Vísir - 15.10.1964, Síða 6
6
V í SIR . Fimmtudagur 15. október 1964.
ÁRNASAFN -
/
Framh. at' 9. síðu
izt starfi við safnið ef það
hefði verið heima?
— Jú, ég geri fastlega ráð
fyrir því.
— ]YJ‘S langar að spyrja
yður um e’itt, pró-
fessor Jón. Ég talaði í gær við
Bröndum Nielsen. Hann bar
þá sögu upp á yður, að þér
.hefðuð fengið lánuð heiman frá
íslandi nokkur af fornbréfa-
handritunum eða diplomunum,
sem íslendingar fengu úr dönsk
um skjalasöfnum 1927. En þeg-
ar þetta hefði kom'ið til yðar,
þá hefði komið í ljós, að pakk-
inn hefði aldrei verið opnaður
á fslandi. Er þetta rétt?
Jón Helgason stekkur upp af
sæti sínu. — Hvílík endalaus
vitleysa, það er eins og annað
sem þessi gamli maður segir.
Þetta er svo mikil fjarstæða, ég
skal sýna yður hvernig fom-
bréfin eru geymd á fslandi. Og
hann fer og sækir pappaöskju,
opnar hana og í henn'i liggja
laus bréf og skjöl. — Svona
era fornbréfin geymd heima á
fslandi, hvernig í ósköpunum
er hægt að sjá, hvort hreyft
hefur verið við þeim. Þetta er
eins og hver önnur vitleysa hjá
gamla manninum og ég hefði
aldrei getað látið mér slfkt um
munn ,fara.
— Get ég spurt yður, hvort
þér viljið sjálfur persónulega,
að handritin verði flutt heim?
— Nei, þessi spurning er oft
■ lögð fyrir mig og afstaða mín
er, að ég svara henni ekki. Þér
verðið að skilja, að ég er f
þeirri aðstöðu sem safnvörður
og starfsmaður Árna Magnús-
sonar stofnunarinnar og verð
þe's8"Vegna að vera hlutlaus.
Það e'ina sem ég geri er að gefa
hlutlægar upplýsingar um safn-
ið.
— En finnst ekki bókasafns-
mönnum eins og yður sárt, að
láta taka safn eins og þetta og
hluta það f sundur?
— Þvf get ég ekki neitað
mér sárnar sundurlimunin.
Maður v'ildi helzt óska að safn-
ið fengi að vera ein heild. En
það er ekki mitt að ákveða
neitt í þvf, né hafa áhrif á þá
sem ráða.
— Mætti °rða spurning-
una öðru vísi. Ég hef
heyrt orðróm og mér fannst
Bröndum Nielsen Vilja láta í
það skína,' að þér væruð mót-
fallinn heimflutningi handrit-
anna. Hann t.laði t.d. um að
starf yðar við uppeldi ungra
fræðimanna væri eyðilagt o.s.
frv. Er það rétt. að þér séuð
mótfallinn heimflutningi safns-
ins?
— Sé einhver slíkur orðróm-
ur uppi vil ég gjarnan taka
það fram, að hann er tilhæfi-
laus með öllu. Það er hreinlega
ósatt að ég sé á móti því. Meire
vil ég ekki segja.
— Ég leggja fyrir
yður aðra úrslita-
spurningu. Mótstöðumenn hand
ritaafhendingar halda því fram
að vís’indastarfið sem unnið er
hér í höfn muni leggjast niður
ef handritin eru flutt heim. Er-
uð þér líka þeirrar skoðunar.
— Nei, það er ekki rétt. Við
segjum hér að rannsóknirnar
haldi áfram hér, þó handritin
verði send heim. Okkur hefur
aldrei dottið f hug að halda því
fram að verkið hér þurfi að
stöðvast hér þrátt fyrir það.
Það er fullt eins gott að rann-
saka handritin af góðum ljós-
myndum éins og frumhandrit-
unum og sé um eitthvað vafa-
mál að ræða þá er hægt að fá
frumhandritið sent að heiman,
eða skreppa heim og athuga
það.
— En þér viljið láta ljós-
mynda allt safn'ið áður?
— Já, við verðum að setja
það ófrávíkjanlega skilyrði að
handritin verði vandlega ljós-
mynduð áður en þau eru send
í burtu.
— Hvað tekur það langan
tíma? Er ekki hægt að gera bað
í snatri á míkrófilmur?
— Nei, það er mjög tíma-
frek og vandunnin vinna. Það
er ekki hægt að gera það á
míkrófilmur. Með núverandi á-
framhaldi myndi það taka 10—
15 ár, en hægt væri að hraða
því með auknum fjárframlögum.
