Vísir - 28.08.1964, Side 6
6
V í S I R . Föstudagur 28. ágúst 1964.
íslenzkt sjónvnrp:
Undirbúningur að íslenzku sjón-
varpi er um þessar mundir i full-
um gangi. Ríkisútvarpið mun sjá
um allan undirbúning og á næst-
unni verður auglýst eftir fyrsta
starfsmanninum til „Sjónvarps
Reykjavíkur“, skrifstofustjóra
þeirrar stofnunar.
Verður sá starfsmaður í raun-
inni æðsti maður innan stofnunar-
innar, en útvarpsstjóri verður yfir-
maður hans.
Deiíur um kjörbúð-
arbíl í Kópavogi
í gær tók Kaupfélag Reykjavík-
ur og nágrennis í notkun kjörbúð-
arvagn í Kópavogi. Var auglýst í
hádegisútvarpi, að vagninn yrði tek
inn í notkun síðdegis og að hann
mundi hafa viðdvöl á tveimur stöð-
um í austurbæ og einum í vestur-
bæ. Vagn þennan hafði félagið
keypt fyrir nokkru notaðan frá
Svíþjóð og er hann sá fyrsti sinn-
ar tegundar í eigu KRON. Fyrir-
komulag í honum mun vera svipað
og í kjörbúðarvögnum þeim, sem
starfræktir hafa verið undanfarið
i Hafnarfirði og Garðahreppi.
Aðdragandi að opnun þessarar
akandi kjörbúðar varð ekki tíð-
indalaus, og þegar vagninn lagði
af stað í sína fyrstu söluferð, lá
fyrir skriflegt bann lögreglustjór-
ans f Kópavögi við rekstri kjörbúð'
arvagna í umdæmi hans. Á málið
1 sér nokkra forsögu,
Þann 16. júní s.l. kom fyrir bæj-
arráð Kópavogs beiðni KRON um
leyfi fyrir rekstri kjörbúðarvagns
í bænum. Samþykkti bæjarráð
beiðnina fyrir sitt leyti með fyrir-
vara um nánari staðsetningu í sam
ráði við bæjarverkfræðing og bæj-
arfógeta, en hann er jafnframt lög
reglustjóri.
Því næst lagði KRON beiðni sína
fyrir heilbrigðisnefnd Kópavogs,
en heilbrigðissamþykktin gerir á-
kveðnar kröfur til húsnæðis fyrir
vörudreifingu. Nefndin hélt fund
’ 19. þ.m., þar sem þetta mál var
til umræðu og afgreiðslu, Klofnaði
nefndin í afstöðu til þess.
Ferðafélag islands ráðgerir eftir-
taldar ferðir um næstu helgi.
1. Þórsmörk
° Landmannalaugar
3 Hveravellir og Kerlingarfjöll
4 Hiöðuvellir. Ekið austur á HlÖðu
velli og gist þar f tjöldum. Síðan
farið um Rótarsand, Heilisskarð og
Cthlíðarhraun niður f Biskupstung
“r./
Þessar ferðir hefjast allar á laugar
dag kl. 2 e.h,
5. Gönguferð um Grindaskörð og
á Brennisteinsfjöll. Farið kl. 9.30
á sunnudag frá Austurvelli. Far-
miðar f þá ferð seldir við bflinn.
Allar nánari upplýsingar veittar
á skrifstofu F.I. Túngötu 5. Símar
11798 og 19533.
Lögreglustjóri sem er formaður
nefndarinnar, lagði til að beiðninni
yrði synjað. Var álit hans m.a. á
þá leið, að bifreiðin fullnægði ekki
| skilyrðum heilbrigðissamþykktar
i um húsnæði fyrir vörudreifingu og
benti hann á almenn ákvæði og
fjórar sérgreinar samþykktarinnar
í þvf sambandi. Taldi hann stefnu
heilbrigðisnefndar hafa verið að
leyfa ekki nýja verzlunarstaði,
nema þeir fullnægðu fyllstu heil-
brigðiskröfum og að knýja á um
úrbætur á eldri verzlunarstöðum,
enda hefði nefndin ekki heimild
til annars. Taldi hann, að starf-
ræksla kjörbúðarbifreiðar yrði spor
afturábak og gæti enda engan veg-
inn samræmzt ákvæðum heilbrigð-
issamþykktar.
