Vísir - 26.08.1964, Blaðsíða 5

Vísir - 26.08.1964, Blaðsíða 5
V í S I R . Miðvikudagur 26. ágúst 1964 utlönd raorgun' ,-utlond a- mojgun _ ..ovtlond i morSun 7K/ HORFUi LBJ. VFRÐI VALINN FORSETAEFNIEINRÓMA utlönd í morgun izt við sem dómsmálaráðherra, kyn þáttamál og friðarmál, atvinnuleys- is og félagsleg umbótamál, mennt- unar- og æskulýðsmál, og mál, sem varða afkomu manna og allt líf í bæ og byggðum landsins, eða ýmis helztu vandamál þjóðarinnar, en hvergi væru betri skilyrði til þess að finna leiðir til lausnar á þeim en á hinum mikla vettvangi sem New York-riki væri. í morgun snemma frétt- ist frá flokksþingi demo- krata í Atlantic City, að horfur væru betri, að John- son forseti yrði endurkjör- imi einróma með lófataki. Var og talið, að þetta myndi ekki dragast marg- ar klukkustundir. Þegar þetta fréttist hélt forsetinn enn leyndu, hvem hann kysi sér við hlið sem vara- forsetaefni. í fréttum í gærkvöldi var sagt, að lausn hefði fundizt á deilunni í STUTTU um, hvort taka skyldi til greina ! mótmæli, sem fram hafa komið út af vali fulltrúa á flokksþingið. — Lausnin var sú, að fulltrúar þeir, sem valdir höfðu verið af flokks- samtökum demokrata í Missisippi skyldu teknir gildir, gegn því að þeir greiddu atkvæði stefnuskrá flokksins og Johnson forseta sem forsetaefni, en keppinautar þessara flokksþingsfulltrúa, sem einnig gerðu kröfu til þess að fá að sitja þingið, og þeir eru fiestir blökku- menn, fengu að hafa tvo fulltrúa með atkvæðisrátti, en hinir fengu rétt til þingsetu, sem „heiðraðir gestir“. Sagt var í frétt, að þetta væri lausn á málinu, en lausn, sem ' enginn væri ánægður með. Af henni leiðir bó væntanlega, að það hefst fram að Johnson verði kjörinn ein- róma, en búizt við, að einhverjir flokksþingfulltrúar frá Suðurríkjun um kunni að ganga af fundi áð- ur en til atkvæðagreiðslunnar kem- KENNEDY OG WAGNER SITJA FLOKKSÞINGIÐ. Þeir Robert Kennedy dómsmála- ráðherra og Robert Wagner borgar- stjóri í New York koma á flokks- þingið í dag. — Kennedy hefir nú tilkynnt, að hann gefi kost á sér sem frambjóðandi demokrata til setu í öldungadeild þingsins, og Wagner, sem er einn af áhrifa- mestu demokrötum í ríkinu, mælir með honum, en ákvörðun um frambjóðanda flokksins verður tek- MÁLI ■k Eftir 7 mánaða rannsóknir hefur rannsóknarlögregla Sovét ríkjanna handtekið 73 ára gami an mann, sem á hafði sannazt ólögleg verzlun með gimstehia allt frá lokum kommúnistabylt- ingarinnar 1917. „Moskvukvöid blaðið“ segir, að maðurinn hafi haft samstarf við 3 menn aðra, sem alla var búið að dæma lyr ir sams konar afbrot. Við hús- rannsóknir fundust hjá gamla manninum eðalsteinar, gull og peningar samtais 200.000 rúblna virði (8-9 millj. kr.) 4r Norðurlandablöð birtu frétt ir um það í fyrri viku, að kalia ætti heim frá Kongó alla sta.'fs menn Sþ í iandinu, konur þeirra og börn, vegna morðs á tveimur starfsmönnum Sþ á Bukavu- svæðinu. Var þetta haft eftir „á- reiðanlegum heimildum" í Leo poidville. ★ Það er talið, að ákvörðnn Tsjombes um brottrekstur fóiks frá Kongólýðveldinu (Franska Kongó) vegna stuðnings stjóin arvalda þar við uppreisnar- rnenn, nái til 200.000 manns, en í Franska-Kongó búa 800 )0's manns og getur lýðveidið ekk' með neinu móti tekið við þess um fólksgrúa án stórvandræða. •k Vestur-Þjóðverjar hafa á 2 árum gefið 15.000 stpd. tii end urbygginga á brezkum kirkjum sem löskuðust eða éyðilögðust í loftárásunum á Bretland, þar af 5000 pund til endurreisnar dómkirkjunni í Coventry. ★ Formaður einnar deildar