Vísir - 14.12.1964, Blaðsíða 3
V1 S I R . Mánudagur 14. desember 1964.
Rætí við frantkvæmgSasffóra HS8
og Vöruflutninganisðsföðvarinnar
Samgörjgur eru mikill þáttur
í lífi hvers höfuðstaðar og á
það ekki síður við hér í Reykja-
vflc en í öðrum höfuðborgum.
Fyrir utan samgöngur innan
borgar eru höfuðborgir venju-
lega einnig samgöngumiðstöðvar
landsins og Reykjavík er það í
ríkara mæli en flestar aðrar höf
uðborgir. Nálega allt innanlands
flug hefur endastöð í Reykjavík
og sama gildir um skipaflutn-
ingana. Flestar áætlunarleiðir á
landi miðast við Reykjavík og
vöruflutningamir eru til og frá
Reykjavík.
Reykjavík er þessi árin óðum
að hrista af sér smábæjarsvip-
inn og setja upp borgarsv'ip.
Þetta sést, hvar sem farið er um
borgina. En samgöngumálin
hafa ekki verið fremst í flokki
þessarar þróunar. En nú er að
rfsa Umferðarmiðstöðin við
Hringbraut, og tilkoma hennar
er stórt skref frá smábænum
yfir í borgina.
Umferðarmiðstöðin er mynd-
arlegt hús og þar verður hægt
að veita alla þá þjónustu, sem
nauðsynleg þykir í sambandi v'ið
áætlunarferðir út á land. Bvgg-
ing hennar hefur vakið umhugs
un um, hvort ekki sé rétt, að
annað fylgi á eftir, því margt ei
enn ógert í þessum málum.
Sá, sem kemur til borgaifnn-
ar með flugvél, vill geta tekið
strætisvagn, leigubíl eða áætl-
unarbíl án þess að neitt mas
sé við það að komast á leiðar-
enda. Ef hann ætlar með áætl-
unarbíl úr borginn'i, en vill dvelj
ast þar fyrst, vill hann geta
skilið farangur eftir á flugmið-
stöðinni og tekið hann svo be'int
upp í áætlunarbílinn, þegar
hann fer úr borginni. Eða þá
að hann kýs að leggja farang-
urinn inn á vöruflutningam'ið-
stöð til flutnings með næstu
ferð. Ef hann á heima í borg-
inni, vill hann ef t’il vill fá sendi
ferðabil frekar en leigubíl, sé
farangurinn mikill. Þetta eru
nokkur dæmi, sem ætlað er að
styðja þá röksemd, að það sé
mjög hentugt, að allar þessar
samgöngumiðstöðvar séu á e'in-
um og sama stað. Það spari
almenningi bæði tíma og fé,
auk þess sem hann eigi kost
mun betri þjónustu.
Sama máli gegn'ir um þá, sem
samgöngutækin reka. Þeir spara
bæði fé og tíma á betri skipu-
lagningu á þessum málum. Við
snerum okkur til tveggja fram-
kvæmdastjóra samgöngufyrir-
tækja og spurðumst fyrir um
skipulagið á þessum málum í
dag og hvaða augum þeir litu
á framtíðina. Þetta voru þeir
Ísleifur Runólfsson, fram-
kvæmdastjóri Vöruflutn’ingamið
stöðvarinnar, og Helgi Geirsson,
framkvæmdastjóri Bifreiðastöðv
ar íslands. Helgi sagði m. a.:
— Það sjá I rauninni allir,
hvemig aðstaðan er hjá okkur
á B. S. í. Þrengslin eru orðin
óviðráðanleg bæði úti og inni.
Farþegarnir híma venjulega úti
vegna þrengsla, meðan þeir btða
eftir fari, og þar er stöðug
hætta vegna mikillar umferðar
á planinu og Við það. Þegar mik
ið er að gera, rúmar planið ekki
bílana þótt þeir séu hlið við/
hlið, og farþegarnir verða að
smeygja sér á m'illi þeirra. Inni
er engin aðstaða, hvorki fyrir
farþega né okkur sjálfa. En
þetta er öllum vel kunnugt.
— Á þessu verður mikil breyt
ing, þegar við flytjum í Umferð
armiðstöðina. Þar verður mjög
stórt stæði fyrir áætlunarbíl-
ana og hluti þess verður undir
þaki. Þá er í húsinu stór bið-
stofa og veitingasalur fyrir far
þega og einhver önnur* þjón-
usta, svo sem bankaút'ibú. Okk
ur þykir verst, hvað það tekur
langan tíma að reisa hana, því
síöðugt stækka bflarnir og þeim
fjölgar. En nú fer m^fiur að sjá
fyrir endann á núverandi á-
standi.
