Vísir - 17.11.1964, Blaðsíða 6
V1S IR . Þriðjudagur 17. nóvember 1964
Ófært tíl Vestíjarða og Austur-
lands, Ólakfíarðar og Siglufíarðar
Stérir flutningabílar fepptir með hlöss
Um helgina skipti mjög um til
hins verra í samgöngumálum úti
á landi vegna snjókomu á fjallveg
um. Af þeim sökum er nú ófært
bílum vestur á firði, og yfir Möðru
dalsöVæfi til Austfjarða og Vopna-
fjarðar. Ennfremur lokuðust fjall-
vegir til Siglufjarðar og Ólafsfjarð
ar. Fjallvegir á Snæfellsnesi lok-
uðust einnig sem snöggvast, en
voru fljótlega mokaðir. Mest snjó-
aði um Vestfirði. Varð Vestur-
landsvegur um Svínadal í Dala-
sýslu ófær bilum, svo og í Gils-
firði og einnig eru ófærar allmarg
ar heiðar á Vestfjörðum og
Strandavegur í svonefndum Slitr-
um.
Vísir átti í morgun tal við Isleif
Runólfsson stöðvarstjóra hjá Vöru
flutningamiðstöðinni í Reykjavík
og staðfesti hann að allir vöru-
Ministerem bylieobjekt
Fyrirsögnin á forsíðu Berlingske Aftenavis um leynilista númer 2. Frétt-
in birtist á forsiðu með stærsta fyrirspgnarletri.
Handrit —
Framh ar bls. 1.
Blaðið segir, að það sé at-
hyglisvert, að á þessum lista séu
dýrgripirnir tveir, Flateyjarbók
og Konungsbók Sæmundar Eddu
ekki meðal þeirra handrita, sem
hafi átt að afhenda, þessar bæk-
ur hafi ekki verið taldar falia
undir íslenzk menningarverð-
mæti samkvæmt þeirri skilgrein-
ingu, sem notuð var. Segir blað-
ið, að síðan eftir að listinn hafi
verið gerður, hafi farið fram
býtti eins og blaðið orðar það
og þau hafi gerzt ekki i nefnd ,
inni, heldur hafi sjálfur þáver-
andi forsætisráðherra, Viggo
Kampmann, ákveðið, að Islend-
ingar skyldu fá þessi tvö höfuð-
handrit en í stað þess skyldu
Danir fá að halda einu handriti
af Njálu. Segir blaðið, að hann
hafi ákveðið þetta á ráðherra
fundi og hafi heitar deilur þá
orðið um þetta mál á fundinum.
Það er fróðlegt að lita yfir
lista þessa. Á konunglega bóka-
safninu eru auðvitað miklu færri
íslenzk handrit en í Árnasafni,
en þar eru hins vegar mörg dýr-
mætustu handritin. Auk þeirra
tveggja bóka, sem hér hafa ver-
ið nefnd, er ætlazt til að Is-
lendingum verði afhent konungs
bók af Grágás, konungsbók af
Snorra Eddu, Skafinskinna,
Sveinsbók og Gráskinna af
Njálu. Er ekki ljóst af frásögn
inni hvaða handrit hennar hafi
verið tekið f skiptin.
Gammel kongelig Samling er
elzti hluti og upphafskjarni kon-
inglega bókasafnsins. Þangað
^af Brynjólfur Sveinsson biskup
irið 1656 Grágás, Ragnars sögu
.oðbrókar og Flateyjarbókina.
Fylgdi því bréf þar sem hann
hvátti konung til að veita at-
hygli þessum merku bókmennt-
um og kaupa handrit á íslandi
til að forða þeim frá glötun.
