Vísir - 17.11.1964, Blaðsíða 8
8
ViSIR . Þriðjudagur 17. nóvember 19R4
■! II Mll M8
VISIR
Otgefandl: Blaðaútgáfan VISIR
Ritstjóri: Gunnar G. Schram
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjórar: Þorsteinn ó. Thorarensen
Björgvin Guðmundsson
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3
Áskrlftargjald er 80 kr. á mánuði
1 lausasölu 5 kr. eint. — Slmi 11660 (5 linur)
Prentsmiðja VIsis — Edda h.t.
Alþýðusambandsþing
I gær hófst þing Alþýðusambands íslands. Til þessa
þings koma nú 35 fulltrúar Landssambands íslenzkra
verzlunarmanna. Á síðasta þing voru þeir einnig komn-
ir. Þá skeðu þeir atburðir, sem enn eru í minnum hafð-
ir, að meiri hluti stjómar A. S. í. og þingsins meinaði
þeim með lögbrotum og rangsleitni atkvæðisrétt á
þinginu. Eru þannig aðfarir sannarlega ekki til þess
fallnar að auka einingu og samheldni hinna vinnandi
stétta og verður að ætla að slíkur yfirgangur spilli ekki
l'ángstörfum í framtíðinni. Á þessu þingi verða skipu-
lagsmál samtaka verkalýðsins einna efst á blaði. Ann-
að aðalmál þingsins eru kjaramálin. Þingfulltrúar munu
lagna þeim heildarsamningum, sem tókst að gera í
sumar til eins árs, fyrir góðan atbeina ríkisstjórnarinn-
ar. Þar var mörkuð viturleg stefna í kjaramálum verka-
lýðsins: verulegar kjarabætur fengust fram án þess að
kaupið væri spennt upp að krónutölu. Þannig var kom-
ið í veg fyrir mögnun verðbólgunnar, sem jafnan hefir
gert beinar kauphækkanir harla gildislitlar. Sá skiln-
itigur sem forysta verklýðssamtakanna sýndi í samn-
nguhi þessum vekúr vonir um fiýjá'stéfiíif t kW^ábáí4-
ittu íslenzku verklýðshreyfingarinnar, stefnu sem þeg-
ar ríkir i kjaramálum í nágrannalöndunum.
Eitt meginverkefni næstu ára er að stytta vinnu-
rímann, sem er lengri hér en í flestum öðrum Evrópu-
iðndum, án þess að heildartekjur skerðist. Ríkisstjórn-
i.i hefir lýst því yfir að hún sé reiðubúin til þess að
starfa með verklýðshreyfingunni að framkvæmd þess
máls og er þess að vænta að það samstarf geti leitt til
raunhæfs árangurs. Auk þessa er ástæða til þess að
minna á þann mikla áfanga í kjaramálum sem náðist
n eð nýjum aðgerðum í húsnæðismálunum í síðustu
heildarsamningum. Sú framkvæmd mun reynast drjúg
1. jarabót og sýnir hverjar leiðir má fara til þess að’bæta
hag launþega í landinu, án þess að efnahagskerfið
raskist og glundroði myndist.
Merkt mál
[•rófessor Ólafur Björnsson flytur merka þingsálykt-
unartillögu um aðstoð við þróunarlöndin. Er í henni
fekorað á ríkisstjórnina að láta fara fram athugun á því
með hverju móti ísland geti tekið vfrkari þátt en nú
er í því að veita þróunarlöndunum aðstoð til eflingar
t 'nahagslegum framförum þar. Segir flutningsmaður
að með tilliti til þess hve mikill munur er á þjóðar-
rekjum íslendinga og íbúa þróunarlandanna megum
\ið ekki telja þau vandamál, sem hér um ræðir, okkur
óviðkomandi. öll Norðurlöndin, önnur en ísland, reki
hvert um sig á eigin spýtur umfangsmikla starfsemi á
þessu sviði. Þetta ern orð í tíma töluð og þess er að
vænta að tillagan verði upphafið á skipulögðu starfi
okkar íslendinga í þessum efnum.
