Vísir - 16.11.1964, Blaðsíða 8

Vísir - 16.11.1964, Blaðsíða 8
/ 8 V1 S I R . Mánudagur 16. nóvember 1964. VISIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR Ritstjóri; Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjórar: Þorsteinn Ó. Thorarensen Björgvin Guðmundsson Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 kr. á mánuði I lausasölu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur) Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. 6eð/ð um skattahækkun tTrumvarp ríkisstjórnarinnar um 75 millj. króna inn- lent skuldabréfalán hefur undanfarna daga verið til umræðu á Alþingi. Lán þetta er boðið út til þess að afla ríkinu fjár til margra nauðsynlegra framkvæmda svo sem skóla og sjúkrahúsa og verður einnig varið til þcss að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Það nýmæli hef- ir verið tekið upp að lán þetta er verðtryggt þannig að þeir sem kaupa bréfin þurfa ekki að óttast að verð- .■)ólgan rýri það fé sem fram er lagt. Á þingi hafa þau tíðindi gerzt að Sósíalistaflokkurinn hefir lagzt gegn írumvarpi þessu. Ekki dregur flokurinn þó í efa að aauðsynlegt sé að afla fjár til framkvæmdanna, en ípgir að það beri að gera eftir öðrum leiðum t.d. með . ’.ukinni skattheimtu. Mörgum mun þykja þessi röksemd | mðuleg, ekki sízt vegna þess að sjálfur hefir flokk- | iirinn talið að fulllangt væri þegar gengið á braut skatt- 'ieimtu og hefur meira að segja borið fram frumvarp um lækkun skatta. Allur aimenningur mun tvímæla- •iiist þeirrar skoðunar að eðlilegra og heilbrigðara sé að fjár til framkvæmda ríkisins sé aflað með slíku láni, á frjálsan hátt, heldur en með auknum sköttum. Oryggið / umferðinni 4.ukið öryggi í umferðinni er nú mjög til umræðu vegna hinna hörmulegu bifreiðaslysa undanfarinna daga. Á þingi Landssambands bifreiðastjóra var fyrir skömmu gerð athyglisverð ályktun um öryggismál I andssambandið hvetur bifreiðastjóra, hvern á sínum tað til þess að stuðla að auknu öryggi og aukinni festu umferðinni og lýsir sig reiðubúið til samstarfs við alla aðila sem hlut eiga að máli um að skapa hér á landi nauðsynlega og heilbrigða umferðarmenningu. Þetta eru orð í tíma töluð og góð hvatning til allra þeirra sem með öryggismál fara. Væri fróðlegt að fá sem fyrst að heyra álit þeirrar nefndar sem skipuð var í fyrra að undirlagi dómsmálaráðherra um orsakir umferðar- slysanna. Fágætt siðleysi Á laugardaginn birtist forystugrein í Tímanum þar sem Sjálfstæðisflokknum er líkt við flokk Hitlers. Slík- | ur málflutningu mun vekja furðu margra, og þá ekki | sízt margra þeirra sem fylgja Framsóknarflokknum að jj málum. Sem betur fer er slíkt siðleysi í skrifum og | dómum orðið sára sjaldgæft fyrirbæri í íslenzkum blöð- | um. Er leitt til þess að vita að blað annars stærsta stjórnmálaflokks þjóðarinnar skuli telja sér sæmandi að líkja nær helming þjóðarinnar við múgmorðingja | Adolfs Hitlers. JACOB PALUDAN hlýtur dönsk bókmenntaverðlaun neinesen arpdkKddi Danska Akademían hefur út- nefnt Jacob Paludan verðlauna- hafa þessa árs { bókmenntum. Er þetta mesti heiður, sem dönsk um rithöfundi getur hlotnazt í heimalandi sínu. Verðlaununum, sem nema 50.000 dönskum krón um, verður úthlutað á stofnun- ardegi Akademiunnar þann 28. nóvember. Áður hafði Akademfan farið þess á leit við William Heine- sen, að hann tæki við verðlaun- unum, sem hann þó færðist und- an að taka við án frekari skýr- inga. Gat hann þess þó hógvær- lega, að sér finndist að aðrir ættu verðlaunin frekar skilið. Skömmu eftir þetta afsvar sitt fór Heinesen heim til Færeyja. I Akademíunni sitja að jafnaði fimmtán menn, og hefur Jacob Paiudan verið meðlimur hennar. Undanfarin þrjú ár hefur höfund um utan Akademíunnar hlotn- azt verðlaunin, á síðasta ári hlaut Jens August Schade þau, svo að verðlaunaveitingin til eins af meðlimunum kemur fæst um á óvart. 1 greinargerð Akademíunnar segir, „að Jacob~Paludan hafi verið Veitt verðlaunin fyrir skáidskap hans i bundnu máli, ritgerðir hans og þátt hans sem menningargagnrýnanda og ekki sízt fyrir skáldsögur hans en meðal þeirra er skáldsagan „Jörgen Stein“, og haldi hún enn velli sem ein bezta lýsing á okkar kynslóð og aldarfari". Jacob Paludan, 68 ára að aldri, er fyrir löngu orðinn sí- gildur höfundur í heimalandi sínu. Hans er getið í bókmennta- sögunni, verk hans eru námsefni í skóla og stundum notuð sem verkefni fyrir stíla. Fyrsta skáldsaga Jacob Pal- udan kom út 1922. Nefnist hún Vegir í vesturátt og hefur eins og aðrar skáldsögur hans sam- tímann sem bakgrunn og þær breytingar, sem heimsstyrjöldin fyrri hafði i för með sér. Gjarn- an er, I skáldsögum