Vísir - 12.01.1965, Blaðsíða 10
Ifí
Btas
V í S I R . Þriðjudagur 12. janúar 1S(55
a'EfsaeasESSEEEííESSS
ÝMIS VINNA — ÝMD$ ViNNA -fe j
■ ■ ...... I ..........11.11
Bitstál — Skerpingar
Bitlaus verkfæri tefja alla vinnu. önnumst
skerpingar á alls konar verkfærum. smáum
og stórum.
BITSTÁL, Grjótagötu 14, sími 21500
Húsaviðgerðir
Tökum að okkur alls konar viðgerðir ð húsum
utan sem innan, svo sem gera við og skipta um
þök, einfalt og tvöfalt gler. Góð tæki til múr
brota. — Útvega menn til mosaiklagna og vm
islegt fleira. Góð þjonusta.
Karl Sigurðsson, sími 21172
Teppa- og húsgagnahreinsun
Hreinsum teppi og húsgögn i heimahúsum.
________________________ Sími 37434
Vélhreingeming
Þaegileg vinna, fljótlep vinna. Vönduð vinna.
Vanir menn.
Þrif, sími 21857 og 40469.
Bflaviðgerðir
Geri við grindur f bílum og tæst við alls
konar nýsmíði
Vélsmiðja Sigurðar V. Gunnarssonar,
Hrisateig 5, sími 11083.
Nýja fiðurhreinsunin
Endumýjum gömlu sængumar. Seljum dún
og fiðurheid ver
Nýja fiðurhreinsunin
Hverfisgötu 57A. Sími 16738.
Mosaiklagnir
Annast mosaiklagnir og aðstoða fólk við að
velja liti á baðherbergi og í eldhús ef óskað er.
Vönduð vinna
Sími 37272___________________________
Píanóflutningar.
Tek að mér að flytja píanó og aðra þunga
hluti. Uppl. í síma 13728 og Nýju Sendi-
bílastöðinni, Miklatorgi. Símar 24090-20990.
Sverrir Aðalbjömsson
Handrið.
Tökum að okkur handriðasmíði úti og inni.
Smíðum einnig hliðgrindur og framkvæm-
um alls konar rafsuðuvinnu ásamt fl.
Fljót og góð afgreiðsla.
Uppl. í síma 51421 og 36334.
Húsbyggjendur!
Tökum að okkur smíði á skápum og inn-
réttingum úr plasti og harðviði.
Trésmiðjan Víðistöðum,
Hafnarfirði . Sími 51960.
Vélahreingerníng
Teppahreinsun, húsgagnahrcinsun.
Vanir og vandvirkir menn. Ódýr og örugg
þjónusta
ÞVEGILLINN, sími 36281.
Vélahreingemingar
Vélahraingerning og teppahreinsun. — Þægileg
Kemisk vinna
ÞÖRF, sími 20836
Húsaviðgerðir
rökum að okkur alls i<onar húsaviðgerðir úti og
mni Leggjum mosaik og flísar Skiptum um ein-
falt og tvöfalt gler Skiptum um og lögum þök.
Vanir og duglegir menn
ívar Elíasson, sími 21636
Kópavogsbúar
Málið sjálf, við lögum fyrir ykkur litina.
Fullkomin og örugg þjónusta.
Litaval, Álfhólsvegi 9, sími 41585
Bifreiðaeigendur
Ventlaslípingu, hringskiptingu og aðra mót-
orvinnu fáið þér vel og fljótt af hendi leyst (
hjá okkur.
Bifvélaverkstæðið
Ventill s/f, sími 35313
Nýja teppahreinsunin
Hreinsum teppi og húsgögn 1 heimahúsum.
Önnumst einnig vélahreingerningar.
IMýja teppa. og húsgagnahreinsunin
Sími 37434.
Vélahreingerning
Önnumst vélahreingerningu og handhreingern-
ingu. — Hreinsum gluggarúður Símar 35797 og
51875. Þórður og Geiri i
Félag hreingerningarmanna. \\
Brúðuviðgerðir.
Tökum að okkur alls konar brúðuviðgerðir. j
Opið kl. 3 — 6 daglega.
Brúðuviðgerðin,
Skólavörðustíg 13 (bakhús).
Píanóstillingar og viðgerðir,
Guðmundur Stefánsson,
hljóðfærasmiður, Langholtsvegi 51.
Sími 36081 kl. 10-12 f. h.____________
Bifreiðaeigendur!
Tökum að okkur smærri og stærri verk,
fyrir ákveðið verð. Framkvæmum flestar
tegundir vinnu. Sækjum. Sendum.
Rétting s.f.
við Vífilsstaðaveg . Sími 51496.
