Vísir - 12.01.1965, Blaðsíða 4

Vísir - 12.01.1965, Blaðsíða 4
r ■ 1' i'i’vjpijrir 12 ianúar 1965 Gíeymið ekki þætti manns í skýrslum um um- ferðarslys, sem ýmsir að ilar bæði hér á landi og erlendis létu frá sér fara um áramótin síðustu kom í ljós að umferðar- slys fara enn í vöxt og er nú víða svo komið að fleiri menn farast í um- ferðarslysum en af völd- um skæðustu sjúkdóma. Umferðarslysin eru þannig orðin mikið heil- brigðilegt vandamál. Einnig hér á landi fjölgar um- ferðarslysunum jafnt og þétt og innan fárra ára verður sýnilega stökkbreyting í þessu efni þegar nýju vegalögin hafa fært nokk uð af þeim ágætu vegum, sem alla ökumenn dreymir um, en sem þvf miður hafa einnig í för með sér aukinn fjölda dauða- slysa sökum þess að með nýjum og góðum vegum eykst hraðinn sennilega allt að helmingi. Það ins í umferðinni frá sundruðum heimilum eða heimilum þar, sem ósætti hefur rikt í uppvexti þeirra eru mun Ifklegri til að valda slysum en þeir sem alizt hafa upp í öruggu og ástúðlegu umhverfi. Hafi barnið þegar á unga aldri lært að bera virðingu fyrir sjálfu sér og öðrum verður það sem full orðinn maður mun betri og far sælli borgari en ef allt hefur verið látið vaða á súðum kæru leysisins í uppvexti þess. Sá sem lærir að bera virðingu fyrir öðr um sýnir tillitssemi í einu og öllu, einnig akstri, hann virðir eigur annarra og gætir vel þess sem honum er trúað fyrir í þessari grein mun ég eink um ræða tvær leiðir til að auka umferðaröryggið. Þessar leiðir 1) Bætt umferðar- og öku- kennsla 2) Aukið og bætt lögreglu- eftirlit. Eftir Ólaf Gunnars- son, sálfræðing er þvf ekki nóg að leita allra bragða til að bæta vegina, einn ig þarf að fara allar færar leiðir til þess að draga úr slysahætt unni. UMFERÐARSÁLFRÆÐI MIKILVÆG. Þótt umferðarsálfræðin sé enn ung fræðigrein hefur hún samt nú þegar sannað, að margt sem máli skiptir í umferð er enn ekki nægur gaumur gefinn. Rannsókir, sem gerðar hafa verið við háskóla í Bandaríkj unum og Kanada sanna, að persónuleiki mannsins og ástand hans allt bæði sálrænt og líkam legt valda mestu um það hvort hann er líklegur til að valda slysum eða ekki. Rannsóknir hafa sýnt að bílstjórar, er koma HÆFNISPRÓFANIR. Bæði reynsla og rannsóknir hafa sýnt, að hæfni manna er mjög mismunandi á hvaða sviði sem er, ökuhæfni lýtur sömu lögmálum og öll önnur verk- hæfni hvað þetta snertir. Allur þorri manna getur orðið sæmi- legir eða allgóðir bílstjórar, nokkrir orðið úrvalsbílstjórar og álfka margir geta aldrei ekið bíl svo ekki stafi af því óeðlilega mikil hætta bæði fyrir þá sjálfa og aðra. Þessa hrakfallabálka hafa nokkrar þjóðir útilokað frá akstri með aðstoð hæfnisprófa. Frakkar velja t. d. alla bílstjóra sem ráðnir eru til að aka lang- ferðabílum eða strætisvögnum þannig að valdir eru með aðstoð hæfnisprófana hæfustu um- sækjendur hverju sinni. Þetta bar þann árangur að á 13 árum minnkaði slysni vagnstjóra í op inberri þjónustu um 65% og hafði þó bílum fjölgað og há- markshraði verið aukinn veru lega á sama tíma. Á þessum ár um jókst hiná vegar slysni vöru bílstjóra um 84%. Frakkar athuga vandlega á hæfnisprófastöðvum sínum heilsu manna og þá sérstaklega með tilliti til þeirra sjúkdóma, sem geta verið ökumönnum hættulegir Hjörtu þeirra eru at- huguð nákvæmlega, sjón og heyrn mæld, eins náttblinda og Iitasýn og hæfni til að staðsetja hljóð. Viðbragðshraði og jafn vægisskynjun eru mæld. Með eiginlegum hæfnispróf um er mæld athygli og and- svarahraði, ekki sízt dreifing athyglinnar. Mat á hraða og fjarlægð, andsvör við snöggum og óvæntum eggjendum, ná kvæmni, samhæfni t. d. handa og fóta, hvað þreyti mest vöðva mannsins ,er hann fljótur að þreytast eða þolinn. Loks eru menn prófaðir með almennum greindarprófum. FJÖLBVLISHÚS MEÐALMENNSKUNNAR Eins og upptalningin á því sem gert er á hæfniprófanastöðv um Frakka ber með sér væri ná kvæm lýsing á einni slíkri stöð ærið efni í langa grein. Við skul um að sinni láta okkur nægja að staldra við síðasta atriðið, al- menna greind. Reynsla. og rann sóknir hafa sýnt að meðalgreind ir bílstjórar séu bezt til aksturs fallnir. Bráðgreindur maður finnur ekki næga fullnægingu á akstri