— Verðið þér áfram í Kaup-
mannahöfh, þó handritin fari
heini? 'r>l i,,s; ' '' "í: :
Já. ég geri ráð fyrir-'því
°g ég geri lfka ráð fyrir að
geta haldið rannsóknum áfram
— Tjér sögðuð að það myndi
* ekki stöðva rannsókn-
arstörf hér, þó handritin væra
send heim, en nú halda Dan’ir
því sérstaklega fram, að starf
við forníslenzku orðabókina
myndi eyðileggjast ef handritin
væru send heim. Og þeir áætla
að það starf taki enn 25 ár.
Hvað segið þér um það?
— Ég get að vísu ekkert
sagt um starfið við orðabókina,
en ef við getum notað ljós-
myndir við rannsóknarstörf
okkar, ættu þeir við orðabók-
ina að geta látið sér það
nægja.
Jgftir þetta samtal við pró-
fessor Jón Helgason gekk
ég u.n safn’ið. Inn af skrifstofu
hans er sjálft handritasafnið f
bremur bókaskápsreólum með
Þessa ljósmynd tók Björn Pálsson í fyrradag f leit sinni að vélbátnum Sæfelli. Þannig var flogið víða
meðfram ströndinni. Þessi mynd var tekin við Straumnes. Á henni sést á miðri myndinni flakið af
gamla Goðafossi.
«-
hillum til beggja hliða. Meira
en svo fer ekki fyrir öllu þessu
Verðmæta safni, sem sumir hafa
metið á 100 milljón krónur
aðrir á 500 milljón krónur
matsupphæðir út í loftið.
Ég settist einnig um stund
niður hjá Stefáni Karlssyni
hann var að Vinna að textaút-
gáfu á heilagramannasögum, en
auk þess lá á borðinu hjá hon-
um sú merkilega Möðruvalla-
bók. Hann ræddi við mig um
stund og sagði mér frá þvt,
hvernig starfið við handritin
líktist starfi leynilögreglu-
manns, athugun á rithöndum,
innbindingu og le'it í annálum.
Þknnig mætti til’ déh’iis'Téiða
líkur áð því að tíáíidtörejög- "r
maður hefði skrifað Hauksbók
á eins eða tveggja ára tímabili,
þegar hann hvarf aftur til ís-
lands frá Noregi þar sem hann
var annars búsettur.
hér hitti ég ungfrú Agnete
Loth, unga fallega konu,
sem starfar við safnið, en hef-
ur lent I því, að hún er meðal
þeirra sem undirrita endemis
bæklinginn. Hún talaði ótrú-
lega fallega íslenzku, rödd
hennar blæmjúk svo maður
fann að hún hafði ekki aðeins
lært islenzka tungu, kona sem
þannig talaði hlaut að elska
þetta tungumál.
Það sem hún hafði helzt við
m'ig að segja, var að sér þætti
mjög leitt að í bæklingnum
hefði staðið að handrit á Lands
bókasafn'inu hefðu legið þar í
megnustu vanhirðu og undir
skemmdum. Þetta hefði hún
ekki viljað segja.
— En þér eruð mótfallin því,
að handritin verði send heim til
íslands?
— Já, ég held að ef það verð-
ur gert, þá muni ég gráta í hálf-
an mánuð á eftir
Þorsteinn Thorarensen.
Sigurvon —
Framh at bls I
norður af og hefði verið að leita
að síld.
240 ÞÚS. KR. TJÓN
Þá sagðist Guðmundur Ibsen
hafa verið nýbúinn að fá matið
ern hjáiijetarpeistaranum á Eskifirði,
sem gerði við nót hans til bráða
birgða á dögunum. Það er álit
netame'istarans að það kosti 230
til 240 þúsund krónur að gera
nótina jafngóða, fyrir utan
bráðabirgðaviðgerð, sem fór
fram á henni.
MILLIRÍKJAMÁL?
Visir spurði útgerðarmanninn,
Sigijrð Pétursson, hvaða vonir
hann gerði sér um að fá þetta
tjón bætt. Hann kvað rafn og
númer rússneska bátsins, sem
sigldi inn í nót Sigurvonar á
dögunum, hafa náðst, og yrði
það sent til dómsmálaráðuneyt-
is'ins og utanríkisráðuneytisins í
Reykjavík ásamt útskrift af sjó-
prófum, sem fram fóru á Eski-
firði í þessu máli. Ráðuneytið
mun síðan eflaust athuga þetta
mál eftir diplómatiskri leið og
freista þess að fá þennan skaða
bættan, sagði útgerðarmaðurinn
að lokum.
Fundur var í sameinuðu þingi
í gær. Á dagskrá var kosning
fastanefnda, þ. e. fjárveitinga-
nefndar, skipuð 9 mönnum, ut-
anrikismálanefndar, skipuð 7
mönnum og 7 til vara, og alls-
herjarnefndar, skipuð 7 mönnum
og 7 til vara, svo og kosning
þingfararkaupsnefndar, skipuð 5
mönnum.
