þennan augnsérfræðing í New
York, og ég held, að ég geti lofað
yður, að hann verði sanngjarn.
— Þakka yður fyrir, læknir. Og
yðar þóknun?
— Ekkert liggur á.
— Ég vil helzt borga það, sem
mér ber, læknir, og draga það ekki.
Ég fer þá kannski að læra af reynsl
unni að meta gildi peninganna.
— Eins og þér óskið, sagði lækn-
irinn. Snúið yður til hjúkrunar-
konunnar, um leið og þér farið.
Antoine Duvivier hélt heimleiðis
á gamla bifhjólinu sínu, með son
sinn, Marc, 10 ára, fyrir aftan sig.
Hann ók til vesturs út úr borginni
upp í fjöllin, þar sem hann átti smá-
býli. Þar uxu nokkur olífutré, þar
var matjurtagarður, og þar hafði
hann geit og hænsni.
Kona hans hét Josette og bar
þess greinileg merki, að hún hafði
orðið að erfiða mikið. Hún hlust-
aði þögul á það, sem maður hennar
sagði henni, er hann var kominn
heim.
. - En Toni, sagði hún, og svipur
augnanna dökku bar miklum á-
hyggjum vitni, það kostar miklu
meira en við getum unnið okkur
inn á einu ári, að senda drenginn
til New York. Það er ekki kleift.
— Segðu þetta ekki, ástin mín.
Treystu mér. Ég skal ráða fram
úr þessu.
Hann tók utan um báðar hendur
hennar og sagði blíðlega:
— Ég skal lofa þér, að innan
tíðar hefirðu eins fallegar og mjúk-
ar hendur og fínu dömurnar niðri
á baðströndinni — hendur þínar
skulu verða mýkri en mínar, en
þær eru mjúkar vegna þess, að þú
hefir slitið þér út, en ég verið ó-
nytjungur.
— Segðu þetta ekki, Toni, sagði
Josette. Og mig langar ekkert til
þess að hafa mjúkar hendur eins
og tízkudömurnar. Það eina, sem
ég bið um er, að drengurinn okkar
fái að halda sjóninni.
— Josette, sagði hann og kyssti
hana beint á munninn, það er svo
margt, sem þú veizt ekki um mig.
Það er svo margt, sem ég hefi ekki
sagt þér.
— Hvað þú þekkir konur lítið,
Toni. Ég veit um það allt — ég hefi
lesið andlit þitt eins og bók, og
svo talarðu stundum upp úr svefni.
Og þegar karlmenn tala upp úr
svefni, tala þeir málið, sem þeir
lærðu við móður kné. Þú talar ekki
frönsku, þegar þú talar upp úr
svefni, Toni.
— Vertu þolinmóð, elskan mín,
dálítinn tíma enn, og ég skal segja
þér allt, sem þú ekki veizt, þvf að
þú veizt ekki allt, þótt þú sért skarp
skyggn og ég tali upp úr svefni.
En þetta ætla ég að segja þér:
Fyrir stundu varð ég aftur maður-
inn, sem ég einu sinni var. Og það
gerðist í skrifstofu Castellane lækn-
is. Og þessar hendur, þessar hend-
ur, sem þú hefir hlíft við erfiði —
þær geta enn að gagni komið. Þeim
verður að beita nú eigi að takast
að bjarga sjón drengsins okkar.
Fáum mínútum síðar sat hann á
bifhjólinu sínu og ók til næsta bæj
ar, en þar átti heima lögbókari,
sem hét RoIIand, en Duvivier kall-
aði hann Marc, því að þeir voru
góðir vinir frá því í síðari heims-
styrjöldinni. Marc var á miðjum
fertugsaldri og hann var guðfaðir
drengs hans og Josette.
Marc bauð honum inn í einka-
skrifstofu sfna og er þeir voru setzt
ir, spurði hann:
— Jæja, Toni, þér liggur eitt-
hvað á hjarta? Get ég orðið þér
að liði?
