Vísir - 16.11.1964, Blaðsíða 16
Tveir árekstrar í viðbót
á árekstrahorninu mikla
þar hagar svo til, að ökumenn
eru vanir því að horfa miklu
fastast á götuvitana og fylgja
algerlega fyrirmælum þeirra,
svo að það kemur þeim meira
á óvart að þurfa allt i einu að
víkja út frá því.
Fyrri áreksturinn, sem hér
um getur varð um kl. 12 á há-
degi á laugardaginn og varð
mjög harður. Var sjúkrabíll þá
á leiðinni inn eftir Lauga-
vegi að sækja sjúkling, þeytti
hann strenu sína og mun hann
hafa ekið yfir Nóatún á rauðu
ljósi, en í sama mund kom vöru
flutningabíll neðan Nóatún og
ók inn á Laugaveginn. Bílstjóri
hans kvaðst ekki hafa heyrt til
sírenunnar, en hann var að fara
upp brekku og mun hafa heyrzt
mjög hátt í vél bílsins, sem er
dieselbíll. Skipti það engum tog-
um að bílarnir rákust á með
þeim afleiðingum að báðir
skemmdust mikið, einkanlega
þó sjúkrabíllinn. í sjúkrabíln-
um voru tveir slökkviliðsmenn
annar þeirra, sem ók bílnum
brotnaði á hnéskel, en hinn
fékk heilahristing og missti
minnið um sinn og liggja þeir
báðir í sjúkrahúsi.
Siðari áreksturinn varð um
fimmleytið síðdegis á laugar-
dag. Þá vildi svo til, að Krist-
mundur Sigurðsson hjá rann- ,
sóknarlögreglunni, sem einmitt
vinnur í umferðarmátum, var
að fara heim til sín og ók nið-
'ur Nóatún. Fór hann eilítið inn
á Laugaveginn á grænu Ijósi,
efi heyrir þá i sfrenu og nemur
staðar Kemur þá lögreglubif-
reið eftir Laugaveginum og hef
ur sennilega einnig ætlað að
F h. á - 6.
Mynd þessi sýnir hve sjúkrabifreið in var illa farin eftir áreksturinn
á homi Nóatúns og Laugavegar.
Hvotsátt, kekaishysi
heiðia varla fær
Slæmt ástand á Ólafsfirði
Ólafsfirðingar eru heldur illa
settir þessa dagana, þvi að veik-
indi herja í bænum á sama tíma
og læknisiaust er og samgöngur
á landi mjög erfiðar.
Blaðið átti í dag tal af Ásgrími
Hartmannssyni, bæjarstjóra á Ól-
afsfirði. Ásgrimur sagði, að bær-
inn hefði verið læknislaus um
langan tíma, þar sem héraðslæknir-
inn liggur í sjúkrahúsi í Reykjavík.
Valgarð Björnsson, héraðslæknir
á Hofsós, hefði brugðizt vel við og
komið til Ólafsfjarðar tvo daga
í viku, þótt oft sé erfitt að kom-
ast yfir Lágheiði.
— Nú hafa þessi veikindi ríkt
hér í allt haust og ber mest á
hvotsóttinni. í mörgum húsum
hafa allir legið í veikindum og
nokkrir hafa verið fluttir til Akur-
eyrar í sjúkrahús. Yfirleitt hafa
þessi veikindi lagzt mjög þungt á
fólk hér.
— Valgarð héraðslæknir var hér
síðast á föstudag, og fór þá uin
nóttina yfir Lágheiði í stórhríð. Nú
má heiðin heita ófær, en við höf-
um ýtu frá bænum við hana, sem
er tilbúin að ryðja hana, ef veír-
ið skánar eitthvað. Það er 3 4 tíma
i verk ef vel gengur Á meðan erum
við alveg læknislausir.
— Það verður ipunur, þegar bún
ir verða síðustu 800 metrarnir af
Ólafsfjarðarmúlavegi. Þá verður
Framh a bls 6
Búið að leysa sím&þ '
Reykvíkinga til 1965
Tvímælalaus réttur sjákrubifreiða
segir varaslökkviliðsstjóri
Vegna árekstra þeirra, sem
urðu á horni Nóatúns og Lauga-
vegar á iaugardaginn, þar sem
sjúkrabíll og lögreglubíll not-
uðu forgangsrétt sinn, hefur
Visir átt tal við Gunnar Sig-
urðsson varaslökkviiiðsstjóra.
Hann taldi að réttur slökkvi-
sjúkra- og iögreglubila til að
fara yfir gatnamót á rauðu ljósi
væri tvímælalaus og byggist
það á ákvæðum I umferðarlög-
um.