í fjárveitinganefnd voru kjörn-
ir eftirtaláir þingmenn: Jón Árna
son, Gunnar Gíslason, Jónas Pét-
ursson, Matthfas Bjarnason, Bire
ir Finnsson, Halldór Ásgrímsson.
Hallfiór E. Sigurðsson, Ingvar
Gíslason og Geir "unnarsson.
Við kosningu í utanríkismála-
nefnd komu fram 3 listar. Af
A-lista voru kjörnir eftirtaldir
menn: Ólafur Thors, Sigurður
Bjarnason, Davíð Ólafsson og
Emil Jónsson. Af B-lista Hermann
Jónasson og Þórarinn Þórarins-
son og af C-lista Einar Olgeirs-
son. Varamenn voru kjörnir, af
A-lista: Magnús Jónsson, Matthías
Á. Mathiesen. Þorvaldur Garðar
Kristjánsson og Gylfi Þ. Gísla-
son, af B-lista: Ólafur Jóhannes-
son og Helgi Bergs og af C-lista
Gils Guðmundsson.
Við kosningu í Allsherjarnefnd
komu fram 3 iistar. Kjörnir voru'
r A-Iista Pétur Sigurðsson, Matt
hías Bjarnason, Sverrir Júlíus-
son og Jón Þorsteinsson. Af B-
lista Einar Ágústsson og Gísli
Guðmundj-an og af C-lista Ragn
ar Arnalds.
3 listar komu fram Við kosn-
ingu þingfararkaupsnefndar. Með
því að fleiri nöfn voru á þessum
listum en kjósa skyldi, þurfti at-
kvæðagreiðsla að fara fram. Fór
hún þannig, að A-listi hlaut 31
atkv. og 3 menn kjörna, B-listinn
hlaut 19 atkv. og 2 menn kjörna
og C-listinn 3 atkv. og engan
mann kjörinn. Af A-lista voru
kosnir: Einar Ingimundarson, Jón
as Pétursson og Eggert G. Þor-
steinsson. Af B-lista voru kosnir:
Halldór Ágústsson og Halldór E.
Sigurðsson.
Rafreigciiir
Framh. af 1. síðu:
um 4 þús. Rafreiknirinn er eink-
um gerður til þess að vinna að
hinum ýmsu vfsindastörfum og
flóknum útreikningum, en
skýrsluvéla-rafreiknirinn aftur á
móti gerður meira fyrír skrif-
finnskuna Þessir rafreiknar eru
notaðir erlendis af háskólum,
vísindastofnunum og minni fyr-
irtækjum“, sagði Ottó.
Rafreiknirinh var í morgun
fluttur inn í Tollvörageymslu,
þar sem hann verður geymdur
þar til kjallari hins nýja húsnæð-
is vísindastofnunarinnar verður
tilbúinn, en þar verður rafreikn-
irinn hafður í framtíðinni. Há-
skóli íslands mun einkum nota
þennan rafreikni til þess að
kenna og þjálfa vísindamenn og
tilvonandi visindamenn i með-
ferð rafreiknivéla og jafnhliða
því vinna að ýmsum vísinda-
og rannsóknarstörfum. — Þessi
nýi rafreiknir er í þremur ein-
ingum og tekur svipað rúm og
þrjú skrifborð. I.B.M.-umboðið
mun að sjálfsögðu leggja til
tæknimenntaða menn í sam-
bandi við uppsetningu og eftir-
lit með rafreikninum, en verk-
fræðingarnir Oddur Benedikts-
son og Helgi Sigvaldason munu
m. a. annast kennslu og þjálfun.
I dag eru í notkun fleiri þúsund
rafreiknar svipaðir þessum og
hefur I.B.M. selt háskólum og
vísindastofnunum þessar vélar
með allt að 60% afslætti, en
þessi rafreiknir er sá síðasti,
sem I.B.M. selur með svo mikl-
um afslætti.
að
„og
Bretland —
Framh. af 1. síðu:
ar. Blaðið Daily Mail segir,
alger óvissa sé um úrslitin
hvað sem er geti gerzt“
. Leiðtogar allra flokka voru
sigurreifir í gærkvöldi og
ræddu mest innanlandsmálin.
Sir Alec Douglas Home forsæt
isráðherra fiutti lokaræðu í
kjördæmi sfnu í Skotlandi, en
Harold Wilson f Liverpool og
var báðum vel fagnað.
Frjálslyndi flokkurinn gerir
sér miklar vonir um aukið
fylgi.
3
Faðir minn
INGIMUNDUR GUÐMUNDSSON
Lindargötu 32
andaðist í sjúkrahúsi aðfaranótt sunnudags 11. þ. m.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 19.
þ. m. kl. 13,30
Ágúst Ingimundarson
og aðstandendur.