Vísir - 02.12.1964, Blaðsíða 4

Vísir - 02.12.1964, Blaðsíða 4
4 Aðalfundir landssambandsins eru annað hvert ár og var sá 6. í röðinni laugardaginn 14. nóv. sU að Fríkirkjuvegi 11 . Reykja vík. Fundinn sátu 42 fulltrúar frá aðildarfélögunum 27, en auk þeirra áfengisvarnarráðunautur og formaður landssambandsins Formaður flutti tveggja ára skýrslu stjórnar landssambands ins og einnig nokkurt yfirlit yf ir bindindisstarf í landinu og á- fengismálin. Um þetta flutti á fengisvarnarráðunautur, séra Kristinn Stefánsson, einnig ræðu. Þá gerði féhirðir sam- bandsim grein fyrir tjárhag þess, e*» tekjur þess eru litlar, en viðhafður hinn ítrasti rparr aður og fékk stjórnin hrós fyr ir góða fjármálastjórn. Féhirðir er Axel Jónsson, alþingismaður Þegar svo nefndir höfðu skil að störfum, hófust umræður um skýrslur stjórnarinnar, um til- lögur, ályktanir og önnur mál fundarins og stóðu þær til kl. 7 síðdegis, en fundurinn hófst kl. 1.30 e.h. Ánægjulegt var það, nve fundarmenn komu yfirleitt stund víslega og tóku skemmtilega þátt í umræðum. Góður andi, samhugur og áhugi ríkti á fund inum. Að loknu kaffihléi minnt ist séra Kristinn Stefánsson nokkurra samherja, sem látizt höfðu á þessu tveggja ára tíma bili og eru sæti sumra þeirra vandfyllt. Stundum er spurt: Hvaö gerið þið? Hvað gerir þessi eða hinn? því miður eru þessar sþurning ar ekki ævinlega frambornar af góðvild eða fróðleiksþórf, og þótt þeim sé svarað bæði opin berlega og á annan hátt, vilja svörin oftast gleymast fljótlega. Þau 6 árin, sem undirritaður hefur verið formaður Lands- sambandsins gegn áfengisbölinu, hefur stjórn þess reynt ýmsar leðír og aðferðir til að vinna málefninu gagn. Hún hefur efnt tií bindindismálaviku í Reykja- vlk, til Þingvallafundar, komið á námskeiði, boðað ýmsa framá menn til funda, svo sem alþmg ismenn, skólastjóra, presta og sóknarnefndarmenn, haldið þing sín annað hvert.ár og full 1 trúaráðsfundi árlega, fengið 10 — 20 þjóðkunna menn til að flytja útvarpserindi um bindind ismál, og komið á almennum bindindisdegi þrjú síðustu árin. Fengið þekkta menn ti! að skrifa í blöð og flytja útvarps erindi. Samkomur hafa þá verið hér og þar um þessi mál og sumir prestanna hafa flutt bind indisræður þann sunnudas. Þá stofnaði Iandssambandið Bind- indisráð kristinna safnaða og eru nú í því fulltrúar frá 11 kirkjusöfnuðum í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði, tveir frá hverjum söfnuði. Einn merkasti þáttur starfs- ins á þessu tímabili var svo ráð stefnan um áfengisvandamálið en til hennar boðuðu á s.l. vori dómsmálaráðuneytið og lands- sambandið, og fór fram eins og bezt varð á kosið. Þar komu sém an til heildagsfundar yfir 40 em bættismenn og forustumenn ým issa félagsmála. Árangur ráð- stefnunnar hefur þegar orðið nokkur og á vonandi aft.ir að verða meiri. Frá ráðstefnunni skýrðu blöð og útvarp allveru- lega á sínum tíma. Stundum hafa aðildarféiög landssambandsins rétt fúslega og drengjlega fram hönd til sam starfs, ep % bgk við aðeins það. sem hér er nefnf, lifigúr meiri vinna en margan grunar.1 Nokkur breyting varð á stjórn sambandsins. Tveir báð- ust undan endurkjöri, þeir Magnús Jónsson og undirritað- ur. Magnús Jónsson er bæði bankastjóri og alþingismaður, en sinnir auk þess margvísleg- um störfum. Hann var fyrsti for maður Jandssambandsins og hef ur verið í stjórn þess frá upp- hafi eða 9 ár. Hann hefur verið góður liðsmaður pg hlýtur nú beztu þakkir okkar allra, sem höfum samstarfað honum í stjórninni. í stað þessara tveggja fráfar- andi voru kosnir Pétur Björns- son, erindreki Áfengisvarrar- ráðs og Sigurður Gunnarsson, kennaraskólakennari. Hinir i stjórninni