Vísir - 15.01.1965, Blaðsíða 1

Vísir - 15.01.1965, Blaðsíða 1
VISIR 55. árg. - Föstudagur 15. janúar 1965. - 12. tbl. Ný niðursuðu verk- smiðja í Kópavogi Ný niðursuðuverksmiðja tek- ur til starfa í Kópavogi eftir nokkrar vikur. Á hún i fyrstu að sjóða niður hrogn og lifur, og hafa eigendur hennar aflað sér samninga um sölu á hrogn- um til Danmerkur fyrir 18 miiij- ónir króna árlega. Aðalhvatamaður að stofnun þessarar niðursuðuverksmiðju er Jóhann Jóhannsson, forstjóri á ísafirði, en aðrir eigendur eru m. a. Kjartan Guðmundsson í Axminster, Vigfús Friðjónsson útgerðarmaður og Jóhann Sigfús son. Jóhann verður forstjóri verksmiðjunnar en hann stjórn- ar niðursuðuverksmiðju á ísa- firði. Ekki hefur enn verið gengið fyllilega frá fjármagnsútvegun, en Jóhann sagð'i f viðtali við Vísi, að nú vantaði aðeins herzlumuninn, hvað það snerti. Niðursuðuverksmiðjan er til húsa að Kársnesbraut 107, þar sem áður var fyrirtæki, sem steypti húsveggi og setti síðan saman. Húsið er 380 fermetrar að stærð á e'innf hæð. Um þessar mundir er verið að setja niður vélar verksmiðj- unnar, eru þær flestar frá Mata, sem hætti starfsemi fyrir nokkr- um árum. Þá er von á dönsk- um sérfræðingi frá umbbðsmönn um verksmiðjunnar í Danmörku til að gefa ráð í sambandi við vinnsluna og vélakaup til henn- ar. Gert er ráð fyrir, að 12— 15 manns starfi við niðursuðu- verksmiðjuna í fyrstu. Framleiðsla verksmiðjunnar er eingöngu miðuð við útflutn- ing og hafa eigendur hennar Framh. á bls. 6 0 MINNINGARATHOFN UM THOR THORS í gær fór fram minningarat- höfn f Dómkirkjunni um Thor Thors sendiherra. Viðstaddur var forseti íslands, ríkisstjórn, þingmenn, sendimenn erlendra ríkja og ættingjar og vinir hins látna sendiherra. Athöfnin hófst kl. 2 með því að dr. Páll ísólfsson lék sorgar göngulag. Þá söng Dómkirkju- kórinn sálminn: „Á hendur fel þú honum“. Séra Jón Auðuns dómprófastur fiutti minningar- ræðuna og minntist lífs og starfs Thor Thors. Ræddi hann um glæsilegan starfsferii hans hér heima og erlendis og það i hve mikilli þakkarskuld þjóðin stendur við hann fyrir .störf hans afrek í hennar þágu. „í fjölskyldu og heimili verð- ur sjónarsviptir að minna manni en Thor Thors var. Það kólnar húsi þótt minna hverfi en hans stóra heita hjarta" sagði sr. Jón Auðuns. „Thor Thors var mikill íslendingur. Hann veitti ættlandi sínu dýrmæta þjónustu. Hneigðu höfði biðjum við honum blessun Séra Jón Auðuns flytur minn;ngarræðu um Thor Thors í Dómkirkj ar“ unni í gær. verður úr umframeftir- ef jafnvægi ú að núst Skýrsla O.E.C.D. í París um efnahag íslands: Draga spurn Hagstæð þróun í efnahagsmólum Efnahags- og framfarastofnunin í Paris (O.E.C.D.) birti I gær hina árlegu skýrslu sína um efnahagsmál Islands, en hún er samin af sérfræðingum stofnunarinnar f París. Margt athyglisvert kemur fram í skýrslunni um þróunina í efnahagsmálum landsins. Eru þetta nokkur heiztu atriðin: ★ Hagvöxtur Islands hefur verið meiri en í flestum löndum O.E.C.D. ★ Viðskiptajöfnuðurinn var mun hagstæðari 1964 en árið áður. sökum réttrar stjórnarstefnu ★ Gjaldeyrisforði þjóðarinnar er nú meiri en nokkru sinni fyrr. ★ Hin hagstæða efnahagsþróun 1964 stafar að miklu ★ leyti af betri stjómarstefnu. ★ Traustari stefna í fjármálum hefur styrkt greiðslu- jöfnuðinn. ★ Brýnasta verkefnið nú er að varðveita hið bætta samstarf við aðila