Vísir


Vísir - 15.10.1964, Qupperneq 3

Vísir - 15.10.1964, Qupperneq 3
V IS IR . Fimmtudagur io. október !»«■*. i'.V.WW. v.v.v. DAWN FRAZER með kengúr- una, tákn lands síns, eftir sig-. urinn í 100 m skriðsundi. Til vinstri er Kathie EIIis, sem varð 3., og hinum megin er Sharon Strouder, sem fékk silfrið. íslenzk Glímuæfingar ungmennafélaga hefjast 1 íþróttahúsi Jóns Þor- steinssonar við L'indargötu n. k. föstudag kl. 7 síðdegis. Kennt verð ur í minni salnum. Kennari verður Kjartan Bergmann. Æfingar verða alia mánudaga og föstudaga kl. 7—8 s. d. öllum heimil þátttaka. Undirbúningsnefnd. Frrnn missir Ingólf til Sviþjóiar Fer þangað og leikur með 2. deildar liðinu Malmberget — Ekki með 'i Evrópubikarnum Ingólfur Óskarsson, markhæsti maður ís- landsmótsins í fyrra og einn bezti handknatt- leiksmaður íslandsmeist ara FRAM, verður ekki meðal „trompa“ liðsins gegn Redbergslid í Gautaborg í Evrópubik- arleiknum, sem senni- lega fer fram í lok næsta mánaðar. Ingólfur mun sennilega horfa á félaga sína í þessum áhrifa- mikla leik, en hann kem- ur þá aðeins sem ferða- maður norðan úr Sví- þjóð frá smáborginni Gállevara. „Já, ég hef nú ákveðið mig. Ég ætla utan 28. október n. k. og ætla að le'ika með 2. deildar liði í Gállevara a. m. k. í vet- ur. Liðið heitir MALMBERGET og leikur í norður-riðli 2. deild- ar, var í 3. de'ild ’62—’63, reif sig upp í fyrra og vann með yfirburðum deildina. Mig lang- ar til að reyna eitthvað nýtt, fara utan og víkka sjóndeild- arhringinn”, sagð'i hann. „Auðvitað kem ég til með að sakna míns góða félags og strákanna í Fram, sem eru úr- vals félagar. Hins vegar sakna ég ekki aðstöðunnar að Háloga landi, ég vona að það verði bú- ið að rífa það, þegar ég kem aftur heim og viðunandi að- staða fengin“, sagði Ingólfur. Ingólfur mun fá atvinnu hjá stóru fyrirtæki og starfa á skrifstofu fyrirtækisins. Þess má geta, að ekk'i er ósennilegt að félögin í Allsvenskan — 1. deildinni I Svíþjóð — muni sækjast eftir að fá Ingólf til sín eftir árið og hann muni þá jafnvel hefja leik með einhverju þeirra. <S------------------------------ Nómskeið hjó ÁRMANNI Frjálsíþróttadeild Ármanns gengst fyrir námskeiði I frjálsum íþróttum fyrir áhugasama drengi á aldrinum 12 — 15 ára. Námskeið þetta fer fram í húsi Jóns Þorsteinssonar við Lindargötu og hófst það miðviku- daginn 14. október kl. 7 — 8 sfðd. Verða æfingar svo áfram á sama tíma og degi í a. m. k. einn og hálfan mánuð. Kennd verður undirstaða ýmissa innanhússgreina frjálsra íþrótta, svo sem í hástökki, langstökki og þrlstökki. Einnig verður kennd í- þróttaleikfimi. Þjálfari deildarinnar er Þorkell S einar Ellertsson, sem nýkominn er heim frá námi og starfi í Svíþjóð. Félagið vill hvetja alla drengi, sem kynnast vilja frjálsum íþrótt- um, að hefja æfingar nú þegar, enda er hér um að ræða einstakt tækifæri fyrir pilta á þessu reki. Æfingar deildarinnar fyrir eldri pilta eru á þriðjudögum og föstu- dögum kl. 7—8 síðdegis, og þang- að era vitanlega allir velkomnir, sem áhuga hafa á æfingum, keppni og árangri í frjálsum íþróttum. Upplýsingar um námskeið og æf- ingatíma eru veittar á skrifstofu Ármanns n.k. föstud. kl. 8—9.30. Simi 13356. Þeir unnu öll verðlaunin fyrir Bandarikin f 200 metra baksundi: Bob Bennet (brons) — Buddy Graef (guil) — Gary Dilley (silfur). Loftleiðir — Framh. af bls. 16 — Það er varla hægt að segja það, málið er núna bara 1 öðru ráðuneyti og engin skörp tak- mörk þar á milli. — Eruð þór með í skjalatösk- unni kröfur um að fargjöld Loftleiða verði hækkuð (veru- lega? — Ég vona að það sé ekki litið á það sem kröfur. Þetta er samninga- og samkomulagsat- riði. — Er hinn raunverulegi til- gangur ykkar að reyna að drepa Loftieiðir? — Nei, það vill enginn drepa hið íslenzka flugfélag. — Er þá aðeins ætlunin að ganga eins langt o ghagsmunir SAS krefjast? — Það má lýsa þessu í stuttu máli þannig, að við samningu loftferðasamnings þarf að fylgja vissum grundvallarreglum. Ein reglan er sú, að flugfélög beggja aðilanna hafi sömu fjárhagslegu skilyrðin og sömu samkeppnis- aðstöðuna. Það er svo túlkunar- atriði sem um er deilt, hvað sé sama aðstaðan. — Er það rétt, að þessi fund arhðld ykkar séu haldin til að undirbúa málið fyrir utanríkis- ráðherrafund Norðurlanda síð- ar f mánuðinum? — Það getur verið að utan- ríkisráðherrafundurinn taki þetta mál fyrir. En hann er. nú ekki haldinn f tilefni þessa máls Þetta er fastur fundur utanríkis ráðherranna til að ræða m.a. samstöðu Norðurlandanna á þingi Sþ og það vill aðeins svo til að nú á að halda hann á ís- landi. — Hvað búizt þér við að dveljast hér lengi. — Það er erfitt að segja. Ætli við verðum ekki hér þang að til samkomulag hefur náðst. Lufher King — Framh. á bls. 6. verðugri þess en King að fá frið- arverðlaunin. maðurinn, sem í nærri 20 ára hafi gnæft yfir aðra sem leiðtogi bandarfskra blökku- manna og baráttumaður fyrir jafn- rétti þeirra við hvíta. I Áktuelt segir að „verðlaunaveitingin til Lut huli hafi haft lítil áhrif á að- skilnaðar — (apartheid) — stjórn- málastefnuna f Suður-Afrfku og eins hafi það verið er Ossietzky hlaut friðarverðlaunin á sínum tíma. Það hafi ekki haft áhrif til þess að hnekkja gengi nazista- stefnunnar, en menn geti ef til vill leyft sér að vona, að það hafi sín áhrif í Suðurrikjunum, að dr. King hlaut verðlaunin. Niels Nörlund ritar um verð- launaveitinguna í Berlingske Tid- ende og segir, að Luthuli hafj orð ið að fara til Osló með yfirlýsingu frá Suður-Afrfkustjórn um, að hann uppfyllti ekki þær kröfur, sem gera yrði til Nobelsverðlauna þega, en dr. King njóti viðurkenn ingar og aðdáunar meiri hluta hvítra manna í Bandaríkjunum og sé mikils metinn af forseta og stjórn Bandaríkjanna. Extrabladet minnir á, að það hafi þann 17. ágúst hvatt til þess, að Martin Luther King fengi friðar verðlaunin. FÉLAGSLÍF I kvöld tala á samkomu Æskulýðs vikunnar Þórður Möller yfirlækn ir ásamt Hrafnhildi Lárusdóttur og Sigríði Pétursdóttur. Kvennakór og einsöngur. Allir velkomnir KFUM og KFUK Helluofn óskast Notaður Hellu-miðstöðvar- ofn nokkuð stór óskast. Uppl. i síma 4-13-61. TIL LEIGU Húseignin Vitastígur 13 er til leigu. í húsinu eru tvær 3ja herbergja íbúðir auk kjallara. — Húsið er laust strax. Til sýnis í dag frá kl. 5-7. Hurðarísetningar Smiður getur tekið að sér hurðarísetningar og önnur smærri verk. Sími 14234 eftir klukk- 8 e. h. Gullarmband tapað Gullarmband tapaðist aðfaranótt miðviku- dags s.l. á leiðinni Laugarásvegur, Langholts- vegur inn i Bústaðahverfi. Skilvís finnandi vinsaml. hringi í síma 37480. Há fundarlaun.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.