Vísir - 28.08.1964, Side 10

Vísir - 28.08.1964, Side 10
VÍSIR . Föstudagur 28. ágúst 1964, Framhald at bls 4 ./ tilviki, þó aS sjálfsögðu innan þeirra marka, sem lögin setja. Ekki hef ég fundið nothæf íslenzk heiti á þessum tveim reglum, en kalla þá fyrri T-afdrátt (töflu-af- drátt: tabeltrekk) en þá seinni P-afdrátt (prósentuafdrátt: Pros enttrekk). í Osló eru um 250.000 launþegar, hjá 70% þeirra fer fram T-afdráttur, en P-afdráttur hjá 30%. Ef ákveðinn er T-afdráttur, fær launþeginn T-kort og afhendir það launagreiðandanum, sem skylt er þá að annast afdrátt skv. þvf. Ef aftur á móti hin reglan er höfð, fær launþeginn P-kort. Á því er tilgreint hvaða hundraðs- hluta launagreiðandi eigi að draga frá útborguðum launum. Nú getur verið að launþegi fái laun sín hjá mörgum aðilum. Þá verður T-afdrætti aðeins komið við hjá einum þeirra, þ.e. þeim, sem kortið fær til varðveizlu. Launþegi getur aðeins fengið eitt T-kort, en hins vegar getur hann jafnhliða fengið P-kort, ef á þarf að halda. Ýmsir launþegar kjósa heldur að fá T-kort, en það er, eins og áður segir á valdi skattstjórans að kveða á um það, hvor reglan skuli höfð. Aðalatriðið er það, eins og áður segir, að reyna að hafa afdráttinn sem næst þeim skatti, sem á verður lagður. T-afdráttur er talinn gefa góða raun, þegar um er að ræða jafn- ar tekjur frá einum launagreið- anda. Ef sennilegt þykir, að laun þegi fái umfram almennar, fast- ar launatekjur aðrar tekjur, er máli skipta frá sama launagreið- anda, en þær eru þess eðlis, að T-afdrætti verður ekki við kom- ið, er þess sérstaklega getið á kortinu að tiltekinn hundraðs- hluti skuli auk T-afdráttar koma t.il frádráttar útborguðum launum Þá verður og eins og áður segir að viðhafa P-frádrátt, ef laun- þegi fær útborguð laun frá fleiri en einum aðila. Erfitt getur verið fyrir aðila, er stunda atvinnurekstur í mörg um skattumdæmum að innheimta skatt starfsmanna með T-afdrætti Heimild er til þess að leyfa slík um aðilum að nota eingöngu P- afdrátt. Skylt ér að viðhafa P-afdrátt n. a. í þessum tilvikum: a. Þegar sennilegt þykir, að laun- begi fái það mikinn frádrátt við ákvörðun skattsins, að P-afdrátt ur verði talinn skapa betra sam- ræmi milli fyrirframgreiðslu og á lagðs skatts. b. Þegar ætla má, að launþegi verði það lengi tekjulaus, að P- afdráttur skapi betra samræmi milli greiðslna og skatts af tekj- um. c. Þegar sennilegt þykir, að gjaid andi fái verulegar tekjur vegna atvinnu við fiskveiðar eða áþekka atvinnu, t. d. aflahlut eftir vertíð. d. Þegar launþegi nýtur ekki per- sónufrádráttar í umdæminu. e. Þegar ekki eru fyrir hendi af- dráttartölur fyrir viðeigandi skatt flokk. Launagreiðendum, skv. skýr- greiningunni hér að framan, er öllum skylt, án þess að krafa komi frá yfirvöldunum, að draga skatt frá utborguðum launum og halda skattinum eftir, Afdráttur þessi skal miðaður við brúttó- laun greidd í peningum að við- bættu verðmæti þess, sem laun- þegi fær greitt í fríðu, t.d. fæðis og húsnæðis. Frá skal þó draga greiðslu til lífeyrissjóða og framfærslueyri, sem launagreiðendum er skylt að halda eftir. Launagreiðendum er skylt að halda skattinum aðgreind um frá eignum sínum, t.d. varð- veita hann I sérstakri geymslu eða leggja hann inn á sérstakan reikning. Nú munu