Vísir - 04.12.1964, Side 5
VlSIR . Föstudagur 4. desember 1964.
5
útlönd í norgun útlönd í morgun útlönd í morgim;
utlörid í
•’ 0
WILSONFER VESTURÁ MORGUN
Brezka sfjérnm ségð hafa hreyff
afstöðu sinni fiB kjarnorkufBota
Harold Wilson forsætisráðherra
Bretlands flutti sjónvarpsræðu í
gærkvöldi og gerði að umtalsefni
viðræðufund hans og Johnsons
Bandaríkjaforseta, en Wilson flýgur
vestur yfir haf á morgun, og hefst
viðræðufundurinn á mánudag. Áð-
ur en Wilson flutti sjónvarpsræð-
una hafði stjórnin komið saman á
seinasta fundinn fyrir burtför hans.
Wilson sagði, að ekki hefði ver-
ið gerð nein dagskrá fyrir viðræðu
fundinn, — forsetinn og hann
myndu ræða vandamálin almennt,
Peron bönnuð öil af-
skipti af stjórnmálum
Juan Peron fyrrum einræðis-
herra Argentínu fær að líkindum
landvistarleyfi á ný á Spáni, að
þvl tilskildu, að hann hafi engin
afskipti af stjórnmálum.
Hann kom aftur til Spánar frá
Rio de Janeiro í sömu flugvélinm
og hann fór í vestur, eftir að hafa
verið í gæzlu í Rio, en Brazilíu-
stjórn neitað'i honum um leyfi til
að halda áfram til Argentinu, og
ákvað að senda hann aftur til
Spánar.
Peron steig úr flugvélinni í Se-
villa. Honum var tilkynnt þar, að
hann mætti vera þar í bili, en þetta
var því skilyrði bundið, að hann
færi ekki úr borginni, án sérstaks
leyfis.
m. a. Norður-Atlantshafsbandalag-
ið og óeininguna innan þess, kjarn
orkuvopn og varnir, sambúð milli
austurs og vesturs, til þess að
vinna að því að hún fari batnandi
o. fl.
Mesta athygli vekur eftir fundinn
og ræðu Wilsons, að liklegt þykir
að nokkurrar tilslökunar sé að
vænta af Bréta hálfu varðandi uppá
stungu Bandaríkjamanna um kjarn-
orkuflota Norður-Atlantshafsbanda-
lagsins, uppástungu sem Bandaríkja
stjórn heldur fast við, en ekkert
land innan Norður-Atlantshafs-
bandalagsins að Bretlandi meðtöldu
hefir haft mikinn áhuga á, að
undanteknu Vestur-Þýzkalandi, en
nokkur eru þó þátttakandi í undir-
búningstilraun þeirri, sem fram
fer. í Sovétríkj. er stofnun slíkr-
ar deildar talin jafngilda því, að
Vestur-Þýzkalandi sé veitt hlutdeild
í yfirráðum kjarnorkuvopna, og
telja Rússar sér mikla hættu búna,
ef uppástungan verður framkvæmd,
— Wilson er nú talinn bjóða upp á
málamiðlun eða einhverja þátttöku
Breta í flota með „blönduðum“ á-
höfnum.
Johnson flutti einnig ræðu í gær.
þíngsjá Vísis þingsjá Vísis þingsjá Visis
VERÐA PRESTSKOSN-
INGAR LAGÐAR
Var hún flutt í Georgetownháskól-
anum, og lýsti hann yfir, að uppá-
stungan um kjarnorkuflota væri að
styrkja Norður- Atlantshafsbanda-
lagið og koma því til leiðar, að ein-
stakar þjóðir innan þess fyndu
meira til ábyrgðar sinnar vegna
þátttöku sinnar.
Johnson hvatti til nýrra átaka.
Hann kvað Norður-Atlantshafs-
bandalagið ekk’i í neinni stór-
hættu, en fyrir dyrum stæði að
taka ákvarðanir á tíma mikilla
breytinga.