I þessu safni eru m. a. JJturJ-
unga saga, mörg Grggásar,' jóœ
síðu og Jónsbókar handrit, þar
eru Bósa rímur, Hugsvinnsmál
og ýmsar ákvarðanir um tíundir
frá dögum Jóns Arasonar. Þar
er einnig ákveðið að afhenda
ýmis seinni tíma handrit, svo
sem handrit um gosið við Mý-
vatn 1727 — 29 og Heklugos 1766
eftir Finn Jónsson biskup. 1
lista þeirra bóka, sem ekki á
að afhenda, eru m. a. Tómas-
skinna, sem er með helgisögum,
Morkinskinna og Hrokkinskinna
með Noregskonungasögum.
Ny kongelig Samling var að
upphafi til safn P. E. Suhms,
sem konungur keypti 1796. Mik-
ill hluti þess safns eru afskriftir,
sem Suhm lét íslenzka stúdenta
í Höfn gera á sinn kostnað.
Þar er einnig Thotts safn, sem
Otto Thott, mesti bókasafnari
Dana gaf konungsbókasafninu
1785 og var mjög verðmætt.
Ennfremur eru þar íslenzk rit
úr safni ,sem Abraham Kall
keypti í Hamborg og loks úr
safni Uldalls hæstaréttarlög-
manns.
I listanum úr Ny samling má
m. a. greina ýmis trúarrit, svo
sem þýðingu á Nýja testament-
inu, einstök guðspjöll og sálma,
en þar er einnig að finna Snorra
Eddu, Kjalnesingasögu, afbrigði
af Sturlungu Sneglu Halla þátt.
Það er Cronologia Finns Jóns
sonar, Gimsteinn, ævisaga Jóns
Indíafara, ferðabók Olaviusar,
frásögn af Heklugosi 1694 og
um Kötlugos 1755, blöð úr bréfa
bók Brynjólfs biskups o. fl. Af
því sem ekki á að afhenda má
nefna ritgerð Sveins Pálssonar
um íslenzka iökla, frásögn Jóns
Grunnvíkings af brunanum (
Höfn 1728, ferðasaga Stefáns
Þórarinssonar frá Noregi o. fl.
flutningar á landi til Vestfjarða
og Austurlands, Siglufjarðar og Ó1
afsfjarðar, lægju nú niðri vegna
tepptra fjallvega. ísleifur sagði að
sér væri kunnugt um 6 stóra vöru
flutningabíla, sem önnuðust vöru-
flutninga til Vestfjarða. Af þeim
væru 3 tepptir vestur á Isafirði
og kæmust ekki suður. Einn, sem
var á leið að sunnan, komst ekki
nema til lFlateyrar og bíður þar
með hlassið eftir að komast til
Isafjarðar. Annar stór vöruflutn-
ingabíll, sem fór úr Reykjavík á
laugardaginn með hlass áleiðis til
ísafjarðar, sneri við vestur í Döl-
um og mun bíða á Hreðavatni.
Þá sagði ísleifur að honum væri
kunnugt um 8 stóra vöruflutninga
bíla, sem hefðu stundað flutninga
til Austurlands undanfarið, en þeir
komast ekki á milli landsfjórðunga
vegna snjóa á Möðrudalsöræfum.
A.m.k. 4 flutningabllar annast
flutningá til Siglufjarðar og Ólafs-
fjarðar en komast ekki yfir Siglu-
fjarðarskarð og Lágheiði, sem nú
hefir lokazt algerlega.
Slys —
Framh af bls 16
Hringbraut gegnt gatnamótum
Hringbrautar og Birkimels skömmu
fyir kl. 6 síðdegis. Tólf ára gam-
all drengur Karsten Kristinsson,
sem var hjóríðandi, lenti fyrir bíl,
en mun ekki hafa meiðzt mikið.
Bíllinn fór hins vegar yfir reið-
hjólið og mun það hafa stór-
skemmzt eða eyðilagzt. Drengur-
inn var fluttur í slysavarðstofuna.