eru: Björn Magnúss. prófessor, séra Árelíus Níles- son, frú Jakobina Mathiesen, Tryggvi Emilsson og Axel Jóns son, alþm. HELZTU TILLÖGUR OG ÁLYKTANIR FUNÐARINS VORU ÞESSAR: 1. Sjötti aðalfundur Lands- sambandsins gegn áfengisböii lýsir ánægju sinni yfir þátttöku ríkisstjórarinnar í undirbúningi og framkvæmd ráðsefnu þeirrar um áfengismál, sem haldin var á síðastliðnu vori, og vinsam- legum undirtektum undir tillög- Úr til. úrbóta á áfengisvandamál inu. Éinnig yfir því, að Alþingi hefur nýlega kósið nefnd al- þingismanna til rannsókar á á- fengismálunum. Væntir fundur- inn góðs árangurs af þessum ráðstöfunum og bendir sérstak- lega á nauðsyn þess, að þeim verði fylgt eftir með því að veita aukið fé til áfengisvarna, svo að unnt verði að ráða nokkra fasta starfsmenn, er liafi það aðalstarf að fræða um skað semi áfengis. og tóbaksnautnar, leiðbeina um félagsstarf að bind indismálum og efla þann bind- indisfélagsskap, sem fyrir ei. 2. Fundurinn þakkar. framtak sýsluyfirvalda í Borgarfjarðar- héraði um áfengislausar sam- komur ungmenna og önnur af- skipti af æskulýðsmálum, og skorar á önnur sýslufélög og bæi að hefja sams konar starf semi eftir því sem unnt er, og að efla hana þar sem hún hefur þegar verið hafin að einhverju leyti. 3. Fundurinn skorar einnig á stjórnarvöld ríkis og bæja að leggja niður áfengisveitingar í opinberum samkvæmum. Sömu leiðis skorar fundurinn á félaga samtök, hverju nafni sem nefn- ast, að afnema áfengisveitingar á samkomum sínum. Sérstaklega telur fundurmn þá ízku, sem þróazt hefur með hinum svonefndu kokkteil-boð- um, vera hættulega og spil'.andi, þar sem hún á sinn drjúga þátt í því að verija bæði icarla og konur á áfengisnautn. 4. Aðalfundur landssambands ins tekur undir þá áskorun aðal fundar Bandalags kvenna í Reykjavík (2.—3. nóv. 19o4V að fjölgað verði þeim mönnurn, sem eftirlit eiga að hafa með vínveitingahúsum og hert á eft- irliti með því, að reglum sé þar framfylgt svo sem því að ungl- ingum sé ekki veitt þar áfengi og ekki fleirum hleypt þar inn en leyfilegt er, treystir fundur- inn því, að vegabréfasskyJda komi bráðlega til framkvæmda. Þá skorar fundurinn á hlutað eigandi ráðamenn að sjá til þess að hraðað sé rannsók/ium og dómsuppkvaðningu narðandi kærur út af meintum brotum í þessum efnum. NIÐURLAGSORÐ. Það er með nokkrum söknuði, og ekki af viljaleysi sprottið, að ég segi nú af mér for mennsku Landssamb indsins gegn áfengisbölinu, því að sam- búðin við mína ágætu sam- starfsmenn hefur verið hin á- kjósanlegasta og ég notið meira trausts hjá landssambandinu, en ég tel mig eiga skilið, en mér finnst sjálfsagt, að einhver yngri maður taki þetta hlutverk að sér Ég gæti fært fram næg- ar ásæður til þess, að ég tel skynsamlegt að ég létti af mér einhverjum störfum, en ætla mér þó ekki að leggja árar í bát. Samstarfsmönnum mínum færi ég alúðarþakkir fyrir á- nægjulegt samstarf, sem ég vona að haldi áfram að ein- hverju leyti. Hér dugar ekki nein uppgjöf. Öll þjóðin þarf að vakna upp til meðvitundar um, að henni er vissulega háski bú- inn af áfengisneyzlunni. Þjóðin verður að vera eins áhugasöm um það að útrýma áfengisböl- inu með einhverjum ráðum, eins og hún hefur unnið að því að útrýma fátækt, atvinnuleysi, sjúkdómum, slysum og öðrum ófarnáði. En svo bezt vinnst sig ur á öllum ófarnaði, að siðferð- isþroski og andleg menning þjóðarinnar i heild efiist sem bezt. — Veiti guð henni gæfu til þess. Pétur Sigurðsson. — eftir Péfur Sigurðsson Ármann og Vildís Konur og kraftaskáld Bókaútgáfan Forni í Reykjavík hefur sent frá sér nýja bók, sem nefníst „Konur og kraftaskáld“ en að henni standa tveir þjóðkunn ir rithöfundar, þeir