Vísir - 13.10.1964, Blaðsíða 4

Vísir - 13.10.1964, Blaðsíða 4
4 V í S IR . Þriðjudagur 13. október 1964. ( XI. Muti WflRRIN-skýrslunn^r^ 1 undanfömum greinum hef- ur verið sögö saga forseta- morðingjans Lee Harvey Os- walds. Verður nú byrjað þar að nýju, sem áður var horfið frá, þar sem Iögreglumenn, sem handtóku Oswald í kvikmynda- húsinu Texas Theatre komu með hann handjámaðan til lög- reglustöðvarinnar. Þá var klukkan 2 síðdegis föstudaginn 22. nóv. Sú fregn breiddist nú út eins og eldur í sinu, að búið væri að handtaka mann, sem grunaður væri um morðið og hafði það í för með sér, að urmull af blaðamönnum, ljós- myndurum og sjónvarpstöku- mönnum þyrptist 'inn í lög- reglustöðina. Þeir tóku sér allir stöðu í göngunum á 3. hæð fyrir framan morðdeild lög- reglunnar. Ekki hægt að banna blaðamönnum aðgang. 1 sjálfu sér var það eðlilegt, að blaðamenn söfnuðust þarna saman. Þetta voru aðeins venju- legir gangar að opinberum skrifstofum, sem almenningur og blaðamenn höfðu að jafnaði aðgang að. Spuming er hins vegar um það, hvort rétt hefði verið í þessu tilfelli, að loka blaðamönnunum aðgang að byggingunni. Hann skrifaði skýrslu um þetta, þar sem hann bendir á það, að það sé m. a. eitt hlutverk og skylda lögreglunnar, að gefa upplýsing ar um starf sitt til almennings, það er til blaðanna. Lögreglan verði þannig að vinna fyrir opnum tjöldum, annars sé hætta á tortryggni. í þessu máli hefði verið sérstök hætta á því, að lögreglan hefði verið sökuð um leynimakk, ef hún útilokaði blaðamennina frá upplýs’ingum, sem sjá mátti af öllum þeim hviksögum, sem komu upp. 300 blaðamenn í einni bendu Til Dallas streymdu nú blaðamenn og ljósmyndarar frá öllum helztu blöðum og frétta- stofum Bandarfkjanna og auk þess fjöldi blaðamanna frá Evr- ópu og víðar að. Það er talrð að þegar flest var hafi um 300 blaðamenn staðið á göngunum á 3. hæð og álitið er, að þeir hafi aldrei verið færri en hundrað. Sjónvarpstökumenn fluttu tæki sín upp á hæðina og stilltu þeim í gangana, aðal- lega í þeirri von að ná myndum af Oswald, þegar hann væri leiddur fram og aftur um gang- ana. Fjöldi sjónvarpsmynda er í þrengslunum á ganginum á þriðju hæð. Oswald sést á miðri mynd. Blaðamenn hnappast í kringum hann. voru líka mjög ágengir. Þeir fóru inn í aðrar lögregludeildir, settust þar við skrifborð og notuðu síma lögreglunnar eins og þéim sýndist. Einn blaða- maður viðurkennir meira að segja að hafa tekið símtól nið- ur af skrifborði og falið það í skoti bak v’ið skáp til þess að aðrir fyndu ekki símann. gengu að þeim sem leið áttu um gangana og báðu þá um fréttasamtöl. Gangarnir voru svo fullir. að lögreglumenn, sem þurftu að fara um þá urðu að ryðjast í gegn. AUir vissu, að inni í morð- deildinni var verið að yfirheyra hinn grunaða mann og fyrir framan dyr hennar var þröngin Allt komst í uppnám, þegar Oswald birtist. Þegar komið var með Oswald út úr morðdeildinni ætlaði allt um koll að keyra. Sex lögreglu menn gengu fyrir honum og ruddu honum leið í gegnum þröngina og urðu að beita miklu afli. Fréttamenn þyrptust • • 'g i ÓBn>iiv>i rubio .ihvl ðin byggingunni og banna blaða- mönnunum að vera þama, vegna þess, að fanginn varð fyrir miklum óþægindum, þeg- ar verið var að leiða hann eftir göngunum til og frá