Vísir - 14.12.1964, Blaðsíða 1

Vísir - 14.12.1964, Blaðsíða 1
VÍSIR 54. árg. — Mánudagur 14. desember 1964. - 277. tbl. Kveikt á jólatrénu á Austurveíli í gær Síðdegis í gær voru ljós tendruð á Oslóarjólatrénu á Austurvelli. Við það tækifæri flutti norski sendiherrann Johan Cappelen ávarp; ungur Norðmað ur kveikti á trénu og Geir Hall- grímsson borgarstjóri þakkaði gjöfina með stuttu ávarpi. Athöfnin hófst kl. 4. Lúðra- sveit Reykjavíkur hafði þá leikið nokkra stund á Austur- velli og Dómkórinn söng. All- margt manna safnaðist saman við Austurvöll, enda veður á- gætt. í ávarpi sínu flutti norski sendiherrann Reykvíkingum beztu jóla- og nýjársóskir. — Geir Hallgrimsson borgarstjóri þakkaði Norðmanninum fyrir að kveikja ljós í hjarta Reykja- vikur í svartasta skammdeginu og flutti Oslobúum beztu kveðj- ur og jólaóskir. Dean Rusk kemur til Reykjavíkur á laugardagskvöldið. Frá vinstri: James K. Penfield ambassador Bandaríkjanna, Dean Rusk, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Myndin er tekin á Reykjavfkurflug- velli er Dean Rausk hafði stigið út úr flugvél sinni. (Ljósm. Vísis, I. M.) 'e'-í' . . inga og Bandaríkjamanna Frri heimsókn Denn Rusk til Reykjavíkur — Ég ber íslendingum kveðj- ur Lyndon B. Johnsons, sagði Dean Rusk utanríkisráðherra Bandarikjanna er hann steig út úr flugvéi sinni á Reykjavíkur- veili kl. 7.15 á laugardags- kvöldið. Á flugvellinum tók forsætis- ráðherra Bjarni Benediktsson á móti Rusk og bauð hann vel- kominn t'il landsins — Mig hefur lengi langað til þess að sækja ísland heim; sagði utanríkisráðherrann í stuttu ávarpi sem hann flutti I flugstöðvarbyggingu Loft- leiða. Minntist hann á aðild Islend- inga að Atlantshafsbandalag- inu og kvað skoðanir og rödd Islands þar mikils metna Kvað hann það gleðja s'ig að koma hingað til lands, en þetta er í fyrsta sinn sem ráðherrann hef- ur viðdvöl á íslandi. Kvað hann bæði ánægjulegt og nytsamlegt að fá þetta tækifæri til þess að ræða v'ið íslenzku ríkisstjómina um sameiginleg málefni, þá ekki sízt samstarfið innan At- lantshafsbandalagsins. Á Reykjavíkurflugvelli tóku á móti ráðherranum einnig þeir Agnar Kl. Jórtsson ráðuneytis- stjóri í Utanríkisráðuneytinu, Páll Ásg. Tryggvason deildar- stjóri þar og Guðmundur Bene- diktsson deildarstjóri í For- sætisráðuneytinu, auk Sigurjóns Sigurðssonar lögreglustjóra. Eftir stutta viðdvöl í flug- stöðvarbyggingunn’i ók ráð- herrann i fylgd með forsætis- ráðherra og bandaríska sendi- herranum til bandaríska sendi- ráðsins við Laufásveg en þar gisti hann um nóttina. Um kl. 20 hófst kvöldverðarveizla sem ríkisstjórnin hélt Dean Rusk í Ráðherrabústaðnum. Framh. á bls. 6. Geir Hallgrímsson, borgarstjóri flytur ávarp sitt á Austurvelli i gær. Ljósmynd Vísis B.G. 32 síður í dug _____________ Loftleiðir fara inn á nýtt svið: LEIGUFLUC FRÁ BÁtZ^ TIL EVRÓPU í SUMAR Næsta sumar munu Loftleiðir fara inn á nýtt svið í starfsemi sinni, leiguflug. Munu DC-6B flugvélar félagsins verða not- aðar til leiguflugs milli New York og Evrópu. Martin Petersen, deildarstjóri hjá Loftleiðum sagði Vísi í morgun að ekki væri endanlega búið að ganga frá þessum mái- um, en þegar væri séð að mán- uðina júní—september yrðu vélamar í stanzlausri notkun, og talsvert mikið nýttar í apríl og maí. Eru þetta tvær flugvéiar sem um ræðir, og tekur hvor um sig 55 farþega í sæti. Hóparnir sem fluttir verða eru af ýmsum toga spunnir; kirkjufólk, skólafólk, fólk i nemendaskiptum, ferðaskrif- RlKJUM stofuhópar, fulltrúar á ýmsar ráðstefnur og fundi o.s.frv. Verður flogið frá ýmsum banda rískum borgum til Englands, Skandínavíu og Luxemborgar. Hafa Loftleiðir yfirleitt fengið þessi viðskipti gegnum ferða- skrifstofur. Loftleiðir eiga nú 5 DC-6B flugvélar og verða 3 þeirra i sumar í áætlunarfluginu auk tveggja véla af Rolis Royce 400-gerð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.