Vísir - 02.01.1965, Side 3

Vísir - 02.01.1965, Side 3
V I R . Laugardagur 2. janúar 1965. 3 ARIÐ HEFUR VERIÐ ÍSLENDINGUM HAGSTÆTT r Utvarpsræða Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra á gamS árskvöld Árið 1964 hefur eins og öll önnur borið í skauti sínu bæði sorg og gleði. Margir eiga um sárt að binda vegna missis ástvina sinna og allir söknum við íslendingar okkar mikilsmetnu forsetafrú- ar, Dóru Þórhallsdóttur. Og nú á síðasta degi ársins andaðist Ólafur Thors. Þó að hann hafi átt við langvarandi vanheilsu að búa, bar andlát hans að með skyndilegum hagtti. Ég er þess vegna ekki viðbúinn því að veita honum í kvöld verðug eftirmæli. Við áttum langt og ég leyfi mér að segja óvenju náið samstarf. Ég á honum ósegjanlega mikið að þakka fyrir öll okkar kynni. Erfitt er að segja, hva'j mér hafí fundizt mest til um í fari hans. E.t.v. var það bjartsýni hans og sá eiginleiki að ætla öðrum gott, þangað til hann reyndi annað. Ólafi kom aldrei tfl hugar að láta hendur fall- ast, þótt móti blési, hann var allra manna fyrstur að átta sig og úrræðagóður flestum fremur. Hann var sjálfkjörinn foringi og menn lutu leiðsögn hans með Ijúfu geði Mörgum fleirum en mér munu finnast verða svipminna og daufara á íslandi eftir að Ólafur Thors er héðan horfinn. Öll sendir þjóð in eiginkonu hans og ættingj- um alúðarkveðjur og biður hin um látna höfðingja blessunar. Með tryggð til máls og manna á mátt hins góða og sanna þú trúðir traust og fast. Hér er nú starfsins endi. I æðri stjómarhendi er það, sem heitt í hug þú barst Þessi orð Einars Benedikts- sonar um föður sinn tek ég mér í munn um minn látna vin Og út yfir þitt ævikvöld skal andinn lifa á nýrri öld. En árið hefur einnig verið mörgum til hamingjuauka og í heild verður að telja það okk- ur íslendingum hag$tætt at- vinnuár. 1 marz lauk veiðiheimildum erlendra manna innan fiskveiði lögsögu okkar eins og um hafði verið samið og voru þær ekki endumýjaðar, svo sem ýmsir höfðu óttazt. Þá tókst að bægja frá þeirri hættu, sem millilanda flugi okkar var búin af voldug- un keppinaut. Vinnufriður hefur að mestu haldizt. Verðlag hefur verið mun stöðugra en næsta ár á undan. Framfærsluvísitala hækkaði frá 1. maí 1963 til jafnlengdar 1964 um 32 stig, en nú er búizt við, að hún hækki einungis um 8 stig frá 1. maí 1964 til 1. maí 1965. Úr sög- imni er sá ótti, sem ríkti í margra huga um síðustu ára- mót, að yfirvofandi væri gengisfall íslenzku krónunnar. Hagur landsins út á við hefur styrkzt og hafa ekki frá því að stríðs-inneignu n lauk ver- ið fyrir hendi meiri gjaldeyris- sjóðir en nú. Þessi hagfellda þróun héfur gert mögulegt að lækka bankavexti nú frá ára- mótum svo að þeir vérða ekki hærri hér en í ýmsum ná- grannalöndum okkar. Á árinu var víðast hvar næg og sums staðar meira en nóg atvinna. Meiri afli hefur aldrei fyrr borizt á land og verðlag útflutningsins fór yfirleitt hækkandi. Þorskafli varð þó lélegur á venjulegum vertíð- um fyrir norðan og síldveiði brást svo að segja með öllu í sumar fyrir Norðurlandi og nú í vetur hér fyrir Suð-vestur- landi. Minnir það okkur enn á, hversu valt er að eiga allt und- ir sjávarafla, því að engin veiði tækni né vinnslustöðvar stoða, ef fiskur gengur ekki á miðin. Er og leitun á þjóðfélagi, sem á jafnmikið undir einni at- vinnugrein eins og við undir sjávarútvegi, þar sem nær all- ur okkar erlendi gjaldeyrir er frá honum runninn. En þjóðfé- lag okkar hefur sérstöðu að fleiru en þessu. I sumar kom ég með kunn- ingja mínum í erlendan stór- banka, sem nokkur viðskipti hefur haft við Island. Ég heils- aði þar upp á aðalbankastjór- ann, gamlan og virðulegan mann. Hann tók mér vingjarn- lega og sagði banka sinn hafa átt farsæl viðskipti við Island og spurði hvernig okkur vegn- aði. Aðstoðarbankastjóri, sem um íslandsviðskipti hafði fjall- að, varð fyrir svörum, og byrj- aði: „Það eru 187 þúsund manns ...