Bunia fallin —
100 gíslum
bjargað
Stjórnarherinn í Kongó tók i
gær bæinn Bunia i Norður-
Kongó og var bjargað þar yfir
100 hvítum mönnum og voru
þeir sóttir í flugvélum frá
Leopoldville og fluttir þangað.
Voru farnar 3 ferðir eftir
þeim. í hópnum voru 3 belgiskir
prestar og ein nunna. — Flótta-
fólkið segir, að uppre'istarmenn
hafi drepið yfir 400 kongóskra
-manna í borginni.
Fundir voru í báðum deildum
Alþingis í gær. í efri deild voru
2 mál á dagskrá. frv. um girðing-
arlög og frv. um verðtryggingu
launa og var síðara frv. afgreitt
sem lög frá Alþingi.
í rieðri deild voru 5 má! á dag-
skrá og voru 4 þeirra rædd. Voru
það frv. um veitingu prestakalla
og um skipan sóknarnefnda, stýri
mannaskóla í Vestmannaeyjum,
sem kom frá nefnd og að lokum
mælti Einar Olgeirsson fyrir frv.
um barnaheimili.
VEITING PRESTAKALLA .
Haldið var áfram 1. umræðu
um breytingu á fyrirkomulagi
prestskosninga, en umræða þessi
hófst s.l. mánudag. Fyrstur á mæl
endaskrá var sr.
Gunnar Gísla-
son. Sagðist |
hann vera fylgj- <
andi því að \
prestskosningar
yrðu afnumdar. i
Spurði hann \
hvers vegna j
sýslumenn lækn I
ar og ljósmæður væru ekki kos-
in til starfa. Allir þessir aðilar
fengju veitingu án þess að þurfa
að sækja það gegnum kosningu.
Nú væri kirkjan ríkisstofnun og
starfsmenn hennar væru þar af ■
leiðandi ríkisstarfsmenn. Og hann
væri sannfærður um eftir viðræð
ur við fólk að afnema ætti kosn-
ingarnar. Hann minntist þess ekki
að hafa séð nein andmæli gegn
frv. þegar það kom fram ’62
hvorki í blöðum né heldur hefðu
nein mótmæli verið lögð fram í
lestrarsal Alþingis, sem stundum
hefði þó komið fyrir, þegar um
svona mál hefði verið að ræða.
Og það væru áreiðanlega fleiri en
prestar, sem væru leiðir á þessu
fyrirkomulagi, sem skipti mönn-
um I flokka og skapaði úlfúð.
Með þessu fyrirkomulagi væri
prestum gert óeðlilega erfitt fyrir
að skipta um embætti, sem þó
væri hollt, bæði fyrir söfnuði og
presta.
Að lokum sagði hann, að mörgu
öðru þyrfti að breyta í kirkju-
skipan okkar, eins og kirkjumála
ráðherra hefði talað um.
Einar Olgeirsson sagði, að prest
ar væru ekki fyrst og fremst full-
trúar ríkisvaldsins heldur ákveð-
ins félagsskapar
sem ríkisvaldiðj
styrkti. HinS
vegar hugsaði
sr. Gunnar hér
fyrst og fremst
sem embættis-
maður. Þá hefði
hann ekkert á
móti því, að
sýslumenn o. fl. væru kosnir al-
mennri kosningu. Það væri víða
gert eins og t. d. í Bandaríkjunum.
Og hann væri alltaf með því að
draga úr afskiptum rikisvaldsins
af almenningi bæði hér á landi og
annars staðar.
Sr. Gunnar Gíslason svaraði
þessu örfáum orðum, sagði, að
það kæmi sér á óvart, að sá mað
ur, ■ sem talinn hefði verið einn
harðsvíraðasti kommúnisti á ís-
landi, skyldi ekki vilja vita lengur
af neinu ríkisvaldi.
