Vísir - 13.10.1964, Blaðsíða 8

Vísir - 13.10.1964, Blaðsíða 8
raai V1 S I R . Þriðjudagur 13. október 1964 „igerandi tílaðaútgatan v'ISlP Ritstjðri- Gunnar G Schram Aðstoðarritstjori- Axel Thorsteinson Fréttastjðrar Þorsteinn Ö Thorarensen Björgvin Guðmundssor Ritstjórnarskrifstofur Laagaveg: 178 Auglýsingar ug afgreiðsla Irigólfsstrætí 3 Áskriftargjald er 30 kr á mánuði I lausasölu 5 kr eint — Slmi 11660 (5 linur) Prentsmiðja Vísis - Edda h.t Viðreisnin hefur ekki mistekizt Pram að þeim tíma, er núverandi ríkisstjórn kom til ^alda, má segja að allar efnahagsráðstafanir, sem um langt skeið hafði verið gripið til árlega, væru tjald til einnar nætur. Það var verið að lappa upp á efna- hagskerfið til bráðabirgða, þótt ljóst væri, að róttækari aðgerða þyrfti við, ef ekki ætti keyra um þverbak. Þess varð heldur ekki langt að bíða. Fljótlega eftir myndun vinstri stjórnarinnar 1956 fór að halla ört undan fæti, enda voru þá áhrif verkfallanna miklu 1955 farin að segja mjög til sín. Eftir hálft þriðja ár varð ríkisstjórnin að gefast upp, með þeim fáheyrðu aftirmælum sjálfs forsætisráðherrans, að innan stjórn- arinnar væri engin samstaða um úrræði, sem til bjargar mættu verða. Það mun ekki ofsagt, að efnahagsað- staða landsins hafi aldrei verið alvarlegri en þá. Gjald- eyrisaðstaðan var verri en nokkurs annars ríkis, sem upplýsingar voru til um, ef til vill að einu eða tveimur undanskildum. Við lá að landið kæmist í greiðsluþrot, þ. e. a. s. gæti ekki staðið við umsamdar skuldbind- ingar sínar erlendis. Slíkt ástand var þó óvíða þekkt frá því á árum heimskreppunnar miklu, og það furðu- 'egasta var, að það hafði skapazt í góðu árferði innan- lands og hagstæðu verzlunarárferði á erlendum mörk- uðum. Hér var því ekki um að villast, að þetta voru heimatilbúnir erfiðleikar. Hér þurfti því að stinga við ótum og endurskoða okkar eigin fjármálastjórn. Nú 'arð að taka málin föstum tökum og gerbreyta um stefnu. Viðreisn efnahagslífsins var nauðsynleg. Minni hlutastjórn Alþýðuflokksins, sem við tók af vinstri stjóminni, tókst með aðstoð Sjálfstæðisflokksins að fétta ástandið nokkuð við í bili, en það var fyrst með tilkomu viðreisnarstjórnarinnar ári síðar, að gerbreytt stjórnarstefna var upp tekin og þjóðin leidd út úr ógöngunum. Flest mannanna verk orka tvímælis, og auðvitað dettur engum í hug að halda því fram, að viðreisnar- stjómin sé alfullkomin, fremur en aðrar ríkisstjórnir. Sn því verður ekki með sanngirni neitað, að hún hefur unnið þrekvirki, miðað við það ástánd, sem hér ríkti begar hún tók við. Ríkisstjórnin hefur brugðizt við vandanum af raunsæi og tekið málin eins föstum tökum og hún hefur haft bolmagn til. Hún hefur átt við margs konar erfiðleika að etja: í fyrsta lagi efnahagsástandið, sem hún tók við, en ef til vill ekki síður undirróður og niðurrifsstarfsemi stjórnarandstöðunnar, sem hefur verið með eindæmum illvíg og ábyrgðarlaus. Það er vitanlega fjarstæða, sem stundum er haldið fram í blöðum stjómarandstöðunnar, að hún ráði engu um þróun málanna, enda ekki í góðu samræmi við það, að hún þakkar sér ýmislegt, sem jafnvel að hennar dómi hefur vel tekizt. unni, sem fer 1 Iðnskólann eftir unglingapróf". „Hvað eru margir nemendur hjá ykkur í vetur?“ „Það er ekki útséð um það ennþá, en í fyrra voru þeir á seytjánda hundrað, sem innrit- uðust, stunduðu nám um lengri eða skemmri tíma og tóku próf að því loknu. Iðnnemar, sem stunduðu reglulegt nám, voru liðlega 900, en auk þeirra komu margir á misjafnlega löng nám- skeið, þau stytztu tfu daga, þau lengstu fjögurra mánaða. Pað kom í Ijós, þegar innritun var hafin núna í ágúst, að að- sókn hafði aukizt um 10% frá því í fyrra“. „Og hvað eru kennararnir margir?