um 35 eftir- litsmenn starfa á vegum skatt- heimtunnar í Osló við það eitt að líta eftir því, að launagreið- endur dragi rétt af kaupi og j fylgjast með að skattinum sé j haldið aðgreindum eða a.m.k. ; skattaupphæðin sé fyrir hendi. Annan hvern mánuð á hver launa greiðandi að standa skattheimt- unni skil á skattinum. Skatti af útborguðum launum á tímabilinu frá 1. jan til 28. febr. skal skilað 15. marz og í síðasta lagi 23. | marz. Ef vanskil verða falla á 6% dráttarvextir frá og með 24. j marz, og verður ekki undan j greiðslu þeirra komizt. Jafa- framt hefjast innheimtuaðgerðir I með svipuðum hætti og hér þekkjast. Með skattinum þarf að j fylgja sundurliðuð greinargerð ; um útborguð laun hvers launþega \ og hve mikið hafi verið dregið af launum. Launagreiðendur, er hafa í þjónustu 15 starfsmenn hið fæsta geta fengið heimild til að greiða skattinn án sérstakrar sundurliðunar einu sinni eða tvisvar á ári eftir nánara sam- komulagi við skattayfirvöld. Fyrir lok janúarmánaðar árið eftir er hverjum vinnuveitanda skylt að gera grein fyrir útborg- uðum launum og frádregnum skatti hvers launþega. Þessi grein argerð á að vera í þríriti. Eitt ein takið fer til skattstofunnar, ann að til skattheimtunnar, en þriðja eintakið til launþegans. Með launaafdrætti voru inn- heimtar í Osló tæplega 700 millj. n.kr. árið 1961. FORSKATTUR KÓPAVOGS- 3ÚAR! Málið sjált við lögum fyrir ykkur litina. Fullkomin þjónusta LITAVAL Álfhólsvegi 9 Kópavogi Sími 41585. VÉLAHREINGERNINGAR >G TEPPA- HREINSUN ÞÆGILEG KEMISK «/INNA ÞÖRF - SÍMI 20836 VÉLHREINGERNING Vanir menn pægileg. Fljótleg. Vönduð vinna. ÞRIF - Sími 21857 og 40469 4. Nú verður vikið að hinum svokallaða forskatti (forskotts- skatt). í III. kafla skattalaganna er fjallað um þann skatt, en í stuttu máli má segja, að það séu fyrst og fremst atvinnurekendur sem þann skatt greiða. Forskatt urinn er miðaður við síðustu á- lagningu, sem liggur fyrir, þegar greiðslur, hefjast. Árið 1962 er skatturinn t.d. miðaður við tekj ur og eignir árið 1960, en álagn ingu á þann skattstofn var lokið í ágústmánuði 1961. Gjaldendum er skipað i flokka eftir því hve ; marga þeir hafa á framfæri sínu. Ef brevtingar hafa orðið á þeirri tölu fyrir 1. nóvember 1961 eru þær teknar til greina. Ýmsar aðrar heimildir eru til að breyta skattstofninum, t.d. bæði vegna breytinga, er orðið hafa á af- ! komumöguleikum í tilteknum j greinum og á teknamöguleikum einstaklings. Nefna má dæmi: Til 1 tekin grein atvinnurekstrar dafn ar mjög vel, sérstök höpp eða ó- höpp, mikill afli eða aflabrestur og sérástæður eins gjaldanda: sér stakt tjón eða veikindi o.s.frv. Allar þessar ástæður verður skatt stjórinn að meta og ákveða, hvort þær skuli teknar til greina eða ekki. Ef skattstjórinn neitar að breyta skattinum, verður við það að sitja. því að þeirri ákvörðun verður ekki skotið til æðra stjórn- valds, Aðalatriðið er hér sem fyrr að áætla skattstofninn sem næst sanni, þannig að hvorki verði um verulegar ofgreiðslur að ræða né til þess komi, að gjald andi endi í eftirstöðvum. Á þennan áætlaða skattstofn er síðan lagt skv. skattstigum þeim, sem hið opinbera hefur á kveðið, Stórþingið að því er snert ir skatt í ríkissjóð, en sveitar- stjórn að því er snertir sveitar sjóð. í desember eða