Vísir - 17.11.1964, Blaðsíða 15
VlSIR . Þriðjudagur 17. nóvember 1964.
15
HÆTTUSPIL
Framhaldssaga eftir Barb'óru Holland
Hún var lengi að telja, þvf að
þarna var meira af seðlum en .f
fljótu bragði hafði v'irzt. Þetta var
mikið fé. Og þegar hún hafði lokið
talningunni leiftraði hugaræsingin
„úr augum hennar.
— Donald, þetta eru samtals 292
þúsund og 540 krónur.
Hún lokaði augunum.
— Ó, það snarsnýst allt fyrir aug-
unum á mér.
Hann beygði sig fram og strauk
hnakka hennar ,en hún stdrði á
seðlahrúguna.
— Líður þér nú betur?
— Já, hún rétti úr sér.
— Það lá við ég fengi taugaáfall,
en nú lfður mér betur, sagði hún
þreytulega.
O, Donald, hvílík kynstur af pen
ingum, og ég, sem sagðist hata
þetta hús. Ég sat hér og það var
hatur f huga mér, svo mögnuð var
óánægjan f huga mér orðin. Og
svo — þessir peningar — það er
eins og litla húsið hafi gefið okkur
þá. Sjáðu alla þessa þúsund og
fimm hundruð krónu seðla. Ég trúi
þessu varla enn þá. Ég verð tals-
verða stund enn að jafna mig. Næst
um 300 hundruð þúsund krónur.
— Bfddu, elskan mfn, sagði hann
og tók varlega um úlnlið hægri
handar hennar. Þetta eru ekki okk-
ar peningar. Við megum ekki líta
svo á. Við verðum að fara til lög-
reglunnar.
— Til lögregíunnar, ég tek það
ekki í mál, Donald Stone. Þetta er
það brjálæðislegasta, sem ég hefi
nokkum tfma heyrt. Þetta er okkar
hús og við keyptum það með þvf
litla, sem í því var. Manstu ekki,
að fyrri eigendur sögðu, að við
mættum eiga og nota þetta skran,
sem eftir væri — eða henda því.
Þetta er þvf okkar fé.
— Ég veit ekki hvað um slíkt
sem þetta stendur í lögum, sagði
Donald og eins og virti fyrir sér
hendur sinar — en ég veit, að
venjulegir bankaseðlar eru ekki
hluti - monopol-spils. Einhver hef-
ir skilið þá hér eftir, einhver, sem
að líkindum er lögmætur eigandi
hver sem það hefir verið — eða
kannski erfingjar hans.
— Þú átt þá. Þú fannsf þá.
— Það gæti verið, sagði Donald
þreytulega og nú kom eins og
skjálfti í hendur hans. En ég efast
um það. Ég verð að spyrja lögregl-
una.
— Nei, Lögreglan hengir hatt
sinn á einhvern lagabókstaf, ríkið
fær peningana, eða þeim verður
brennt.
— Þú vilt, að við segjum ekki
frá þessu, tökum peningana til eig
in nota?
- Já.
- Engum, ekki einu sinni
mömmu þinni?
— Nei, hvers vegnfe mömmu?
— Ef við gerðum þetta Daisy,
mættum við aldrei segja neinum
frá því, ekki móður þinni, ekki
Ninu vinkonu þinni, sem þú trúir
öllu fyrir. Við gætum aldrei keypt
neitt, sem kaupið þitt hrykki ekki
fyrir, eða mitt, þegar ég fer aftur
að vinna fulla vinnu. Við mættum
ekki segja börnunum okkar það.
Daisy braut saman 1000 króna
seðil. Nina var bezta vinkona henn-
ar Daisy fann allt í einu, að það
yrði dálítil byrði, að búa yfir
leyndarmáli, sem hún mátti alls eng
um segja, leyndarmáli, sem hún
kannski glopraði út úr sér einhvern
tíma í hugsunarleysi, en í rauninni
var skuggalegt leydarmál, sem
yrði að varðveita, en hvað um það.
Hún stappaði í sig stálinu og
sagði hnakkakert hvasst og kulda-
Iega:
— Ég kæri mig kollótta.
Síminn hringdi. Þau sátu eins og
rígnegld. Þeim leið eins og þjófum,
sem staðnir eru að verki. Daisy fór
að tína saman peningana, setti suma
í öskjuna og sópaði sumum undir
pilsið sitt, þar sem hún sat, en
svo sá hún hve heimskulegt þetta
var og hætti þvf. Hún hló kaldrana-
lega, og beit í þumalfingurinn til
þess að stilla taugarnar. Síminn
hringdi í sífellu. Hvorugt svaraði.