— Ef Umferðarmiðstöð ber
nafn með rentu, þá á hún að
vera samgöngumiðstöð borgar-
innar. Ég mundi fagna því, ef
strætisvagnar, leigubílar, áætl-
unarbílar, sendiferðabflar og
vöruflutningabílar hefðu allir
miðstöð á sama stað og þar
mætti gjarna líka vera flugmið-
stöð. Þetta er hvað öðru skylt
og er öllum til hagsbóta að það
sé tengt saman. Þéir, sem þurfa
á flutningum að halda, spara
sér fé og tíma og hinir, sem
veita þjónustuna, spara sér líka
fé og tíma. Lóðin þarna við
Hringbraut er mjög stór, svo
það ætti ekki að baga, og lega
hennar er ákjósanleg fyr’ir flug
miðstöð.
Þá höfðum við tal af ísleifi
Runólfssyni, framkvæmdastjóra
Vöruflutningamiðstöðvarinnar.
Hann sagði m. a.:
— Vöruflutn'ingamiðstöðin var
stofnuð um áramótin 1960—
1961 af tólf mönnum, sem höfðu
vörufluhiinga, en nú eru það
orðnir sautján aðilar, sem hafa
GAMLI TlMINN. Það er oft þröngt á þingi í Vöruflutningamiðstöðinni, þótt vetur sé, og húsakynnin
eru næsta ófullkomin. Nú eru bílstjórarnir að hugsa um að byggja glæsilega stöð.
GAMLI TfMINN. Umferðaröngþveitið er oft mikið á horninu við BSÍ og það er orðið mjög erfitt að
meðhöndla þessa löngu bíla á litlu bQastæðinu. Nú fer senn að líða að breyttum skilyrðum, þvi...
aðstöðu hérna. Við höfum alltaf
leigt héma hjá Sendibílastöð-
inni, en það er orð'ið heldur
þröngt um okkur núna. Við
höfum pakkhús hér á lóðinni og
því er skipt í sautján stíur, e'ina
fyrir hverja vöruflutningale'ið.
Hver stía er mjög lítil og tekur
ekki nema þriðja hluta af bíl-
farmi, og svo höfum við enga
aðstöðu til að nota vinnuspar-
and'i vélar eins og lyftara.
— Þrengslin valda því, að
við getum ekki geymt nema lít-
ið af vörum hjá okkur. Bílamir
geta því ekki tekið allan flutn-
ing sinn hérna, heldur verða að
snatta fram og aftur um bæ'inn
milli stórkaupmanna og vörulag
era til að sækja vörurnar. Það
er geysilega tímafrekt snatt og
stundum kemur þar að auki fyr
ir, að það verður að umhlaða,
af því að þyngri vömrnar koma
síðar en þær léttari. Það getúr
farið he'ill dagur I svona snatt
kringum einn farm og mikið erf
iði fer í hleðsluna.
— Svo er líka erfitt að vera
með svona stóra bíla í umferð
inn'i í borginni og það er áreið
anlega ekki vel séð af borgar-
yfirvöldunum. Við þyrftum að
geta komið fyrir hérna öllum
vörunum, sem bílarnir hjá okk-
ur fara með út á land, svo að
þeir geti ekið beint inn í borg-
'ina til okkar og sparað sér
NYI TIMINN... ný umferðarmiðstöð er risin upp við Hringbraut hjá Flugvellinum og er verið að innrétta hana núna.. Standa vonir
til, að hún verði tekin í notkun næsta vor, og flytjist þá allar sérleyfisferðir þangað.
alla króka. Sendiferðabílar geta
annazt allan flutning frá vöra-
skemmum og stórkaupmönnum
til okkar, og er það eðlileg
verkaskipt'ing milli sendiferða-
bíla og flutningabíla. Sendiferða
bílamir era liprari I umferðinni.
Við eram hér I sambandi við
Sendibílastöðina, og það gefst
vel.
— Við höfum látið teikna
fyrir okkur Vöruflutningamið-
stöð, þar sem gert er ráð fyr’ir
allri hagræðingu, sem við þurf-
um að hafa. Þar er gert ráð
fyrir tveimur stóram vöra-
skemmum með nógu plássi fyrir
allar vörur, sem við flytjum, og
nógu plássi t'il að geta beitt
lyftara við umhleðslurnar. Þá
er gert ráð fyrir lítilli smur- og
viðgerðastöð, þvottaplani og
geymslusvæði undir beru loft'i.
Einnig er þar gert ráð fyrir
skrifstofuhúsnæði, afgreiðslu og
kaffistofu.
— Það yrð'i til mikilla bóta
við vöruflutninga, ef bílarnir
væru ekki lengri en bílstjóra-
húsið nær að aftan og hefðu
síðan aftanívagna, sem hægt
væri að tengja frá Þá er hægt
að fylla aftanívagnana smám
saman, þar sem þeir standa
lausir. Svo þegar þe'ir eru fullir,
getur flutningabíllinn komið og
krækt aftanívagninum við. Við
þetta sparast alveg ein um-
hleðsla og bílarnir sjálfir eru
miklu frjálsari milli flutninga.
Þetta er mjög mikið notað er-
lendis, og v'ið mundum gera
Framnald ■> ais. S