Tómas Guó- mundsson skáld og Sverrir Kristi- ánsson rithöfundur, en Tómas, son ur Tómasar Guðmundssonar, hef- ur teiknað kápuna. Bókiri er einkar smekklega útgefin, prýdd mörgum myndum og teikningum. Hún er nrentuð í Félagsprentsmiðjunni h.f Tómas Guðmundsson skrifar þarna þætti af tveim kunnum skáid konum fyrr á öldum, Látra-Björgu og Vatnsenda-Rósu, en þeir be 'a heitin: „Ættstór kona velur sér ver"ang“ og „Þó að kali heitur hver“. Sverrir Kristjánsson ' skrif- ar lar.gan þátt af Bólu-Hjálmarí og nefnist hann „Féigur Fallanda- son". Komast höfundar þannig að orði í formála: „í þessari bók er fjallað um nokkrar þær persónur, sem i !if- anda lífi skáru sig úr umhver'i sínu að stórbrotnum svip og and- legu atgerVi og eignuðust snemma mikið rúm í hugarheimi þjóðar- :nnar, þar sem þær héldu áfram að lifa og mótast löngu eftir sinn dag. Af þeim sökum getur einatr. reynzt erfitt að greina milli stað- reynda og skáldskapar í sögu þeirra, og þó er stundum enn meira vafamál, hvort mundi gefa af þeim raunsannar'i mynd, Iíf þeirra eins og það yrði trúlegast rakið frá degi til dags eða eins og þjóðin Tómas Guðmundsson sá það fyrir sér í örlagaspegli. Sennilega fer bezt á þvl, þegar saga þe'irra er sögð að hvort tveggja sé haft í huga, og örugg- Iega gætir slíks sjónarmiðs í þess- um frásöguþáttum. Þeir var ein- ungis ætlað að skipa sögupersónum sínum trúlega á svið og bregða þar upp minnisverðum myndum úr Iífi þeirra". Sverrir Kristjánsson Fáir rithöfundar hafa á áhrifa- meiri hátt skrifað um ástina en Knut Hamsun. Sérstaklega er mér minnisstætt h'ið seiðmagnaða r:t- verk hans um malarasoninn Jö- hannes og hina stoltu hefðarmær Viktoríu. Ekkert skáld hefur nú a síðari árum búið yfir þvílíkum töfr um. Margir hafa stælt Hamsun, en fá'ir komizt með tærnar þar sém meistarinn hefur hælana. Ég 'as um daginn bók, sem að ýmsu leyvi minnti mig á Viktoríu. Þetta er að vísu ekki ný bók, þótt hún sé ný útgefin. Hér er átt við Ármam og Vildísi eftir Kristmann Guð- mundsson, sem höfundurinn hefur breytt nokkuð í hinni nýju útgáfu En sem kunnugt er kom Ármann og Vildís fyrst út í Noregi fyrn mörgum árum. Öðru fremur fjall ar þessi bók um baráttu myrkurs og Ijóss, söguna af hinni lífsglöðu. dauðadæmdu Vildísi og skáldi u og draumóramanninum Ármanni. Hver fær ekki hrifizt af hinni tæ<"u frásögn um hina æðrulausu stúlku, i sem er hvers manns hugljúfi, en lætur Iífið e'inmitt á þeirri stund” er framtíðin brosir fegurst v ð henni. Ég fæ ekki betur séð en Kristmann hafi með þessari bók skapað kven; mu, :s m a3 ýmsu leyti jafnist á við sumar hinna ó- gleymanlegu konumynda í hinu mikla gallerfi hins norska skáld- jöfurs. Dómbærir menn hafa látið í ljós aðdáun á mál'i bókarinnar. Með útgáfu hennar hafi höfunaur- 'inn sýnt og sannað að hann sé að fullu kominn heim úr langri útlegð með tungutak feðranna á hrað- bergi. Ég held að um það verð: ekki deilt, að Ármann og Vildís sé góð bók, skrifuð í anda róman- tísku stefnunnar — stefnu, sem alltaf hlýtur að verða við lýði. Þótt bókin sé skrifuð fyrir mörgum ár- um og fjalli um löngu liðna at- burði, á hún í dag erindi við okk- ur. Öil höfum við beðið skipbrjt eins og Ármann. Mun ekki lær- dómur hans verða okkur vegar- nesti á leið til betri og heillavæn- legri lífshátta? Að göfga er helg- asta markmið bókmenntanna, sagði Thomas Mann. Ég held þvi fram að Ármann og Vildís uppfylli ski'- vrðislaust þá kröfu. Hilmar Jónsson. I ► Mikil þoka var á Suður- Englandi í gærmorgun. Skygní var ekki 200 metrar í London jg flugvélar á leið til flugvali- arins þar urðu að lenda annars staðar !

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.