Loks þagnaði hann.
Mikil kyrrð ríkti. Loks sagði Don
ald:
— Þér skildist hvað ég var að
fara áðan?, sagði Donald.
— Já, en ég blæs á það, sagði
hún ákveðinni röddu, Hvf skyldum
við þurfa að laumast um eins og
þjófar alla ævi bara af þvf að við
fundum þessa peninga? Við venj-
umst þessu, Donald. Skyldu ekki
vera einhver leyndarmál f lífi flestra
manna? Menn geta vanizt öllu, ef
menn bara líta á það af raunsæi,
tilfinningalaust. Og Donald, hugs-
aðu um barnið, framtfð barnsins.
| — Já, ég hefi hugleitt það allt,
! sagði hann dapurlega, en það breyt-
ir engu. Gerðu mér ekki erfitt fyrir,
Daisy. Það er ekki allt undir pening
unum komið. Það er ekki allt fengið
með peningum.
— Daisy safnaði saman peningun
um og reis á fætur með fangið fullt.
— Vitaskuld er ekki allt fengið
með því, hrópaði hún hásri næstum
grátþrunginni röddu. Það er ekki
heldur allt fengið með þvf að vera
elskuð, né heldur er allt fengið
með fegurð og gáfum, en þetta get-
ur allt verið dásamlegt, það er
betra að vera gáfaður en heimskur,
fagur í stað þess að vera ljótur.
Er ekki svo? En það er betra að
hafa peninga en að skorta þá, á-
nægjulegra og öruggara að vera
ríkur en fátækur.
Hún stóð fyrir framan hann og
þrýsti að sér peningahrúgunni, en
svo var sem henni hyrfi máttur úr
handleggjunum, og seðlarnir
hrundu niður á gólfið. Og hún
traðkaði á þeim í æði.
— Ég sleppi þeim ekki. Ég vil
eignast fallegt hús handa bárninu
— með garði, þar sem það getur
leikið sér. Ég vil annast það sjálf,
hætta að vinna.
Andartak var sem allt f heimi
hefði stöðvast.Slík var kyrrðin kring
um þau. Donald horfði beint f augu
hennar, svo tók hann um axlir henn
ar.
— Daisy, ég harma það, að ég
skyldi finna þessa peninga, ég
harma það meira en ég fæ með orð
um lýst, af þvi að fundur þeirra
hefir komið þér úr jafnvægi. Pen-
ingarnir verða afhentir lögreglunni
elskan mín? Ertu mér ekki sam
mála, þegar þú hugsar um það.
Hjálpaðu mér nú að safna þessu
saman og svo skal ég hella upp á
könnuna.
Hún stóð kyrr og starði á hann.
Munnurinn opnaðist, en hún kom
1 ekki upp einu orði.
— En, Donald . . . gat hún loks
stamað.
Donald kraup á kné og fór að
safna saman seðlunum.
— Vesalings Daisy, tautaði hann,
eins og við sjálfan sig. Það hefði
verið gaman að gefa þér margt fall-
egt og Iáta þig lifa áhyggjulausu
lífi. Kennski hefðirðu aldrei átt að
giftast mér, en það gerðirðu, og
við verðum að fara þá braut, sem
mörkuð var fyrir okkur. Þetta —
og hann hélt á loft nokkrum seðl
um — þetta er sem dagdraumur,
en ef við skiluðum þeim ekki mundi
það hvíla á okkur eins og mara alla
ævina, að við gerðum það ekki. Það
er of erfitt að lifa og geyma slíkt
leyndarmál, máttu trúa. Ég gæti
ekki gert það. Ég mundi fá tauga
áfall. Ég get ekki útskýrt þetta
fyrir þér, en mér er það sjálfum
ljóst, að það yrði okkur ekki til
gæfu, að skila ekki fénu. Reyndu
að skilja mig — og reyndu svo að
hugsa ekki allt of mikið um þetta.
