Vísir - 13.10.1964, Blaðsíða 9

Vísir - 13.10.1964, Blaðsíða 9
V1 S IR . Þriðjudagur 13. október 1964, 9 . Þór Sandholt fyrir utan hina glæsilegu skólabyggingu, sem hann gerði uppdrátt að. (Mynd: BG) fram í marz, og þá byrjar það þriðja, sem stendur fram til maí- loka. Þannig er f rauninni þrí- sett f skólann. En á síðari ár- um hefur verið stefnt í þá átt, að iðnskólar taki að sér undir- stöðukennslu hinna verklegu greina auk bóknámsins, og hér hefur þegar verið komið upp sérstökum prentskóla og bakara- skóla, en málmiðnaðarverkstæði er í uppsiglingu. Okkur skortir Ásgeir Torfason var annar skóla stjóri Iðnskólans. mjög húsnæði fyrir verklega kennslu f hárgreiðslu og bók bandi m. a., og stækkun á prent- skólanum og trésmíðaverkstæð- inu er brýn nauðsyn. Hérna vest an við skólabygginguna var upp- haflega gert ráð fyrir að reisa stóran samkomusal, en síðan hefur orðið ljóst, að sú þróun væri óhjákvæmileg að taka upp aukna verklega kennslu að hætti nágrannaþjóða okkar, og þess vegna var hætt við samkomusal- inn og í hans stað er nú verið að byggja verkstæði fyrir ýmsar greinar verklegs náms“. Elzti nemandinn 57 ára „Hvað er meðalaldur nem- enda?“ „Flestir koma sextán ára eða þar um bil og útskrifast um tví- tugt. Inntökuskilyrði f skólann er miðskólapróf. en sumir um sækjendumir hafa aðeins lokið unglingaprófi og þurfa því að fara á eins mánaðar námskeið, áður en þeir taka inntökupróf I fyrra var reyndar elzti nem- andinn 57 ára, en hann var í meistaraskólanum, og þar er meðalaldurinn hærri". „Hvað er kennt i meistara- skólanum?" „Ja, hann er enn á byrjun- arstigi, en við vonumst til að geta stækkað hann í framtíð- inni og gert hann að nauðsyn- legum þætti námsins hjá þeim sem vilja verða iðnmeistarar. Eins og er, getur hver sá sem hefur lokið sveinspróf; og unn- ið eftir það þrjú ár hjá meist- ara, keypt sér sjálfur meist- arabréf og farið að taka sveina. En það er ekki þar með sagt, að maðurinn hafi næga reynslu til að taka að sér mannaforráð og kennslu og verða ábyrgur verkstjóri og fræðari. f meist- araskólanum er leitazt við að kenna sem flesfar af þeim grein- um, sem iðnmeistarar þurfa á að halda í starfi sínu, einkum að því er snertir fjármál, bók- hald, iðnreikninga, mannafor- ráð. verkstjórn og fræðslu. 19 kennarar starfa nú við meistara- skólann, en hann tekur fjóra mánuði. Við höfum einungis get- að tekið byggingameistara fram að þessu, en vonandi verður hægt að fara inn á víðara svið í framtíðinni og fjölga iðngrein- unum.“ Aukin starfsemi og aukin samvinna „Hvað eru margir iðnskólar á landinu?" „Þeir eru 21 fyrir utan sér- námskeið ýmiss konar. Fyrir nokkrum árum var stofnað .samband Iðnsköla á íslandi' og meðal verkefna þess hefur ver- ið að koma upp iðnskólaútgáfu, sem er til húsa í skólanum hér. Á hverju ári gefur hún út kennslubækur í ýmsum iðn- greinum, 2-3 árlega, og starf- semi hennar fer ört vaxandi." „Hverjar eru helztu framtíð- aráætlanir þínar i sambandi við Iðnskólann?" „Auk þeirrar stækkunar, sem ég hef minnzt á, og sfaukinnar starfsemi í ýmsum greinum, myndi ég vilja nefna