Paludan, einn maður eða persóna, sem látin er varpa ljósi á söguna. Þessi persóna hefur lent á villi- götum vegna einhvers örlagariks atburðar og annaðhvort týnist hún á leiðinni eða beygir sig auðmjúklega fyrir örlögunum. Eftir þessari fyrirmynd byggir höfundur smám saman upp röð af skáldsögum, sem enda á Jörg- en Stein. Jörgen Stein kom út árið 1933 og er siðasta skáldsagan, sem höfundur sendj frá sér. 1 henni nær grundvailarfyrirmynd Pal- udan hámarki, þar ræðst hann líka óvægilega á aldarfarið, en sagan fjallar um heimsstyrjöld- ina fyrri og árin þar á eftir,- Pauldan hefir einnig skrifaðfjöld an allan af ritgerðum, í fyrra kom út úrval af ritgerðum eftir hann í stóru ritgerðasafni, sem nefnist „Landeveje og Tanke veje“, I —III. Þótt Paludan hefði lagt skáld- sagnasmíðina á hilluna hætti hann ekki við ritstörfin. Upi tuttugu ára skeið var hann gagn rýnandi við dagblöð, þar hafði hann fastan dálk er hann nefndi „Kaktusglugginn minn“. þar deildi hann hart á bresti sam- tlmans. Einnig hefur Paludan starfað I 25 ár sem ritstjóri rit- raðar hjá forlaginu Hasselbach. Paludan hefur fengið orð fyrir að vera afturhaldssamur, en það vill hann sjálfur og stendur við það. Þegar árið 1927 segir hann I Feoder Jansens Jeremiander: „Ég er ekki ánægður með nú- tímann. Hann vill ekki frið og ró, dýprt, dreymrii og D-dúr kon sert. Hann vill brot I buxum, hnefaleika, konfekt og grammó- fóna. Allt I lagi mín vegna. En ég er ekki með. Ég dreg mig til baka.“. En þótt Paludan sé kallaður afturhaldsseggur af mörgum fylgist hann þó með tímanum, t. d. er þetta haft eftir honum: „Það iíður ekki á löngu þang- að til við komumst til tunglsins, en hvort við erum boðleg til þess að fara þangað virðist eng- inn hafa íhugað". Og Danir segja um þennan höfund sinn. Andstæður borg- aralegri íhaldssemi þeirra var- káru, sem vilja bíða og sjá til, þá er gagnrýni hans á nútím- ann eða afturhaldssemi, ef kalla skyldi, alltaf byggð á skilgrein- J næstu viku mun koma fyr ’ ir bæjarstjórn Kópavogs til siðari umræðu og afgreiðslu tillaga frá meirihluta bæjarráðs Kópavogs, Framsóknarmanna og kommúnista, um 100% hækk- un á fasteignaskatti. Tillagan var lögð fram I síð- asta mánuði þannig: „Tillaga um hækkun á fast- eignaskatti. Bæjarstjórn Kópavogskaup staðar samþykkir að Ieita heim- ildar félagsmálaráðherra til þess að innheimta fasteigna- skatt með 100% álagi frá árs- byrjun 1965 sbr. II. kafla laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 65/1962. Jafnframt samþykkir bæjar- stjórn að verja eigi lægri upp- hæð en nemur öllum fasteigna skattinum til lagningar varan- legs slitlags á götur bæjarins. Ólafur Jónsson, Ólafur Jensson" Fróðlegt er að bera þessa til lögu saman við tillögur Fram- sóknarmanna og kommúnista á Alþingi um lækkun skatta og útsvara. Á sama tima hika flokksbræður þeirra I Kópa- vogi ekki við að hækka fast- eignaskatt um 100%, sem nema mun rúmlega 1 milljðn króna tekjuaukningu til bæjarins. Ekki ráðgera þeir að lækka aðrar Jacob Paludan. ingu, rökum, persónuleika og lifandi, vakandi mati á fortíðinni og list hennar. Þetta virðist vera sjálfsagt og ef það væri það bara. En þetta er nóg útskýring á að hin skipulagða andstaða hans um 40 ára bil hefur haft svo mikla þýðingu fyrir alla, bæði frá hægri og vinstri — og nóg ástæða fyri'r akademíu, þeg- ar hlutverk hennar er líka að leggja áherzlu á það sem er rótfast I menningarllfi. opinberar álögur á móti. Öll álagning Kópavogsbæjar á þessu ári var sniðin eftir á- lagningu Reykjavíkurborgar, sem Framsóknarmenn og komm únistar í Reykjavík hafa átalið harðlega, sem allt of háa. En til viðbótar ætlar meirihluta bæj arstjórnar Kópavogs nú að gleðja bæjarbúa með fyrirheiti um enn frekari skattheimtu á næsta ári. Síðari liður tillögunnar mun koma Kópavogsbúum undarlega fyrir sjónir. Með honum er á- kveðið að verja sérstökum tekjustofni til ákveðins verks, varanlegrar gatnagerðar. Undan farin ár hefur annar skattur ver ið lagður á til gatnagerðar, sem nefndur er gatnagerðar- gjöld. Ekki' fylgir bað m°ð að hann eigi að falla nibrn. t\ móti gatnagerðargjöldum síðan I ársbyrjun 1962, sem nema á annan milljónatug króna, hefur verið greitt til gatnagerðar og viðhalds um 6 milljónir króna, þannig að ekki lítur út fyrir að fjárskortur hafi hingað til haml að framkvæmdum. Að vísu hef ur ekkert verið lagt af varanlegu slitlagi á götur Kópavogsbæjar eins og þeir hafa komizt að raun um, sem þar hafa átt leið um. Skattatillaga Framsóknarmcnna og kommún- ista / bæjarstjórn Kópavogs: Fasteignasikaítur hækki um

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.