Vísir - 02.12.1964, Qupperneq 15
VI S I R . Miðvikudagur 2. desember 1964.
15
Aðferðirnar geta verið margvíslegar
Gamansöm saga um morðáform — eftir Nedru Tyre
Hvaða dagur vikunnar sem var
gat að sjálfsögðu komið til greina,
að undanteknum sunnudeginum,
því að þá fóru þær í kirkju, —
þeim fannst, að ekki kæmi til
mála, að bregða venju í því efni,
þótt þær hefðu morðáform í huga.
Þær sátu yfir rjúkandi kaffiboll-
unum og röbbuðu saman — ekkju-
frúrnar Harrison og Franklin, en
þær voru vanar að fá sér kaffitár
dag hvern árdegis — og oftar —
gömlu konurnar, en hvor um sig
hafði litla leiguíbúð í sama húsi,
og fleiri voru leigjendumir. Og
allir við aldur, Og hvert skyldi nú
umræðuefnið hafa > verið þetta ár-
degi? Það var þetta vanalega,
hvernig þær þyrftu aldrei framar
augum að líta óhræsis húseigand-
ann, hann herra Shafer. Og dag-
inn áður höfðu þær komizt að nið-
urstöðu £ málinu: Þær yrðu að láta
til skarar skríða og hreinlega myrða
Sann. Það yæri það eina skyn-
samlega.
— Ég held nú samt, að ég verði
að bæta ögn af sykri £ kaffið, elsku
Matilda, sagði frú Franklin, sem
taldi hræðsluna við hvita sykur-
inn óþarfa konu á hennar aldri,
komna undir áttrætt.
— Þetta eru annars beztu osta-
stengur, sem ég nokkurn tíma hef
bragðað á. Þeir, sem búa til svona
ostastengur, eru meistarar i sinni
grein. Aldrei hefur mér tekizt að
búa til svona ljómandi góðar osta-
stengur, og hef ég þó farið ná-
kvæmlega eftir uppskriftinni þinni.
Það blátt áfram ljómaði af and-
liti frú Harrison, en henni var það
jafnan mikil ánægja að gæða jafn
þakklátri sál og Mary Sue Frank-
lin á einhverjum kræsingum. Mary
hafði sem sé verið bezta vinstúlka
hennar þegar þær voru saman £
skóla á unga aldri og festi þá
rætur vinátta, sem enzt hafði til
þessa dags.
Þær dreyptu á kaffinu og nört-
uðu £ ostastengurnar, og svo báru
þaer pentudúkana að vörum sér
að sið gamalla hefðarkvenna og
tóku til að ræða vandamálið mikla,
hvernig þær gætu rutt herra Shafer
úr vegi.
— Við getum ekki notað skamm-
byssu, sagtt frú Harrison. Það
kemur ekki til mála, ég verð dauð-
hrædd bara af að sjá svoleiðis verk-
færi, og ég gæti aldrei stappað f
mig stálinu til að þrýsta á gikk-
inn Og hvar £ ósköpunum ættum
við að geta komizt yfir skamm-
byssu? Það þarf lögregluleyfi til
þess að kaupa og eiga skammbyssu.
— Þú hefur alveg rétt fyrir þér,
ándvarpaði frú Franklin. Maður les
svo mikið um morð nú á dögum,
en þegar svo er komið, að maður
fer sjálfur að skipuleggja morð,
vandast málið.
. Og allan tíman, sem þær mösuðu
um þetta barst til þeirra utan úr
göngunum ómurinn af bylmings
rödd herra Shafers, sem var alltaf
að leita að næsta fórnardýri til að
skeyta skapi sfnu á.
— Ég held bara, Matilda mfn,
að ég fái mér eina ostastöng til,
og svo verð ég að skreppa i mat-
vörubúðina. Á ég að kaupa nokk-
uð fyrir þig um leið?
— Nei, þakka þér fyrir, Mary
Sue, en — ættum við ekki að láta
til skarar skríða á morgun? Illgim-
in £ honum herra Shafer fer vax-
andi með degi hverjum.
Þær luku úr bollunum og frú
Franklin vildi hvað sem tautaði
og raulaði hjálpa Matildu að þvo
upp, en hún mátti ekki heyra það
nefnt.
Þegar frú Franklin var á leið
niður stigann á næstu hæð, þar
sem ibúðin hennar var, eitt her-
bergi og h'tið eldhús, á hvem skyldi
hún rekast nema herra Shafer, sem
var að koma upp bakstigann.
— Og um hvað voruð þið kaffi-
kerlingarnar að masa? spurði hann
þrumandi röddu. Á kannski að
steypa rfkisstjórninni?
