Vísir - 16.10.1964, Síða 15

Vísir - 16.10.1964, Síða 15
\?fc S IR . Föstudagur 16. október 1964. 15 NICHOLAS monsarrat: Brúðkaupsferðin SAKAMALASAGA Við gengum til búðar frú Boer- sma og gamla konan var ákaflega sorgbitin. Veslings gamli Kioof, sagði hfln. Hann var um sjötugt og góður vinur minn. Hver skyldi trúa, að nokkur maður færi að myrða þenn an gamla mann til þess að komast yfir nokkur vesöl pund. Helena snerti við öxl hennar. — Þú verður að gæta allrar var úðar, sagði hún áhuggjufull. Hér virðist hvað sem er geta komið fyr- ir nú . . . Hún lauk ekki við setninguna. — Þeir mundu ekki ræna mig, sagði frú Boersma af hita. Rödd hennar var þrungin stolti Búanna vegna yfirburða þeirra Þeir myndu ekki þora að ræna mig, þessir skoll- ies. Seinasta orðinu hrækti hún út úr sér af megnri fyrirlitningu. En mér virtist augljóst, að ef nokkur staður væri efstur á blaði hjá bófunum, þá var það verzlun hennar. — Jæja, sagði Helena. Farðu nú samt gætilega. Læstu dyrum þínum á kvöldin og í guðanna bænum opn aðu þær ekki hvað sem á gengur. — Ég hefi ekki opnað dyrnar að næturlagi í 40 ár, sagði gamla frú Boerma og hló kankvísleg á svip. Og við hlógum líka. — En hvernig var Kloof gamli drepinn? Rotaður? — Nei, það er hræðilegt, — hann var kyrktur. Það er fallegur heim- ur, sem við lifum f eða hitt þó heldur. — Þetta er hræðilegt, sagði Hel ena, og að þetta skuli geta gerst hér — í Plettenbergvík. Og það var nákvæmlega hið sama sem James gamli Forsyth fað ir hennar, sagði skömmu síðar, eft ir að við höfðum ekið gegnum bæ- inn og heim. — Ég hefi aldrei heyrt annað eins, sagði hann. Ég var að blaða f skýrsl um í morgun. Hér hefir ekki verið framið morð eða gerð ofbeldisárás í 20 ár og.þá hafði drukknum fiski- mönnum lent saman. Og nú hafa verið framin tvö morð á einni viku. — Heldurðu enn, að það séu skollies, sem hér eru að verki? — Já, §agði tengdafaðir minn þeg ar, og ef ég mætti ráða mundi ég smala saman öllum óknyttalýð bæj arins og hafa í haldi um sinn. — Ég gæti trúað að lögreglan hafi eitthvað slíkt í huga, sagði ég. — Helvítis Hollendingar, nöldraði tengdapabbi. Þótt stórhríð kæmi og frost myndu þeir ekki herða svo gang, að þeir héldu á sér hita. Ég var ekki sammála, en það var hvorki staður né stund til að þrefa. Og það hefði aðeins haft þau áhrif, að ég hefði orðið að reyna óhæfilega á raddböndin, því að hann mundi heyra því verr því meira sem ég talaði. — O, sagði Helena, og dagurinn í gær var svo yndislegur! — Við eignumst marga slíka, ást in mín. — Ég er ekki trúuð á, að það verði um sinn Þar sem ég var á öðru máli en tengdapabbi minn um „hollenzku“ lögreglumennina : þorpinu, sem ég efaðist ekki um að væru samvizku samir og áhugasamir menn, og í alla staði vel til þess færir að gegna sínu ábyrgðarmikla starfi, fékk ég mér göngu þá um kvöldið upp brekkuna að lögreglustöðinni. Mig langaði til þess að fá vitneskju um hvað væri að gerast. Ég gerði það tengdaföður míns vegna, sem átti sem eins konar þorpspabbi heimt- ingu á að fá að vita hvað var að gerast, og persónulega var ég for- vitinn um þetta — og órór. Um leið og ég fór fram hjá bif- reiðaviðgerðaverkstæði Martins morðingja sá ég konu hans vera að