áhuga okk ar á að efla samvinnu við iðn- skóla á Norðurlöndum eða rétt- ara sagt hi"? svonefndu ,yrki- skóla‘ þ.e.a.s. alla skóla, sem sjá um starfræna kennslu, t.d. iðnskóla, tækniskóla, verzlun- arskóla, húsmæðraskóla, sjó- mannaskóla, listiðnaðarskóla, sem sagt alla skóla, sem veita starfsfræðslu fyrir ofan barna- skólastig og neðan háskólastig. Norrænir yrkiskólar hafa með sér samtök og forráðamenn þeirra hafa hug á að koma sam- vinnunni á fastari grundvöll, m.a. með samhæfðri iðnkenn- aramenntun á öllum Norður- löndunum, sams konar námstil- högun og prófum, þannig að tryggt sé að iðnaðarmenn hafi jöfn réttindi í öllum löndunum og geti jafnvel flutzt á milli og unnið við sömu kjör, hvar sem þeir kjósa helzt. Það stendur til, að næsta þing norrænu yrkiskólanna verði haldið hér í Reykjavík árið 1969, og ég tel það mikið hagsmunamál fyrir ís- lenzka iðnskóla að stuðla að aukinni samvinnu á þessu sviði við aðrar Norðurlandaþjóðir." SSB Af Ásgeiri Torfasyni tók við Þórarinn B. Þorláksson. Helgi Hermann Eiríksson var fjórði skólastjóri Iðnskólans og fyrirrennari Þórs Sandholts t starfinu. Samtal við Þór Sandholt skólastjóra Veiða fyrir Siglfirðinga Tveir bátar hafa undanfarið stundað veiðar frá Siglufirði og lagt afla sinn upp í hraðfrysti- hús Sfldarverksmiðja ríkisins þar á staðnum. Hafa þeir, það sem af er, veitt ágætlega. Annar þessara báta, Orri frá Akureyri, hóf veiðar 4. sept. s. 1. og aflaði samtals 72.4 lestir í 17 róðrum. Hinn báturinn Hringur frá S'iglufirði, byrjaði róðra um miðjan september og fékk 62.1 lest í 11 róðrum Verður þetta að teljast mjög sæmilegur afli hjá báðum bát- unum. Þriðji báturinn, Æskan frá Siglufirði, er í þann veg'inn að hefja róðra og mun fara út fyrsta dag sem gefur úr þessu. í hraðfrystihúsi Síldarverk- smiðja ríkisins hefur verið mik’il og stöðug atvinna undanfarið. 60—65 manns starfa þar stöð- ugt að fiskvinnslu, auk 7—9 manna, sem vinna að fiskað- gerð. Ríkisráðs- fundur Á fundi ríkisráðs í Reykjavik á laugardag staðfesti forseti fslands ýmsa úrskurði, er gefn- ir höfðu verið út utan rikis- ráðsfundar, og féllst ennfremur á, að ýmis lagafrumvörp yrðu lögð fyrir Alþingi sem stjórnar- frumvörp. Eldsvoði að Lómatjörn i Höfðahverfi í gærmorgun kviknaði i fjár- húsi og hlöðu á bænum Lóma- ,n í Höfðahverfi við Eyja- fjörð og kom slökkvilið frá Ak- ureyri og fjöldi manns frá nær- liggjandi bæjum til að berjast við eldinn. Það var bóndinn á Hléskóg- um, Guðni Þórisson, sem veitti því athygli þegar hann kom á fætur um kl. 7, að rauk upp úr hlöðunni í Lómatjörn, Gerði hann bóndanum þar, Sverri Guðmundssyni oddvita, þegar aðvart um hvað var að ske, en Sverrir hafði þá einskis orði? var. Var þá strax brugðið Við og beðið um aðstoð frá Akureyri og þaðan sendur slökkviliðsblll Auk þess þusti að mannskapur frá nærliggjandi bæjum til að- stoðar. Þarna er um að ræða fjár- hús fyrir um 200 fjár og hey > hlöðu og við hana sem ætlað er fénu til vetrarins. Talið er að um sjálfslkveikju I heyinu hafi verið að ræða UBHBHBBia

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.