Frú Franklin var alls ekki orð-
in svo gömul, að hún þyldi ekki,
að menn væru dálítið spaugsamir
og gáskafullir. Henni fannst, að kon
ur ættu að þola slíkt alveg fram
í andlátið, ef menn spauguðu „upp
á fínan máta“, helzt „undir rós“,
en það var nú ekki hin sterka hlið
hera Shafers að tala i þeirri tón-
tegund. En frú Franklin var ekkert
að reiðast þvf, þótt herra Shafer
væri grófur í tali, það var tilgangs-
laust, og hún brosti til hans sínu
blíðasta brosi og sagði f hárfínasta
viðræðustíl:
— Nei, herra Shafer, við vorum
að ræða um allt annað — eða hver
myndi hentugasta aðferðin til að
myrða yður.
En herra Shafer hafði ekki lagt
við hlustirnar. Hann lagði aldrei
við hlustirnar, ef einhver var að
tala við hann, og tautaði um leið
og hann hélt inn göngin:
— Hér er orðið ólíft — í ná-
vist þessara gömlu kjaftakerlinga.
Hann slökkti á litlum lampa, sem
logaði í hinum myrkari enda gangs-
ins. Svo skellti hann aftur hurð-
svo að allt húsið hristist. En nú
var því svo varið, að herra Shafer
hafði engan rétt til að vera þarna.
j Húsið hafði verið séreign konu
hans og dóttir þeirra hafði erft
það að henni látinni, en hann fór
I brátt svo í taugarnar á dóttur sinni
með frekju sinni og ofstopa, að
hún hrökklaðist burt og lét hann
annast húsgæzluná.
Næsta árdegi héldu þær vinkon-
umar áfram að ræða vandamálið.
Frú Franklin bað aftur um ögn
meira af sykri í bollann sinn og
gat þess um leið, að hún hefði
aldrei bragðað betri eplaköku.
— Svolítið af kanil óg sítrónu-
dropar, sagði vinkona hénhár, —
það gerir allan muninn.
Og þær drukku kaffið og borð-
uðu eplakökuna og þurrkuðu sér
um munninn.
— Ekki getum við byrlað herra
Shafer eitur, sagði frú Harrison,
því við erum ófróðar um eitur.
- Jæja. Við gætum nú kynnt
okkur það, sagði frú Franklin.
— Hvernig gætum við gert það,
Mary Sue? Ef við lánuðum bækur
í bókasafninu um þau efni, myndi
bókavörðurinn vafalaust muna eft-
ir, að við hefðum fengið slíkar bæk-
ur til lesturs. Og svo veit ég vel
hvernig þeir hafa það f apótékinu.
Þeir skrásetja alla, sem kaupa eit-
ur. Lögreglan mundi undir eins
komast á slóð okkar.
Og svo þriðja daginn, þegar þær
dmkku kaffi og gæddu sér á súkku
laðiköku, sagði frú Franklin:
— Ekki getur komið til mála að
drekkja honum.
Hún hafði sannast að segja tek-
, ið svo gíruglega til súkkulaðikök-
unnar, að hún var með „brúnt yfir-
varaskegg", og leit nú 1 fyrsta
sinn sfðan er þær fóru að ræða
morðáformið, dálitið skuggalega út.
— Nei, það kemur víst ekki til
mála. Hér er hvergi nógu djúpt
vatn nær en í Borgarskemmtigárð-
inum, og hvernig ættum við að
lokka herra Shafer þangað.
— Nei, okkur mundi aldrei tak-
ast það. Hann hatar konur.
Og þegar þær næsta fimmtudag
höfðu lokið úr fullri skál með
„sítrónu-fromage" voru þær engu
nær um hvernig þær ættu að fara
að.
— Mér finnst ég vera svo óhag-
sýn og ómöguleg til alls, Mary Sue,
1 — við skulum þó aldrei vera farn-
ar að kalka? Varla svo, að okkur
geti ekki dottið eitthvað í hug.
— Okkur dettur eitthvað í hug
á morgun, vertu viss, sagði frú
Franklin.
Og næsta dag, er þær gæddu sér
á jarðarberjum og rjóma, sagði frú
Harrison:
- Við gætum notað exi. Ég lá
andvaka í nótt. Það liggur þó beint
við...
— Nei, nei, sagði frú Franklin,
við mundum bara rá bletti í fallegu
fötin okkar, og þótt við brenndum
þau eftir á, mundi lögreglan finna
hnappana og sanna allt á okkur.
— En hamingjan góða, ég átti
ekki víð það, að við færum að
brytja hann niður. Fyrir mér vakti
bara að Iáta hann fá dálítið högg
á höfuðið.
Frú Harrison hafði sannast að
segja hnéykslazt á því sem vinkona
hennar háfði sagt, því að það mátti
skilja hana svo, að hún væri blóð-
þyrst, — sem hún alls ekki var.
— En við eigum enga exi og ef
við keyptum eina yrði það rakið
til okkar.
— Heyrðu nú, Mary Sue, nú
verðum við að leggja heilana í
bleyti. Það er ekki seinna vænna.
Það er ekki lengra síðan en £ fyrra-
dag, sem það gerðist, að herra
Shafer rak vesalings frú Grove á
dyr, af því að hún vildi ekki láta
lóga kettinum sínum. Og þú manst,
að hann rak vesalings herra Floyd,
af þvi að hann dæsti og hóstaði of
mikið, en hvernig gat hann gert að
þvf, haldinn brjóstmæði?
