Vísir


Vísir - 28.11.1964, Qupperneq 4

Vísir - 28.11.1964, Qupperneq 4
4 V í S I R . Laugardagur 28. nóvember 1964. Færeyingar komnir á sítí- armiBin eystra Seyðisfirði, 20. nóv. Nú er orðin heldur daufleg vist in úti á síldarmiðunum hér fyrir austan og eru fáir að, þótt Jakob lllt Jakobsson fiskifræðingur hafi lof- að þar nógri sild fram eftir vetri. Enginn íslenzkur bátur er á síld hér, en Snæfuglinn frá Reyðarfirði er að búa sig út, og getur verið að nokkrir fleiri fylgi á eftir. Rúss arnir eru farnir og síðasti norski línuveiðarinn var að fara frá Sevð i isfirði í dag. Hins vegar eru noKk- ur færeysk fiskiskip komin í síld- ina á þessum slóðum, en þeir hafa ekki verið þarna áður. Kyrrð hefur færzt yfir Seyðis- fjörð. Er nú hafinn undirbúningur að ýmsum framkvæmdum hér í vetur. Mesta framkvæmdin er lik- lega stækkun síldarverksmiðjunn- ar. Fjórar jarðýtur hafa undanfarið verið í að stækka athafnasvæðið i við verksmiðjuna, einkum upp að fjallinu. Hafa þær m. a. rutt það- an tveimur íbúðarhúsum, sem verk smiðjurnar höfðu keypt til að fá aukið landrými. Framkvæmdum þessum á að ljúka fyrir næstu ver tíð. GHmukappinn Jóhannes sýnir kraftana. Samtaisbók við Jóhannes á Borg Út er komin samtalsbók sem Stefán Jónsson fréttamaður hefur tekið við Jóhannes Jósefsson glímu Kappa og hótelstjóra. Mun upphaf þessarar bókar vera það að á átt ræðisafmæli Jóhannesar 28. júlí 1963 átti Stefán langt útvarpssam- tal við hann og vakti þetta sam- tal mikla athygli, enda rakti hinn gamli glímukappi þar frægðarsögu sína úr glímuferðum út um víða veröld og minnti það á kappasögur af Agli Skallagrímssyni og Örvar Oddi. Nú er þessi frægðarsaga íslenzka kappans á öndverðri 20. öld rakin miklu nákvæmar. Margar sögur til tíndar frá æskuárum hans á Akur- eyri og af krakkahópnum sem séra Matthías Jochumsson fermdi. Síðan hefst vakning æskulýðsins á Islandi stofnun Ungmennafélaggnna sem Jóhanes várméo f áf iífi og sál og þar með er komið út í leikfimi og glímu og leiðin liggur út um allan hinn menntaða heim og þarf víst varla að taka það fram, að oftast hefur Jóhannes sigur enda hleypur berserksgangur á hann. Bókir.‘er 304 bls. og mikið mynd skreytt. Hún er gefin út af Ægis- útgáfunni Bazar Hringsins Á sunnudaginn kemur verður hinn árlegi bazar og kaffisala Kven félagsins Hringsins. Verður bazar- inn í Almennum tryggingum og kaffisalan að Hótel Borg og hefst hvort tveggja kl. 2. Margt verður þarna góðra og eigulegra muna sem seljast ódýrt. Kvenfélagið Hringurinn hefur safnað í sjóð á undanförnum árum 8 milljónum króna og er þetta loka- átakið, því nú er verið að safna fyrir rúmum og rúmfatnaði í hinn nýja barnaspítala, sem fær tvær hæðir í vestari álmu hinnar nýju viðbyggingar Landsspítalans. Ráð- gert er að barnaspítalinn taki til starfa í febrúar eða marz. Af ýmsum munum, sem verða þarna til sölu má nefna krakka- náttföt, sem mikið er til af, jóla- borðskraut í miklu úrvali auk Dr. Unnsteinn Stef- ánsson prófessor í Bandaríkjunum Dr. Unnsteinn Stefánsson, haf- fræðingur við Fiskideild Atvinnu- deildar, var fyrir stuttu ráðinn pró- fessor við Duke-háskólann í New Carolina í Bandaríkjunum. Dr. Unn steinn er nýkominn frá haffræð- ingaþingi í París, og náði blaðið taii af honum í morgun. — Ég kom i vor til Duke-háskól ans í sambandi við Surtseyjarrann- sóknir. og samvinnu við bandaríska vísindamenn um þær. Þessi skóli hefur ágæta hafrannsóknastöð, sem starfar sérstaklega á sviði líffræði sjávarins, og er staðsett í Beaufort. — Þegar heim var komið, fékk ég bréf frá skólanum, þar sem mér var boðin prófessorsstaða við skól- ann í sérgrein minni. Ég hafnaði þessu boði, en síðar náðist sam- komulag um, að ég yrði prófessor I þarna, en þyrfti ekki að vera þar nema þrjá mánuði á ári. Verkefni mfn verða að kenna almenna haf- fræði og efnafræði sjávarins, og aðstoða við að skipuleggja rann- sóknir á mínu sviði. Ég verð áfram