ARFTAKAR PINKERTON
OG SHERLOCK HOLMES
Allan Pinkerton, raunveruleg-
ur forfaöir kynslóða harðsoð-
inna glæpamannaveiðara, elti
bankaræningja og meðlimi morð
félaga ríðandi á hestbaki eða
hlaupandi á þökum hraðlesta.
Hann dulbjó sig sem barþjón,
lék sjálfur glæpamann, og var
jafnvígur á Colt og Winchester.
Sherlock Holmes, tiilbúin fyr
irmynd óteljandi kónganefjaðra
snillinga heilans í leynilögreglu-
sögum og á kvikmyndatjaldinu,
elskaði shagpípur, fiðiuleik og
glæsimennsku. Hann hataði —
eins og andlegur faðir hans,
Conan Doyle, lýsir því — alla
borgaralega fjötra „með áfergju
bóhemans".
Leynilögreglumennirnir eru
öðru visi í dag. Sumir þeirra
kunna ekki einu sinni að hand-
leika byssu og sumir eiga hvorki
byssu né hafa byssuleyfi. At-
vinna þeirra er samt ekki úr
sögunni. Vestur-þýzkir einka-
spæjarar veltu í fyrra yfir 500
milljónum íslenzkra króna, án
þess að hleypa af einu skoti.
Þessi atvinnugrein blómgast bet
ur en nokkru sinni fyrr.
Sumir þeirra eru einir sér og
velta um það bil 200 þúsund
krónum á ári, en aðrir eru ráðn-
ir við smærri spæjarafyrirtæki,
sem hafa marga slíka í þjón-
ustu sinni. Nú þarf maður ekki
lengur annað en ritvél og síma
til að gerast spæjari, þvi verk-
efnin eru óteljandi.
joií^.Framkvæmdastjórar fyrir-
tækja, einkum i efnaiðnaðinum,
sem óttast njósnara frá keppi-
nautum sínum, ráða spæjara til
að fylgjast með starfsmönnun-
um, ef einhver þeirra væri þar
undir fölsku flaggi.
Fyrirtæki, sem verða fyrir
Spennandi starf?
mikilli vörurýrnun ráða spæj-
ara til að hafa upp á þjófnum
meðal starfsmannanna, ef þau
vilja ekki kalla á lögregluna til
þess að skaða ekki álit fyrirtæk
isins.
Tryggingafélög, sem van-
treysta upplýsingum þeirra, sem
fyrir tjóni verða, ráða spæjara
til að sannreyna kröfur þeirra.
Lögfræðingar, sem þurfa á
sönnunargögnum að halda, ráða
spæjara til að afla þeirra.
Eiginmenn og eiginkonur, sem
efast um tryggð maka sfns, ráða
spæjara til að afla sér sönn-
unargagna. — Og í þessum
flokki eru nú orðið um 70%
allra verkefna einkaspæjara. Og
þeim tekst að leysa þessi verk-
efni i 96 tilfellum af hverjum
100.
Oft nægir að sanna, að bif-
reið hins grunaða maka hafi
staðið eitthvert ákveðið kvöld
fyrir utan eitthvert ákveðið hús.
Ef nánari sannana er krafizt,
taka spæjaramir með sér hlust-
unartæki og ljósmyndavél. Og
spæjararnir elta makana ekki
aðeins innanlánds, heldur lfka
úr landi. Það þykir ákaflega
grunsamlegt, ef eiginmaðurinn
þarf í viðskiptaerindum til Italíu
og margar frúr ráða spæjara til
að hafa auga með þeim þar.
Oftast fer greiðsla til spæjara
þannig fram, að þeim er greidd
fyrirfram trygging, og hann
fær ekki meira ef hann getur
ekki leyst verkefnið. Ef hann
leysir það, fær hann hins veg-
ar umsamda upphæð, sem oft
er enginn smápeningur.