morðdeild- inn’i. Og eins og kunnugt er stuðlaði þessi blaðamanna- mergð að lokum að því, að Ruby gat komizt að honum til þess að bana honum. En lögreglustjórinn Curry lýsti síðar, að hann hefði ekki tal’ið framkvæmanlegt að banna til sem sýna ástandið á göng- unum og hefur Warren rann- sóknarnefndin rannsakað allar þær filmur og reynt að þekkja þá sem þar sjást til þess að kryfja til mergjar hverjir hafi verið viðstaddir. Fulltrúi sambandslögregl- unnar FBI segir að ástandið á lögreglustöðinni hafi verið lík- ast þvl sem er á fótboltavelli, eftir leik. Rafmagnsllnur til sjónvarpstækjanna lágu eftir göngunum. Blaðamennirnir Lögreglumenn urðu að ryðjast í gegn Urn kl. 6 síðdegis morðdaginn voru gangarnir orðnir alveg troðfullir af fréttamönnum. Ljósmyndarar og kvikmynda- tökumenn höfðu komið þrífót- um sínum fyrir um alla ganga og rafmagnsleiðslurnar til kvik myndaljósa lágu um allt, jafn- vel út um gluggana á skrifstof- unum. Sumir fréttamennirnir voru með segulbandstæki. Þeir mest. Hún var svo mikil, að lögreglumenn og aðrir fulltrúar, sem áttu erindi þangað, komust aðeins með miklum erfiðismun um I gegn og þegar dyrnar voru opnaðar þrengdust blaða- menn inn vegna þrýstingsins aftan frá og ætlaði ekki að verða hægt að loka hurðinni vegna þrýstingsins. I fyrstu var ekkert eftirlit með því frekar en venjulega hverjir væru á göngunum, en þegar leið á daginn voru verðir settir við inngöngudyr bygging- arinnar og lyftur, sem leyfðu engum óviðkomandi að komast inn nema þeim sem gátu sýnt blaðamannaskírteini. Lögregluliði var skipað að halda uppi reglu á göngunum. Þeir gáfu blaðamönnunum margar fyrirskipanir um að halda sig til hliðar I göngun- um. svo að greiðfær leið myndaðist I miðjum gangi. En þetta bar lítinn árangur, þrýst- ingurinn var svo mikill, að óðar en lögreglumennirnir höfðu rutt angana voru þeir aftur orðn- r fullir af blaðamönnum. Lög- reglumenn urðu að mynda keðj ur og beita kröftum til að halda leiðinni opinni. að Oswald, þrýstu hljóðnemum upp að honum og gerðu örvænt ingafullar tilraunir til að fá hann til að segja eitthvað, Kvik myndatökuvélar tóku að suða og flash-ljós kviknuðu eins og stöðug skothríð væri. Það er enginn vafi á því, að Oswald varð , fyrir mjög miklu ónæði af þessari ágengni. Hann virtist að vísu taka þessu vel, og virtist það I samræmi við löngun hans til að verða fræg- ur maður. Hann hafði nú feng- ið framgengt því sem hann hafði Iöngum talað um, að nafn hans yrðj skráð I veraldarsöguna. Framkoma hans var þannig eins og hjá æfðum stjórnmála- manni. Hann féllst jafnvel á það, að halda fund með blaða- mönnum og gafst þeim þá gott tækifæri til að mynda hann úr öllum áttum. Þar hélt hann fram sem fyrr sakleysi sínu. Jafnframt þessu sóttu blaða- mennirnir mjög á lögregluna, að gefa upplýsingar um rannsókn- ina og vildu lögreglumenn e’inn- ig I því sýna samstarfsvilja við fréttamennina. Yfirmennimir, einkum Curry yfirmaður rann- sóknarlögreglunnar héldu marga fundi með blaðamönnum á göng Framh. á bls 6 Curry yfirdómari gefur blaðamönnum skýrslu. Sumar frásagnir hans voru rangar, þar sem hann hafði ekki sjálfur tækifæri til að fylgjast með öllum yfirheyrslunum. Framkoma þeirra og lögreglunnar gagnrýnd

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.