>' Jafnfrarot taldi formaður, að
starfræksla kjörbúðarvagna gæti
skémmt fyrir þeirri matvörudreif-
ingu, sem fyrir væri og rekin eftir
kröfum heilbrigðissamþykktar.
Tillaga formanns á þessa leið
var felld með þremur atkvæðum
gegn tveimur. Greiddi héraðslækn-
ir henni atkvæði en gegn henni
voru m.a. formaður bæjarráðs og
bæjarverkfræðingur.
Þvf næst flutti formaður bæjar-
ráðs tillögu um að leyfa rekstur
vagnsins með þeim skilyrðum að
starfsfólki yrði tryggður aðgangur
að hreinlætistækjum f nágrenninu
og að tryggt yrði, að starfræksla
\ bílsins yrði ekki til þess að draga
j úr eðlilegri uppbyggingu verzlana. ;
Jafnframt var í tillögunni viður- ;
kennt að bifreiðin fullnægði ekki j
ýmsum ákvæðum heilbrigðissam- '
þykktar en samt mundi starfræksla j
hennar verða til verulegra hagsbóta |
frá því sem nú væri varðandi þjón-
ustu.
Var þessi tillaga samþykkt með
þremur atkvæðum.
Formaður taldi þessa samþykkt
lögleysu og áskildi sér rétt til þess
að skjóta málinu til heilbrigðis-
stjórnar og/eða dómstóla til úr-
skurðar ,ef umræddur kjörbúðar-
bíll yrði tekinn til notkunar sam-
kvæmt þessari samþykkt.
Rfkisútvarpið hefur nú leitað
sér ýmislegrar tæniaðstoðar er-
lendis frá til undirbúnings þessu
mikla fyrirtæki.
Biskup —
Framh. af bls. 16
á St. Stephan, sem grýttur var
f hel?“
„Þetta er kristið nafn — en
ég er ekki kaþólskur. „Faðir dr.
Stefano Moshi var aðstoðarmað
ur trúboða, boðaði löndum sín-
um kristindóm, en afinn var
bóndi — trúboðið barst ekki til
Austur-Afríku fyrr en eftir hans
dag eða 1893. Það var þýzkt
frá Leipzig, há-lútherskt, og hélt
sig við strangan bókstaf biblí-
unnar. Dr. Moshi svalg f sig
trúaráhugann frá föður sínum.
„Ég er orthodox-lútherskur í trú
arskoðunum og hef mestan á-
huga á skrifum dr. Marteins
Lúthers um kristindóm — hann
er mitt leiðarljós”.
Moshi nam við guðfræðiskóla
í heimalandinu, en hefur ferð-
azt mikið. Hann dvaldist i
biblíuskóla í Ameríku, enda er |
eins og fagnaðarerindið fyigi
þessum elskulega, hlýlega Af-
ríku-biskupi. Hann sagðist biðja
oft og iðulega.
Hann var spurður um kristin-
dóminn í heimalandinu. Þar eru
600 þúsundir í lúthersku kirkj-
unni, um ein milljón í hinni
rómversk-kaþólsku, en alls eru
10 milljónir fb'úa|,fi;Tahganyikab >
Landið hefur1 nií|,|hl®1ilé sjálfé I
stjórn (árið 1961), en var áður
stjómað af Bretum. Kaldasti
tfmi árs er júní, júlí og ágúst.
„Þá hverfur sólin til ykkar í
norðrinu" Biskupinn er harð-
kvæntur og á átta böm, fjórar
dætur og fjóra syni. Konan er
afrfsk eins og hann. „Ég
hefði ekki viljað kvænast evr-
ópskri konu — ég mundi ekki
kæra mig um að breyta afríska
blóðinu — ég er stoltur
af því að halda áfram að lifa i
afkomendum mínum sem hrein-
ræktaður Afríkani". — stgr.