“. „Nú, fjölgar þeim um 187 þús. á ári“, sagði öld- ungurinn. Ég segi þessa sögu ekki af því, að hún sé einstæð, held- ur af hinu, að ótal margir hafa svipað að segja. Mörgum ís- lendingnum hefur vafizt tunga um tönn við að reyna að skýra fólksfæðina hér og það. sem okkur finnst sjálfsagt, en ýms- um öðrum nær óskiljanlegt, að þrátt fyrir smæðina erum við sjálfstæð þjóð og höfum ekki minni hugmyndir um ágæti okkar þjóðar og tilverurétt hennar en þeir, sem margfalt fjölmennari þjóðum tilheyra, hafa um sínar. En því erfiðar sem okkur gengur að skýra þetta fyrir öðrum, því fremur ættum við að átta okkur á því sjálfir, að okkar íslenzka þjóðfélag, - okkar íslenzka ríki hefur al- gera sérstöðu. Án þess að mikl ast eða minnkast okkar vegna sérstöðunnar, þá skulum við skilja, að hún .er fyrir hendi og hugleiða í hverju hún er fólgin. Af öllum þjóðum, sem gerzt hafa aðilar Sameinuðu þjóð- anna, eru íslendingar fámenn- astir. Næstir okkur eru Lux- emborgarmenn. Þeir eru h. u. b. tvisvar sinnum fjölmennari og hafa lengi notið sjálfstæðis. Ég minnist þess, að fyrir mörg um árum var því hreyft í hópi utanríkisráðherra, þar sem ég var staddur, að Luxemborgar- menn hefðu hug á að komast eitt kjörtímabil í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Elzti og valdamesti utanríkisráðherr- ann, sem þama var, og frá einu hinna hlutlausu landa, bíosti þegar hann heyrði þessa ósk og agði eitthvað á þá leið, að ríki á borð við Luxem- borg væri naumast hægt að taka alvarlega. Ég heyrði, hvað sagt var og hugsaði mitt. Luxemborgarmenn eru ekki aðeins tvöfalt fjölmennari en við. heldur búa þeir í frjósam- ara la.'di og auðugra af ýms- um náttúrugæðum. Land þeirra er hins vegar miklu minna en okkar. Sízt er það þeim til óhagræðis, því að enga erfið- leika hafa þeir af strjálbýli né samgönguerfiðleikum við ná- granna sína, þar sem segja má að þeir búi í þjóðbraut í miðri vestanverðri Evrópu. En ekki hafa þeir a. m. k. til skamms tíma talið sig þess umkomna að hafa eigin háskóla. Ég þarf ekki að lýsa mis- muninum á aðstöðu þeirra og okkar. Einungis lítill hluti lands okkar er byggilegur, en stærð þess er slík, að hér mundu rúmast milljónatugir manna, ef landið væri ámóta þéttbýlt og ýmis hin suðlæg- ari lönd. En allt þetta stóra land og byggðina dreifða víðs vegar um það höfum við til yfirsóknar. Sagan segir, að þeg ar Friðrik konungur VIII. leit yfir Suðurlandsláglendið af Kambabrún hafi hann sagt: „Þetta er heilt konungsríki". Engum íslending mundi koma til hugar að láta þjóð sinni nægja það konungsríki. Nei, við viljum byggja landið allt. Okkur finnst slíkt enginn stórhugur, heldur hitt lítil- mennska að láta okkur nægja minna. En svo er stundum að sjá sem sumir gleymi hvað af þessu hlýtur að leiða. Rekstur fámenns ríkis hlýtur ætíð að kosta hlutfallslega meira en fjölmenns. Þetta sést strax og litið er á utanríkis- þjónustuna sem margfalt stærri þjóðir oft kvarta undan kostnaði við, en mín reynsla er, að fátt borgi sig beinlfnis betur fyrir okkur. Svipað er um hina æðstu stjóm. Allt embættiskerfið hlýtur að verða hlutfallslega dýrt hjá lftilli þjóð, því að hún verður að hafa flestar sömu almanna- stofnanir og hinar stærri. — Kostnaðurinn vex stórum, þeg ar strjálbýli er slíkt og hjá okkur. Enn vex kostnaðurinn við byggingu skóla og sjúkra- húsa víðs vegar, svo að ekki Sé talað um samgöngur eða dreif- ingu lífsþæginda, eða réttara sagt, lífsnauðsynja, eins og raf magn og síma. Hið sama á einnig að veru- legu leyti við um rekstur at- vinnuvegar eins og landbúnað- ar. Vegna strjálbýlis og þar af leiðandi samgönguérfiðleika hlýtur rekstur hans að verða mun kostnaðarsamari en í þeim löndum, þar sem þéttbýli er meira, og er þá ekki minnzt á þann aðstöðumun, sem hnátt staða, veðurfar og landkostir búa honum. Það, sem við köllum þétt- býli, er strjálbýli í annarra aug um og mundi annars staðar ekki talið aflögufært. Eins er með sjávarútveginn, sem hér er undirstaða þjóðfélagsins, en víða annars staðar er styrkur af öruggari atvinnugreinum. Svo mætti lengi telja, en ég skal ekki halda þessari upp- talningu áfram að sinni. Ég hefi ekki gert hana vegna þess, að ég telji eftir einn eyri af því, sem fer til þess að halda uppi þjóðfélagi okkar, heldur af hinu, að stundum virðast jafnvel þeir, sem sízt skyldi, gleyma því, hvað það kostar að vera sjálfstæð þjóð í strjálbýlu, norðlægu landi og halda uppi fullvalda ríki. Um suman þennan kostnað má til sanns vegar færa. Þó er það svo, að af þvf að búum í landinu, annars væri það með öllu óbyggilegt, og hann komi sjálfstæði þjóðar- innar í rauninni ekki við. Þetta má til sanns vegar færa þó er það svo, að af því að ekki var lagt í neinn kostnað til að gera landið byggilegt á meðan við lutum öðrum, var að því komið, að þjóðin flosn- aði upp. Alveg eins og landið verður pjóðinni því viðráðanlegra sem henni fjölgar meira, þvf arð- bærra verður landið henni eft- ir því, sem hún getur varið meira fé til að bæta það. Mesta óráðsían er í því fólgin að láta lengur renna engum til gagns til sjávar þær auðlindir, sem bíða þess að færa okkur ljós og yl ásamt afli þeirra hluta, sem gera skal. Framh. á 4. síðu. Dr. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.