Vísir - 26.08.1964, Blaðsíða 3

Vísir - 26.08.1964, Blaðsíða 3
V 1SIR . Miðvikudagur 26. ágúst 1964 Héma em dömurnar í handbolta, og leikurinn var ekki síður harður en hjá „eldra fólkinu“ Þær sátu ekki aðgerðarlausar meðan verið var að lesa framhaldssöguna. Sumar voru að greiða brúðunur : sínum, en aðrar vom að prjóna eða hekla af mesta kappi. Þessi mynd er frá kvöldvökunni, nánar tiltekið úr söngleik, serr nefnist Lati Gvendur. Flestir munu kannast við efnið, sem Harrj Belafonte gerði frægt fyrir nokkrum árum, en það er um nióður, sen er a"S senda son sinn eftir vatni, og undanbrögð hans. (Myndirnar tók ljósm. Vísis B. G.) Þjóðkirkjan er sífellt að fjölga sumarbúðum sín- um, og blaðamenn Vísis brugðu sér í stutta heim- sókn að Kleppjárnsreykj- um í Borgarfirði, en þar hafa verið starfræktar sumarbúðir í 3 ár. Það er ekki sólskln, en þó mun hlýrra í veðri en í Reykja- vfk. Við teygjum úr okkur með velþóknun eftir langa ferð um íslenzka þjóðvegi — og hlustum með áhyggjusvip á geigvænlegt brakig í liðamótunum. Við heyrum ekkert hljóð þegar við göngum heim að húsiriu, og dettur I hug að kannsþi sé eng- inn heima en það varir ekki lengi Andartaki síðar stöndum við ráðvilltir mitt I hlæjandi kvennafans, og ég MEINA kvennafans því að þær voru 46 Þess ber þó að geta að flestar voru dömurnar smávaxnar, enda á aldrinum 9—12 ára. Mitt upp úr hópnum gnæfa svo þeir Heimir Ste'insson og Jón Einarsson sem báðir eru guð fræðinemar, og sumarbúðastjórar Stúlkurnar að Kleppjámsreykjum ásamt starfsfólki. og þetta er annað sumarið se;n þeir eru að Kleppjárnsreykjum. Þegar byrjað var að ráðstafa dval artímum leið ekki mikið meira en klukkutími frá því að skiif- stofan opnaði, og þar til allt, algerlega ALLT var upppantað. Þetta gefur vel til kynna hversu sár þörf er fyrir miklu fleiri tæki færi fyrir börn að komast buit úr borginni á sumrin. Það er þeim ómetanlegt — ekki sízt ef þau geta komizt að á stofnun, sem er rekin í sama anda og suinar búðirnar að Kleppjárnsreykjum, og verið undir handleiðslu slikra manna sem þar er að ?inna. Það er jafnan glatt á hjalla þar, og alltaf nóg við að vera. Dagarnir líða hratt — alltof hratt — við leiki og alls kyns skemmtanir. En hér er ekki einungis um leiki að ræða, þó að börnin geri sér ekki grein fyrir pví. Flest sem þau taka sér fyrir hendur er liður í því uppeldi se.n miðar að því að gera þau að góðum manneskjum, og ve'ita þeim allan þann undirbúning undir lífið sem mögulegt er, á stuttum tima og og aðalpunkturinn í kenns'.unni er trúin á guð og kærleika hans. Að degi loknum er safnazt sam- an í litlu kapellunni í stutta hátíð lega helgistund. Kapellan cr í rauninni ekki annað en kennslu stofa, og altarið er aðeins skólatafla, klædd bláum pappír en andinn og hátíðleikinn sem ríkir þar er meira virði en skreytt ir veggir og fögur málverk. Börnunum er skipt niður í lier- bergi sem hvert kýs sinn foringja og það eru einnig skipaðir em- bættismenn t.d. póstmeistari leik- tækjavörður, o. fl. Þau eru vakin snemma á morgn ana og eftir fánahyllingu morgun bænir og morgunmat, koma alls konar íþróttir, boltaleikir, sunc o fl. Á hverju námskeiði sem stendur hálfan mánuð ,er mót í frjálsum iþróttum og þá er verð launum deilt út meðal sigurveg- aranna. Eftir hádegisverð er svo hvíld og þamæst er útivist en þá er oft farið með börnin í könn unarferð’ir um nágrennið. Eftir kaffi er svo fræðslustund sem er nokkurs konar sambland al kristinfræðikennslu og sunnudaga skóla, en þá er ýmislegt úr lnbl- íunni skýrt fyrir þeim, og þau geta spurt um allt sem bau fýsir að vita. Eftir kvöldkaffið er svo farið í kapelluna, og að því loknu fara börnin á herbergi sín en Heimir og Jón ganga svo um og biðja með þeim kvöldbænir. - O - Framh. á bls. 10 :sL~jaiBanBegiFi~

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.