— Fyrir mörgum árum fól ég
þér stranga til varðveizlu — í hon-
um voru 3 málverk. Ég hélt þá,
að ég mundi aldrei vilja líta þau
augum framar, en samt gat ég ekki
fengið af mér að eyðileggja þau.
Nú þarf ég á þeim að halda, Marc,
þvf að ég verð að efnast og verða
ríkur. Ég hefi tekið óbifanlega á-
kvörðun í því efni.
— Jæja, þú ert sannarlega farinn
að vitkast, sagði Marc, — betra er
seint en aldrei. Og ég þarf þá ekki
að horfa upp á það lengur, að þú
— hæfileikamaður — gangir um
eins og flakkari. Og hvernig hefirðu
hugsað þér að ná þessu marki, að
verða ríkur?
— Manstu nóttina í stríðinu, þeg-
ar þýzki varðflokkurinn var í þann
veginn að hremma okkur?
— Ég gleymi henni seint, Toni.
Þá hélt ég ,að okkar seinasta stund
væri komin.
— Það hélt ég líka, Marc, og
það var vfst þess vegna, sem ég
sagði þér allt, sem ég vissi um
Paul Lavalliére — son Aristido Lav
alliére. Ég hefi aldrei sagt það nein-
um öðrum. Manstu eftir þessu.
— Hvort ég man, sagði Marc
Rolland. Ég skil ekki hvernig hann
komst hjá að vera skotinn sem
föðurlandssvikari eftir stríðið. Hann
hefir sjálfsagt getað notað auð sinn
til þess að bjarga lífinu. Þú veizt
sjálfsagt, að Aristide gamli er dauð
ur, og að Paul sonur hans er nú
forstjóri bankans, og er talinn með
auðugustu mönnum Frakklands. —
Hann — og kona hans — sem áður
hét Gabrielle Delauney — búa oft
f skrauthýsi sínu hér skammt frá
Cap d’Antives.
— Já, ég veit það, sagði Toni,
og tillit augnanna varð svo hart,
að það var sem blikaði á stál. Hef-
irðu nokkurn tíma séð hana?
— Aðeins einu sinni, sagði Marc
Rolland. Hún hlýtur að hafa verið
aðdáanlega fögur, þegar hún var
ung.
— Hún var fögur, taktu strang-
ann út úr peningaskápnum, og ég
skal sýna þér hve fögur hún var.
Lögbókarinn gekk þögull að
skápnum, opnaði hann og tók úr
honum stranga. Toni skar á böndin
og losaði um umbúðirnar. í strang-
anum voru 3 málverk. Þau voru
öll af sömu konunni, ungri,
grannri, dökkhærðri konu, með eld
zigaunablóðs í augum, geislandi af
lífsfjöri og ögrandi.
Marc Rolland gat ekki stillt sig
um að flauta dálítið.
— Já, það er hún. Slík fegurð
gæti gert karlmann ringlaðan.
— Sú varð Ifka reyndin og hann
var lengi að ná sér, sagði Toni.
Marc Rolland beygði sig niður til
þess að lesa nafn listamannsins.
— Neil Savory, sagði hann. Hann
var að verða frægur og nafn hans
á hvers manns vörum. Svo datt allt
tal um hann niður. Hvað skyldi
hafa orðið af honum?
— Um það þarftu ekki að spyrja,
Marc, því að ég er Neil Savory.
— Hvers vegna gengurðu þá
svona til fara og lifir lífi fátæklings
— maður með afburða hæfileika?
Þú getur enn unnið mikla sigra.
— Það mun koma í ljós á næstu
mánuðum. sagði Toni rólega, en nú
verðurðu að lána mér peninga fyr-
ir lérefti og litum og slíku. Ég hefi
áform í huga. Tilgangur minn er
að greiða gamla skuld — mjög
gamla skuld.
— Toni, sagði Marc með ótta-
blandinni undrun í röddinni, vegna
hins eldlega áhuga, sem lýsti sér
f svip hins, það gleður mig, að
ég er ekki s 5, sem þú ætlar að
greiða þessa gömlu skuld. Ég get
lesið í augum þínum, að þú hefir
morð í huga.