Skírnarfontur —
Frh. af bls. 7.
bezt gerði til hans, eru sann-
indamerki til um það, að hann
leit á sig sem Islending, hann
var sér þess meðvitandi, að það
an hefði hann hlotið í arf lista-
mannahæfileika sína. En á þeim
tíma var föðurland hans ríki torf
bæja, þar sem engum gafst kost
ur á að stunda eða lifa af list-
inni. Á þeim tima var engin
myndlist til á íslandi, hún svaf
svefni fátæktarinnar, en brauzt
einkum út í fagurlegum útskurði
á matacöskum.
Skírnarfontinn gerði Thorvald
sen ekki upphaflega fyrir ætt-
jörð sína, heldur fyrir danska
kirkju.
Það var á fyrstu árum hans í
Rómaborg er hann var að vinna
sér frægð og frama, sem honum
barst pöntun, þar sem hann var
beðinn um að gera skírnarfont
fyrir Brahe-Trolleborg kirkju á
FjÖni. Þetta var árið 1807 og
var það fyrsta verkbeiðni, sem
hann hafði hlotið frá Danmörku.
Hann virðist hafa verið mjög
hrifinn af þessu viðfangsefni og
lauk þvf á skömmum tíma. En
síðan stóð það í vinnustofu hans
í Rómaborg í nærri átta ár. Þá
var það árið 1815 sent til Dan-
merkur. Var þá haldin sýning á
verkinu í Kaupmannahöfn og
varð sú sýning fyrstu kynni
Dana af verkum Thorvaldsens
En Danir voru seinir að viður-
kenna snilld Thorvaldsens, það
var fyrst þegar alþjóðleg frægð
hans hafði borizt þangað sem
hann hlaut þar viðurkenningu
og þá svo óþrjótandi ,að aldrei
hefur nokkur listamaður notið
þar þvílíkrar viðurkenningar
sem hann. En frummynd skírn
arfontsins stendur í fyrrnefndri
kirkju á Fjóni.
Fjað var ekki fyrr en seinna
eða árið 1827, sem Thor-
valdsep ákvað að senda annan
skírnarfont sömu gerðar til ís-
lands. Er líklegt að hann hafi
ákveðið þetta skömmu eftir að
íslenzk kona heimsótti hann í
vinnustofu hans í Rómaborg.
Ekki varð þó úr því heldur að
þessi mynd skírnarfontsins kæm
ist til íslands og hefur verið
sagt, að norskur kaupmaður
hafi keypt hann, en þau kaup
eru óljós. Barst fonturinn síðan
tií Bretlands unz Danir keyptu
hann skömmu fyrir síðustu
styrjöld settu hann í Heilags-
andakirkju í Kaupmannahöfn.
Þar stendur hann og með hinni
latnesku áletrun um að þetta
verk sé gjöf til Islands.
Það var ekki fyrr en árið
1838 er Thorvaldsen var fluttur
til Kaupmannahafnar sem hann
gerði þriðja eintakið af skírnar j
fontinum og sendi það til ís- |
lands. Hann kom hingað 1839 |
og var yígður í júlímánuði það
ár af biskupi íslands,- sem þá I
var Steingrímur Jónsson.
Seinni tvö eintökin af skírn j
arfontinum eru lítillega öðruvísi
en frummyndin, þar sem ofan á
þau var bætt kringum skírnar-
skálina rósakransi.
borgin i dag
SLYSAVARÐSTOFAN
Opið allan sólarhringinn Sinu
21230. Nætur- og helgidagsla'kmr
l sama síma
Næturvakí Reykjavik vikuna
9.—16. jan. Ingólfs Apótek.
Neyðarvaktin k! > ! "■ og 1—5
aila virka daga .itnia .augardaga
kl. 9—12. Sim: i 1510
Næturvakt í Hafnarfirði að
faranótt 13. jan.: Ólafur Einars-
son, Öiduslóð 46, simi 50952.
Útvarpið
Þriðjudagur 12. janúar
Fastir liðir eins og venjulega
15.00 Miðdegisútvarp
17.05 Endurtekið tónlistarefni
18.00 Tónlistartími barnanna.
18.30 Þjóðlög frá ýmsum löndum
BLÖÐUM FLfc I
Að ofan helkaldar stjörnur stara
með strendu sjáaldri úr ís
á funakoss milli kaldra vara,
svo kaldra, að andi manns frýs.
Og máninn skín á oss skyldurækinn,
vili skilja milt okkur við.
Við stöndum tvö hér við tunglskinslækinn
og teljum áranna bið.
Guðmundur Kamban.