Forsætisráðherra -
Pramn ,i ols l
Rusk og voru viðræðurnar bæði
fróðlegar og gagnlegar. Forsæt-
isráðherra lagði blómsveig frá
fslenzku þjóðinni á leiði Kenne-
dys Bandaríkjaforseta í Arling-
tonkirkjugarði.
„Það var dásamlegt að fá land
sýn f gærkvöldi", sagði forsæt-
isráðherra við komuna. „Við sá-
um Snæfellsjökul rísa úr haf-
inu í gærkvöldi f fjarska, en
þegar leið á kvöldið sáum við
fyrst siglingaljós fiskibáts, sfðan
annað og þá hvert af öðm þeg-
ar nær dró“.
Ferðin heim til íslands tók 8
daga og kvaðst forsætisráðherra
hafa notið ferðarinnar mjög vel.
Kvað hann Ameríkuferðina 1
heild mjög vel heppnaða í öllu
tilliti.
Þróttarar. Knattspyrnumenn Mjög
árfðandi æfing í kvöld kl. 7.15 á
Melavellinum fyrir meistara I. og
II. fl. Ath. breyttan æfingadag og
tíma. Mætið stundvfslega, Knatt-
spymunefndin.
Ferðafólk ferðafólk. Um næstu
helgi verður farið f Þjórsárdal.
Miðasala að Frfkirkjuvegi 11 föstu
dag kl. 8-10. - Hrönn.,
Rofvirkjor
Ídráttarvír 1.5 qm 5 litir
ídráttarvír 4 qm
Eldavélatengi m/dós
Mótortengi f. venjulegar vegg-
dósir fyrirliggjandi.
Rafmagnsrör 5/8 og 3/4“
Plastrafmagnsrör 5/8 og 3/4“
verða til afgreiðslu í næstu viku
Tökum pantanir.
G. Marteinsson h.f.
Bankastræti 10
Sfmar 15896 og 41834
HOTMS
arasst.
Blaðamenn
Framh af bls. 16.
þannig, að það verður nú 21 virk-
ur dagur fyrir þá, er unnið hafi
skemur en 5 ár, 24 virkir dagar
fyrir þá er unnið hafa 5 ár og
Iengur og 27 virkir dagar fyrir þá,
er unnið hafa 10 ár og lengur
Tekin voru í samningana ákvæði
um veikindadaga en slík ákvæði
hafa ekki áður verið í samningum
blaðamanna. Greiðslur I lífeyns-
sjóð blaðamanna hækka sam-
kvæmt hinum nýju samningum og
samkomulag varð um að vísitö'u-
ákvæðin, sem Alþingi mun setja
lög um mundu ná til blaðamanna.
Ekki var samið um neina beina
kauphækkun. — Hinn nýi samn-
ingur gildir frá 1. júlí sl. til 1. júli
1965.
ATHUGASEMD
Vísir hefur verið beðinn að
geta þess i sambandi við frétt
blaðsins í gær um næturævintýri
í Hafnarfirði, þ.e. stuld á bát bar
að lögreglan í Hafnarfirði nafi
sent menn eftir bátnum en ekki
staðið aðgerðalaus eins og gefið
var í skyn í fréttinni.
Humphrey —
Framh. af bls. 8.
aði þar nám tvö ár, en varð að
hætta sökum fjárskorts. Vann
hann svo í 6 ár f lyfjaverzlun
föður sfns og lauk lyfjafræði-
námi í Denver.
Hann kvæntist Muriel Buck
1936 og fór aftur f háskólann
og lagði stund á stjórnmáia-
fræði. Til þess að sjá fyrir
heimili sínu og geta stundað
námið vann hann samhliða nám-
inu sem dyrav Jrður og í Ijfja-
verzlun, en hann gat sér orð
sem dugandi námsmaður, hlaut
námsverðlaun og heiðurspen-
inga og lauk prófi með heiðri,
fékk námsstyrk til framhalds-
náms við ríkisháskólann f Loui
siana og lauk þar magistersprófi
og fjallaði prófritgerð hans um
nýskipunaráætlun Franklins
Roosevelts (Franklin D. Roose-
vejtjoNew Deal Legjslative Pro-
! gráir^j.' kennslu stundáðl hann
úm sfeeið við háskðlánn og var
borgarstjóri í Minneapolis og
kosinn á þing 1949 (f öldunga-
deildina). Hann vann mikið starf
í Minnesota fyrir flokk sinn og
samstarfsflokk hans þar (Farm-
er-Labour) og til umbóta og
framfara í Minneapolis.
