Vísir - 26.08.1964, Blaðsíða 8

Vísir - 26.08.1964, Blaðsíða 8
VI S i R . Miðvikudagur á^úst 1964 i£: Utgeríandi: BlaOaútgáfan VISIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjórar: Þorsteinn Ó. Thorarensen Björgvin Guðmundsson Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 kr. á mánuði. I lausasölu 5 kr. eint. — Slmi 11660 (5 línur) Prentsmiðja Vísis - Edda h.f. Krónan aftur gjaldgeng að væri synd að segja, að veðurguðimir hefðu verið mnlendingum hliðhollir á þessu sumri. Rigningartíð fir lagzt yfir landið og kalsi hefir verið í lofti. Ugg- ust á það sinn þátt í því að aldrei hafa fleiri lagt leið na í sumarleyfisferðir til útlanda en í sumar. Þó er mað atriði, sem þar ræður tvímælalaust ekki síður 'iklu. Engin vandkvæði eru nú á því að afla ferða aldeyris, en allir minnast þess hverjar takmarkanir g höft voru áður á því sviði, ásamt miklum svarta arkaði í því efni. Ekki einungis má ferðagjaldeyrir ú heita ótakmarkaður, heldur er einnig unnt að skipta lenzkum krónum í öllum bönkum nágrannalandanna. að er nýstárlegt fyrir íslenzka ferðamenn og hefir tki tíðkazt áratugum saman. Þessi tvö atriði eru af- iðing þess stórbætta gjaldeyrisástands, sem skapazt lefir á tíma núverandi ríkisstjórnar. Áður var sífelld- r gjaldeyrisskortur með öllum þeim hömlum og höft- m, sem honum fylgdu. Með viturlegri stefnu í fjár- g efnahagsmálum er ástandið gjörbreytt til batnaðar. 'ialdeyriseignin er nú um 1400 milljónir króna og.hef- • aldrei verið meiri í sögu lands og þjóðar. Slíkir igrir gjaldeyrisvarasjóðir skapast ekki af sjálfu sér 11 þess þarf stefnan að vera rétt. T ollvörugeymslan 'yrir nokkrum dögum komu fyrstu vörurnar í hina vju tollvörugeymslu í Reykjavík. Með því er nýjum ranga náð í íslenzkri verzlunarsögu og honum ekki merkum. Hin nýja tollvörugeymsla mun reynast erzlunarfyrirtækjum landsins öllum hið mesta þarfa- >ng, létta viðskiptastörf þeirra og gera þeim jafnframt ieift að hafa sem fjölbreyttastar vörur til reiðu fyrir eytendur með mjög skömmum fyrirvara. Þess vegna r ástæða til þess að fagna þessari nýju starfsemi, em unnið hefir verið að undanfarin misseri með at- >rku og dugnaði. Aukning kaupmáttar ú»að er tilefni til þess að vekja athygli á þeirri stað- ;ynd, að kaupmáttur fjölskyldubóta hefir aukizt um 50% frá því árið 1950. Hefir þessi aukning orðið mest tíð núverandi ríkisstjórnar eða frá árinu 1960. aemma á því ári gerði ríkisstjórnin miklar ráðstafanir i aukningar tryggingarbótanna. Upphæð óskerts líf- vris einstaklinga hefir á tímabilinu frá 1950 nálega órfaldazt og upphæð barnalífeyris rúmlega þrefald- zt. Þessar tölur sýna, að vakandi auga hefir verið" aft á því að bæta tryggingarkerfi landsins og koma ‘ fnframt í veg fyrir að verðbólgan ynni á því sín al- unnu spjöll. andi fylgi L B. Johasoas Úrslit skoðanakannana i Bandarikjunum um seinustu helgi eða rétt áður en flokks þing demokrata hófst í Atlantic City sýna mjög vaxandi fyigi Lyndon B. Johnsons forseta. f frétt frá Atlantic City á sunnu- dag var sagt, að Johnson hefði gert miklum mun betur en að halda fylgi slnu og aukið bilið, sem var milli hans og Barry Goldwaters, er fyrri úrslit skoð anakannana voru birt. Seinasta skoðanakönnun Gallup-stofnunarinnar, birt sl. sunnudag, sýnir, að demokrat ar hafa raunverulega engu fylgi tapað, vegna þeirrar and- úðar sem kom fram gegn mann réttindalögunum. Til þessa er það Goldwater sem mestu hef- ur tapað. Það er talið hafa sin áhrif, að atburðir á erlendum vettvangi eins og gagnárásin vegna árás- arinnar á tundurspillana á Tonk inflóa o. fl. atburðir, hafi orðið til þess að beina hugum fólks frá deilunni um mannréttinda lögin. (En nú er eftir að vita, hver áhrif seinustu atburðir ' Suður-Vietnam kunni að hafa). Skoðanakönnun Gallups, sem b’irt var á sunnudag sýnir, að Jóhnson hafði fylgi 68 manna af hverjum 