Vísir - 02.12.1964, Blaðsíða 2

Vísir - 02.12.1964, Blaðsíða 2
V I S I R . Miðvikudagur 2. desember 1964. KnattspYriHinwður skrífar bók Ssgði ungum drengjum í Vatnaskógi framhaldssögu í 7 köflum, sem hefur nú verið skrifuð gefin út sem bók. um tekst að verða góður knatt spyrnumaður. Ég heyrði i út- varpinu ræðu Björgvins Schram, formanns Knattspyrnu sambandsins. Hann sagði að ýmsir erfiðleikar steðjuðu að knattspyrnustarfinu, einnig að knattspyrnan þyrfti að verða almennari íþrótt, ekki bara keppnisíþrótt heldur almenn- ings eign. Og það er rétt og vonandi verður bókin til að hvetja unga drengi til að iðka knattspymuna, og einnig að drengirnir skilji að það ir nauðsynlegt að gangast undir aga og hlýðni til að komast á- fram. Þetta hafa strákamir í Vatnaskógi flestir skilið en bar höfum við á hverju sumri milli 500—600 drengi“. X- ÞÓRIR GUÐBERGSSON. — Bók um knattspyrnu og ævin- „Þessi saga varð eigin lega til á sjö kvöldstund um í Vatnaskógi“, sagði Þórir S. Guðbergsson, kennari, ungur maður, sem nú hefur sent frá sér fyrstu bók sína, sögu um drengi í starfi, leik og ævintýrum, sem hann nefnir „Knattspyrnu- drengurinn“. Þórir var um árabil einn af beztu knattspyrnumönnum í yngri flokkunum, en hætti knattspyrnustarfi sínu því mið- ur ailt of ungur, en helgaði sig starfi KFUM, ekki sízt I Vatna- skógi þar sem hann hefur um 7 ára bil verið við einstakar vin- sældir drengjanna. „Knattspyman er alltaf núm- er eitt á dagskránni hjá okkur í Vatnskógi“, segir Þórir, „þess vegna varð saga um knattspyrnudreng afar vinsæl og fékk góðan hljómgrunn. Það er einu sinni svo að dreng- ir á þeim aldri, sem hjá okkur dveljast frá 10—16 ára, eru þyrstir í alls konar sögur, og við óliklegustu tækifæri verðum við að finna upp á alls konar frásögnum, í fjallgöngum, í sólbaði, bátsferðum, og ekki sízt á kvöldvökunum. Ég byrj- aði að segja þeim söguna af Þresti knattspyrnudreng og lauk henni á 7 kvöldum, „bullaði“ hana upp úr mér jafnóðum og undirbjó hana ekki neitt“. — En hvenær var sagan svo skrifuð? „Það gerði ég í fyrra og ég vil taka það fram, að það sem fyrir mér vakti með sögunni er að undirstrika giidi knatt- spyrnunnar fyrir unga drengi og þann aga sem nauðsynlegur er hverjum manni að gangast undir. Þannig verður Þröstur að þola ýmislegt áður en hon- Að lokum má geta þess, að „Knattspyrnudrengurinn” er mjög skemmtilega rituð bók og ástæða til að óska Þóri til hamingju með sína fyrstu barna og uí 'ngabók. Inn í knatt- spyrnuævintýri er fléttað ýms- um atvikum og ævintýrum, sem Þröstur og félagar hans lenda i, m. a. koma þeir upp um smyglaraflokk svo nokkuð sé nefnt. hefur fengið sitt nafn: FURAN er I nafnending -fur í nafni hans væri hann kallaður. Hannes Þ. Sigurðs- þarna lögð til grundvallar og að son sagði Vísi að skýringin v auki væri Ingólfur stór og sterk- þessu væri sú, að hin ósænska | legur eins og furutré. ivd lslandsmeistararnir IR, sem leika á laugardaginn við írsku meistarana frá Belfast. Ingólfur kallaður „furan" £vrópubikarnum Ingólfur Öskarsson fær stöðugi lof hjá sænskum blöðum og félög- um sínum hjá sænska handknatt- leiksliðinu MALMBERGET. Malm berget átti heldur slakan leik gegn Umeá UK nýlega og hafði undir ‘‘ftir fyrri hálfleik 6:11, en í síðari h-.lfleik breytti Ingólfur taflinu þannig, að lið hans vann síðari hálfleikinn með 13:2 og vannst Ieikurinn þannig 19:13. Ingólfur hefur ekki farið varhluta af við- urnefnum Svía, en allir beztu íþróttamenn landsins bera viður- i nefni, sem dagblöðin nota jöfnum höndum. Þannig heitir einn bezti hlaupari Svía Esso Larsson, ekki vegna þess að hann vinni hjá olíu- félagi með sama nafni, heldur vegna þess að hann heitir S. O. Larsson, eirn hlaupari smávaxinn mjög fékk nafnið „Tröllið" og þannig mætti lengi telja. Ingólfur Á laugardaginn kemur verður blað brotið í sögu körfuknatt- leiksíþróttarinnar á Islandi, — ÍR leikur fyrsta leikinn í Evr- ópubikarkeppninni í körfu- knattleik og fer hann fram á Keflavíkurflugvelli gegn Colleg- ians frá Belfast á írlandi. Við skulum vona að körfuknattleiks menn verði jafn sigursælir i þessu húsi og handknattleiks- menn hafa verið til þessa. Liðið sem hingað kemur er eitt af þrem beztu liðum ír- lands, en þar hefur körfuknatt- ieikur átt miklu fylgi að fagna undanfarin ár. Körfuknattleikur er ekki gamall í írlandi og Collegians stofnuðu körfuknatt- leiksdeild ekki fyrr en 1952, og markmiðið þá var að fá verk- efni fyrir frjálsíþróttamennina yfir veturinn. Síðustu tvö árin hefur Isðið verið mjög sterkt og unrvð deildakeppnina og bikarkeppn- ina í fyrra en var í úrslituni 1962-63. Af ÍR-liðinu er það að segja, að það er langbezta körfuknatt lciksliðið hérlendis, en er ógn- að óþægilega af KR-ingunum seni undanfarin ár hafa sótt mjög á í körfuknattleik. Engu skal spáð um úrslitin á laug- ardaginn, en ekki er samt ó- líklegt. að hér verði snörp og skemmtileg keppni, sem auðvif- að getur lokið með sigri okkar manna, ekki sízt ef áhorfendur koma og hvetja heimaliðið. Seinni leikur þessara Iiða verð- ur sfðan í Belfast og mun fara fram fyrir jól.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.