Humphrey og kona hans eiga
þrjá sonu og eina dóttur. Hann
er mótmælendatrúar. Hann er
höfundur tveggja bóka: WAR
ON POVERTY og THE CAUSE
IS MANKIND - A LIBERAL
PROGRAM FOR MODERN AM-
ERICA (Þýtt). - a.
V9T
Bfii
Reynt að smygla —
Framh at bls 16
fyrir hingað til lands. 1 tösk-
unni var þó ekkert sem veru-
legum verðmætum skiptir, og
ekki búið að taka ákvörðun um
hvort sá varningur verði gerð-
ur að ákæruatriði.
Unnsteinn Beck tjáði Vfsi að
tollgæzlan hafi undanfar'ið
fundið talsverðan reyting af
smyglvarningi, bæði í skipum
og flugvélum. Þetta er ekki
hvað sízt áfengi og tóbaksvör-
ur, en auk þess kvað Unnsteinn
allmikil brögð að því að reynt
sé að smygla ýmiss konar tækj-
um með skipum, sér í lag'i við-
tækjum, sjónvarpstækjum, út-
varpsgrammófónum og þess
háttar. Þetta er að vfsu hvergi
í stórum stíl á hverjum ein-
stökum stað, en dregur sig
samt saman.
Suðurlondsbraut —
Framhald af bls. 16.
megin fram úr þeim bifreiðum, sem
bíða þess að taka hægri beygju.
Þá verða gerð sérstök útskot fyrir
strætisvagna og ákveðnar útkeyrsl-
ur settar á bílastæði við hin miklu
verzlunarhús innst inni á Lauga-
vegi. Hefur mikið borið á því nú
x seinni tfð, að árekstrar og um-
ferðaróhöpp hafi orðið, vegna þess
að menn aka oft á tíðum beint af
bílastæðunum og út á götuna.
Verður nú bflastæðunum lokað, en
ákveðnar útkeyrslur settar á þau.
Að undanförnu hefur verið unn-
ið að því að undirbúa malbikun og
verður ráðizt í að malbika götuna
eins fljótt og unnt er. Þessar bráða-
birgðaframkvæmdir eru gerðar til
þess að draga úr hinum tíðu á-
rekstrum og slysum, sem eiga sér
stað á þessari götu, en t. d. kafl-
inn frá Laugarnesvegi og inn að
Shell er einn mesti árekstrastað-
ur í borginni.
Siglufjárðar-
skarð opnað
Byrjað var að moka Siglufjarðar-
skarð í morgun og búizt við að
það verði opnað í kvöld til um-
ferðar, að því er fréttaritari Vísis
á Siglufirði símaði blaðinu.
I dag er fyrsti dagurinn f lang-
an tíma, sem er fjallabjart. Samt
hefur verið hellirigning á Siglu-
firði í nótt og morgun, en það hefur
hlýnað í veðri og snjólínan hækkað.
Var búizt við að snjór hefði sjatn-
að uppi í Siglufjarðarskarði og var
ýta send þangað upp í morgun til
að moka. Var búizt við, að hún
myndi ljúka mokstrinum seinni
hluta dags og að vegurinn myndi
opnast til umferðar í kvöld.
'IBÚÐ ÓSKAST
íbúð óskast til leigu. Tvennt í heimili. Sími
10076 frá kl. 6-9 e. h.
’IBÚÐ TIL LEIGU
150 ferm. hæð í miðbænum til leigu. Fyrir-
framgreiðsla áskilin. Tilboð leggist inn á af-
greiðslu Vísis fyrir þriðjudagskvöld, merkt
„Miðborg — 23“.
SKRAUTFISKAR
Ný sending, margar tegundir. Tungu-
vegi 11, bakdyr, sími 35544.
1 l <
( t 1 t C J, VL\J,\U.V t. V V V.A. V v A
V * * «
^ Á 1 K V
* Á -x ; S v \ v