Flestir nýliðar f stéttinni
koma úr röðum rannsóknalög-
reglunnar eða meira en helming-
urinn. Þeir láta freistast af
betri afkomu, frjálsari vinnu-
tíma og skemmtilegri verkefn-
um. En það eru fleiri, sem
sækja í starfið og má þar nefna
fjölda kvenna. Þær þykja góðir
spæjarar, fyrst og fremst vegna
þess, að engum dettur í hug, að
þær séu spæjarar. Sfðan starf-
ið varð byssulaust og hættu-
Iaust, hafa konur streymt f starf
ið, og ekki verður séð annað en
þær' hái sama árangri og hitt
kynið.
Það ætti að vera markaður
hér á Islandi fjrrir 1 eða 2
einkaspæjara. Islenzkir eigin-
menn eru varla trúrri en þján-
ingabræður þeirra úti í heimi!
Bændahöllin — Hótel Saga
12. þ. m. birtir Vísir frásögn
af því, að búnaðarsamtökin, þ.
e. Búnaðarfélag Islands, Stéttar-
samband bænda. Framleiðsluráð
landbúnaðarins o. fl„ voru að
flytja aðsetur sitt til frambúðar
f Hótel Sögu. Þetta er fjarri
réttu lagi. Þessi félög og fleiri
búnaðarstofnanir eru að vfsu að
flytja og sum flutt að fullu nú
þegar, en flytja ekki f Hótel
Sögu, heldur i Bændahöllina, en
svo heitir hús það, sem Búnað-
arfélag fslands og Stéttarsam-
band bænda hafa byggt við Haga
torg. Húsinu var gefið þetta
nafn, þegar hornsteinn þess var
íagður, og það skráð á þau skil
ríki, sem Iögð voru I hornstein-
inn til ævarandi geymslu þar.
Hins vegar er Hótel Saga fyr-
irtæki, sem áðurnefnd tvö félög
eiga og reka fyrir eigin reikning
og ábyrgð, og er hótelið ( Bænda
höllinni, svo sem flestir ættu að
vita.
Þegar búnaðarsamtökin flytja
nú f þetta eigið hús sitt, er full-
víst, að þar verður ekki „tjaldað
til einnar nætur“. Bændahöllin á
að vera miðstöð búnaðarfélags-
skaparins um alla framtfð. Þar
skulu þau ráð gerð, sem bezt
mega duga íslenzkum landbún-
aði. Aðsetur bændasamtakanna
í Bændahöllinni nú og í fram-
tíðinni, á ekkert skylt við hótel-
dvöl. Þess vegna er forráða-
mönnum áðurn. félaga þökk á
að rétt sé með heimilifang
þeirra farið, þegar á þau er
minnzt. Sama máli gegnir um
alla þá, sem leigja húsnæði i
húsi þessu. Heimilisfang allra
þeirra stofnana og fyrirtækja er
f Bændahöllinni.
Þorstelnn Sigurðsson.
Háskólanum ber-
ast góðar gjafir
Háskólanum hafa nýlega borizt
ágætar gjafir bóka og kennslu-
tækja frá British Council. Meðal
þessara rita eru nær 200 bindj af
ritum eftiir Shakespeare í ýmsum
útgáfum og um 260 bindi af
kennslubókum f ensku og öðrum
bókum um enskukennslu, ætlað
ar enskukennurum. Ennfremur
allmikið safn af grammófónplöt-
um, m.a. flest leikrit Shakespe-
ares, svo og vandaður magnari,
tveir hátalarar, sem koma f góð
ar þarfir við kennsluna.
Frá Upplýsingaþjónustu Banda-
ríkjanna hefur og borizt vegleg
bókagjöf og fjalla bækur þær
um málfræði og tungumála-
kennslu og auk þess eru þar á
meðal nokkrar handbækur.
Þá hefur Menntunarstofnun
Bandaríkjanna ákveðið að af-
henda Háskólanum bókasafn am-
eríska lektoratsins til eignar og
umráða, og eru f þvf safni mörg
ágæt rit, sem eru veigamikil fyrir
kennslu f ensku og tungumálum
almennt.