Enn stóð hún um stund og horfði
á hann. Svo kraup hún á kné og
hjálpaði honum til þess að tína
þetta saman og búa um það og
koma þvl fyrir í skjalatöskunni
hans, en við og við leit hún á hann
frá hlið. Hann var svo niðursokkinn
í það, sem hann var að gera, að
hann tók ekkert eftir því, ög með
an hendur hans voru á sífelldu iði,
horfði hún á hann, og henni fannst
bjart yfir háu, hvelfdu enni hans,
og öllu andlitinu.
Peningarnir yrðu afhentir lögregl
unni, Donald hafði sigrað. Hann
1 hafði verið sterkari en hún. Hún
,var enn reið, hún fann enn til von-
I brigða en samt hafði henni létt, og
henni fannst hún finna til meira
öryggis en nokkurn tíma fyrr, eftir i
að þau gengu í hjónabandið.
Nú fannst henni, að hún gæti
hallað sér aftur, vitandi, að hún
hefði traustan bakhjall.
Næsta morgun fór Donald með
peningana í slitnu skjalatöskunni
sinni beint til lögreglunnar,’ en
skjalatöskuna hafði faðir hans átt.
Og um kvöldið, þegar hann kom
heim, gat hann sagt Daisy, að lög-
reglan hefði hafið rannsókn í mál
inu — og leit að réttum eiganda
eða erfingja hans væri hann látinn.
Daisy kinkaði kolli og hélt áfram
að leggja á borðið. Þau sátu við
hringlaga borð í stofunni, þegar þau
neyttu máltíða,* því það var ekkert
pláss I eldhúskytrunni fyrir borð.
Þegar hún var að leita að pipardós
í skápnum fann hún hálft kerti,
hún setti það á undirskál og kveikti
á því. Svo bar hún skálina með
logandi kertinu inn í stofu — var-
lega eins og lítil telpa.
— Svona, sagði hún glöð og
brosti, þegar hún hafði lagt skálina
á borðið, og virti fyrir sér litla,
gulleita, flöktandi ljósið.
TIL SOLU
Ébúðir í smððum:
Tilbúnar undir tréverk
5 herb. endaíbúð 1 Háaleitishverfi,
tvennar svalir, bllskúrsréttur.
5 herb. íbúð við Fellsmúla um 117
ferm.
5 herb. íbúð i Hlíðunum 1 tvíbýlis-
húsi sér hitaveita, bílskúrsréttur
Fokheldar íbúðir
6 herb. íbúð við Nýbýlaveg um
154 ferm., uppsteyptur bllskúr.
5 herb. íbúðir á Seltjarnarnesi um
; 130 ferm., múrað utan, bllskúrs
| réttur
!4 herb. íbúð við Miðbraut um 100
ferm., hitalögn komin, innbyggð
ur bílskúr.
3 herb Ibúðir við Kársnesbraut, hús
inu skilað múruðu og máluðu
að utan.
3 herb. íbúð við Nýbýlaveg um 90
ferm. að öllu leyti sér.
Einbýlishús, foklreld
1 Garðahreppi um 143 ferm. á
einni hæð. 2 stofur, 4 svefnher
bergi, eldhús, bað þvottahús,
geymsla, uppsteyptur bllskúr,
verður skilað múruðu og máluðu
að utan.
Einbýlishús i Kópavogi um 190
ferm. á einni hæð, bílskúr fylgir
Jón Ingimarsson lögm.
Hafnarstr. 4, rimi 20555, sölum.
Sigurgeir ''agnússon, kvöldsími
34940
REST-BEZT-koddar
Endurnýjum gömlu
sængumar, eigum
dún- og fiðurheld ver.
Seljum æðardúns- og
gæsadúnssængur —
og kodda af ýmsum
stærðum.
DÚN- OG
FIÐURHREINSUN
Vatnsstig 3. Simi 18740.
■.■.v.v.v.v.v.v.v.w.
.V.V.V.VA
s
I
VARALITUR
hinna vandlútu
Blómabúbin
Hrisateig 1
símar 38420 & 34174
MÝ 18 DIN
ferraniaco/or
FILMA
Handtaka Nikkos, sem heldur
að Tarzan sé þegar grafinn 1 gröf-
inni 1 skóginum virðist auðveld,
þegar Tarzan horfir á hann gegn-
um gluggann á verzlunarstöðinni
fölsku þar sem hann vinnur að
hinu svívirðilega verki sínu. Og
þegar fallhlífarliðið kemur munu
sönnunargögnin um þessa svi-
virðilegu glæpastarfsemi vera full
komin. Þvl að Tarzan sér að
Nikko er birgðavörður.