Vísir - 16.10.1964, Page 8
s
V I S I R . Föstudagur 16. október 1964.
VÍSIR
^igeianth. Blaðaútgatan v'ISIB
Ritstjöri: Gunnai G. Schram
ASstoðarritstjóri: Ajtel Thorsteinson
Fréttastjórar Þorsteinn Ö. Thorarensen
Björgvin Guðmundssor
Ritstjómarskrifstofur Laugaveg: 178
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstrætí 3
Áskriftargjald er 30 tcr á mánuði
í lausasölu 5 kr eint. - Simi 11660 (5 línur)
PrentsmiSja Visis - Edda h.t
Raunhæfur samanburður
gtjómarandstöðublöðin hafa í sumar og haust haldið
uppí. miklum áróðri þess efnis, að íslendingar væru
oinhver skattpíndasta þjóð veraldar. Ef til vill hafa
linhverjir tekið mark á þessum áróðri, þótt hann eigi
harla lítið skylt við sannleikann eða staðreyndir máls-
ins. Hið sanna er, að skattar eru hér á landi lægri en
í flestum nágrannalöndunum. Það þekkja allir þeir
íslendingar, sem búsettir hafa verið erlendis og aðrir,
sem málin hafa kynnt sér. Fjármálaráðherra Gunnar
Thoroddsen gerði skattamálin að umræðuefni á fundi
Sjálfstæðismanna nú í vikunni. Vék hann nokkuð að
þessu atriði og gerði samanburð á sköttum hér og í
nágrannalöndunum. Tölur liggja nú þegar fyrir um
slíkan samanburð hér á landi og í Noregi. Hér á landi
greiðir meðalfjölskylda kr. 3.600 í skatta af 150.000
króna tekjum, en í Noregi 7.244 krónur. Af 200 þús-
und króna tekjum greiðir hún hérlendis 16.900 krónur,
en í Noregi 18.000 krónur. Útsvörin í þessum tveimur
löndum eru hins vegar svipuð. Þessi óvefengjanlegi
samanburður sýnir, að skattar eru hér verúlega lægri
en hjá Norðmönnum.
J,á hefir stjómarandstaðan einnig haldið því fram, að
opinberar álögur í heild væru hér mun hærri én í öðr-
um löndum. Slíkur samanburður er miðaður við þann
hluta, sem opinberir aðilar, ríki og sveitarfélög, taka
til sín af þjóðarframleiðslunni með beinum og óbein-
um sköttum, tollum og almannatryggingargjaldi. At-
hugun hefir leitt í ljós, að þetta hlutfall var á s.l. ári
40 af hundraði í Svíþjóð, 37 í Vestur-Þýzkalandi, 36
í Noregi, 33 í Bretlandi, 29 í Danmörku og lægst hér
á íslandi, eða 27 af hundraði. Fjármálaráðherra benti
á, að þetta hlutfall yrði ekki óhagstæðara í ár og álög-
ur ekki hærri prósenta þjóðarframleiðslunnar en í
fyrra. Það væri því síður en svo rétt að álögur væru
hér hærri en annars staðar. Þessar tölur sýna, hve
fráleitur og óskammfeilinn áróður stjórnarandstöðunn-
ar í skattamálum hefir verið, — ekki sízt þegar það
er haft í huga, að nú stendur fyrir dyrum ný breyt-
ing skattalaganna, sem miðar að því að skattar lækki
á lágtekjum og fjölskyldufólki.
Fall Krúsévs
Rússum er greinilega að fara fram. Þeir fangelsa ekki
lengur fyrrverandi valdhafa sína og lífláta. Stjórnar-
byltingin í gær fór friðsamlega fram. Ugglaust hefir
hin harða deila við Kínverja átt ríkastan þáttinn í falli
Krúsévs, þótt enn sé erfitt að segja hver sé. orsök ein-
ræðisstjómarskiptanna. Gróflega dapurlegt er hlut-
skipti íslenzku kommúnistadeildarinnar. Á einni nóttu
verða þeir að skipta um hollustu sem húsbónda. Það
er von að Þjóðviljinn sé áttavilltur i morgun.