Þar segir I 38. gr.: „Vegfarend
um er skylt að hlýða leiðbein-
ingum eða fyrirmælum, sem lög-
regluyfirvöld eða vegamála-
stjórn gefa með umferðar-
merkjum, sem sett eru sam-
kvæmt heimild í lögum þessum
Stjórnendur lögreglubifreiða,
sjúkrabifreiða og slökkvibif-
reiða eru þó eigi háðir ákvæð
um þessum, ef brýna nauðsyn
ber til, enda gæti þeir sér-
stakrar varúðar."
Og I 40. gr. segir: „Þegar öku-
maður lögreglubifreiðar, sjúkra
bifreiðar, slökkvibifreiðar eða
björgunarbifreiðar gefur hljóð-
eða ljósmerki, skal öllum veg-
farendum skylt að víkja úr vegi
I tæka tið. Stjórnendum ann-
arra ökutækja er skylt að aka
til hliðar eða nema staðar."
Af þessum ástæðum taldi
varaslökkviliðsstjóri tvímæla-
laust að þessar bifreiðir hefðu
forgangsrétt líka þar sem götu-
vitar eru, þar sem allir eigi að
vlkja fyrir þeim,
Hann var spurður, hvort ver
ið gæti að það heyrðist ekki
nógu vel I sírenum sjúkrabif-
reiðanna. Taldi hann að ekki
væri hægt að fá betri tæki en
sírenurnar. Þeim væri og stjóm
að af manni þeim er sæti við
hlið ökumanns. í þeim heyrðist
betur en I babú-tækjum þeim
sem notuð væru t.d.'i Danmörku
Artnað mái væri það, að fólk
hefði stundum kvartað yfir því
að það heyrði illa í þeim, ef
það hefði útvarp I bílnum i full
um gangi.
1 Iok síðustu viku birti Visir
mynd og frásögn af mesta á-
rekstrahominu í Reykjavík
sem er gatnamót Laugavegar og
Nóatúns. En svo undarlega viidi
þá til, að það Iét ekki á sér
standa að á laugardaginn urðu
þar 26. og 27. áreksturinn á
þessu ári.
Báðir árekstramir á laugar-
daginn urðu lika með nokkuð
sérstökum hætti. I fyrra skiptið
lenti sjúkrabifreið I árekstri
þar og I seinna skiptið lög-
reglubifreið og voru þær báð
ar með sírenu á og virðist eft-
ir öllum merkjum að dæma, að
þær hafi báðar verið að nota for
gangsrétt sinn til þess að fara
yfir gatnamótin á rauðu ljósi,
þð enn séu skýrslur um þetta
atriði ekki fullgerðar, þar sem
eftir er að yfirheyra suma af
þeim sem koma við sögu. Hlýt
ur þetta að vekju upp umræður
um það, hvort sjúkra- og lög-
reglubifreiðir eigi að hafa hinn
sama forgangsrétt á gatnamót-
um, þar sem götuvitar eru, en
í Grensásstöðlnni. Gsuti Indr'ða c:: or a£ draga út númer.
Eins og áður hefur verið getið
um i fréttum hefur 2000 síma-
númerum verið bætt við sjálfvirku
stöðina I Grensási. Kl. 3 á laugar-
dag setti bæjarsímstjóri, Bjarni
Forberg nýju símanúmerin I sam-
band og telur nú stöðin I Grens-
ási 8500 númer.
Við athöfnina sagði bæjarslm-
stjóri eftirfarandi: ■
Hin nýju númer verða I tveimur
reitum, frá. 30000 I 31500 og frá
38500 til 39000. Hin síðari nú-
meraröð, 500 nr., er með þannig
búnaði, að þeir er vilja fá fleiri
línur undir sama símanúmeri geta
fengið það eins og alltaf hefur
verið.. Nefnt á símamáli sjáif-
skiptireitur.
Uppsetning umræddra 2000 núm
era hefur tekizt vel, og byrjað var
á því verki um sl. áramót. Alb
hefur verið unnið I 14000-15000
klukkustundir. Allan veg og vanda
af uppsetningunni hefur Jóhann
Björnsson yfirsímvirkjaverkstjóri
haft, og þakka ég honum vel fyr-
ir það ipikla starf, er hann hefur
leyst' af héndi hér, svo og einnig
Franihalc' í bls 6.
Wánudagur 16. nóvember 1964
VARÐAR-
FÉLAGAR
Munið aðalfund Varðarfélags-'
[ ins n. k. miðvikudagskvöld kl.
120,30. — Gunnar Schram rit-
I stjóri flytur ræðu: „Stjórnar- (
I skipti f Austri og Vestri“.