Ketilsstaðakaffið
... En úr því að ég minnist hér á kaffi, vil ég geta þess, að
faðir minn mörg ár framan af sínum Ketilsstaðabúskap tók aðeins
tólf pund af kaffi til ársins, þó margt væri þar í heimili, flest 36
manns, kaffi var ekki drukkið þar nema á þrem stórhátfðum, og ef
einhverjir kaffigestir komu, helzt útlendir, gestum var venjulega
frorii' m' " « 'v>/tnat,.ir að boröa. Móðir mín drakk kaffi, því að henni
þótti það gott og man ég að hún sagði einhverju sinni: „Það er
mér allra meina bót.“
Páll Melsteð: Endurminningar.
rÓBAKS
KORN
Jæja, svo að þið kvartið yfir
snjó og harðindum, þarna í höf-
uðborginni, þessari stásslegu,
með himingnæfandi háhýsum,
hitaveitu og ótal rofum og
kveikjurum á hverjum einasta
vegg ... Já, þið kvartið yfir ó-
færð og umferðartruflunum, þið
þarna, sem hreyfið ykkur ekki
á milli húsa nema í bfl eða stræt
isvögnum . .. En yfir hvaða snjó
og hvaða harðindum og hvaða ó
færð eruð þið að kvarta, mér er
spurn? E'kki verð ég neitt var við
þess háttar, en bý þó í næsta
nágrenni við ykkur að kalla ...
Ekki get ég kallað það snjó, fyrr
en maður veður hann að minnsta
kosti í hné á jafnsléttu ekki
nein harðindi fyrr en hríðarveð
ur með hörkufrostum stendur að
minnsta kosti tvo-þrjá mánuði,
þó hríðinni sloti eitthvað öðru
hvoru ... Hvernig ætli það hefði
orðið í ykkur hljóðið 1918, að
ekki sé farið lengra aftur í tím
ann, þegar rétt sá í mæni á bað
stofum og heyhlöðum upp úr
fönninni, og þó ekki nema bæj-
arhúsin stæðu á hæð eða hól —
og þannig var það ekki aðeins
í nokkra daga, heldur frá því
f febrúar og langt fram á vor —
en frostið varð svo mikið inni i
baðstofunum, að menn urðu að
hnerra öðru hverju í svefninum
til að brjóta andgufujökulskán-
ina frá vitum sínum, og höfðu
þó breidda dúnsæng upp fyrir
haus ... Jú, ég man það, að þá
þýddi yfirleitt ekki að ætla sér
á bæi, nema að það væri svo
sæmilegt skyggni, að maður gæti
stefnt á reykinn, sem lagði upp
úr snjónum, og þá var það um
vorið, sem sannorður maður í
minni sveit gekk sjö meðallangar
bæjarleiðir undir snjóþekjunni,
eftir að þiðna fór frá jörðunni
án þess að reka sig nokkurn
tíma upp undir, og þó var alls
staðar svo þykkt yfir, þar sem
hann reyndi, að ekki kom hann
þriggja álna broddstafnum upp
úr... Já, og þegar hann kom
í nánd við bæinn, sem hann ætl-
aði á, mætti hann bóndanum,
sem var að reka allt sitt fé á beit
undir snjóþekjunni, því að þar
var allt iðgrænt undir, enda kom
ið fram í maí... Hvað hefðuð
þið sagt þá? Ætli þið hefðuð
ekki þotið um allt á þessum
smábílum ykkar, úlpulausir með
flibbann einan um hálsinn og
kerlinguna á nælonsokkunum
við hliðina á ykkur... Ætli
þið hefðuð ekki kvartað þá, fyrst
þið emjið og kveinið núna, þeg
ar snjórinn tekur ekki hundi i
lágklauf...
EINA
SNEIÐ
Sum verkföll eru hættuleg þjóð
arbúskapnum í heild, önnur
hættuleg búskap einstakra fyrir
tækja og enn önnur hættuleg
búskap vissra einstaklinga — og
loks eru svo þau, sem eru hættu
leg búskap allra þessa aðila ell-
egar einhverjum tveim þeirra ...
Þetta verkfall hljófæraleikara á
veitingastöðum virðist falla und
ir síðustu skilgreininguna, en
vera þó einstætt í sinni röð að
því leyti, að það geti horft til
heilla fyrir að minnsta kosti einn
af aðilunum — það er að segja
allan almenning og þá einnig
þjóðarbúskapinn í heild, á meðan
það leysist ekki og þó helzt og
til mestra heilla, ef það leysist
aldrei... Aftur á móti verður það
búskap verkfallsaðila beggja amk.
til vafasamra heilla, ef það verður
til að sýna öllum almenningi fram
á, að ekki einungis séu hljóð-
færaleikara. sú stétt er prýðilega
verður komizt af án - heldur séu
og veitingastaðirnir eitt af þeim
fyrirbærum, sem þjóðin í heild
getur aldeilis prýðilega komizt
af án og sé jafnvel betur sett
án þeirra. Ef verkfallsaðilar
væru nokkuð að hugsa um sinn
eigin hag, ættu þeir að athuga
þennan möguleika í tíma ... ann
ars -gæti nefnilega farið svo, að
enn einn aðilinn gerði verkfall,
þegar það loksins leystist — að
ekki kæmi nokkur sála á veit-
ingastaðina.