ERLENDAR
BÆKUR
Dýpst í þankans djúp, þótt
köfum
og dýpst í námum fróðleiks
gröfum,
í botninn aidrei andinn sér.
Svo er fyrir að þakka að
marga hefur islenzk þjóð átt
þá góða leiðsögumennina, en þó
fáa slíka sem Grím Thomsen.
Sá sem hans Ieiðsögu hlítir.
Hins lét ég ógetið, að í bréfi
sem fylgdi henni, sagðist hann
mundu senda mér aðra bók, þeg
ar hún kæmi út, en hún var þá
í prentun; kvaðst ætla að ég
mundi hafa ánægju af að lesa
hana. Vitaskuld stóð hann við
orð sín. Bók þessi: J.G. Bennett:
A Spiritual Psychology (Hodder
& Stoughton Ltd., 21 sh), kom
út í júní og barst mér strax. Ég
var um þær mundir sokkinn
niður i önnur efn; og sinnti bók
inni lítið; leit þó í hana og
virtist sem hún mundi strembin,
lagði hana til hliðar og tók
hana ekki fram aftur fyrr en
í september. Þá varð allt ann
að uppi á teningnum og ég hafði
ekki lengi Iesið er mér varð
ljóst að bókin var harla hug-
næm og vekjandi. Eftir að hafa
lokið henni tel ég rétt að benda
lesendum Vísis á hana.
Endur fyrir löngu, fjörutíu
árum og meir, hafði ég lesið
tvær bækur um sálarfræði,
aðra á ensku, hina á íslenzku
og þótt báðar nokkuð þurrar. Ég
græddi lítið á lestrinum. Þessi
bók er með mjög öðrum hætti,
Bók Johnsons get ég ekki betur
séð en að eig; erindi til allra
þeirra manna, er ensku lesa og
um andleg mál hugsa, en ég
hygg að sumir kaflarnir í bók
Bennetts muni þreyta ýmsa þá,
sem lítt eru vanir að lesa um
heimspekileg efni. Þeim, sem
lesið hafa ensk guðspekirit
mun varla reynast hún erfið og
fer því þó fjarri að höfundurinn
þræði leiðir guðspekinga — að
svo miklu leyti sem mfn harla
takmarkaða þekking ieyfir mér
um að dæma.
Það er ekki efamál að margt
er merkilegt í þessari nýju bók,
en margt er þar, sem ekki er
á mínum færum að kveða upp
dóm um. Sumt efni hennar mun
óþekkt I vestrænum bókmennt-
um þar til núna síðasta ára-
tuginn ,— eða a.m.k. mjög lít-
ið þekkt. Við sumar kenningarn
ar er ég hræddur um að ég og
mfnir líkar verði að svo komnu
að setja spurningamerki.
Ekki kemur annað til mála
en sumt það, sem hér er sagt
eigi eftir að draga að sér tals-
verða athygli og sumt af því
LEITIN ÞROTLAUSA
rnun naumast reika skaðlega
langt af réttum vegi. Og næsta
fá munú þau reynast vegamót-
in á iífsleiðinni að ekki hafi
hann hlaðið þar vörðu, ef vel
er skyggnzt um á lanr'abréfinu
hans.
Erum við ekki öll, allur þessi
ótölulegi hópur samferðafólks,
að svipast um eftir réttri leið
gegnum þann myrkvið sem við
höfum verið dæmd til að fara
um? Máske ekki öll, en án
efa meginþorrinn, og þó ákaf-
lega mörg án þess uð gera okk'
ur það' ljóst. Ailir munu leit-
endurnir finna eitthvað; en eins
og Grímur segir í Hnunum hér
að ofan, er það vonlaust að
ætia sér að finna leiðarendann.
Hitt segir hann skyldu okkar
að leita, beita huganum. Og
sammála eru þeir um það, Ein
ar Benediktsson og Grímur, að
þar sem skilninginn þrjóti, þar
verði trúin að taka við. Út á
gróðurlausa eyðimörkina vill
hvorugur þeirra leiða okkur —
enda illt verk að leiða nokk-
urn þangað.