Vinnuslys varð rétt effir hádeg-
ið í Sindrasmiðjunni. Maður að
nafni Jóhann Sigurðsson, Berg-
þórugötu 19, var að renna tein á
rennibekk, en teinninn lent'i í vinnu
svuntu mannsins og vatzt upp á
hana. Maðurinn gat ekki losað sig
af sjálfsdáðum og kom svo að
hann tókst á loft og mun eitthvað
hafa meiðzt. Vinnufélagar hans
brugðu við og' rufu rafstraum'inn
áður en til alvarlegri tíðinda brá.
Maðurinn var samt fluttur í ör-
yggisskyni til iæknisskoðunar.
Laust fyrir kl. 3 e. h. í gærdag
datt skólastúlka, Sigrún Magnús-
dótt'ir að nafni í stiga í gagnfræða
skólanum við Barónsstíg og snerist
á fæti. Sjúkrabíll var fenginn til
að flytja telpuna í slysavarðstof-
una.
Klukkan langt gengin sjö síð-
degis datt drukkinn maður á götu
innarlega á Hverfisgötu og meidd-
'isfe f andliti.
Bifreiðaárekstrar urðu með
meira móti I gær þrátt fyrir hin
prýðilegustu akstursskilyrði i hvi-
vetna. Alls höfðu 14 árekstrar orð-
ið á 10 klst, eða frá því kl. 9
í gærmorgun og til kl. 7 í gær-
kveldi. Meðal annars lenti sjúkra-
bíll á nýjan leik í árekstri, en um
s.l. helgi stórskemmdist annar
sjúkrabíll í árekstri á Laugavegin-
um eins og Vísir skýrði frá í gær.
Að þessu sinni varð árekstúrinn
samt ekki jafnharður og bíllinn var
a.m.k. ökuhæfur á eftir. Þessi á-
rekstur varð við utanbæjarbíl á
Suðurgötunni móts við Hóla-
brekku.
Einn harðasti áreksturinn varð
um 9-Ieytið í gærmorgun og var
hann svo mikill að annar bíllinn
varð óökuhæfur á eftir.
Um eittleytið e.h. valt bílaleigu-
bíll á mótum Sölvhólsgötu og
Ingólfsstrætis eftir að hafa rekizt
á annan bil. Hafnaði bílaleigubíll-
inn á toppnum og skemmdist tals-
vert, en hinn mun hafa sloppið að
mestu.
I gærkveldi bættist einn árenst-
ur í hópinn, þann'ig að alls urðu
115 árekstrar á sólarhringnum og
í tveim þeirra slösuðust drengirnir,
sem að framan segir.
ASl —
i
Framh af bls
Hannibal nauðsynlegt að gera
lagabreytingar, er heimila
mundu að kjósa færri fulltrúa
til þings A.S.Í. Sagði Hannibal, |
að sjálfsagt væri að fá sér- 1
gre'inasamböndunum aukið hlut!
verk og yrði þá nóg að halda j vegalengd
Alþýðusambandsþing fjórða
hvert ár. Hannibal kvaðst
leggja svo mikla áherzlu á lausn
þessara innri vandamála Al-
þýðusambandsins, að hann
mundi ekki gefa kost á sér sem
forseti 'á ný, ef lausn fengist
ekki á þeim.
Er Hannibal hafði lokið setn-
ingarræðu sinni tók Konrad
Nordahl forseti Alþýðusam-
bands Noregs til máls og flutti
kveðjur Alþýðusambandanna í
Noregi, Svíþjóð og Danmörku.
Að lokum afhenti Nordahl ASl
að gjöf víkingaskip og lét hann
I því sambandi þau orð falla, að
Leifur Eiriksson hefði verið Is-
lendingur. Kristján Thorlacius
flutti kveðjur frá BSRB, Krist-
ján Karlsson frá Stéttarsam-
bandi bænda, Gylfi Magnússon
frá Iðnnemasambandi Islands
og Böðvar Steinþórsson frá
Farmanna og fiskimannasam-
bandi íslands.
Kjörbréfanefnd sk'ilaði áliti en
í henni áttu sæti Snorri Jóns-
son, Óskar Hallgrimsson og
Sigurður Stefánsson. > Náðist
fullt samkomulag í nefndinni
um afgreiðslu 362 kjörbréfa.