starfandi sérfræðingur við Fiski- deild, en fæ þriggja mánaða leyfi frá störfum á hverju ári til að sinna þessu nýja starfi. Ákveðið hefur verið, að ég kenni þar næsta sumar, en síðan sennilega á öðrum árstímum — Hér á Fiskideild starfa ég þessa dagana að því að taka saman niðurstöður af hafrannsóknum, sem við framkvæmdum á Grænlands- hafi í fyrrahaust f samvinnu við jarðeðlisfræðistofnunina í Bergen í Noregi. Tvö norsk og eitt íslenzkt skip unnu að þessum rannsóknum. / Norski haffræðingurinn Herman Gade er einmitt staddur hérna og er, ásamt okkur Svend Aage Malm berg, að taka saman skýrslu um niðurstöðurnar. margs annars. STÍGANDI Efnisskrá: MOZART: Fantasía í c-moli BEETHOVEN: Sónata f E-dúr, op. 109 PÁLL ÍSOLFSSON: Tilbrigði um stef eftir Pál ísólfsson Tileinkað Rögnvaldi Sigur- jónssyni. Flutt í fyrsta sinn. DEBUSSY: Þrjár prelúdíur CHOPIN: Impromtu í Fis-dúr, op. 36 Scherzo, op. 20 Rögnvaldur Sigurjónsson, pia nóleikari, lék á vegum Tónlist- arfélagsins í Austurbæjarbíói sl mánudags og þriðjudagskvöld Það var stígandi í flutningnum frá byrjun til enda og varð því hlutur Chopins langsamlega beztur. Þar ríkti markviss festa jafnframt skáldlegum sveigjan- leika, Kunni hljóðfærið því vel, og svaraði samkvæmt því. Um túlkun Rögnvaldar á einstaka verkum má eflaust deila lengi á smekks-grundvelli. En hvaða gildi hefði slíkt? Er það alveg í víst, að einhver hr. Leidtrager * hafi fundið hinn eina sanna tón í Beethoven? eða Monsieur Tre- scharmant í Debussy? Þeir, sem fara á tónleika hjá Rögnvaldi með það fyrir augum að heyra einhverja aðra en per- sónu Rögnvaldar, fara í geitar- hús. Persónuleiki hans er jafn óbifanlegur á nótnaborðinu og á pedulunum. „ Frumflutt voru Tilbrigði eftir Pál Isólfsson um stef eftir föður hans. Tilbrigði þessi krefjast mikils af ágætum pianista, þau útheimtg einnig töluvert af ein- beitingargetu áheyrandans. Þau krefjast þess ekki síður, að þeim kerlingabókum sé úthýst, sem halda því fram, að rómantísk komposisjon hafi geispað gol- unni með þeim Brahms og Reger. Þorkell Sigurbjörnsson. Vangefin börn mála jólakort Vangefin börn á dagheimiL 1 Styrktarfélags vangefinna að Lyng ási hafa málað myndir, sem prent- aðar eru á jólakort. Styrktarfélagið gefur kortin út og rennur ágóðinn af sölunni til dagheimilisins. Mynd ir barnanna eru hinar skemmtileg- ustu og minna um margt á jólakort Sameinuðu þjóðanna. Þau éru lií. prentuð í Litbrá og eru fáanleg i mörgum bókaverzlunum í Reykja- vfk. Dr. Urinsteinn Stefánsson. vilí kaupa togara: ? Nýsköpunfirtogari d hrakhóium Akurnesingar vissu ekki betur i vor en að þeir hefðu selt gamla nýsköpunartogarann Akurey til Færeyja fyrir 3,9 milljónir króna. En nú hefir hinni seldu vöru verið skilað aftur og liggur togarinn f Reykjavík og hefir verið auglýstur til sölu í ýmsum Iöndum. Fyrirspurnir um verð og annað hafa m. a. borizt frá Argentínu nýlega, og verðið er enn 3,9 milljónir, að því er bæi arritari Akraneskaupstaðar sagði Vísi i morgun. Færeyskur útgerðarmaður, S. Simonsen, fékk Akurey til um ráða í vor til þriggja mánaða gegn tryggingarfé, sem var 100 þúsund krónur danskar, fór með togarann á saltfiskveiðar við Grænland og ætlaði að nota tím ann á meðan til að semja um það við yfirvöld í Færeyjum að flytja mætti skipið þangað þótt lög þar í landi heimili ekki inn flutning svo gamalla skipa. Fær eyskir ráðamenn á þessu sviði munu I fyrstu hafa látið líklega með að veita undanþágu fyrir innflutningi Akureyjar, en þegar til kom fékkst innflutningsleyfið ekki. Simonsen hélt skipinu leng ur en um var samið og hefir Akraneskaupstaður gert kröfu á hendur honum í því sambandi. Akurey er nú komin aftur til íslands og er til sölu þar sem hún liggur' í Reykjavík. Innlend ir aðilar hafa sízt áhuga á að kaupa gamla togara eins og sak ir standa, en fyrirspurnir hafa borizt erlendis frá ,

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.