Einhverja lesendur Vísis mun
reka minni til þess, að um
miðjan vetur síðastliðinn skrif-
aði ég nokkrar línur um bók
eftir R.C. Johnson. A Religious
Outlook for Modern Man. Þær
urðu til þess, að alls ekki fáir
öfluðu sér hennar, og engan hef
ég enn fyrir hitt er iðraði þess.
Ég gat þess að gamall vinur
f London hefði sent mér hana.
enda nefnir höfundurinn hana
„andlega“. En hann er stærð-
fræðingur að ménntun, aldrað-
Snæbjörn Jónsson.
ur maður, sem skipað hefur
virðingarstöðu. Ekki hefir hann
takmarkað sig við stærðfræðina
heldur sökkt sér niður í aust-
rænar tungur, austræna heim-
speki og margt annað að þvf
er virðist. Lærdómur hans er
bersýnilega mjög víðtækur.
Þessi bók er að vonum harla
frábrugðin hinni fyrri, og jaðra
þær þó saman á sumum sviðum
ætla ég vandmeðfarið, enda síð
ur en svo að höfundurinn dragi
dul á það. Ég mundi ætla að
fyrir presta væri það vel, að
kynna sér kenningar Bennetts.
Um lækna þori ég ekki að segja
en augljóslega er þarna um
merkilegar lækningar að ræða,
með hverjum hætti sem þær ger
ast Og dæmi eru þess, að til
þeirra hafa læknar vfsað þeim
sjúklingum, sem hin almennu
Iæknavísindi hlutu að dæma til
dauða og áttu því ekkert á
hættu. I sumum tiifellum hafa
þessir menn læknast að fullu.
Slíkra lækninga skyldi þó eng-
inn leita fyrr en önnur sund
eru lokuð.
• Höfundurinn er fágætlega op
inskár um sjálfan sig og sfn
málefni. Mörgum mun þykja
merkilegt að lesa það sem hann
segir af sinni eigin trúarreynslu
(bls. 24 og hinar næstu) Atburð
urinn sem hann segir frá á bis.
19 er óneitanlega athyglisverð-
ur. Má vera að sálfræðingar
telji sig geta gert tilraun til
þess að skýra hann, en hitt
mun þó sannast að- hann sé
mannlegum skilningi ofvaxinn:
Þótt hátt vér hugsa ættum,
hét guð ei að sjálfir mættum
skammta oss af skilningstré.
Já, merkileg bók. En ekki fyr
ir hvern mann að gamna sér við
Sn. J
Ný Islandskvikmynd
fyrir 1.2 millj. króna
Samib um sýningar i sjónvarpi og kvikmyndahúsum viba um heim
Kvikmyndatökufélagið Geysis-
myndir h.f. hefur látið gera
vandaða 35 mm cinemascope
litkvikmynd af tslandi og ís-
lenzku þjóðlífi. Kostar mynd-
in um 1,2 milljónir kr. Hafa
verið gerðir samningar um sýn
ingu myndarinnar í kvikmynda
húsum og sjónvarpi víðs vegar
um heim og má telja vist, að
milljónir manna muni sjá hana
Gestur Þorgrímsson skýrði
Vísi svo frá f morgun, að
myndin yrði sýnd f Austurbæj-
arbfói í Reykjavík fljótlega, ‘en
unnið væri að þvf f Stokk-
hólmi um þessar mundir að
setja enskan texta f myndina
fvrir sýningarnar erlendis.
Talið er, að myndin muni
hafa mikið landkynningargildi
og hefur því verið lagt til f
fjárlagafrumvarpinu, að veittur
verði 300 þús kr. styrkur til
myndarinnar.
Umferðarslys
Rétt eftir hádegið í fyrrad. varð
umferðarslys á Langholtsvegi, á
móts við hús nr. 103.
Drengur, Þorbjörn Sverrir Krist
insson að nafni, hljóp út á götu
f veg fyrir bfl, sem kom aðvffandi.
Drengurinn kastaðist f götuna og
meiddist nokkuð, marðist m. a. tals
vert á faeti og hlaut blððnasir.