Vísir - 16.11.1964, Blaðsíða 6

Vísir - 16.11.1964, Blaðsíða 6
6 V1SIR . Mánudagur 16. nóvember 1964. Metþátttaka / ferðum Ferðafélagsins / sumar Næsta Arbók fjallar um Norður- Þingeyjarsýslu Þátttaka f ferðum Ferðafélags íslands var meiri í sumar en nokkru sinni áður í sögu félags- ins. Samtais ferðuðust 3114 menn í 111 ferðum. Það eru nær þriðj- ungi fleiri menn en í fyrra, sem þó var gott ferðaár. Frá þessu skýrði Einar Guð- johnsen framkvæmdastjóri Ferða- félagsins f „Sviðamessu“ sem haldin var í Skíðaskálanum í Hveradölum í gær. Sagði Einar að sætanýting hefði verið mun betri hjá Ferðaféiaginu heldur en t.d. í fyrra, þvf ferða- fjöldinn var áþekkur þá og nú. Um aðrar framkvæmdir Ferða- félagsins í ár gat Einar þess að sæluhúsið í Þórsmörk hefði verið lengt um 5 metra í sumar og geta nú orðið hæglega gist í því 100 manns samtímis. Var orðin brýn þörf á þessari stækkun vegna ört vaxandi aðsóknar með hverju ár- inu sem líður. Þá voru í vor gróðursettar 2 þús und plöntur í Heiðmörk, en alls hafa verið gróðursettar þar 83 þúsund plöntur á vegum Ferðafé- Iags íslands. Loks má geta þess, að hitakerfið í Hveravallaskálan- um var endurbætt í sumar. Jón Eyþórsson ritstjóri Árbókar Ferðafélagsins gaf til kynna að næsta Árbók fjallaði um Norður- Þingeyjársýsiu og væntanlega nyrzta horn Norður-Múlasýslu. Höfundur hennar verður Gfsli Guðmundsson alþm. Þegar sú bók kemur út hefur lýsing allra sýslna iandsins komið út í Árbókum Ferðafélagsins, að Rangárvallasýslu einni undantekinni. Samið hefur verið við dr. Harald Matthíasson um að skrifa hana og er nokkur von til að hún geti komið út 1966. i Þá er enn von á Árbók um Suður- ! Þingeyjarsýslu innan tíðar, enda i þótt lausleg lýsing hennar hafi komið út áður. Það verður Jóhann Skaptason sýslumaður á Húsavík i sem skrifar hana. Af annarri bókaútgáfu Ferða- félagsins er það að frétta, að fyrirhugað er að ljósprenta Ár- bókina frá 1933. Hún fjallar um Fjallabaksléið og er eftir Pálma Hannesson rektor. Áður hafa 5 fyrstu Árbækur Ferðafélagsins verið ljósprentaðar og er upplag þeirra senn á þrotum. Ennfremur er væntanlegur leið- arvísir með vönduðu korti urn Þórsmörk Þangað leita nú fleiri menn á vegum félagsins en á nokkurn stað annan, en fæstir fróð ir um leiðir eða örnefni og því brýn nauðsyn að gefa út glögga og greinargóða Þórsmerkurlýsingu. Forseti Ferðafélagsins, Sigurður Jóhannsson, vegamálastjóri, skýrði frá þvl að bráðlega yrði sett upp ný útsýnisskífa á vegum félagsins á Vogastapa. Stjórnarmenn Stnrfsmannn- féiags Útvegsbankans voru yfirheyrðir Samkvæmt viðtali við Halldór Þorbjömsson, settan yfirsakadóm. ara, er nú lokið þeirri dómsrann- sókn, sem saksóknari rikisins ósk- aði eftir að yfirsakadómaraembætt. ið léti framkvæma í hinu svonefnda Útvegsbankamáli. Var sérstaklega fram tekið að óskað væri eftir að teknar væru skýrslur af stjórnar- mönnum í Starfsmannafélagi Úf vegsbanka íslands, en þéir eru 5 að tölu. Stjórnarmeðlimirnir hafa nú allir verið yfirheyrðir og kvað yfirsakadómari rannsóknina verða senda til saksóknara innan fárra daga. Saksóknari tæki síðan ákvörð un um framvindu málsins. Fjdrmólaráð- herra talar á Akranesi Sjálfstæðisfélag Akraness held ur fund í félagsheimili templara á Akranesi kl. 8,30 annað kvöld. Fjármálaráðherra Gunnar Thor- oddsen heldur ræðu um skatta- málin og stjórnmálaviðhorfið. — Sjálfstæðisfólk er hvatt til þecs að mæta vei. Sportver/# byrjar fram- leiðslu karlmannafata „Kóróna“, nefnist nýtt vöru- merki á karlmannafötum, sem eru væntanleg á markaðinn inn- an skamms. Framleiðslan