Vísir - 02.10.1964, Síða 3
VÍ3IR . Föstudagur 2. október 1964
Ilarold Wilson forustumaður Verkamannaflokksin s talar á fundi í Liverpool heimaborg sinni. Hann
er þingmaður eins borgarhverfisins f Liverpool.
Þriðji flokksforinghm er Jo Grimond sem er fyrir Frjáislynda flokkn-
um. Á miðju siðasta kjörtímabili gekk þessum flokk svoyel í auka-
kosningum, að þeir ímyriduðu sér, að þeir væru að verða stór flokkur
aftur eins og þeir voru í byrjun aldarinnar. En þær vonir hafa síðan
brugðizt, Jo Grimond er vinsæll maður, maður nútímans og ferðast
i flugvél í kosningaleiðöngrum sinum. Hér er hann að stíga upp í
kosningaflugvél sína.
osningabaráttan í Bretlandi
stendur nú sem hæst yfir.
Og hún hefur sjaldan verið
harðari en nú, vegna þess að
báðir stóru flokkamir vita, að
nú munar aðeins hársbreidd
um það hver skal halda völdum
í Bretlandi næstu fimm árin.
íhaldsflokkurinn berst eins og
Ijón og Iangar til að vinna það
afrek, sem er óþekkt í brezkum
stjórnmálum fram til þessa, að
vinna fjórðu kosningarnar í röð.
Það yrði sannarlega mikill
frægðarsigur, ekki sízt þar sem
svo skammt er síðan flokkurinn
lá á sárum eftir Keeler-hneyksl-
ið og skyndilegt valdaafsal Mac-
millans.
■l^erkamannaflokkurinn þaggar
fyrir kosningarnar niður
hin sósíalísku stefnumál sín og
reynir allt sem hann getur til að
vinna til fylgis við sig hluta af
borgarastéttinni. Hann hamrar
og stöðugt á því, að það sé
kominn tími til að skipta um
stjórn og það er vissulega kröft
ug röksemd í Bretlandi, þar sem
svo virðist að hinir almennu
kjósendur séu mjög mótfallnir
því að sömu mennirnir haldi
völdunúm of Iengi.
í haldsmenn telja landvarnar-
málin eitt sterkasta málið
sér f hag og stafar það af yfir-
lýsingum Wilsons og annarra
forustumanna Verkamanna-
flokksins, um að Bretar eigi að
Framh. á bls. 6.
KosnincabarA tta og vcbmAl
Það er mikið veðjað í Bretlandi á úrslit kosninganna. Veðmálin f jalla
um það, hve margra þingsæta meirihluta hver flokkur muni fá 1 — 10
þingsæti, 11—20 þingsæti o. s. frv. Mynd þessi er tekin í skrifstofu
veðmála-stofnunarinnar og eru sýnd á töflu veðmálahlutföllin. Menn ____________________________________________
veðja nokkuð jafnt á íhaldsflokkinn og Verkamannaflokkinn. Á báða """Hér sést Sir Alec Douglas Home á' ícosningafundi í Kent í Suður Englandi. Mjög mikið er um það
er Iitið eins og fótfráa gæðinga á kappreiðum. í kosningabaráttunni núna, að forustumennirnir ferþist um allt Iand og haldi ótal kosningaræður.
■aRE3-jr.