afgreiða benzín úr annari dælunni og kallaði kveðju til hennar og bætti við: — Er maðurinn yðar heima? Hann sefur, svaraði hún ólundar- lega. Ég yppti öxlum og hélt áfram göngunni. Klukkan var ekki nema sex. Og mér þótti þetta dálítið grun samlegt. í lögreglustöðinni tók Van Willi gen hlýiega á móti mér. Hann virt ist ekki í neinni hugaræsingu eins og við vegartálmunina fyrr um dag- inn Hann hafði vafalaust verið at- hafnasamur og var ánægður yfir þeim varúðarráðstöfunum, sem hann hafði gert. — Ég hefi nú tuttugu og fimm manna lið, sagði hann þar af eru þrír yfirmenn, en hinir innbornir. Sumir eru óeinkennisklæddir Menn gefa gætur að öllum verzlunum i bænum og stóru húsunum llka. Til dæmis, sagði hann og leit á úrið sitt, til dæmis um nákvæmni okkar er það, að þér voruð 11 mínútur að ganga hingað. Ég hló, — Ég er ekki í þjálfun. En meðal annara orða, gefið þið svo nánar gætur að öllum nú? — Ekki öllum, en áreiðanlega að öllum verzlunum. Og við munum ekki síður gefa gætur að þeim sem koma út en þeim, sem fara inn. — Hafið þið enn grun um, að flokkur blakkra bófa sé að verki? — Kannski. Það gæti verið ein- hver úr hópi hinna blökku, ungu óknyttamanna, einhver sem kannski hefir fengið atvinnu til þess að vekja ekki grun, sem sendill í gisti húsi til dæmis, eða heimilisþjónn. Hver veit? — Kyrking er hræðileg morðað- ferð, sagði ég. Van Willigen horfði á mig hvass lega. — Hver sagði yður, að hann hafði verið kyrktur? — Ég hélt það. Það er orðrómur á kreiki um það. Ég man ekki betur en að það hafi verið frú Boersma, sem sagði okkur Helenu þetta. — Svo hélt ég líka, sagði Van Willigen þunglega, en það var ekki kyrking, þótt svo hefði virzt í fyrstu.. Hér hafði verið framið morð með öðrum hætti en ég hafði verið vitni að fyrr. Kloof gamla hef ir verið greitt högg, einhverju glímu bragðshöggi, Hann var hálsbrotinn og hálsinn útlits eins og trampað hefði verið á honum. Honum hefir verið greitt högg á hálsinn með bar efli eða kannski berum hnefum — ég veit það ekki. Þér getið kynnt yður skýrslu læknisins, hann stað- festir þetta. , Einhvers staðar innst í fylgsnum mínum hafði ljós kviknað, sem varð stærra og stærra, og ég sá allt skýrt. Ég reyndi að hlusta ekki með an Van Willigen var að segja frá þessu — frá morðaðferðinni. Ég minntist aðferðanna sem kenndar voru fallhlífarhermönnum til þess að læðast aftan að hermönn lum að drepa þá — aðferða, sem hentugar þóttu að beita gegn varð- mönnum fjandmanna á dimmviðris nóttum. í handbók fallhlifaher- manna var um þetta kafli: Hvemig koma skuli varðmönnum fjand- manna fyrir kattamef. Þessi aðferð var þannig, að gripið var í hár f jand mannsins að aftanverðu frá og höfð inu rykkt aftur og því næst greitt högg framan á hálsinn. Sem liðs- foringja hafði það verið eitt af skylduhlutverkum mínum að leið- beina fallhlífahermönnum mínum við þjálfun í að beita þessu bragði og öðrum. Næstu fjóra daga gerðist ekkert, nema að lögreglan gerði skyndi- húsrannsóknir, ýmiss konar orðróm ur var á kreiki og fréttamenn komu frá stórbæjunum. Plattenburg-vík var orðinn alræmdur staður, Þar höfðu verið framin 6 rán og tvö morð á einum mánuði. Og friðsæl- um íbúum Plattenburg-víkur var lit ið um