— Hefur þér dottið nokkuð f
hug, Matilda?
— Nei, kæra Mary Sue, en það
fer ekki hjá því, að okkur dettur
eitthvað f hug. Nú skulum við
Ieggja þetta á hilluna rétt f bili og
snúa okkur að öðrum vandamál-
um Ég á við það, að við frestum
að ræða aðferðina sjálfa, og snúum
okkur að þeim varúðarreglum, sem
við verðum að ná niðurstöðu um.
Við verðum að fara varlega. í húsi
eins og þessu, þar sem margir leigj
endur eru, er margs að gæta, svo
að ekki falli grunur á okkur. Við
verðum til dæmis að vera alveg
vissar um, að enginn sjái til okkar.
Og alla næstu viku gáfu þær i
gaum að daglegum venjum ann-
arra, sem bjuggu í húsinu og smám
saman urðu þær öruggari og viss-
ari úm, að allt mundi heppnast, ef
þær færu nógu varlega. Og þær
voru þegar farnar að tala um morð-
ið, eins og allt væri þegar um
garð gengið — og allt gengið eins
og í sögu.
— Það er nú dálítið ömurlegt
til þess að hugsa, sagði frú Harri-
son, að ekki nokkur lifandi sál
muni sakna herra Shafers, hvað
þá syrgja hann.
— Nei, það fer víst enginn að
tárfella, er hann verður burt kall-
aður.
— Finnst þér, að við ættum að
senda blóm, þegar hann verður
greftraður?
Hárgreiðsiu- og snyrtistofa
STEINU og DÓDÓ
Laugavep 18 S. hæð flyfta)
Sim! 24616
Hárgreiðslustofan PERMA
Garðsenda 21, slml 33968____
Hárgreiðslustofa Ólafar Björns
dóttur.
HÁTÚNl 6, slmt 15493.
Hárgreiðsiustofan
PIROL
I Grettisgötu 31. sfml 14787.
Hárgreiðslustofa
VESTURBÆJAR
Grenime) 9, simi 19218.
Hárgreiðslustofa
iAUSTURBÆJAR
(Maria Guðmundsdóttir)
Laugaveg 13, sfmi 14656.
Nuddstofa á sama stað
Dömuhárgreiðsla við allra hæf I
Itjarnarstofan
| Tjarnargötu 11 Vonarstrætls-
megin, simi 14662__________J
Hárgreiðslustofan Asgarði 22. *
j Simi 35610 ^
SUni 18615
S^jvallagötu 72
Hárgreiðslustofan
VENUS
Grundarstig 2a
Sími 21777
HARGREIÐSLU
STOFAN
AS TAKZAN’S
TEMF’EKATUKE
RlSESfANSHÖUSiy,
COLOKIEL JU77
LOSES KAPIO
CONTACT wrrn
THE HOSPITAL
'COPTEK- ■
PAJAASEP’
AKlF POWN
SOJAEWKERE
IN SAVASE
COUNTRy.
Ilkb
EU.IO-JT
JONfJ
ClJ'AK)
BRIEF THE TRÁNSTOZT OVERHEA?l TELL PILOT10 >
KELAY EJAERSENCY RA7I0 10 Í.'OJABUZZI. A7VISE ,
GENERAL YEATS ALL CONS7IKATOKSIN CUST07Y
TARZAN'S KNIFE-IM0UN7 INCREASINSLV SERIOUS!
HAVE UOSPITAL 'COPTER REPLACEJAENTWiSCUT!
GLA7.V0URE UNHARJAE7. CAPTAIN TÍHULUl
v tarzan’s PRISONSR STABREP
\ WITH AN INFECTE7 KNIPE! ,
m
Síwý
ÁSTHILDUR KÆRNESTEDM
GUÐLEIF SVEINSDÓTTIR
SÍMI 12614
HÁALEITISBRAUT 20
Blómabúöin
Um leið ug mtinh íd
kominn á hámark slitnar talstöðv
arsambandið við sjúkraþyrjuna,
sem hefur nauðlent vegna nilun.
ar — á villimannaslóðum. Á með-
an heldur Judd áfram. Látið flug
am e vnja vita. Segiö t,ugmai.nM
um að ná sambandi við Momb-
uzzi gegnum neyðartalstöð.na.
Ráðleggið Yeats herhöfðingja að
halda öllum samsærismönnunum
föngnum. Hnífsstunga Tarzans
v’eklur iivarlegra á Uaud.. vi’i
verðum að fá aðra sjúkraþyrlu
sem fyrst. Kapteinn Tshulu, ég
gleðst yfir því, áð þú ért óskada-
aður. Fangi Tarzans rak f nanr
.inil’, sem var smuru i j,tr„
Herra, Tarzan er að brenna app.
Ég skal drepa þennan Nikko með
mínum eigin höndum — ef l'arz-
an deyr.
Hrisateig 1
símar 38420 & 34174