er haf in og er það Sportver h.f sem framleiðir fötin í verksmiðju sinni að Skúiagötu 51. Sportver hefur hingað til framleitt mest sportfatnað, m. a. mikið af í- þróttabúningum, en nú hefur fyrirtækið keypt mikið af vélum og er sá vélakostur sem notaður er við framleiðsluna á „Kórónu- fötunum allur nýr. Sportver h.f. bauð fréttamönn um að sltoða saumastofu sina um starfsemi ■ fyrirtækisins nýl. Um 35 manns starfa nú við fyrir tækið, þar af um 30 manns á saumastofunni og við sjálfa fata framleiðsluna. Efnin sem Kór- ónufötin eru saumuð úr eru ein göngu frá Englandi og eru þau saumuð samkvæmt ensku stærð arkerfi. Framleiðsla á karlmanna fötunum er þegar hafin og eru fötin væntanleg á markaðinn inn an skamms. Verksmiðjan er stað sett á 3 hæð Skúlagötu 51, I húsi Sjóklæðagerðarinnar. Véla- kostur er allur nýr. Vélarnar eru keyptar frá Pfaff-verksmiðjun- ! um í Þýzkalandi og Union Spec ial í Bandaríkjunum. Við skipu- lagningu framleiðslunnar í verk smiðjunum. Þá eru einnig nýjar ar sérfræðings frá Pfaff verk -smiðjunum. Þá eru einnig nýjar pressuvélar frá IBIS Hoffman verksmiðjunum I Bretlandi. Stjórnendur verksmiðjunnar eru klæðskerameistararnir Björn i Guðmundsson og Guðgeir Þór- | arinsson. Björn hefur unnið um 13 ára skeið við fataframleiðslu, fyrst hjá Gefjun og siðar hjá Föt h.f. Fötin eru sniðin af honum með hliðsjón af sænsk- amerískum sniðum. Guðgeir stjórnar hins vegar framleiðsl- unni, en hefur um árabil unnið við klæðagerð, seinast hjá Föt h.f. Framkvæmdastjóri er Þor- varður Árnason Móðir okkar SOLVEIG KRISTJANA BJÖRNSDÓTTIR frá Bakkafirði andaðist í Landsspítalanum 14. þessa mánaðar. Bragi Halldórsson Njáll Hal’dórss.on Jón G. Halldórsson Flosi Halldórsson Bergþóra Halldórsdóttir Talsverð ófærð á vegunt Talsverð ófærð er nú á þjóð- vegunúm og tjáði Vegamála- skrifstofan Vísi í morgun að Breiðdalsheiði, Botnsdalsheiði og Siglufjarðarskarð væru lokuð vegna snjóa, en á mörgum stöð um öðrum hefði þurft að hreinsa til með snjóplóg til að leiðin væri fær, þannig var það t.d. í Kerlingarskarði og á Fróðár- heiði. Öxnadalsheiði og Vaðlaheiði voru færar í morgun að sögn vegamálaskrifstofunnar á Akur- eyri, en ekki lá alveg ljóst fyrir um ástand vega á Norðaustur- landi, en sennilegt að þeir hafi ekki lokazt. Arekstrar — tramh af bls 16 nota sér forgangsrétt sinn til að fara yfir á rauðu, en það skipti engum togum, að hún lendir á bíl Kristmundar þarna á gatnamótunum. í fyrstu var talið að skemmdir væru litlar, en þær reynast hins vegar meiri við athugun, því að höggið kom allfast á hjólið á bifreið Krist- mundar. Hann kveðst ekki hafa séð rautt ljós á lögreglubíln- um, sem þó blikkaði, en ein- ungis stöðvað vegna þess að hann heyrði í sirenunni. Þessir tveir árekstrar sem verða báðir með svo líkum hætti ættu að verða til þess, að sér- staklega yrði tekið til rannsókn ar hvort setja eigi skýrari regl ur um forgangsrétt sjúkra- og lögreglubila á þeim gatnamót- um, þar sem götuvitar eru. En óneitanlega, er örðugara fyrir almenna ökumenn að fylgjast með umferð slíkra bifreiða á slíkum hornum, þar sem nauð- synlegt er að hafa vel gætur á ljósi götuvitans. ASÍ-þingið — t-ramh ai ois 1 kjaramálin og lagabreytingar. Munu verða gerðar tillögur um nokkrar lagabreytingar, m. a. um það, að kjörtímabil sam- bandsstjórnar verði 4 ár en bú- ast má við deilum um það at- riði. Fjárhagsmál Alþýðusam- bandsins mun verða eitt stærsta mál þ’ingsins en fjárhagur þess er nú mjög slæmur. Skattur sambandsfélaga til ASl er nú lagaatriði. En sambands- stjórn mun leggja til að