100, er spurðir voru, Goldwater 32. En hálfum mán- uði áður hafði Johnson fylgi 64 af hundraði og Goldwater 36. eða 27 af hverjum 100, sexn spurðir voru. Þessi úrslit eru í samræmi við kannanir annarra (Louis Harris og Samuel Lubell), sem hafa stjórnmála- og hagfræðilegar kannanir og útreikninga með höndum. Hér er ekki um neina smá- breytingu að ræða, þegar minnt er á það, að aðéins 5% allra republikana brugðust Nixon og kusu Kennedy. (Þegar Eisenhow er var kjörinn brugðust 8% I fyrra skiptið og 4% í hið síð- ara). Og hér við bætist, að Goldwater hefur nú aðeins fylgi eins þriðja hluta óháðra kjósenda, en Nixon fékk 57% fylg’is þeirra 1960, en fylgi ó- háðra er mikilvægt og gæti jafn vel ráðið úrslitum. Og enn fleiri þeirra greiddu atkvæði með Eisenhower en Nixon. Leggja ber áherzlu á, að úr- slit skoðanakannananna, er nér um ræðir, sýna aðeins horfurn- ar eins og þær eru nú. Aliir vita, og enginn betur en John- son forseti, að þegar gengið verður til kosninga í haust, geta horfurnar verið honum óhag- stæðari en nú. Og þegar kosn- ingaúrslit eru athuguð nánar kemur í ljós, að forsetaefni hef- ir oft náð kosningu með naum um meirihluta. Franklin Roosevelt vann mik inn sigur í kosningunum 1936, sigraði í öllum ríkjum Banda- ríkjanna nema tveimur (það for setaefni sem fær meirihluta í einhverju riki fær þar með fyigi allra kjörmanna þess ríkis), en hann fékk ekki nema 60% kjós endaatkvæða. Og þótt tveir demokratar hafi síðan komizt i forsetastól (Truman og Kenne- dy) hefur raunverulega ekkert forsetaefni náð meirihlutafy'.gi meðal kjósenda. Þegar þetta er skrifað er enn óvissa um það hvort Johnso-i verður kjörinn einróma — og vfsast til þess, sem um það seg ir I fréttum á 6. síðu — og þá ekki heldur hver verður vara- forsetaefni, en fyrir flokksþing ið var öldungardeildarþingmað- urinn Mike Mansfield formæt andi flokksins I deildinni talinn eigi síður líklegur en þeir öld- ungadeildarþingmennimir Hu- bert Humphrey og Eugene Mc Carthy. Myndin er úr aðalsamkomusalnum í „Convention Hall“, þar sem flokksþing demókrata er haldið. „Let us continue“ eru cinkunnarorðin þ. e.: Við skulum halda áfram ... á þeirri braut, sem flokkurinn hefir farið frá því hann fékk völdin I sínar hendur 1960, og starfa áfram I anda leiðtoga slíkra sem Franklins D. Roosevelts, Harry S. Rúmlega fjórðungur þeirra Trumans og Johns Fitzgeralds Kennedys, en yfir myndunum af John- ropublikana, sem spUrðir varu, jjw forseta erp myndir þeirra Roosevelt t.v., Kennedy I miðililvþg sögðust ætla að kjósa -Johnson, .Truman t.h. NýJamesBondbók Milljónir manna um heim allan vörpuðu öndinni léttara þegar þær fregnir bárust, að skömmu fyrir dauða sinn hefði Ian Fleming lokið við að lesa prófarkir af nýrri Jam es Bond bók — hinni síðustu — sem hann nefndi „The man with the golden gun“. (Maðurinn með gullnu byssuna). Aðdáendur Flemings eru ann- ars harmi lostnir vegna dauða hans, ekki sízt þar sem síðasta James Bond-bókin endaði þannig að það beinlínis VARÐ að koma framhald. Það var „You only live twice“ en í henni er skýrt frá ferð Bonds til Japan, þar sem hann leno ir í höggi við erkióvin sinn B!o- feld. Honum tekst að útrýma Blo- feld og glæpalýð hans, en er sjálf j ur svo hart leikinn eftir, að hann missir minnið. Japönsk ástkor.a hjúkrar honum til fullrar heilsu, en minnið fær hann ekki aftur, nema hvað honum finnst hann kannast við orðin Rússland og SMERSH. Og bókinni lýkur þannig að hann leggur af stað til Rússlands til þess að reyna að grafast fyrir um fortíð slna. Eins og mönnum er kunnugt, er hann ekki beinllnis elskaður af hinum rússnesku kolleg um sínum, og því mikil eftirvænt- ing meðal manna að vita hvernig fer. Ekki er vitað hvenær „The man with the golden gun“ kemur á markaðinn, en þess verður vart langt að bfða. am

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.