Vísir - 04.12.1964, Side 4
4
VISIR . Föstudagur 4. desember 1964,
Guðlaugur Sigurðsson póst-
ur segir frá slysförum síð-
ari ára á Siglufjarðarskarði
Komizt hefur i krappan dans
klerkurinn frá Barði.
Andskotinn og árar hans
eru á þessu skarði.
Svo kvað Jónmundur Hall-
dórsson prestur að Barði í Fljót
um, og síðar í Grunnavik, um
Siglufjarðarskarð eftir að
„andskotinn og árar hans“
höfðu þráfaldlega leitt prestinn
í villu uppi í skarðinu og ætl-
uðu honum sömu örlög sem
svo margra annarra, að hrapa
niður af hengiflugi og brjóta í
sér hvert bein. En Jónmundur
sá við andskotanum — þó ekki
nema að hálfu leyti því hann
lét kölska aftur og aftur villa
sér sýn og hann komst heldur
ekki yfir Siglufjarðarskarð eins
og hann ætlaði f upphafi, an
hins vegar stakk klerkur við
fótum á hamrabrúninni og ’ét
ekki Ieiða sig fram af. Þegar
séra Jónmundur kom niður að
Hrauni um nóttina, guðaði
hann á glugga og varpaði þá
fram stökunni hér að ofan.
Þegar fréttamaður Vísis var
staddur á Siglufirði fyrir
skemmstu hitti hann þar að
máli gamlan sýslunga og sókn-
arbarn séra Jónmundar í Barði.
Guðlaug Sigurðsson póst. Þá
barst þessi vísa prestsins í tal
og hvemig hún hafð'i orðið til
^karö. Þannig fór fyrir presti
samtals þrjú eða fjögur skipti.
Hann reynir alltaf að ná réttn
leið, en lendir í öll skiptin í
Afglapaskarði — skarði h'inn.n
feigu
Þá varð vísan til.
í síðasta skiptið gugnaði
séra Jónmundur við frekari til-
raun'ir, enda skollið á náttmyrk
ur samfara hríðinni. Sneri hann
þá vestur af aftur og niður ■
Fljót. Um kvöldið eða nóttina,
kom hann við á Hrauni, guðaði
á glugga hjá Guðmund’i bónda
og kvað vfsu þessa með raust:
Komizt hefur í krappan dans
klerkurinn frá Barði.
Andskotinn og árar hans
eru á þessu skarði.
Það ganga um það sagnir í
Fljótum norður og eins á Siglu-
firði að þetta sé ekki í eina
skiptið, sem séra Jónmundur
hafi komizt f hann krappann á
leið sinni yfir Siglufjarðarskarð.
Meðal annars hafi hann eitt
sinn farið ríðandi upp f skarðið,
en kom dasaður mjög og illa cil
reika niður af því aftur. Var
hann fár til frásagnar, en v'ið-
hafði þó kröftugt orðbragð, og
ekki sem prestlegast þegar hann
kom fyrst til bæja.
Siglufjarðarskarð er í röð hæstu fjallvega á íslandi. Þar er því illviðrasamt og þokusælt, þótt
skaplegt verður, eða jafnvel gott sé í byggð.
festu og neyta ítrustu orku til
að hrista af sér höfgann og
halda ferðinni áfram. Guðlaugur
vissi að ef hann sofnaði var
honum bráður bani búinn.
Leiðin yfir Siglufjarðarskarð
er líka eini staðurinn, sem
Guðlaugur hefur fundið til
myrkfælni. Hann getur ekki gert
sér grein fyrir af hverju.
skarð kom var skollið á nátt-
myrkur og hríð Töldu þeir sig
þá sloppna og að mesta erfið-
ið væri búið, enda undan
brekkunni að sækja eftir það.
En þá fyrst byrjuðu erfiðleik-
arnir fyr'ir alvöru. Færðin var
svo vond og snjórinn djúpur í
Skarðsbrekkunni að þeim mið-
aði ekkert áfram. Skíðin sukku
svo djúpt í lausamjöllina að af
hann var við það að örmagnast,
var dreypt örlitlu brennivíni á
hann og þannig komst hann
heilu og höldnu til byggða.
Vígsluathöfn dugði ekki
til að koma loftandanum
fyrir kattarnef.
Ég spurði Guðlaug hvort hann
Skarð hinna feigu.
Guðlaugur sagðist halda að
hún hafi orðið til kringum
1910. Séra Jónmundur átti er-
indi til Siglufjarðar á útmán-
uðum, annað hvort á þorra eða
góu. Þegar prestur var kominn
upp í svokallaðan Göngudal
tók að dimma í lofti og gerði
þá ofanhríð, en logn var á.
Séra Jónmundur var kunnugur
leiðinni og hélt ótrauður áfram,
enda ekki langt upp á Skarðs-
brúnina eftir. En honum brá í
brún þegar hann taldi sig vera
kominn upp í skarðið því þar
virtist botnlaust hengiflug fyr'ir
framan. Þóttist prestur þá vita,
að hann hafi ekki lent á Siglu-
fjarðarskarði, sem hann ætlaði,
heldur farið í annað skarð
nokkru austar í fjallgarðinum
sem heitir Afglapaskarð. Þang-
að hafa menn löngum villzt, er
þeir komu vestan úr Skagafirði
í d'immviðri eða náttmyrkri
Hrikahamrar eru lóðrétt niður
úr Afglapaskarði að austan oe
hverjum manni bani búinn sem
hrapar fram af.