vinnumarkaðsips. AII nokkuð hefur áunnizt í baráttunni við verðbólg- una. Skýrsla Efnahags- og fram- farastofnunarinnar fer hér á eft ir í heild. „Efnahags og framfarastofnun in í París (OECD) birti í dag árs skýrslu sína um efnahagsmál ís- lands. Fjallar skýrslan um þró un efnahagsmála á I’slandi und- anfarin ár fram til nóvember 1964. Hér fara á eftir niðurstöð ur hennar f íslenzkri þýðingu. „Á síðustu árum hefur þróun in í efnahagsmálum verið hag- stæð á margan hátt. Hagvöxtur hefiu- verið mikill, miklu meiri en á tímabilinu 1950 — 1960 og meiri en í flestum öðrum aðildar ríkjimi OECD. Athyglisvert er, hve útflutningur hefur aukizt mikið, einkum þegar tekið er til lit ti! hinna miklu launahækk- ana, er átt hafa sér stað. Góð aflabrögð og haekkandi verð á út flutningsafurðum hefur að nokkru leyti vegið upp á móti hækkun framleiðslukostnaðar. Sú opinbera aðstoð við útveg- inn. sem lögleidd var í janúar s. 1., hefur einnig hjálpað í þessu efni. Tekizt hefur að halda hag stæðum greiðslujöfnuði. Á árinu 1963 varð nokkur halli á við- skiptajöfnuði (vörum og þjón-) ustu) gagnstætt því, er verið hafði árin á undan. Stóð þessi þróun f sambandi við mikla aukningu fjárfestingar og var í samræmi við framkvæmdaáætl- unina fyrir tímabilið 1963 — 1966. Viðskiptajöfnuðurinn hef- ur orðið hagstæðari árið 1964. Gjaldeyrisforðinn hélt áfram að stækka 1963 og hefur verið meiri á áriu 1964 en 1963. Þróunin innanlands og á greiðslujöfnuðinum við útlönd á að verulegu leyti rætur sfnar að rekja til nýrrar tækni í fiskveið Framh. á bls. 6 Barnsrán framið á Sauðárkróki Um síðustu helgi var bami ,rænt‘ norður á Sauðárkróki, en lögreglan á staðnum veitti barnsræningjun- um eftií.or, náði þeim og flutti út á Sauðárkrók aftur, þar sem réttur var settur yfir þeim og barnið af þeim tekið. Forsaga þessa máls er í megin- atriðum sú, að stúlka hér syðra hafði g'ifzt útlendum manni og átt með honum þrjú börn, það yngsta var drengur, sem verður 5 ára gam- allt í næstu viku. Eftir nokkurra ára hjúskap slitu hjónin samvist- um og Barnaverndarnefnd Reykja- víkur tók bömin til ráðstöfunar árið 1962. Þá ráðstafaði hún fram- angreindum dreng í fóstur norður á Sauðárkrók til Alberts Magnús- sonar og konu hans. Þar hefur drengurinn verið síðan. Móðir drengs'ins giftist svo aftur og hefur vafalaust langað til að ná syni sínum til sín því að fyrir sfð- ustu helgi fékk hún bónda sinn með sér í leiðangur norður á Sauð- árkrók og fengu sér leigðan Willys- jeppa á bílaleigu til fararinnar. Af ferðum þeirra segir ekki fyrr en þau koma norður t'il Sauðár- króks, en þá er sunnudagsmorgunn Að því er sýslumaður Skagfirð- inga, Jóhann Salberg Guðmunds- son, tjáði Vísi í morgun, virðast aðkomuhjónin hafa beðið drykk- langa stund um morguninn í nám- unda við heimkynni Alberts Magn- ússonar til að sjá hvort þau sæju ekki til drengsins og fengju á hon- um færi. En það var ekki fyrr en eftir há- degið, eða um eittleytið, að þeir fara í gönguferð Albert og fóstur- sonurinn. Þeir hafa ekki farið langt þegar Willys-bíllinn kemur á eftir og móðir drengsins snarast út. Hún gefur sig strax á tal við drenginn og reynir að vekja athygli hans á /sér, en hann sinnti því lítið, mun enda ekki hafa borið kennsl á móð- ur sína. Byrjaði hún þá að rejma Framh. á bls. 6.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.