— Já, morð — en ég mun hvorki
beita s-kammbyssu eða rýtingi —
heldur pensli listmálara.
Árið 1934 kom ungur bandarísk-
ur listmálari að nafni Neil Savory
til Parfsar. Hann var byrjandi, en
þótti efnilegur, var snauður að fé,
en kjarkmikill og bjartsýnn, og
hafði meðferðis meðmælabréf til
eins kunnasta lærimeistara þess
tírna, Pierre Morel.
— Þér getið fengið að læra hjá
mér, sagði hann, og njótið þér þar
föður yðar, sem ég þekkti vel, en
þér verðið að gera yður Ijóst, að
ég get ekki verið kennari yðar og
leiðbeinandi, nema í Ijós komi hjá
yður, að þér hafið bæði áhuga og
hæfileika. Ég geri lágmarkskröfur,
sem þér verðið að uppfylla.
En Neil gekk vel og Morel var :
hinn ánægðasti með hverjum fram-'
förum hann tók.
Er Neil hafði verið 2 ár í París
bauð Morel honum eitt sinn til mið
degisverðar, og þá sagði hann við
hann:
— Þér hafið tekið góðum fram-
förum og eruð orðinn betri málari
en ég þorði að gera mér vonir um
í upphafi. Það verða ungar, fagrar
Jkonur, sem þér komið til með að
V.V.Y,
DÖN- OG
FIÐURHREINSUN
vatnsstíg 3. Simi 18740
S4ENGUR
REST BEZT-koddat.
Endurnýjum gömlu
sænguraar, eigum
dún- og fiðurheld ver.
Seljum æðardúns- og
gæsadúnssængur —
og kodda af ýmsum
stærðum.
|
I
SAAB
1964
Er líka fyrir yður
m
Sveinn Björnsson & Co.
Garðastræti 35
Box 1386 - Sími 24204
T
A
R
Z
A
N
1 'VE BEEN THIWKING OVER.THE ‘..NFOKWATIOH
ABUZZI GAVE US ABOUT THE WARUN6
PLOTTERS. SOWE HECESSARy <1LLING
Í.SAV EE AHEAP OF US... IF AFRICA !S TO A
6E SAVEF FROtt A WARUN6 VICTATORSHr! J
Við höfum ráðið bót á vanda- Abuzzi sagði mér um Warungana lenda í bardögum í náinni fram- daga sem þú heldur að sé nauð
máli Batusanna og Bongognna, Og ég er einna helzt á þeirri skoð tíð. Ég stend með þér Tarzan, synlegur. Sérðu, segir þá Tarzan,
segir Tarzan við Joe, en ég hef un að við kunnum að þurfa að svarar Joe rólega í hvaða bar- þama kemur höfðinglnn til þess
v«ið að hugsa um þetta, sem að heilsa okkur.
4 herb. íbúð við Kleppsveg um 100
ferm. á II. hæð, stofa, 3 svefnher
bergi, eldhús, tauherbergi, svalir.
Bilskúrsréttur.
4 herb. fbúð við Háaleitisbraut. 1
stofa, 3 svefnherbergi, eldhús og
svalir.
4-5 herb. íbúð við Kleppsveg. 110
f-erm. Harðviðarhurðir og innrétt-
ingar. Stórar svalir. ^
5 herb. íbúð 1 Hlíðunum.
9-10 herb. íbúð I Hlfðunum á 2
hæðum. Vönduð fbúð
6-7 herb. fbúð tilbúin undir tréverk
í Goðheimum. Stórar svalir, Bíl-
skúrsréttur. Glæsileg íbúð.
2 herb. fbúð við Nesveg, möguleixi
á þriðja herberginu.
3 herb. íbúð við Laugaveg
JÓN INGIMARSSON,
Iögmaðut
Hafnarstræti 4 Simi 20555.
Sölumat.ir: Sigurgeir Magnússon
Kvöldsfmi 34940.
Herrasokkar
crene-nylon . kr 29.00
Miklatorgi