“ „Seytján eru fastráðnir, en alls voru þeir áttatíu og átta í fyrravetur. Með vaxandi sér- hæfingu verður æ erfiðara að útvega kennara í hinar ýmsu tæknifræðilegu greinar, og marga þeirra fáum við beint úr atvinnulífinu, þvf að okkur skort ir möguleika til þjálfunar kenn- ara í sambandi við verklega nám ið. Það kostar oft töluverða um- hugsun að skipuleggja tfmana, þegar sumir kennaramir geta að eins unnið um miðjan daginn, aðrir á morgnana og enn aðrii aldrei nema á kvöldin". Sextíu iðngreinar „Hversu margar iðngreinar eru kenndar við skólann?" „AUs munu þær vera um sex- tíu talsins, en þó er ekki kennt Þór Sandholt skólastjóri í skrifstofu sinni. (Mynd: BG) f þeim öllum núna, vegna þess Iðnskólinn í Reykjavík er um það bil að hefja sitt sextugasta og fyrsta starfsár, og skólastjór- inn, Þór Sandholt arkí- tekt, vinnur baki brotnu ásamt aðstoðarmönnum sínum við það vanda- verk að búa út stunda- töflumar fyrir næsta námstímabil. Það er flók ið starf og seinlegt, þvi að ótrúlega margs þarf að gæta, nemendur eru bundnir við vinnu á ýms um tímum og kennar- amir á öðrum, sumir sækja aðeins námskeið, aðrir stunda reglulegt nám, sumir em aðallega í bóklegu námi, aðrir í verklegu, og allir verða að fá námsskrá við sitt hæfi. ,,V7ið erum að velta fyrir okk- ur, hvort ekki muni verða hægt að láta rafeindaheila reikna þetta út í framtíðinni“. segir Þór, um leið og hann legg- ur til hliðar seinustu útkrotuðu arkirnar, svo að blaðaljósmynd arinn komi ekki að öllu í óreiðu á skrifborðinu hans. „Það myndi spara okkur mikil heilabrot". Hann á sjálfur tíu ára starfs- afmæli i haust sem skólastjóri Iðnskólans, en hefur kennt þar iðnteikningu síðan árið 1942, og hann gerði uppdrátt að hinni glæsilegu nýju byggingu, þar sem skólinn er nú til húsa. Aðsókn eykst stöðugt „Við höfum ríka þörf fyrir aukið húsnæði, þvf að nemenda- fjöldinn vex með hverju ári sem líður og meiri og meiri kröfur eru gerðar“, heldur hann áfram „Það er hvorki meira né minna en 30% af reykvísku skólaæsk- Jón Þorláksson ráðherra, fyrsti skólastjóri Iðnskólans f Rvik. að eftirspurn er ekki fyrir hendi“. „Hverjar eiga mestum vin- sældum að fagna?" „I fyrra voru vélvirkjamir fjölmennastir — 165 nemar. næstir komu húsasmiðir, 138, og þar á eftir húsgagnasmiðir og bifvélavirkjar". „Og hvað er minnst sótt?“ „Ja, náttúrlega þær greinar, þar sem enginn er — t. d. leir- kerasmíði, aktygjasmíði og eld- smfði. í glerslfpunargerð eru ör- fáir“. „Er mikið af kvenfólki í skól- anum?“ „Það er helzt við hárgreiðslu- nám og kjólasaum. Ein var hér í málaraiðn og önnur prentiðn, en þær eru báðar útskrifaðar. Hattasaumakonur eru fáséðar. Á námskeiðunum hafa verið stúlk- ur að læra teikningu til að geta orðið aðstoðarstúlkur á teikni- stofum verkfræðinga. Fleiri stúlkum getum við víst ekki státað af“. Þrísett I skólann „Hvemig fer námið fram?“ „Hið reglulega nám skiptist I verklegt nám hjá iðnmeistara og tveggja til þriggja mánaða bók- legt námstfmabil í skólanum á ári hverju. Við getum tekið húsa smið til dæmis. Hann vinnur sem lærlingur hjá einhverjum ákveðnum húsasmfðameistara um fjögurra ára skeið, og á þessum fjórum árum tekur hann bóklega námið f skólanum á tæplega þremur mánuðum hvert ár. Núna er t. d. að hefjast fyrsta námstímabil þessa árs og stendur yfir tll jóla, en þá verða tekin próf. Annað tímabilið byrj- ar strax eftir áramót og stendur l - 32HBKSBI BES’iT—1úsí&'ji

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.