Vísir - 02.12.1964, Blaðsíða 5

Vísir - 02.12.1964, Blaðsíða 5
V1 S IR . Miðvikudagur 2. desember 1964. 5 I, útlönd í morgun útlönd í inorr,un útlönd í raorgun útjönd í morsun | Fundur í Oryggisráði um Kongó Allsherjarþingið sett í gær Sextán þjóðir hafa Krafizt fundar í Öryggisráði um að gerðir Belga og Bandaríkja- manna til þess að bjarga hvít- um mönnum í Kongó, en ekki 'ékkst nema helmingur Afríku- þjóða í samtökunum til að und- irrita fundarkröfuna. 19. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna var sett í gær. Forseti þess var kjörinn með lófataki, Alex Quaison-Sackey, fastafull- trúi Ghana hjá Sþ undanfarm 5 ár, en hann er fertugur dð aldri, og yngsti forseti Allsherj- arþingsins til þessa. Þrjú ný aðildarríki hlutu samþykkt: Malawi (Nyasaland), Zambia (Norður-Rhodesia) og Malta — öll brezkar nýlendur áður en þær hlutu sjálfstæði. Samkomulag náðist um það í gær, að við umræðuna um mál almennt, þar sem fiestir fulltrúar láti ljós sitt skina. en þessi umræða kann að standa fram undir jól, skuli engin at- kvæðagreiðsla fara fram og er með þessu komið í veg fyrir að skuldaskilamálið valdi hættu- legum árekstrum í bili, en tryggt að áfram verði reynt að ná samkomulagi. Fréttaritari brezka útvarps- ins segir að kjör Quaison-Sack- ey til forseta sýni vaxandi áhrif Afríku á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. FUNDURINN í ÖRYGGISRÁÐI Fundarins í Öryggisráði ósk- uðu fulltrúar 16 landa, Afghan- istan, Júgóslavíu og 14 Afríku- landa. Hann mun verða hald- inn í fyrsta lagi á morgun — ef til vill ekki fyrr en á fimmtu dag. Flans er óskað á þeim grund velli, að með aðgerðunum hafi verið stofnað til ófriðarhættu í Afríku en er til aðgerðanna var stofnað lýstu Belgar og Banda- ríkjamenn yfir, að hér væri um mannúðaraðgerðir að ræða, og gerðu stjórn Sþ grein fyrir þeim PERONÁ LEIÐ TIL L V.. SUDUR-AMCRÍKU * Aform hans köEluð „mesta alþjéðlega leyndarmálað77 nú n r m* r ■ Pafi a leið til Bombay Páll páfi VI. Páll páfi VI. lagði af stað frá ! Rómaborg um kl. 4 i nótt áleiðis ! á kirkjuþingið í Bombay í Indlandi Þegar hann kemur þangað verð i ur það i fyrsta skipti í sögunni | sem páfi kemur til Asíulands. Flugvélin kom við í Beirut til 1 endurnýjunar á eldsneytisbirgðum Mikill fjöldi manna hafði safnazt saman á flugstöðinni, en begar páfi ekur um hádégisbilið í dag frá flugvellinum í Bombay inn I borg- ina búast menn við að viðstaddar 2 millj. manna. þetta var birt grein hér í blaðinu) og nú virðist hann hafa látið til skarar skiða með þetta. Miklar bollaleggingar eru um það hvort Peron muni fara alla leið til Argentínu þegar, eða til einhvers annars Suður-Ameríkuríkis fyrst, þar sem hann nýtur stuðnings og persónulegra vinsælda. — Peron- istar eru vel skipulagðir í Argen- tínu, og ólíklegt, að Peron hafi lagt upp í ferðina fyrr en þeir Flugvél Perons hefir viðdvöl m. a. í Uruguay og kann Peron að hafa þar viðdvöl. Um allan heim bíða menn nú með óþreyju nánari fregna af við- brögðum Argentínustjórnar vegna þessarar Suður-Ameríkuferðar Juans Peron. ► Rússar hafa skotið geimfari á Foft í sama tilgangi og Banda ríkjamenn skutu geimfarina MARINER IV á Ioft, þ. e. ti! þess að afla sjónvarpsmynda aí Mars og reyna þannig að fá staðfest hvort líf er á þeirri plánetu eða ekki. Rússum mun hafa tekizt ágætlega að skjóta geimfari sínu á loft. — MAR- INER IV. er ekki alveg á rsttri leið en bandarískir visindamenn eru vongóðir um að geta beint honum á braut svo nálægt Mars, að sjónmyndatökuáform- ið heppnist. £>■ NTB-frétt hermir, að Bour- guiba forseti Tunis muni heim- sækja Malajsíu. Landvarnaráð- herra Tunis verður með í ferð- inni. ► Stjórnin í Sudan hefir ákveð- ið, að konur fái kosningarrétt í kosningunum, sem fram eiga að fara I marz næstkomandi. í höfuðborgum sumra komm- únistalanda var stofnað til mót- mæla og kröfugangna út af björgunarleiðangri Belga og Bandaríkjamanna til Kongó. Var æpt hátt um, að um hern- aðarlegar aðgerðir væri að ræða, en þó er nú belgiska falí- hlífaliðið komið heim, að lok- inni björgunarferðinni, eins óg lofað var. Einna mest gekk á í Moskvu, Kairo og fleiri borgum í Kairo var brennt til ösku bóka safn bandaríska sendiráðsins og víða var ruðzt inn í sendi- ráðsbyggingar og spjöll unnin, eftir að rúður höfðu verið brotn ar og bílum velt um og kveikt í þeim. Myndirnar eru frá Moskvu er hörundsdökkir og sovézkir stúdentar unnu slík hetjuverk. Á annarri myndinni sést bíll Henry Tanners, frétta- ritara New York Times. Hann á danska konu, en hennar bíll var stórskemmdur. Hin myndin er af stúdentum með áróðurs- miða fyrir utan járngrindur bandaríska sendiráðsins í Moskvu. Milli grindanna sér í brotnar rúður sendiráðsins. Sagt var í fréttum frá Moskvu, að „fylkingar Afríkustúdenta hefðu brotizt gegnum þunna röð lögreglumanna", sem á verði voru. Fréttastofur töluðu um það í morgun sem „mesta“ alþjóðlega Ieyndarmál“ hvert Peron fyrrv. einræðisherra væri að fara, en frétzt hafði að hann hefði lagt af stað í gær flugleiðis frá Madrid, eftir að flugvélin, sem hann tók sér far í, hafði tafizt í 45 mínútur — en einkaritari Perons kvaðst „ekkert um þetta vita“. Það hefir um nokkurt skeið ver ið mikið rætt um, að Peron kynni að hverfa heim innan tíðar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.