janúar eru skattseðlar fyrir gjaldárið sendir út. Gjalddagar forskattsins eru sem hér segir: Forskattar allt að kr. 100.00 15 apríl. Forskattur allt að kr. 100.00-200 00 15. febr. og 15. ág. Forskattur allt að kr. 200.00 og yfir 15. febr. 15. apríl, 15. ág. og 15. okt. Gjaldendur forskatts í Osló eru HÝJA TEPPAHREINSDNIN EINNIG VÉLHREIN- GERNING. AR Nýja teppa- Dg húsgagna- hreinsunin. Sími 37434 ^élnhreingerning Vann örugg biónusta ÞVEGILLINN Sími 3628: ! nokkuð innan við 30.000 og greiðslur þeirra nema tæplega : 200 millj. n. kr„ og er það bæði skattur til rík'is og borgar. 5. Eins og áður er vikið að er nokkur hópur manna í Osló, sem greiðir skatt með launaafdrætti I en greiðir jafnframt forskatt. Hér er um að ræða atvinnurekendur, sem hafa launatekjur og laun- þega, sem eiga verulegar eignir og hafa arð af þeim. Þessir gjald endur fá bæði skattseðil vegna forskattsins og skattkort, sem launagreiðandinn fær vegna af- dráttarins. I Osló eru um 8000 einstaklingar, sem greiða skatt sinn með þessum hætti, og árleg ar skattgreiðslur þeirra nema nú um 45 millj. n. kr. Fjárhagsárið í Noregi er nú hið 1 sama og hér á landi, þ.e. alman aksárið. Vinna við að útbúa skatt seðla og skattkort næsta árs þarf að hefjast í septemberbyrj-' un. til þess að útsending geti far ið fram í tæka tíð. Það er nú föst regla, að Stórþingið ákveði fyrir sumarleyfi sitt reglur þær, er gilda eiga um skattgreiðslur komandi árs; bæði um afdrátt og forskatt. Sveitarstjórnum er skylt að ákveða skattstiga sína og per- sónufrádrátt fyrir 1. október. I vandvirkir menn ÓHír nn Sh'9'’vmrí'jstofan Opið allan sólarhringinn Simi 21230 Nætur og helsidagslæknir í sama sima Neyðarvaktin kl. 9 — 12 og 1—5 alla virka daga nema laugardaga kl. 9—12. Sími 11510. Læknavakt í Hafnarfirði aðfara- nótt 28. ágúst: Bragi Guðmunds- son Bröttukinn 33, sími 50523 NæturvaKt i Keykjavík vikuna 22.-29. ágúst verður í Lyfjabúð- inni Iðunn. lltvarpið Föstudagur 28. ágúst. 18.30 Harmonikulög: Franco Scar ica leikur. 18.50 Tilkynningar 19.20 Veðurfregnir 19.30 Fréttir 20.00 Rödd af veginum: Hugrún skáldkona flytur ferðaþátt frá Noregi. 20.25 Píanómúsík: Alfred Cortot leikur þrjá valsa eftir Chop in 20.35 Frá Njarðvík og Borgar- firði eystra. Ármann Hall- dórsson kennari á Eiðum gerist fylgdarmaður hlustenda. 21.05 Frá tónlistarhátíð í Hitzack er í Þýzkalandi 21.30 Útvarpssagan: „Leiðin lá til Vesturheims“ eftir Stefán Júlíusson, II. Höfundur les 22.00 Fréttir Qg veðurfregnir 22.10 ,,Lokasvarið“ smásaga eftir Hal Ellson. Þýðandi Áslaug Árnadóttir. Lesari: Jóhann Pálsson leikari. 22.30 Næturhljómleikar 23.20 Dagsl: árlok. BLÖÐUM FLETT Ég læddist nú fyrst þar sem lágviðið stóð og lézt vera að þurrka af mér svita; svo valdi ég eplin, sem virtus.t mér góð, og var þó i talsverðum hita, því hvort mín þar freistaði hold eða blóð var hreint ekki gaman að vita og enda þá skemmtun í eilífri glóð var aumt fyrir svolítinn bita. Þorsteinn Erlingsson. Lífsins vökvar þornaðir... „Hér er allt svo fullt af hlægilegum mannskepnum, að ég verð mér til skammar annað og þriðja hvert kvöld fyrir hlátri, er setið er að borðum. Kellingarnar eru svo helvíti fínar, að þær gretta sig yfir matn- um — þó góður sé, og stundum ofgóður í svo óhreina munna og maga . .. Aðrar eru svo græðgisgengnar, að þær vöðla í vasa sína því, sem maginn ekki tekur, til að eta sér það til hjartastyrkingar, þegar þær vakna upp um miðnætti við illa drauma um stórsýndir, sem' þær hafa drýgt, meðan þær voru í broddi síns fjöruga lífs og fá ekki drýgt aftur sökum þess að broddurinn er sljór orðinn og lífsins vökvar þornaðir á brunasöndum ástríðunnar .. . “ Parísarbréf frá Eiríki Magnússyni til Steingríms Thorsteinsspnar, 9. marz 1866. Úr aðsendu bréfi Ég las með athygli í þætti þess um í gær frásögnina af þeim norðlenzka bónda sem kenndi í brjósti um kölska, vegna þess hve allir hallmæltu honum og níddu hann. Brjóstgóður hefur sá bóndi verið, og þó einkum hugrakkur, að hann skyldi þora að láta í Ijós samúð sína með þeim, sem allir töldu sér skylt að rífa og tæta í sig, eins og grimmur hunda hópur á þann rakkann, sem undir verður í áflogunum. Slíkum af- bragðsmönnum fer nú áreiðan- lega fækkandi, ef þá nokkur er eftir — það sannar mál manna og blaðaskrif um knattspyrnu menn vora þessa dagana, sem áreiðanlega eiga sér færri for- mælendur en fjandinn um miðbik aldarinnar sem leið. Þess er að vísu varla að vænta að norð- lenzkir bændur rísi þar öndverð- ir gegn almenningsálitinu, og geta þeir verið kynbornir afkomendur þessa kölskamálsvara eins fyrir það, bæði hvað hjartalagið og hugrekkið snertir. En við skulum nú rétt staldra við og athuga. hvað knattspyrnumenn okkar hafa brotið af sér, að þeir eigi þetta skilið nú, frekar en endra- nær. Jú — þeir hafa tapað fyrir erlendum liðum og þó ekki öllum. Það er ekki annað en það, sem þeir hafa alltaf gert og þó ekki verið taldir óalandi og óferjand fyrr en nú. Semsagt, þeir hafa ekkert til slíkrar meðferðar unn- ið. Hér hlýtur þvl einhver leynd orsök að koma til, leynd og ekki leynd, því að ég hef að minnsta kosti fundið hana. Sigurður hefur ekki lýst þessum leikjum í sum ar. Undanfarin sumur hefur hann hins vegar gert hvern ósigur ís- lenzkra knattspyrnumanna að sigri, og hvern sigur þeirrd, þó að jafnan væri smár, að frægum stórsigri á alþjóðamælikvarða með eldfjörugri og sprelllifandi frásögn sinni, svo að engum lif- andi manni sem heyrði, kom til hugar að taka nokkurt mark á nöldri hinná sérfróðu knatt- spyrnufréttaritara dagblaðanna. En nú er sá maður tekinn við, sem að vísu getur verið prýðis- drengur á sinn hátt, en er með þeim ósköpum fæddur, að jafn- vel þótt íslenzkt knattspyrnulið sigraði úrval knattspyrnumanna úr öllum löndum heims með tíu gegn engu, mundi áhorfendum finnast það af frásögn hans, að allt hefði farið í fótaskolum hjá okkar mönnum, mörkin skoruð fyrir klaufaskap af þeirra hálfu og hefðu þeir því í rauninni tap- að . . . það sanna er nefnilega, að enda þótt knattspyrnan sé hóp íþrótt, getur allt oltið þar á ein- um manni — utan vallarins. Og því segi ég það að einu gildir hver er í marki eða hverjir I framlínu og hvernig leikurinn fer — sé Sigurður við hljóðnemann, er sigurinn tryggður, og sjaldan mun eða aldrei nokkur maður hafa borið nafn sitt með rentu á borð við hann . . . En bágt á vesalingurinn kölski þessa dag- ana . . . bágt eiga knattspyrnu- menn okkar nú, þegar jafnvel er svo Iangt gengið, að menn bölva þeim meira en sköttunum.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.