það gefið, að bærinn þeirra var allt 1 einu búinn að fá á sig illt orð. Mönnum leið illa, en skyldi nokkr um hafa liðið verr en mér, stríðs- minninganna og samvizku minnar vegna. Og hvernig gat ég komizt hjá því að gruna minn gamla félaga, Martin „morðingja", því að morðin höfðu verið framin með einni að ferðinni, sem fallhlífahermenn voru þjálfaðir í, og enginn í mínurn flokki var leiknari í að beita þeim en Martin. Samvizkan lét mig eng- an frið hafa. Ef Martin hafði myrt þessa menn var það með aðferð, er ég hafði kennt honum, en að vísu var þetta aðferð sem engum var heimilt að beita nema við þær að- stæður á strfðstímum, sem ég gat um. Sannfærðist ég um, að hann væri morðinginn, bar mér að segja lögreglunni frá grun mínum. Auðvitað hefði ég átt að segja Helenu frá þessu hvað sem lögregl unni leið. Hún mundi hafa hjálpað mér, hún mundi hafa borið byrð- ina með mér, hún mundi hafa sagt mér hvað mér bæri að gera. En í fjóra daga aðhafðist ég ekkert, vegna þess að ég gat ekki komizt að niðurstöðu, og ef til vill vegna þess, að ég vonaði að eitthvað gerðist, sem leiddi f ljós að grunur minn hefði ekki við rök að styðjast. Ég vildi þurrka út allar minningar um hið liðna. Ég vildi fá staðfest að ri|Martin morðingi, sem tvívegis hafði bjargað lífi mínu, væri heiðarlegur borgari. Ég vildi, að það kæmi í ljós, að við værum báðir heiðarlegir áhorfendur að þeim harmleik sem var að gerast, og vonandi yrði ekki haldið áfram, en umfram allt lang- aði mig til að mega njóta hveiti- brauðsdaganna áfram í friði og ró. VARALITUR hinna vandlátu ■■■MnaMnMiiiiMiiiiiMiMBMiiiiroi TWntuti ? prtn(sml6ja & gúmmtstfmplagcrfr Elnholtl 2 - Sfmf 20Í60 V |*.V % SÆNGUR REST-BEZT-koddar Endurnýjum gömlu sængurnar, eigum dún- og fiðurheld ver. Seljum æðardúns- og gæsadúnssængur — og kodda af ýmsum stærðum. DÚN- OG FIÐURHREINSUN Vatnsstfg 3. Sími 18740. í É .V.V.V.V.V.'.V/.VóVl' Sólvallagötu Sími 18615 Tek hárlitun. Clairol, we’la og klainol litir. Vinn frá kl. 1-5 á hárgreiðslustofunni Perla Vitastig 18A Slmi 14J4S. Minna Breiðfjörð Hárgreiðslustofan PERMA Garðsenda 21. slmi 33968______ Hárgreiðslustofa Ólafar Björns dóttur. HÁTÚNl 6, sfmi 15493. Hárgreiðslustofan PIROL Grettisgötu 31 slmi 14787. Hárgreiðsiustofa VESTURBÆJAR Grenimei 9, simi 19218. Hárgreiðslustofa AUSTURBÆJAR (Marfa Guðmundsdóttir) Laugaveg 13, sfmi 14656. Nuddstofa á sama stað__________ Hárgreiðslu- og snyrtistofa STEINU og DÓDÖ Laugavea 18 3. hæð flyfta) Sfmí 24816 j Dömuhárgreiðsla við allra hæf ITJARNA8STOFAN [Tjarnargötu 11 Vonarstrætis- i megin. sfmi 14662____________ I Hárgreiðslustofan Ásgarði 22. (Simi 35610. PIG 7EEP-50 WO ANIW.AL CAW SMELL THEIR 6071ES! ZUP SAYS MOMSUZZI'S A. FAEATKOOPERS ARE SRINGWG BLOOPHOUNPS! WHAT IS S- THAT < NOISE?? Unlted Feáture m dSSnö Á meðan er verið að grafa gröfina. Grafðu svo djúpt að ekk ert dýr geti þefað upp líkin. Zud segir að fallhlífarliðið komi með blóðhunda. Sergo, hvaða hávaði er þetta? Villisvfn, þau eru alltof mörg, við getum ekki drepið þau, hlaupum. Villisvfnin koma æð- andi á móti þeim. Hárgreiðslustofan ViNUS Grundarstfg 2a Sími 21777. BiZT m AUGLÝSA í VÍSI

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.