Landssambands hárskera á Bret landi leggur til að gerð sé kostnaðaráætlun fyrirfram, peg ar bítlingar komi til þess að láta klippa sig. Hann gerir ráð fyrir, að í sumum tilfellum borgi sig ekki fyrir hárskerann að taka að sér verkið fyrir minna en 3-400 krónur. ■k Kona Nelsons Rockefeilers hefir höfðað mál til þess að fá umráðarétt yfir börnum sínum úr fyrra hjónabandi. Börnin eru 4, — 13, 11, 8 og 4 ára. in á landsfundi demokrata í New York 1. sept. Kennedy hefir nú setzt að í Glen Cove í New York-ríki og kveðst hann ekki ætla að flytja þaðan, þótt hann verði ekki valinn öld- ungadeildarþingmannsefni. Keppinautur hans um að verða fyrir vali er Samuel Stratton og hefir Kennedy farið um hann við- urkenningarorðum og bætti þvf við, að það væri landsfundarins að á- ! kveða hvorn þeir teldu betur hæf- an. Kennedy hefir gert grein fyrir því hvers vegna hann hafi kosið j að vera frambjóðandi í New York, þótt hann hafi kosningarrétt í Massachusetts og hafi til skamms tíma átt heima í Virginia. j Hann gerði grein fyrir þeim mál um, sem hann aðallega hefði feng- SKIPAFRÍ.TTIR SKIPAU16CRB RIKISINS Ms. Esja fer vestur um land í hringferð 1. sept. Vörumóttaka á fimmtudag og fqstudag til Patreksfjarðar, Sveins eyrar Bíldudals, Flateyrar, Suður- eyrar, ísafjarðar, Siglufjarðar, Ak- ureyrar, Húsavfkur og Raufarbafn ar. — Farseðlar seldir á föstudag. its. Skialtfbrei^ fer vestur um land til Akurevrar 31. þ.m. Vörumóttaka í dag og á morgun til áætlunarhafna við Húnaflóa og Skagafjörð og Ólafs- fjörð. Farseðlar seldir á föstudag. ★ „Andstaliniska" skáldið Jevgenij Jevtuchenko birti í fyrri viku sex Ijóð í Novij Mir og hafði þá lítið sem ekkert birzt eftir hann í tæpt ár. Krú- sév gagnrýndi hann á sínum tínia harðlega. í einu kvæðanna segir á þessa leið: Ef við verð um að greiða hátt gjald fyrir hve dásamlegur þessi heimur er verði það bá svo. Ég greiði gjaldið fúslega. Brezkur rithöfundur ver lestarræningja Múgæði á BífBa-skemmtunum Myndin er frá Vancouver i Kanada. Meðvitundarlaus stúlka er borin i burt af skemmtun bítlanna brezku, en hundruð stúlkna hnigu í ómegin n) völdum múgæðis þess, sem greip samkomugesti, og dugði mörgum ekki hjálp í fyrstu hjálparstöðvum og voru lagðar inn í sjúkrahús. — I Los Ange'es á slíkr „skemmtun" ætlaði allt vitlaust að verða og var þá tilkynnt, að straumur til rafmagr.sgítara bítlanna yrði rofinn og ljós slökkt i húsinu, ef menn hegðuðu sér ekki eins og siðaðar ; nianneskjur, og hafði þetta þau áhrif, að æðið, sem hafði verið sívax- i andi, fór að rénna af mönnum. Kunnur brezkur rithöfundur Graham Greene, hefir í bréfi til dagblaðsins Daily Telegraph í London, Iátið i Ijós aðdáun sína á brezku lestarræningjunum fvr ir „dugnað og hugrekki", sem til þurfti til þess að framkvæma lestarránið mikla, en kannski sé hann með „minni hlutanum' um þessa skoðun. En mikilvægara sé þó, er hann sé einnig í minni hluta með þá skoðun, að lestarræn- ingarnir sumir, sem náðust, hafi fengið alltof harðan dóm. Það sé harður dómur, að fá 30 ár-i fangelsi fyrir vel heppnaðan þjófnað, í samanburði við ævi langt fangelsi (sem vanalega sé sama sem 12 ára fangelsi) fyrir nauðgun og barnsmorð. Þar sem réttarkerfið sé slíkt, að dæma megi mann í 30 ára fang elsi fyrir auðgunarbrot, sé eng in furða „þótt sumir okkar hafi samúð með fanga, sem enn einu sinni hafi sýnt dugnað sinn og hugrekki, með því að flýja und an því að verða að sitja í fang elsi vegna slfks dóms.“ Graham Greene.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.