Þegar séra Jónmundur íá
hvar hann var staddur og í
hvert óefni komið, sneri hann
við og hugðist ná Siglufjarðar-
skarði. Hann gekk drykklanga
stund, en sá lftt frá sér vegna
kafaldshrlðarinnar. Þar kom að
hann taldi sig vera kominn upp
í Siglufjarðarskarð, og í þann
veginn sem hann ætlar að fara
austur úr skarðinu, finnur hann
að enn er hyldýp'i fyrir fótum
hans, hvergi jörð heldur tómt
loftið. Verður honum ljóst að
hann hefur aftur farið villur
og er nú énn kominn í Afglapa-
Varð fyrir annarlegum
áhrifum.
Guðlaugur póstur kann sjálfur
að segja frá annarlegum atvik-
um á Siglufjarðarskarðsleið en
yfir það hefur hann manna oft-
ast farið áður en bílvegur var
lagður yfir það. Að vísu hefur
Guðlaug aldrei hent neitt ó-
happ né orðið fyrir slysi á þess
ari leið, en stundum þó stappað
nærri. Komið hefur það fyrir
að á Guðlaug hefur sótt svefn-
höfgi uppi á skarðinu f ófærð
og vondu veðurútliti, svo ekk'i
verður einleikið talið. Varð hann
þá áð taka á allri sinni vilja-
Tíu stunda ferð
í náttmyrkri og hríð.
Ég spurði Guðlaug hvenær
hann hafi lent í mestum erfið-
leikum á Siglufjarðarskarði.
Hann kvaðst oft hafa lent þar í
þungri færð, en aldrei í lífs-
hættu. En sem dæmi um það
hve færðin getur verið misjöfn
gat Guðlaugur þess að fljótastur
hafi hann verið 7 stundarfjórð-
unga yfir skarðið milli bæja, en
lengst 10 klukkustundir. Þá vír
hann með Sölva pósti Jóhanns-
syni og voru að koma innan úr
Fljótum i kafaófærð á vetrar-
deg'i.
Þegar upp í sjálft Siglufjarðar
Hér sést niður yfir Siglufjörð af leiðinni upp í Siglufjarðarskarð.
þeim var ekkert gagn, en þegar
þéir voru búnir að taka þau af
sér og byrjaðir að kafa fönn-
ina, náði hún þeim ýmist í mitt
læri eða upp í mitti. Við allt
þetta bættist, að báðir báru þeir
Guðlaugur og Sölvi þungar
byrðar.
Út yfir tók þó, þegar þeim
varð Ijóst að þe'ir voru villtir
orðnir og teknir að ganga upo
f mót brekkunni. Var hvorugur
þó villugjarn, og þess engin
dæmi með Sölva að hann hafi
nokkru sinni villzt, enda þaul-
kunnugur á þessari Ieið Sáu
þéir að við svo búið mátti ekki
standa cg Iku að kanna betur
fyr'ir sér. Komu þeir loks að
símastaur og gátu haldið sírna-
línunni eftir það nið„r í f.jarð-
arbotn. Á leiðinni niður lentu
þeir í gili einu miklu og djúpu
sem Þvergil heitir. Kvað Guð-
laugur það hafa verið sannkali
aða mannraun að komast upp úr
bví með þær þungu byrðar, sem
beir báru.
Munaði litlu að
illa færi.
f annað sinn sagði Guðlaugur
að stappað hafi nærri slysi, er
hann var á ferð að vetrarlagi
við 10. mann yfir Siglufjarðar-
skarð. Snjór var mikill, færð
þung og veð. .útlit ekki gott.
Þetta var skömmu fyrir jól og
flestir bár bungar byrðar. Var
’V'.’i mað.-.'nn við það að
gefast upp á leiðinni En það
sem bjargaði var það, að sam
ferðamaður hans einn, hraust-
menni mikið, bætti byrði hans
á sína, og síðan leiddu menn
þann þreytta á milli sín. Þegar
myndi eftir mörgum slysförum
á Siglufjarðarskarði i hans tíð.
Guðlaugur sagði að eftir að
séra Þorleifur Skaftason vígði
Siglufjarðarskarð árið 1731, hafi
sú trú komizt á, að skarðið væri
hættulaust mönnum og að loft
anda þeim, sem áður réðist á
ferðamenn . skarð’inu, hafi ver-
ið komið fyrir kattarnef. En
þess hafi þó orðið rrjýmörg
dæmi síðan, að menn hafi orðið
úti á Siglufjarðarskarði, eða
slasazt til bana. Jón Hjaltalín
segir t. d. í Tíðavísum sínum:
Kafaldsneyðin kulda blá
klaka, harða barði.
Sú nam deyða seggi þrjá
á Sivlufjarðarskarði.
Sat yfir manninum
í hríðinni þar til hann
var látinn.
Það slys mun hafa orðið áríð
1815. Á útmánuðum 1886 varð
maður bráðkvaddur á Siglufjarð
arskarði, og í ungdæmi Guð-
Iaugs, eða árið 1903, urðu tveir
menn úti þar í aftaka veðri.
Betur kann Guðlaugur að gre’ina
frá óhöppum og slysum, sem
orðið hafa á Siglufjarðarskarði
síðar. Það síðasta einhvern ttrna
á árabilinu 1930—’40. Þá lögðu
tveir menn á skarðið að vestari.
Annar mannanna, Einar að
nafni og búsettur á Siglufiiði
lasnaðist þegar þeir voru komo
ir yfir háskarðið. Komst hann
niður fyrir Skarðsbrekkuna, en
treysti sér ekki lengra og lagð
ist fyrir. Brostið hafði á blind-
hríð og þar á ofan bætt'st
7ramhald á bls. 7
f