Var þetta nokkuð annað en fyr-
ir tveimur árum er marg'ir dag-
ar fóru í deilur um kjörbréf
verzlunarfólks, þar eð komm-
únistar vildu þá ekki veita þvi
atkvæðisrétt á þinginu. Mun
h'ið góða samkomulag um kjör-
bréf að sjálfsögðu greiða fyrir
þingstörfum. — Þingið heldur
áfram I dag og mun þá f upp-
hafi fara fram kjör starfsmanna
þingsins.
Hrakningar —
Framh. af bls. 16
sem þe'ir gengu i ó-
veðrinu og þreifuðu fyrir sér niður
að kláfferjunni á Tungnaá. Sem
betur fer voru allir þátttakendur
vel búnir, svo ekki sakaði óbliðan,
en þó kvörtuðu tveir leiðangurs-
menn um lít'ilsháttar kalbletti.
Ferðin var gerð til þess að dytta
að tveimur snjóbílum, sem geymd-
ir eru í skálanum I Jökulheimum.
Þessir snjóbilar eru hafðir þar til
reiðu, ef hlaup yrðu f Grímsvðtn-
um, en það vantar nú aðe'ins nfu
metra á, að vatnsborðið þar sé
komið upp i það, sem venjulegt
er fyrir hlaup.
SíUveiðiskipin
streyma á vertið
Útlif fyrir mikla þétttöku í haustvertíð
Undanfariö hafa aðeins 20—30
skip stundað síldveiðar á haust-
| vertíðinni, en í dag eru skipin að
| streynia út, svo segja má, að ver-
' tíðin hefjist nú fyrst fyrir alvöru.
i Sturlaugur H. Böðvarsson, fram-
I kvæmdastjóri á Akranesi, spáði
j því í viðtali við Vísi í morgun, að
skipin á vertíðinni yrðu komin yf-
ir 100 eftir daginn í dag. Sjálfir
hafa þeir hjá Haraldi Böðvarssyni
& Co. 5 báta á síld og eru þeir
stærstu komnir yfir 10.000 tn. frá
því síðast í september. Flestir aðr-
ir útgerðarmenn hafa byrjað haust
vertíðina seint, vegna þess hve
lengi sumarsíldveiðin stóð, en nú
eru þeir að fara af stað aftur.
Sturlaugur sagði Vísi, að held-
ur lítið magn væri á miðunum
eins og er. — Síldin stendur
djúpt, 40—60 mílur undan landi.
Hún er stór og oft stygg. Við of lítið.
vonum, að nýjar göngur komi á
miðin og heyrðum núna sfðast, að
lóðað hefði verið á síld í Miðnes-
sjó eða út af Sandvík. Annars er
tíðarfarið heldur leiðínlegt til stld
veiða, en ekki er að búast við
öðru á þessum tíma árs.
— Það er rétt, sem Jakob fiski-
fræðingur segir, það er ekki nóg
af síld hér fyrir allan flotann. All-
ar horfur eru á þvi, að fleiri skip
og stærri verði á síldarvertíðinni
hér í haust, en fáir fari að ráðum
Jakobs og veiði áfram fyrir austan
þar sem nóg síld er enn.
— Svo virðist sem öll sú mikla
síld sé horfin, sem var á miðunum
hér fyrir nokkrum árum, án þess
að um ofveiði hefði þá verið að
ræða, og hefur magnið nú verið
minna í 3—4 ár. Þegar flotinn er
orðinn svona mikill, er þetta magn
Elsku litli drengurinn okkar,
EGGERT ÍSAK,
lézt af slysförum 10. þ. m.
Útför hans hefur verið gerð.
Sesselja Erlendsdóttir Eggert isaksson
Ellert Eggertsson Erla María Eggertsdóttir
Guðbjörg Edda Eggertsdóttir.
B'ssæsx