Vísir - 28.11.1964, Qupperneq 1
VÍSIR
54. árg. — Laugardagur 28. növember 1964. — 264. tbl.
(
[ Fró ciðfxlfundi
( útvegsmanna
1 Emil Jónsson sjávarútvegsmála-
1 ráðherra flytur ræðu sína á
J LÍÚ-fundi í gær. Við hliðina á
^ honum situr Jón Árnason, al-
t þingismaður og fundarstjóri.
Bifreiðaeigendur vilja reisa
mótel fyrir innan Elliðaár
Þar á einnig að verða tjaldstæði
og stæði fyrir hjólhýsi
Félag íslenzkra bifreiðaeig-
enda hefur sótt um til borgar-
ráðs allstóra lóð fyrir innan
Elliðaár. Ætlunin er að þar
verði bækistöð fyrir félagið,
geymsla fyrir bíla þess, sjálfs-
afgreiðsluverkstæði fyrir félags-
menn, tjaldstæði fyrir utan-
bæjarmenn og einnig mótei.
Frá þessu er skýrt f nýú1
komnum Öku-þór, tímariti FIB.
Starfsem'i félagsins hefur vaxið
mjög mikið á undanförnum ár-
um og hefur m. a. félagatalan
tvöfaldazt á s.l. tveimur árum.
Telur því félagið nauðsynlegt
að það fái ákveðið athafna-
svæði fyrir starfsemi sína.
Á þessu svæði er ætlunin að
hafa m. a. skrifstofur félagsins,
og geymslur fyrir bíla þess, en
félagið stefnir að því að eign-
ast fleiri bíla til þess að ann-
ast skyndiþjónustu fyrir félags-
menn, bæði að sumri og vetri.
Einnig er ætlunin að byggja
þar sjálfsafgreiðsluverkstæði
fyrir félagsmenn, þar sem þeir
geta komið með bíla sína til
athugunar og smærri viðgerða.
Þá er einnig ætlunin að á þessu
svæði/verði tjaldstæði fyrir ut-
anbæjarmenn og einnig útbún-
aður til þess að hafa hjólhýsi,
Framh. á bls. 6
Ræða sjávarútvegsmálaráðherra á
/ athugun, hvort leyfa skuli togurunum að
veiða innan 12 mílna markanna
Nýjar tilraunir með togara til síldveiða
Vandi togaranna hefur
verið athugaður sérstak-
lega á þessu ári, sagði Emil
Jónsson sjávarútvegsmála-
ráðherra á aðalfundi LÍÚ í
gær. Sagði ráðherrann, að
sú athugun hefði leitt í
ljós, að vandamál þeirra
yrði ekki leyst nema þeir
fengju að veiða innan 12
VR segir samningsbrot
hafa átt sér stað
Á félagsfundi V.R. i fyrrakvöld
voru eftirfarandi ályktanir gerðar:
Félagsfundur í V.R. haldinn í
Lidó 26. nóv. 1964 samþykkir aö
óska eftir að vinnuveitendur setjisi !
nú þegar að samningsborði með V
R. um lokunartímamálið með :il-
liti til alvarlegra brota af hálf j !
viðsemjenda V.R. á 7. gr. kjara- ;
samnings V. R., en sú grein er i
erundvöllur þeirra kjara, sem af-
-eiðslufólk býr við.
Fundurinn krefst þess að meðan. |
beðið er eftir svari v'iðsemjenda V
BLAÐIÐ í DAG
R. og viðræður fara fram, hindn
Framh. á bls. 6
mílna landhelginnar á fleiri
svæðum en nú ætti sér
stað og á lengri tíma en nú
væri heimilað. Kvað ráð-
herrann það nú í athugun
hvort Ieyfa ætti togurun-
um frekari veiðar á þess-
um svæðum.
Emil Jónsson kvað það hafa
blandazt inn í umræður um vanda
mál to^ -anna, að hinir smærri bát
ar ættu einnig við vanda að stríða
en þeir hefðu sótt það mjög fast
að fá að stunda togveiðar innan
umræddra marka. Emil sagði: „Hér
er um mjög viðkvæmt og vanda-
samt mál að ræða og hefur engin
ákvörðun verið tekin um það enn
sem komið er. Er þar um svipað
vandamál að ræða og dragnótar-
vandamálið, sem alltaf er uppi og
ekki fæst samstaða um. Norður-
land hefur t. d. fram til þessa verið
lokað fyrir dragnótaveiðum innan
12 mílna markanna þangað til í
sumar, að Húnaflói og Skagafjörður
að nokkru Ieyti hafa verið opnaðir.
|
Hefur niðurstaðan þar verið já-
kvæð, að ég vildi telja þar sem
dragnótabátar, sem stundað hafa
veiðar á þessum svæðum hafa aflað
sæmilega en lítil eða engin veruleg
veiði hefur fengizt með öðrum veið
arfærum. Togveiði innan 12 mílna
I markanna hefur líka verið mjög um
deild og ekki hægt að segja á þess
| ari stundu hvernig leyst skuli“.