fram- vegis verði það einungis á valdi þingsins að ákyarða skgttinn. Muh þá :nægja einfaldur meiri- hluti en við lagabreytingar þarf %. — Miklar samningaviðræð- ur hafa undanfarið verið bak við tjöldin um næstu sambands stjórn. Frjáls þjóð, sem telja má nokkurs konar málgagn Hanni- bals Valdimarssonar um þessar mundir segir, ao Einar Olgeirs- son og fleiri sósíalistar hafi unnið að því undanfarið að grafa undan Hannibal í Alþýðu- sambandinu. Segir blaðið að Einar hafi átt í samn’ingum við Alþýðuflokksmenn og Sjálf- stæðismenn um næstu sam- bandsstjórn. Minna má einnig á það, að Hannibal sagði á blaða- mannafundi í útvarpinu fyrir nokkru, að hann teld’i vel koma j til greina að tak- fulltrúa frá j verzlunarmönnum 5 stjórn Al-, þýðusambandsins. Má þvi vel búast við. að breytingar mikl- ar verði á næstu stjórn ASÍ. Eidsvoðar — ‘•ramn U ols i uð sem geymsla og kaffiskáli á vegum Reykjavíkurhafnar. Klukkan 5 í morgun varð elds vart I skúr, sem sambyggður er skálanum. Var slökkviliðinu strax gert aðvart og þegar það kom á vettvang var talsverður eldur i skúrnum og skálanum. Urðu slökkviliðsmennirnir að rjúfa þak- ið á skálanum til að komast að eldinum. Töldu þeir brunatjón talsvert. Líkur benda t’il að kvikn- að hafi út frá kynditæki. Þriðja brunakvaðningin um helg- ina kom frá Grandagarði á laug- ardaginn rétt eftir hádegið. Hafð’i kviknað út frá olíuofni og mynd- azt gífurlegur reykur en bruna- tjón varð ekki teljandi. Síntian —■ Framh. af bls. 16 þakka ég aðstoðarmönnum hans fyrir vel unnið starf, þeim Leifi Bjarnasyni, Jóni Bergmann, Gísla Vilmundarsyni og mörgum öðrum ágætum mönnum. Með stækkun þessari ætti að vera búið að leysa símaþörf bæjar- búa að mestu fram að næstu stækk un er fram fer árið 1966, en þá verður Símakerfi Rvíkur og ná- grennis stækkað um 2600 nr., eða úr 27700, eins og það er 'í dag, upp í 30300 nr. Reykjavík og ná- grenni ,er hér átt við Kópavog, Hafnarfjörð, Seltjarnarnes, Garða- hrepp, og Bessastaðahrepp auk höfuðborgarinnar, Reykjavík. — I dag eru stöðvarnar 5, Grensásstöð (8500 nr.), Miðbæjarstöð (15000), Selásstöð (200), Kópavogsstöð (2000) og Hafnarfjörður (2000). •— Svæði þessara stöðva og línukerfi grípa inn í hvert annað svo hreppa- og bæjarmörk hverfa. íbúarfjöldinn í nefndum svæð- um eru í dag um 967Q0 með tal- færafjölda 33-34 á 100 íbúa og tæp 29 símanúmer á 100 íbúa. Hér er um háar tölur að ræða ogfylli- lega sambærilegar við nágranna- löndin. ÓBafsfjörður — Framh. at bls. 16 aðeins stundarfjórðungs akstur til Dalvíkur, en þar er læknir, og leið in til Akureyrar styttist um 150 km. Nú er hafin vinna við nýja hafnargarðinn í Ólafsfirði, en hann á að skapa lífhöfn þar. Ás- grímur Hartmannsson bæjarstjóri sagði blaðinu í dag, að lengi hefði staðið á efninu í éarðinn, en nú væri það komið. Garðurinn er 12 metra breiður og 57 metra langur og gengui^til suðurs úr norðurgarð inum. Hann á að skapa kví, þar sem allir stóru bátarnir í Ólafs- firði geta legið i vari, ef illviðri gerir af norðaustri, sem ekki er ótítt þar. í slíkum veðrum verða stóru bátarnir að flýja staðinn til annarra hafna. Verður því stórauk- ið öryggi að þessum nýja garði, auk þess sem þar skapast mikiö viðlegupláss. 8-10 manns vinna við garðinn, er áætlað að verkið taki 2-3 mánuði og kostnaður er metinn um 3 millj. króna. Framhalds-aðalfundur Fimleikafélags Hafnarfjarðar verður haldinn íGoðtemplarahúsinu n. k. mánudag 23. nóv. kl. 20,15 FUNDAREFNI: Lagabreytingar. Fimleikafélag Hafnarfjarðar > •■iiraa HEES£:' Ol

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.