Vísir - 26.08.1964, Blaðsíða 1

Vísir - 26.08.1964, Blaðsíða 1
y VISIR Umm AÐ ATHUGUN Á UTSVÖRUM OG SKÖTTUM 54. árg. — Miðvikudagur 26. ágúst 1964. — 194. tbl. í frétt, er Visi hefur borizt frá ríkisstjórninni segir, að sam komulag hafi orðið um það milli Stúlkurnar í Fiskiðjuverinu við Grandagarð höfðu nóg að sýsla í gærdag, þegar Höfrungur III kom með síldina. Þær eru á karlmannskaupi cg vel að þvf komnar, enda gengur undan þeim við sorteringuna. Ljósm. Vfsis, j. b. p. ríkisstjórnarinnar, ASÍ og BSRH að láta fara fram athugun á þvf, hvort unnt verði að veita afslátt og frekari greiðslufrest á opinberum gjöldum. Fréttatilkynning ríkisstjórn- arinnar um þetta efni fer hér á eftir: „Viðræður hafa farið fram milli ríkisstjórnarinnar, Alþýðu- sambands Islands og Bandalags starfsmanna rfkis og bæja um álagningu og innheimtu opin- berra gjalda yfirstandandi árs. Samkomulag varð um, að framantaldir aðilar, ásamt Sambandi íslenzkra sveitarfé- laga, tilnefni einn mann hve” t'il þess að athuga alla mögu leika á því að veita afslátt og frekari greiðslufrest á álögðum opinberum gjöldum og kanna nánar önnur þau atriði, sein fram hafa komið í viðræðunum. Skal athugun þessari hraðað og greinargerð og tillögur lagð- ar fyrir fulltrúa ríkisstjórnar- innar, A.S.Í. og B.S.R.B." Sildin að koma í FAXAFLÓA? Höfrungur III fékk góðan afla út af J'ókli Fyrsta sildin sem veiðist í Faxaflóa nú barst á land í gær með Höfrungi III. Hafði skipið fengið um 800 tunnur vest- ur við Jökul í gærmorgun í fjórum köstum. Yfirleitt var síhlin smá. Var um 500 tunnum landað á Akra nesi hjá Haraldi (í frysti og beitu og til útflutnings). Hitt var flutt í Fiskiðjuverið við Grandagarð, þar sem unnið var af kappi seinni hluta dagsins í gær við að Isa niður til útflutnings. Skipstjóri á Höfrungi III, er aflaklóin Garðar Finnsson frá Önundárfirði. „Hann skrgpar upp síld, hvar sem er“, sagði einn hásetanna á bátnum við blaðamann Vísis. Sturlaugur Böðvarsson á Akranesi hefur ávallt haft mikla trú á því að síld væri í Faxa- flóa undir haust og hefur hann venjulega látið báta fyrirtækis síns reyna síldveiðar síðari hluta sumars eða á haustin. Hefur það venjulega farið svo að sfld hefur fengizt og einnig nú. NÝJA NIÐURSUÐU VERKSMIÐJA N TEKUR TIL STARFA / HAUST Verksmiðjubyggingin að verða fokheld Niðursuðuverksmiðjan nýja, sem er í smfðum f Hafnarfirði á að taka til starfa í haust, ef allt gengur samkvæmt áætlun. Er byggingin nú að verða fok- held en vélarnar eru væntan- Iegar innan skamms og verða þá settar niður eins fljótt og unnt er. Hið nýja fyrirtæki, sem heitir Norðurstjarnan, fékk Ióð undir starfsemi sína í Hafnar- firði, alveg v'ið sjóinn eða á hafnarbakkanum við nýju upp fyllinguna. Var Halldóri Guð mundssyni trésmíðameistara falið að sjá um byggingarfram- kvæmdir. Hefur bygging verk- smiðjunnar gengið mjög ve). Byggingin var steypt upp siðari hluta vetrar og í sumar. Margi: menn eri) nú að vinna í bygg- ingunni og er Iögð áherzla á að Ijúka henni sem fyrst. Framkvæmdastjóri hefur vec ið ráðinn Kristófer Magnússoi en hann hefur kynnt sér niður- suðu erlendis. — Miklar vonir eru bundnar við hið nýja niður- suðufyrirtæki. Sú leið var farin í sambandi við stofnun þess að leita samVinnu við hið þekkta norska niðursuðufyrirtæki Bjellands. Er talið að á þann hátt verði meiri möguleikar tii þess að hafa framleiðsluna 1. flokks og tryggja sölu hennar erlendis. MARGIR AREKSTRAR í GÆR Mikið var um bifreiðaárekstrn á götum Reykjavikur í gær. Á tfma bilinu frá kl. 1 e.h. til kl. 8 að kvöld höfðu lögreglunni borizt til- kynningar um 8 árekstra. Það þykir henni hins vegar helzt tll mikið við jafn góð ökuskilyrði og voru i gærdag. Samkvæmt upplýsingum frá um ferðardeild rannsóknarlögregiunn - ar hafa verið bókaðir hjá henni rösklega 1800 bifreiðaárekstrar frá áramótum, en það er um 220 á- Framh. á bls. 6. Verksmiðjubygging Norðurstjömunnar í Hafnarfirði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.