Ráðherrann sagði tilraunir hafa
verið gerðar með togarana til síld-
veiða. Hefðu menn komið auga á,
að þeir gætu verið hin ákjósanleg-
ustu skip til síldveiða ef hægt væri
að hota þá tjl þeirra veiða. En
byggingarlag þéirra og erfiðleikar
við að snúa þeim hefði komið í veg
fyrir að unnt væri að nota þá við
þessar veiðar. Hefði verið gerð til-
raun í þessu skyni en hún mis-
tekizt. Skipaskoðunarstjóri hefði
haft mál þetta til athugunar og
hefði hann nú til athugunar nýja
aðferð sem gæfi vonir um að lausn
þessa máls væri ekki langt undan.
Ef það tækist með litlum áukaút-
búnaði að koma þvi til leiðar að
snúningsmöguleikar togaranna
yrðu auknir og þeir þannig gerðir
að góðum síldveiðiskipum væru
þeim skapaðir möguleikar til bættr-
jar afkomu, sagði. sjávarútvegsmála
1 ráðherra.
Reykjavíkurborg starfrækir heima-
vistarskóla að Hlaðgerðarkoti
i>ar dveljast stúlkur, sem átt hafa í erfiðleikum í skóla eða á heimilum sínum
Reykjavíkurborg hefur nú
komið á fót heimavistarskóla
fyrir stúlkur á skólaskyldualdri,
sem átt hafa í erfiðleikum í skól
anum eða á heimilum sfnum.
Verður skólinn starfræktur með
svipuðu sniði og heimavistar-
skólinn, sem Reykjavikurborg
rekur fyrir drengi að Jaðri. Peg
ar eru komnar fimm stúlkur !
skólann og næstu vikur koma
2—3, en að Hlaðgerðarkoti er
aðstaða til þess að hafa alls um
20 stúlkur. Skólastjóri er Jóna
Hansen.
Stofnun heimavistarskóla fyr-
ir stúlkur á skólaskyldualdri hef
ur verið í deiglunni undanfarin
ár, en það var svo á s.l. ári sem
Sigríður Sumarliðadóttir, starfs-
maður Reykjavikurborgar, var
látin kanna þörfina á slíkum
skóla. Talaði hún þá við skóla-
stjóra allra barna og gagnfræða
skóla borgarinnar og fékk upp-
gefin nöfn þeirra stúlkna, sem
ættu í sérstökum erfiðleikum.
Átti hún síðan viðtal við kenn-
arana, fór inn á heimilin og tal
aði við foreldrana og stúlkurnar
sjálfar.
Heimavistarskólinn að Hlað-
gerðarkoti, sem er eign Mæðra-
styrksnefndar tók svo til starfa
1 nóvember s.l. Allar þær stúlk
ur sem fara að Hlaðgerðakoti,
fara þangað eftir að Sálfræði-
deild skólanna hefur haft með
mál þeirra að gera, en yfirmaður
deildarinnar er Jónas Pálsson,
sálfræðingur.
Vísir átti í gær stutt samtal
við Jónu Hansen, skólastjóra og
spurði hana um starfsemi skól-
ans. „Það er alltof fljótt að
segja um árangurinn, en okkur
líkar vel hérna og aðstaðan hér
er öll mjög góð, Gera má ráð
fyrir að hægt sé að hafa hér um
20 stúlkur og eru þrjár stúlkur
saman i herbergi. Auður Elísdótt
ir, er hér mér til aðstoðar og
er hún m. a. úti með telpurnar
i fjallgöngu og þegar snjór er,
er gott skíðafæri hér fyrir ofan.
Þá er einnig mjög stutt í sund-
laug héðan, sagði Jóna.
Áætlað er að í skólanum verði
stúlkur á skólaskyldualdri, en
ætla má að flestar verði á aldr-
inum 11 — 14 ára. Stúlkurnar
eru bæði í bóklegu og hagnýtu
verklegu námi. Þær matreiða að
miklu leyti fyrir sig sjálfar, unc’
ir stjórn matráðskonu og einnig
er sérstök kona sem leiðbeinir
þeim við sauma og gera þær
sjálfar við sín föt og ræsta her-
bergi sín.