þegar til lengdar lætur. Honum hættir því við að hugsa um önn ur mál meðan hann ekur og þeim mun greindari sem hann er þeim mun meiri hætta er á, að hann gleymi sér alveg við hug- ræna lausn þeirra viðfangsefna, sem krefjast úrlausnar í huga hans. Aksturinn lýtur þá stjórn óæðri hluta taugakerfisins á meðan. Ef snögga hættu ber að höndum getur slíkt hugarástand hæglega leitt til árekstra og jafn vel slysa. En hættulegri en bráðgreindi bílstjórinn er þó hinn van- gefni. Samkvæmt íslenzkum umferðarlögum og framkvæmd þeirra geta menn tekið bílpróf og öðlazt ökuréttindi 17 ára gamlir. Samkvæmt þvi, sem vitað er um dreifingu almennr- ar greindar þýðir þetta að greindaraldur hinna vangefnustu sem öðlast ökuréttindi hér á landi er ekki nema 11 — 12 ár. Nú er það svo með pilta á þessu greindarstigi, að þeir búa jafnan yfir næsta litlum sáltöfr um, séu þeir ófríðir í þokkabót verður afleiðingin einatt sú, að aðrir sækjast lítt eftir félags- skap þeirra. Einkum eiga þeir oft erfitt uppdráttar hjá veika kyninu. Slíkum piltum er bíll fyrst og fremst félagslega mik- ilvægur, einkum ef hann er stór og gljáandi. Þegar unglingur, sem búið hefur við 8 ára stöðuga ósigra í skólanum, sem ekki tekur til lit til sannanlegrar námsgetu hans, en reynir af öllum mætti að draga hann inn í fjölbýlishús meðalmennskunnar fær hann nú loksins tækifæri til að sýna mátt sinn og manndóm. Þegar bíllinn er fenginn er það næsta auðvelt. Aðeins að stíga örlítið fastar á benzíngjafann og bíll- inn þýtur af stað. Þetta er blómaskeið hins vangefna pilts. Greindari jafnaldrar hans eru í skólum til þess að búa sig undir ýmiss konar ævistörf. Hann hefur frá náttúrunnar hendi ekki hæfileika til sérnáms og ein- stöku sinnum hefur skólinn þrúgað hann svo mjög, að hann heldur sig ófæran til allra náms iðkana, þótt svo sé ekki. Leið hans liggur beint út í atvinnu- lífið, þar sem honum er tekið tveim höndum af atvinnurek- endum, sem alltaf vantar vinnu- afl. Um leið fer önnur stétt að hafa mikinn áhuga á honum, Ólafur Gunnarsson, sálfræð ingur. það eru gróðamennirnir. Menn sem aðeins hugsa um skjótfeng- inn gróða, sem lítið er fyrir haft. Slfkir verzlunarmenn gera sér ekki sfzt dátt við þá sem minnstri gagnrýni geta beitt gagnyart þeim og vamingi þeirra. Ef allt gengur vel, er hinn grunnhyggni piltur áður en varir seztur undir stýri á stór- um bfl, sem flikkaður hefur verið upp að utan. Má vera að við hlið hins unga ökumanns sitji blómarós á svipuðu greind arstigi og hann sjálfur og í sömu sæluvímunni. Eins vel getur þó verið, að stúlkan í framsætinu sé mun greindari en grunnhyggni aðdáandinn henn- ar og hún sé aðeins að nota hann til að aka sér og félögum sínum hvert sem hana listir. Eitt er víst, að hetjan við stýrið hugsar meira um draum dísina, sem nú situr við hlið hans en veginn framundan og umferðina á undan og eftir. Hvar og hvernig ökuferðin end ar fer svo eftir ýmsu, en af frásögnum blaðanna er augljóst, að furðuoft eyðileggjast bílarnir gersamlega án þess að stórslys verði á mönnum. Þetta breytist vitanlega með bættum vegum. Þá verður eins og áður var sagt hraðinn um það bil helmingi meiri og dauðaslysum fjölgar. Árlega lenda fleiri hundruð bíla í árekstrum og tjónið sk;ptir milljónum. Notið frístundirnar lærið vélritun. Kenni almenna vélritun (blind- skrift) Einnig uppsetningu og frágang verzl- unarbréfa. Fámennir flokkar einnig einkatím- ar. Ný námskeið eru að hefjast. Innritun og allar nánari upplýsingar í síma 38383 á skrif- stofutíma. Rögnvaldur Ólafsson. Húsgögn til sölu Vegna brottflutnings af landinu er til sölu danskt sófa- sett (remance) sófi, 3 stólar skenkur, sófaborð, auto- matic Pfaff saumavél í skrifborði, prjónavél, þvotta- vél með suðu (Servis) skrifborð og sófaborð úr teak, danskt hjónarúm, sem sett er í skáp, með dýnum, borðstofuborð með 4 stólum, skápur með 7 skúffum (dúffoner) teak sófaborð og 3 léttir stólar, allt danskt. Ennfremur svefnsófi 1. manns, Hansahillur, lampar, svefnstóll bamarúm, bamavagn og bama- kerra, barnastóll o. fl. Einnig blóm. Nánari uppl. í síma 20115 í kvöld og annað kvöld.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.