Sigurvin Ein-
arsson sagðist
vera á móti frv.
vegna þess að
hann gerði mun
á prestum eftir
kenningum
þeirra, persónu.
o. fl. og þess
vegna vildi hann
fá að velja um þá
Þórarinn Þórarinsson sagðist
vera andvígur frv. vegna þess að
það drægi úr valdi kjósenda en
færði ráðherra og biskupi aukið
vald í hendur. Vitnaði hann í
þessu samb. til samþykktar sem
gerð hafði ver-
ið á þingi
J. fyrir skömmu,
þar sem
að áhrif ein-
stakra embættis
manna í þjóð-
félaginu séu of
mikil.
Þá væri hann
einnig á móti frv. á þeim for-
sendum, að kirkjan væri frjáls-
lynd og víðsýn og ekki setin af
klíkuskap eða öðru þvílíku. Þar
rúmuðust menn með misjafnar
skoðanir og þetta stafaði af því,
að prestarnir væru kosnir. Síðan
var málinu vísað til 2. umr. nefnd-
ar.
í STUTTU MÁLI.
Ólafur Bjömsson hafði fram-
sögu af hálfu fjárhagsnefndar efri
deildar á frv. um verðtryggingu
launa. Er nefndin sammála um að
mæla með frv. Var það síðan af-
greitt sem lög, að lokinni 3. umr.
sem var strax að lokinni 2. umr.
Bjartmar Guðmundsson hafði
framsögu fyrir áliti landbúnaðar-
nefndar efri deildar á frv. um
girðingarlög. Flytur nefndin all
margar breyttill. við frv.
Pétur Sigurðsson hafði fram-
sögu af hálfu sjávarútvegsnefndar
neðri deildar á frv. um stýrimanna
skóla í Vestmannaeyjum. Mælir
nefndin með samþykkt frv. svo
og flestir þeir aðilár sem það
hefði verið sent til umsagnar.
Björn Bjarnason , mælti fyrir
breyttili. á þá leið, að ríkið kosti
skólann, en ekki Vestmannaeyja-
kaupstaður.
Benedikt Gröndal mælti fyrir
frv. um skipun sóknarnefnda.
Fylgir það frv. um veitingu presta
kalla. Þá mælti Einar Olgeirsson
fyrir frv. sem hann flytur um
barnaheimili.
MJAR
BÆK1IR
ingibjörfi Jónsdóíiir:
SY stukiIar
HT^an um^^sj|irn^' ic*
ástarsaga og gerist í
Reykjavík — í næsta húsi
við þig og mig — hún
gerðist í gær og hún ger-
ist í dag. Sagan er um ör-
lög tveggja systra. Leik-
urinn er ójafn. Eldri syst-
irin, Júlía, er trygglynd,
Vna 1». Árnadóttir:
BÓÍYDIIVJÍ 1
ÞVERÁRDAL
Una er ung kona, Skag-
firðingur í báðar ættir og
af skáldum komin. Bónd-
inn í Þverárdal er fyrsta
bók hennar, saga um líf
og starf fólksins í landinu.
Þeir sem fæddir eru í sveit
og enn muna æsku sína,
munu þarna rifja upp
mörg skemmtileg ævintýri
frá liðnum dögum.
HRwr
Mngimar Óskarsnon:
LlFIÐ 1 KRIIVGUM
ORKIII
Bókin er að nokkru leyti
byggð á greinarflokki, sem
höf. birti í einu af dag-
blöðum Reykjavíkur. En
annars þekkja allir lands-
menn, að Ingimar er
manna fróðastur og frá-
sögn hans er snilldarleg.
Þetta er bók, sem allir —
ungir og gamlir — .hafa
gaman af að eiga og lesa.
en ekki fríð. Sú yngri er
fögur og léttlynd. En lesið
söguna. Hún er bezta bók
Ingibjargar til þessa, og
Ingibjörg vex með hverri
nýrri bók.
♦
Tvær nýjar ZORRO-bækur:
zonno
oq dulurfulla svcrðió
°g
ZORRO
berxt á bnðar hendur
LEIFTUR
1